Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 29
@í!M Hsg’mjra'3 .i> ajn>AoaÁ3HJM aia/javiCTTTaoM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1989
29
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Bakstur bolludagsins
Bolludagur, eins og hann er
alltaf kallaður núna, var
kallaður flengingardagur, þegar
ég var bam, enda fóm öll börn
bæjarins á fætur fyrir allar aldir,
mddust inn ( nágrannahúsin og
flengdu heimilisfólkið í rúmum
sínum. Síðar um daginn var farið
í sömu hús og borðaðar bollur.
Þetta er siður, sem óðum er að
hverfa, enda erfitt um vik í nútíma
þjóðfélagi.
Ég á litla dótturdóttur, sem
hefur búið í Danmörku en er núna
flutt til íslands. Hún hefur miklar
áhyggjur af að bolludagurinn
verði ekki eins skemmtilegur hér
og í Danmörku. Þar klæða bömin
sig í alls konar furðuföt, ganga
um hverfið sem þau búa í, standa
fyrir utan dyr fólks og syngja
vísuna sem birtist hér með mynd-
inni. Þessi danski siður hefur lengi
verið stundaður á Akureyri og
kannski víðar, nema þar standa
bömin fyrir utan verslanir bæjar-
ins;
í Danmörku gefur fólk bömun-
um peninga, áður gaf það þeim
sælgæti og þar áður var þeim
boðið til stofu upp á kakó og boll-
ur, strútta og fleira sem tengist
bolludeginum þar úti. Núna fínnst
öllum þægilegra að gefa peninga
og bömin eru ánægð, þau geta
þá valið hvaða sælgæti er keypt
fyrir ágóðann.
Bollur
20 stk.
12 dl hveiti ,
V2 dl sykur
V2 tsk. salt
2 msk. þurrger
150 g mjúkt smjörlíki
2 egg
IV2 dl vel heitt vatn úr kranan-
um
IV2 dl mjólk
1. Setjið hveiti, sykur, salt og
þurrger í skál.
2. Skerið smjörllkið í bita og setj-
ið út í mjölið.
3. Setjið eggin út í.
4. Blandið saman vel heitu vatni
úr krananum og kaldri mjólk.
Setjið út I mjölblönduna og hræ-
rið vel saman. Mjög áríðandi er
að blanda saman heita vatninu
og köldu mjólkinni áður en þetta
er sett út í.
5. Setjið deigið með skeið á bök-
unarpappír, iagið þær örlítið til
með höndunum.
6. Setjið heitt vatn í eldhúsva-
skinn, leggið plötuna með bollun-
um milli barmanna á vaskinum.
Leggið hreint stykki eða plast-
filmu yfir. Látið lyfta sér í 30—40
mínútur.
7. Hitið bakarofn f 210oC, blást-
ursofn í 190°C, setjið plötuna í
miðjan ofninn og bakið í 10—15
mínútur.
Fylling í bollurnar
Þeyttur ijómi, niðurbrytjaðir
bananar eða perur, rifíð súkkul-
aði, búðingur eða sulta.
Athugið:
Ef þið setjið súkkulaði ofan á
bollumar, er best að bræða það í
bakarofni við 70° hita í 7 mínútur.
Strúttar
10 dl hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. sykur
1 msk. þurrger
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. oregano (má sleppa)
1 dl rifinn feitur mjólkurostur
1 egg
2 msk. matarolía
2 dl vel heitt vatn úr krananum
2 dl köld mjólk
30—40 g smjör
mjólkur- eða ijómaostur
1. Setjið hveiti, salt, sykur, þurr-
ger, paprikuduft og oregano í
skál.
2. Rífið mjólkurostinn fínt og
setjið út í mjölið.
3. Blandið saman vel heitu vatni
úr krananum og kaldri mjólk, setj-
ið matarolíuna og eggið saman
við. Hellið út í mjölblönduna og
hrærið vel saman. Áríðandi er að
blanda heita vatninu og köldu
mjólkinni saman áður en það er
sett út í mjölið.
4. .Takið deigið úr skálinni, skip-
tið í tvennt. Flefjið hvom bita út
í jafnkanta plötu 30x20 sm.
5. Takið reglustiku og mælið 5x5
sm reiti. Skerið ekki alveg í gegn
en far þarf að myndast í deigið.
6. Setjið smjörklípu á miðju hvers
bita.
7. Leggið hinn deigbútinn ofan á.
8. Takið kleinuhjól, skerið í kring
um allt deigið, en skerið síðan
alveg í gegn þar sem rákimar
em, þannig að það myndist jafii-
kanta bútar. Bútamir lokast al-
veg, þegar skorið er með kleinu-
hjóli.
9. Takið skæri og klippið kross
ofan í miðju hvers búts. Skerið
ekki alveg í gegn. Skurðurinn á
að vera í efri hlutanum.
10. Leggið strúttana á bökunar-
pappír á bökunarplötu.
11. Setjið heitt vatn í eldhúsvask-
inn, setjið plötuna milli barmanna
á vaskinum, leggið hreint stykki
eða plastfilmu yfir plötuna og lát-
ið þetta lyfta sér í 30 mínútur.
12. Hitiðbakarofní210oC, blást-
ursofn í 190°C, setjið plötuna í
miðjan ofninn og bakið í u.þ.b.
15 mínútur.
13. Kælið örlítið, en losið síðan
krossinn örlítið upp.
14. Skerið teninga úr mjólkurost-
inum eða búið til kúlur úr ijóma-
ostinum. Stingið ostteningi eða
ijómaostkúlu í miðju hvers
strútts.
Fastelavn, er mit navn
boller vil jeg have
hvls jeg ikke boller fár
sá laver jeg bailade
Boller op, boller ned
boller i min mave
hvis jeg‘ingen boller fár
sá koramer jeg tllbage.
Gnúpveijahreppur:
„Aukinn kvóti fyrir nýtt
fjós myndi leysa vandann“
- segja hjónin í Minni-
Mástungn sem urðu
fyrir miklu foktjóni
sem ekki fæst bætt
Selfossi.
„ÞAÐ bætir enginn svona tjón
hér á landi og maður er svona
að átta sig á hlutunum eftir að
þetta gerðist. Við erum að vissu
leyti dálítið ráðvillt en viljum
stefina að því að fá aukinn kvóta
til þess að geta byggt nýtt Qós,“
sögðu hjónin Finnbogi Jóhanns-
son og Olga Andreasen í Minni-
Mástungu í Gnúpverjahreppi.
Þau urðu fyrir því óhappi að
þaJkið af Qósinu á bænum fauk
í einu lagi íostudaginn 13. jan-
úar.
Þau hjónin og bömin fjögur vom
að heiman þegar þakið fauk en
komu heim skömmu eftir að það
gerðist. Þakið virðist hafa lyfst af
fjósinu í einu lagi og svifíð um 80
metra. Það lenti skammt frá íbúðar-
húsinu og braut girðingu umhverfis
húsagarðinn og skemmdi heybindi-
vél sem stóð við girðinguna. Þegar
þau hjónin komu heim var ekki til-
takanlega hvasst og Finnbogi segir
vind oft hafa mælst 12 vindstig án
þess að nokkuð haggaðist.
Samkvæmt upplýsinguri? Veður-
stofu íslands var þrýstifar þannig
á svæðinu að vindhraði yfir bænum
getur hafa verið 70-80 hnútar. Að
sögn Finnboga mældi vindmælir
ofan við Búrfell vindhraða sem sam-
svarar 18 vindstigum. Það er því
greinilegt að snarpur vindhnútur
hefur kippt þakinu af fjósinu.
„Svona aðstæður hafa komið upp
hjá fleimm og svona lagað á eftir
að gerast. Það er umhugsunarefni
fyrir bændasamtökin að svona lag-
að skuli ekki vera bætt,“ sagði Finn-
bogi og bætti við að yfirleitt væm
menn ekki með foktryggingar á
húsum til sveita. Þau hjónin bentu
á að tjón þeirra væri sambærilegt
og varð nýlega í Færeyjum.
Það sem mögulegt er að bætur
komi fyrir, að sögn Finnboga, við
aðstæður sem þessar er aukinn
kostnaður sem menn verða fyrir
vegna búrekstrarins. Einnig er
líklegt að bætur komi fyrir það sem
ekki er unnt að tryggja sérstak-
lega, eins og til dæmis nýju hjólbör-
umar sem urðu fyrir þakinu þar
sem það lenti.
Finnbogi kom nautgripunum, 16
mjólkurkúm auk geldneytis, fyrir á
þremur bæjum og þarf að aka 40
kílómetra til mjalta.
Þau Finnbogi og Olga hófu bú-
skap í Minni-Mástungu fyrir 6
ámm. Þau keyptu jörðina með það
í huga að byggja hana upp enda
er um stóra kostajörð að ræða. Þau
hafa í höndum lánsloforð fyrir end-
urbyggingu og viðbótum við íbúðar-
húsið þannig að óhappið setur strik
Hjónin í Minni-Mástungu, Finnbogi Jóhannsson og Olga Andreasen.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Finnbogi Jóhannsson bóndi i þaklausu Qósinu.
í reikninginn. „Við emm með það
lítinn kvóta héma að við máttum
ekki við neinu og allra síst svona
óhagpi," sagði Olga.
„Ég tel nauðsynlegt að byggja
nýtt fjós því undirstöðumar undir
því gamla em ekki nógu góðar og
því ekki hagkvæmt að leggja í mik-
inn kostnað við að setja þak á það,“
sagði Finnbogi. „Það sem leysir
okkar vanda er að fá aukinn kvóta
til þess að standa undir byggingu
nýs fjóss og hlöðu og þá um leið
búskap á jörðinni," sagði Finnbogi.
Þau hjónin sögðu að úr allri sveit-
inni hefðu komið boð um aðstoð
með hvaðeina, hús fyrir skepnumar
og fleira. Þetta væri ómetanlegt og
þau vildu koma á framfæri þakk-
læti til allra hlutaðeigandi.
— Sig. Jóns.