Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Vrli til vamaðar ValurB. Jónatansson skrífar ÍSLENSKA landsliðið íhand- knattleik mátti hafa mikið fyrir þvi að vinna Norðmenn meö einu marki, 21:20, í síðari landsleik þjóðanna í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. Sigurinn hékk á bláþrœði undir lokin og má þakka Einari Þorvarðarsyni sigurinn er hann varði meist- aralega þrumuskot Norð- manna er leiktíminn var að renna út. Það tók íslensku strákana sjö mínútur að komast inní leikinn. A sama tíma gerðu Norðmenn þijú fyrstu mörkin. íslenska liðið jafti- aði, 3:3, en Norð- menn höfðu síðan frumkvæðið allt þar til íslendingar náðu að jafna, 9:9 og síðan 10:9 fyrir leikhlé. Tíunda markið var glæsilegt. Geir tók hom, sendi háan bolta inn í vítateiginn og þar kom Héðinn á fullri ferð inn af línunni og blakaði knettinum í netið. íslenska liðið hafði frumkvæðið í síðari hálfleik og munurinn mestur fjögur mörk, 18:14, er 10 mínútur vom til leiksloka. En þá fóm leik- menn að reyna ótímabær skot og Norðmenn gengu á lagið og jöfn- uðu, 19:19. Sigurður Gunnarsson skoraði 20. markið, en Norðmenn jöfnuðu þegar ein mínúta var eftir. Kristján skoraði 21. markið - hans annað mark - þegar 12 sekúndur vom eftir. Norðmenn fengu svo tækifæri á að jafna eins og áður er lýst, en Einar varði meistaralega. Óagað Leikur ísienska liðsins var mjög slakur og er víti til vamaðar fyrir B-keppnina í Frakklandi sem hefst eftir aðeins hálfan mánuð. Vömin var of flöt og lék full aftarlega FOLK ■ EINAR Þorvarðarson, mark- vörður landsliðsins, er orðinn leikja- hæsti leikmaður landsliðsins. Hann lék sinn 115. landsleik í gærkvöldi. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði landsliðsins, hvfldi í gærkvöldi, en hann hefur leikið 114 landsleiki. Einar tók við fyrirliðastöðunni. I BIRGIR Sigurðsson, línu- maður úr Fram, tók stöðu Þorgils Óttars, í landsliðinu og átti hann að fá tækifæri til að spreyta sig. Svo varð þó ekki - hann kom aldrei inn á í leiknum. UNORÐMENN léku sinn fímmta landsleik á sex dögum í gærkvöldi. Þeir léku þrjá leiki í Damnörku áður en þeir komu hingað til lands. UFIMMTÁN landsliðsmenn fengu skráðan landsleik í gærkvöldi. Tveir þeirra fengu ekki að koma inn á. Birgir og Guðjón Árnason, FH. ■ ÁTTA leikmenn íslenska landsliðsins fóm ekki inn í búnings- klefa í leikhléi. Þeir notuðu tækifærið og vom að leika sér með knetti inn á vellinum. ■ PÁJLL Ólaísson fékk að leika síðustu 2.30 mín. í leiknum gegn Norðmönnum. ■ HÉÐINN Gilsson fékk að sjá rauða spjaldið í gærkvöldi, eftir að hafa verið rekin af leikvelli í þriðja sinn. Hann var útilokaður frá leikn- um þegar sex mín. vom til leiksloka. ■ KRISTJÁN Arason skoraði aðeins tvö mörk í gærkvöldi. Hann skoraði fyrsta mark íslenska liðsins úr vítakasti eftir sjö mín. og síðan skoraði hann sigurmarkið, 21:20, með gegnumbroti. ■ NORÐMENN skomðu þrettán mörk með langskotum - fram hjá lélegri vöm íslenska liðsins. Morgunblaðið/Bjami Valdlmar Qrfmsson átti góða spretti gegn Norðmönnum - skoraði t.d. þijú mörk S röð rétt eftir að hann kom inn á S fyrri hálfleik. Vömin höfuð- veric- urinn - sagðiGunnar ÞórJónsson Leikur íslenska liðsins var of gloppóttur, en óneitanlega komu góðir kafla í leik liðsins. Það var greinilegt að strákamir mættu of sigurvissir tii leiks. Þeir sofnuðu oft í vöminni og fengu á sig ódýr mörk. Vamar- leikurinn var höfuðverkurinn hjá okkur," sagði Gunnar Þór Jóns- son, formaður landsliðsnefiidar HSI eftir leikinn. Gunnar sagði að það hafí komið fram að Norðmennimir hafí verið búnir að lesa sóknar- leik íslenska liðsins vel. „Þeir náðu oft að stöðva sóknarað- gerðir okkar í færðingu. Það munaði mikið - bæði í vöm og sókn, að Alfreð Gíslason lék ekki með. Jú, hann verður orðinn góður fyrir B-keppnina í Frakkl- andi. Það verður að lagfæra ýmis- legt fyrir B-keppnina. Róðurinn þar verður erfiður og baráttan um sæti verður erfíð. Við beij- umst við sterkar þjóðir — eins og V-Þjóðveija, Rúmena, Norð- menn og Svisslendinga. þannig að Norðmenn fengu of mik- ið svigrúm fyrir framan, enda skorðu þeir 70 prósent marka sinna með langskotum. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og óagaður. Norðmönnum hefur farið mikið fram og ef svo heldur áfram sem horfír eiga þeir eftir að verða okkur skeinuhættir. Það má fastlega bú- ast við því að ísland og Noregur leiki saman í milliriðli í Frakklandi þannig að þeir em sýnd veiði en ekki gefin. Island - Noregur 21 : 20 Laugardal8höll, vináttulandsleikur f handknattleik, föstudaginn'3. febrúar 1989. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 3:5, 5:7, 6:8, 9:9, 10:9, 11:9, 12:10, 13:11, 13:13, 14:14, 18:14, 19:16, 19:19, 20:20, 21:20. isiand: Héðinn Gilsson 6, Sigurður Gunnársson 4, Valdimar Grfmsson 4, Guðmundur Guðmundsson 2, Kristján Arason 2/1, Jakob Sigurðsson 1, Júlfus Jónasson 1, Sigurður Sveinsson 1/1, Geir Sveinsson, Bjarki Sigurðsson, Páll Ólafsson, Birgir Sigurðsson, Guð- jón Ámason. Varin skot: Einar Þorvarðarson 9, Guðmundur Hrafnkelsson. Utan vallar: 10 mfnútur. Noregur: Rune Erland 9/4, Bent Svele 3, öystein Havang 3, Roger Kjendalen 2, Karl Erik Böhn 2, Dag Vidar Han- stad 1, Kaare Rannekleiv 1, Ole Gustav Gjekstad, Kjetil Larsen, Egil Opperud, Knut Ame Iversen. Varin skot: Espen Karlsen 5/2, Fred- rik Brabakken 5. Utan vallar: 10 mfnútur. Áhorfendur: 1.200. Dimarar: Ole Christiansen og Per Jörgensen frá Danmörku. Voru slakir. Héðlnnbestur Besti leikmaður íslands í vöm og sókn var Héðinn Gilsson. Valdi- mar átti einnig góðan kafla eftir að hann fékk tækifæri undir lok fyrri hálfieiks og skroaði þá þijú mörk í röð. Geir og Kristján stóðu sig vel í vöminni, en í sókninni áttu þeir slakan dag. Guðmundur Guð- mundsson og Sigurður Gunnarsson gerðu mikilvæg mörk. Sigurður Sveinsson, Júlíus, Bjarki og Jakob fiindu sig ekki. Einar var töluvert frá sínu besta, en var mikilvægur í lokin. Það þýðir þó ekki að hengja haus nú þegar alvaran framundan. Ég er sannfærður um að íslenska liðið á eftir að ná sér á strik þegar á hólminn er komið og láti þessa leiki sér að kenningu verða. Þorsteinn Pálsson í Jóhann Óli Guðmundsson, for- stjóri Securitas, var endurkjör- inn formaður Knattspymufélagsins Víkings á aðalfundi Víkinga í fyrra- kvöld. Stefán Eggertsson, verk- fræðingur, Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Plasprents, og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Strákamir mæta Belgíumönnum Islenska landsliðið, skipað leik- mönnum undir 21 árs aldri, leikur gegn Belgíumönnum í for- keppni Heimsmeistarakeppni 21 árs landsiiða, sem fer fram á Spáni 1989. Sigurvegarinn úr leikjum ís- lands og Belgíu leika siðan við Sviss eða Kýpur um farseðilinn til Spánar. Jón Hjaltalín Magnús- son, formaður Handknattleiks- sambands íslands, sagði ( stuttu spjalli við Morgunblaðið í gær, að búið væri að semja við Belgíu- menn um að báðir leikimir fari fram hér á landi - 25. og 27. mars. Héðinn með sex mörk Héðinn Gilson skoraði flest mörk íslenska landsliðsins, eða sex. Hann var með 66.6% skotnýt- ingu - skaut níu sinnum. Þá tapaði hann knettinum tvisvar. Valdimar Grímsson skoraði fjög- ur mörk úr fimm skotum. Það gerði Sigurður Gunnarsson einnig, en hann tapaði knettinum einu sinni. Guðmundur Guðmundsson náði 100% nýtingu - skoraði tvö mörk úr tveimur skotum. Bæði mörkin skoraði hann eftir hraðupphlaup. Kristján Arason var með lélega nýtingu. Hann skoraði tvö mörk úr sex skotum og tapaði knettinum tvisvar. Jakob Sigurðsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum og það gerði Júlíus Jónasson einnig, en hann tapaði knettinum einu sinni. Sigurður Sveinsson skoraði eitt mark úr þremur skotum. íslenska liðið skoraði 21 mark úr ijörtíu 0g ejnnj sókn. Tíu Afríkuríki leita aðstoðar hjá HSÍ - vegna námskeiðahalds í Uganda Handknattleikssambandi ís- lands hefur borist bréf frá Afríku þar sem tíu Afríkuríki bjóða HSÍ að halda dómaranám- skeið í Uganda í mars. Verður námskeiðið haldið í sambandi við stórt handknattleiksmót sem þar fer fram á sama tíma. Á síðasta ári fóru þeir Hilmar Bjömsson og Viðar Símonarson til Nígeríu og Tansaníu á vegum Þróunarsamvinnustofnunnar ís- lands og héldu þar handknatt- leiksnámskeið. Mikil ánægja var með þessi námskeið og í fram- haldi að því hafa Afríkuþjóðimar leitað til íslands aftur. Englendingar og Skotar hafa einnig beðið HSÍ að gangast fyrir dómaranámskeiði í handknattleik í Bretlandi á síðari hluta þessa árs. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magn- ússonar, formanns HSÍ, er vilji fyrir því hjá stjóm HSÍ að aðstoða þessar þjóðir við uppbyggingu handknattleiksins. „Þetta er þó allt háð því hvort Þróunarsam- vinnustofiiunin íslands styrki þessi verkefni," sagði Jón. Landslið Lúxemborgar keppir hérá landi í maí LANDSLIÐ Lúxemborgar í handknattleik kemur hingað til lands til æfinga og keppni í vor. Lúxemborgarar dvelja hér í eina viku. Gengið hefur verið frá því að liðið leikur gegn Valsmönn- um og KR-ingum. Þá mætir það sennilega unglingalandsliðinu, og væntanlega fleiri félagsliðum. Landsliðsþjálfari Lúxemborgar var staddur hér á landi um síðustu helgi, fylgdist með leikjum íslands og Tékkóslóvakíu auk þess sem hann undirbjó ferð sína hingað í vor. Unnið er að því að auka vinsæld- ir handknattleiksins í Lúxemborg, og hafði þjálfarinn á orði að hann vildi taka Island sér til fyrirmynd- ar. Landið væri fámennt, eins og Lúxemborg, og undravert væri hve sterku liði Islendingar tefldu fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.