Morgunblaðið - 17.02.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
21
Pólitískir fang-ar á gangi fyrir utan sjúkrahús i Jóhannesarborg í
gær eftir að hafa hætt hungurverkfalli, sem staðið hafði i 24 daga.
Suður-Afríkustjórn hafði gefið i skyn að meirihluti pólitiskra fanga
í landinu yrðu látnir lausir. Reuter
Suður-Afríka:
Blökkumannaleiðtogar
deila á Winnie Mandela
Fangar hætta 24 daga hungurverkfalli
EKKERT lát er á deilum um meint ofbeldisverk lífvarðasveitar
Winnie Mandela, eiginkonu suður-afriska blökkumannaleiðtogans
Nelsons Mandela, sem situr í fangelsi. Leiðtogar Sameinuðu lýðræðis-
fylkingarinnar (UDF), lýstu því yfir í gær að athafnir Winnie Mand-
ela væru þeim alls óviðkomandi. Forseti Afríska þjóðarráðsins
(ANC), Oliver Tambo, sagði hins vegar að enginn ágreiningur væri
milli hans og Winnie Mandela og samtökin væru að reyna að finna
lausn á deilunni. Tambo fagnaði einnig árangrinum af hungurverk-
falli fanga í Jóhannesarborg, en þvi var hætt í gær eftir að Suður-
Afríkustjórn hafði gefið í skyn að flestir þeirra þúsund pólitísku
fanga, sem verið hafa í haldi í Suður-Afrikuán réttarhalda, yrðu
látnir lausir.
Lífverðir Winnie Mandela hafa
verið sakaðir um að hafa rænt fjór-
um unglingum og einn þeirra fannst
látinn á mánudag. Lögreglan telur
að hann hafi verið myrtur.
í yfirlýsingu Sameinuðu lýðræð-
isfylkingarinnar, samsteypu nokk-
urra hreyfinga sem beijast gegn
aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku-
stjómar, kemur fram hörð gagnrýni
á Winnie Mandela. í henni segir að
Mandela sé hér eftir samtökunum
alls óviðkomandi og saka þeir hana
um að hafa gerst sek um mannrétt-
indabrot.
Nelson Mandela og Oliver
Tambo, forseti Afríska þjóðarráðs-
ins, höfðu fyrir nokkru fyrirskipað
Winnie Mandela að leysa lífvarða-
sveitina upp en því mun ekki hafa
sinnt. Tambo sagði að Afríska þjóð-
arráðið væri að reyna að finna lausn
á deilunni og bætti við að yrði
Winnie Mandela handtekin mjmdu
samtökin mótmæla því harðlega.
Um 300 fangar í Jóhannesarborg
ákváðu í gær að binda enda á hung-
urverkfall, sem staðið hafði í 24
daga. Lögfræðingar fanganna
sögðu að Adriaan Vlok, dómsmála-
ráðherra Suður-Afríku, hefði gefið
í skyn að meirihluti pólitískra fanga
í landinu yrði látinn laus.
ORLANE
P A R I S
ANAGENESE
Barátta við tímann
Forskot Fiúóarinnar
á gangi tímans
Kynntí dag
frákl. 13-18.
SERÍNA
KRINGLUNNI
■9BHH
Eftirmenntunarnefnd bílgreina auglýsir
Rafkerfi IV
Rafeindatækni
Meginverkefni:
Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um rafeindakveikjuna og er
markmið þess hluta að gera þátttakendur hæfa til að greina bilanir í hinum ýmsu
rafeindakveikjum, Ijósstýrðum, spanstýrðum og segulstýrðum. í seinni hlutanum er
fjallað um á bóklegan og verklegan hátt um skynjara, „anolog“rásir, rökrásir og
örtölvuna. í lokin eru þessir þættir tengdir saman í heildarkerfi.
Kennari verður Þorkell Jónsson.
Verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík; hefst 21. febrúar og lýkur 4. mars. Kennt
verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.30 til 22.00, og laugardögum frá
kl. 9.00 til 14.00.
Þátttökugjald er kr. 4.000,- fyrir þá sem greiða í endurmenntunarsjóð.
Þátttaka tilkynnist í síma 83011.
^^mmt^^^mm^m^mmmm^^^^^mmfmmmm^mmmmmm^^mmm
hÍLÓW LÆKMR M110 KRÓHLR!
2o%
af sérpökkuðum 26% GOUDAOSTI.
Þetta tilboð stendur aðeins í nokkra daga.
Fœst í flestum matvöruverslunum landsins.
kr kg
AUK/SlA k9d1-395