Morgunblaðið - 17.02.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
Opið bréf til
fríkirkjufólks
eftir Margréti
Helgadóttur
Ágæta fríkirkjufólk.
Nú nálgast mikilvægur aðalfund-
ur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Skv. lögum safnaðarins á að halda
aðalfundinn fyrir 15. mars og boða
til fundarins með þriggja daga fyrir-
vara.
Ég held, að þessi fundur muni
skera úr um það, hvort Fríkirkju-
söfnuðurinn í Reykjavík lifir eða
deyr.
Mér þykir líklegt, að tímasetning
væntanlegs aðalfundar sé nú þegar
ákveðin, þótt við, safnaðarfólkið,
vitum ekki.þann dag né stund. Ég
hygg líka að stjómarbrotið í
Fríkirkjunni, undir varaformennsku
Bertu Kristinsdóttur, sé nú þegar
farið að smala fólki til þessa fundar.
Spurt hefur verið, hvenær fundur
þessi muni verða haldinn, en ekki
hefur tekist að fá nein svör.
Hvers vegna er þetta leyndar-
mál? Aðvitað af því að við, safnað-
arfólkið, eigum ekki að fá nægileg-
an tíma til þess að undirbúa okkur
fyrir fundinn. Margir vinna á kvöld-
in og jafnvel á nóttunni og ættu
því bágt með að sækja fundinn,
aðrir verða kannski staddir erlend-
is, þegar að fundi kemur. Flestir
þurfa lengri tíma en þijá daga til
þess að undirbúa sig.
Við stofnuðum Safnaðarfélag
Fríkirkjunnar í Reykjavík hinn 12.
nóvember síðastliðinn, ekki til þess
að kljúfa Fríkirkjusöfnuðinn, heldur
til þess að vinna að heill hans og
góðum framgangi. En okkur í safn-
aðarfélaginu er neitað um útskrift
frá Skýrsluvélum ríkisins, þ.e. skrá
um safnaðarmeðlimi Fríkirkjusafn-
aðarins. Þá skrá hefur enginn nema
„stjóm" safnaðarins.
Hvers vegna hefur 5 manna
„stjóm“ (upphaflega vom 9 manns
kjömir í stjómina) með vantraust
fundarins í Gamla Bíói 12. septem-
ber 1988, — hvers vegna hefur
þetta stjómarbrot ekki sagt af sér?
Er þetta fólk ekki búið að vinna
Fríkirkjunni nógan skaða?
„Margir vinna á kvöldin
og jafiivel á nóttunni
og ættu því bágt með
að sækja fimdinn, aðrir
verða kannski staddir
erlendis, þegar að fimdi
kemur. Flestirþurfe.
lengri tima en þrjá
daga til þess að und-
irbúa sig.“
Safnaðarstarfíð og kirkjusókn
undanfama mánuði segja allt, sem
segja þarf í því efni. Kirkjusókn nú
er nær engin. Sunnudaginn 15. jan-
úar síðastliðinn komu 20 manns í
Fríkirkjuna, þar með talið starfsfólk
og söngflokkur. Á nýársdag komu
10 manns í kirkju, á annan í jólum
7 kirkjugestir (þetta er söfnuður,
sem telur um 6.000 manns). I
bamamessur mætir yfírleitt ein fjöl-
skylda eða í hæsta lagi tvær núna.
Hjá sr. Gunnari Bjömssyni voru
alltaf á milli 70 og 120 manns í
bamamessum og líklega á milli 50
og 100 í almennum guðsþjónustum.
Getur verið, að þessi þróum verði
Fríkirkjusöfnuðinum til farsældar?
Svarið er vitanlega NEI.
Laugardaginn 7. janúar birtist í
Morgunblaðinu opið bréf til Bertu
Kristinsdóttur, varaformanns
Fríkirkjusafnaðarins, varðandi
safnaðarstarfíð í Fríkirkjunni núna.
Hvers vegna hefur hún ekki svarað
því, sem þar kom fram?
Hvers vegna hafa stuðningsmenn
sr. Gunnars ekki fengið að líta í
fundargerðarbækur safnaðarins?
Hvers vegna er ekki löggiltur end-
urskoðandi látinn yfírfara reikninga
safnaðarins, sem hefur nær eina
milljón króna í tekjur á mánuði?
Við hvað eru mennimir hræddir?
Nú er nóg komið að sinni.
Mætum öll á væntanlegan fund.
Það er ekki nóg að vilja vel og
standa með okkur, sem ætlum að
leiðrétta þau mistök, sem gerð voru
þegar sr. Gunnari var sagt upp
störfum. Það þarf líka að mæta á
fundinn. Hér má enginn safnaðar-
meðlimur vera hlutlaus.
Þetta er lífsspursmál fyrir
Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík.
Höfundur er starfandi í „Satnað-
arfélagi Fríkirkjunnar
OPIÐ í KVÖLD
Lágmarksaldur 20 ár Kr. 600,-
Yfírlýsing forsætis-
ráðherra um Ut-
vegsbankann
er forkastanleg
Félagsvist
kl. 9.00 ________
Gömlu og
nýju dansarnir
kl. 10.30
S.G.T.___________
Templarahöllin
Eiriksgotu 5 - Sinn 20010
Stadur aJJra sem vilja skemmta sér án áfengis.
★ MiðasaJa opnar kl. 8.30
★ Cóð kvöldverólaun
Skála
fell
KVSkÓ
skemmtiríkvöld.
#lnlE)irllL'ö-
mmm
Hvr.moA jS "ont
- Aðoongseyrlr kr. 300 eftlr kl. 21:00.
TOLvUSKEYTING
MEÐ
CR0SFIELD
eftir Einar Örn
Björnsson
Eitt af áformum Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra er að
leggja Útvegbanka íslands hf. niður
og leggja eignir hans og aðstöðu
undir Búnaðarbankann og Lands-
bankann. Ekki er vitað hvem hljóm-
grunn þessi þessi endemis stefna á
í stjómarliðinu.
Ekki er trúlegt að viðskiptaráð-
herra sé ginnkeyptur fyrir því að
slík aðför yrði gerð að Útvegs-
bankanum. Bankinn var gerður að
hlutafélagsbanka með það í huga
að víkka starfssvið hans, meðal
annars með hlutdeild erlendra
banka er fram líða stundir. Útvegs-
bankinn hefur síðan eflst til mikils
muna og er í ömggri sókn inn í
framtíðina, það er því fráleitt að
áform foreætisráðherra nái fram
aðganga.
Útvegsbankinn, áður íslands-
banki hf., og Landabankinn eru
elstu bankar landsins. Búnaðar-
bankinn var stofnaður síðar í tíð
Tryggva Þórhallssonar foreætisráð-
herra, þessi skipan um aðalbanka
landsins hefur haldist síðan.
Ósennilegt er að áform foreætisráð-
herra fái mikinn hljómgrunn hjá
útvegsmönnum eða öðrum sem eru
tengdir sjávarútveginum. Síðan eru
margir sem vilja að Útvegsbankinn
haldi velli í öllu fjölmiðlafárinu er
dunið hefur á honum í þeim erfíð-
leikum er við blöstu þegar Hafskip
hf. lenti í greiðsluþroti. (Undirritað-
ur hefur áður skrifað um þau mál.)
Það er því enginn grundvöllur fyrir
því að Búnaðarbankinn og fyands-
bankinn yfírtaki starfsemi Útvegs-
bankans hf. Þegar hefur verið lagð-
ur góður grunnur að starfsemi hans
er víkkar sviðið í íslenskri banka-
starfsemi.
Það er háttur stjómmálamanna
að ráðast að veigamiklum þáttum
í íslensku atvinnulífi og reyna með
þeiin hætti að hylja sig í reykskýi
eigin mistaka. Það er því nauðsyn-
legt að allir sem vilja aukið fijáls-
ræði og betri fyrirgreiðslu til stuðn-
ings höfuðatvinnuvegunum taki
höndum saman og hreki flölmiðla-
fárið á undanhald og greiði ekki
götu þeirra stjómmálamanna sem
leynt og ljóst reyna að koma ár
sinni fyrir borð, með því að níðast
á Útvegsbankanum. Þetta ætti for-
sætisráðherra að festa sér vel í
minni. Stjómmálamenn vaða um í
þjóðfélaginu, þar á meðal „á rauðu
ljósi", til að leita uppi það sem þeir
segja að fari úrskeiðis og nota það
til að upphefja sjálfa sig, en í leið-
inni eru þeir að grafa undan
íslensku þjóðfélagi og færa allt aft-
ur á bak inn í fortíðina. Þetta á við
núverandi stjórnarflokka.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hlustar á fjölmiðla-
pressuna um skoðanakannanir að
hann sé vinsælastur stjómmála-
manna. En það er fjölmiðlafárið og
Einar Örn Björnsson
„Þaö er háttur stjórn-
málamanna að ráðast
að veigamiklum þáttum
í íslensku atvinnulífi og
reyna með þeim hætti
að hylja sig í reykskýi
eigin mistaka.“
meðalmennskan sem spinnur þann
vef, en er ekki sú viðmiðun sem
mark er á takandi.
Þeir stjómmálamenn og aðrir
sem hafa skoðanir er þeir telja rétt-
ar em þegar til lengdar lætur líkleg-
ir til að varða veginn og horfa því
til framtíðar. Hrokafull afstaða og
ásetningur um að láta óvissutal um
allt og ekkert ráða ferðinni er ekki
það veganesti sem sæmandi er í
mannlegum samskiptum.
Ríkisstjómin er andvana fædd
og því ekki líkleg til að leysa vanda
atvinnulífsins. Hún er aðeins tilraun
manna til að sitja á meðan sætt er.
En ráðherrastólamir em valtir.
Höfundur er bóndi á Mýnesi &
Héraði.
SPAUG
NY hlARNAKVÆM
SÖGUSKÝRING ÓMARS
ómar Ragnarsson,
Helga Möller, Hemmi Gunn,
Leynigestur o.fl.
LISTAGÓÐUR MATSEÐILL
Húsió opnar kl. 19 Miöaveró 3600. Kntunars. 29900.
KOSTABOÐ: Aögöngumiöi meö mal og gisting i eina
nótt i tveggja manna herbergi með morgunmat 5150 kr.
(Gildir jafnt fynr borgartxia sem aðra landsmenn)
DANSLEJKUR 2330-03
Helga Möller & Einsdæmi
Mióaveró 7'50
MYNDAMÓT HF