Morgunblaðið - 17.02.1989, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
„ Kallarhu pig sölumann! "
©1987 UnivefMl Prcsa Syndtcate
ixftr 1254
Sendið inn til mín skrána yfir
trúnaðarmennina í fyrirtæk-
inu...
Með
morgunkaffinu
Þegar maðurinn minn kom
heim frá að endurnýja happ-
drættismiðann kom hann með
1.200 kr. Hann fann peninga-
veski.
Sauðfé aðstoðar við
uppgræðslu landsins
Til Velvakanda.
Löngum hefur verið vitnað í ís-
lendingabók Ara fróða, þegar rætt
er um uppblástur og landeyðingu á
Islandi. Þar segir, að í upphafi
byggðar hafi landið verið viði vaxið
milli fjalls og fjöru. Trúlega er það
birkikjarr og birkiskógar ásamt
víði, sem klætt hafa landið miklu
víðar en sést í dag.
Hver eru þá eyðingaröflin, sem
unnið hafa það tjón á landinu, sem
raun ber vitni? Þótt oft sé jm það
deilt má nefna náttúruhamfanr. svo
sem eldgos, langvarandi þurrka og
vinda, einkum þar sem lyngmóar
eru ríkjandi gróður. Einnig viðar-
högg til eldunar allt fram á þessa
öld og beit búfjársins allt árið um
kring. Miklar umræður manna á
milli og í ijölmiðlum, hafa verið
líflegar um þetta vandamál. Þótt
umræðan hafi oftast verið af hinu
góða, þá hefur þar líka gætt nokk-
urrar vanþekkingar og áróðurs, sem
einkum hefur beinst að sauðfjárbú-
skap. Það er t.d. hæpið að 670
vetrarfóðraðar ær í upprekstrar-
landi Reykjavíkur og Kópavogs,
geti verið miklir skaðvaldar gróð-
urs.
Ólafur Dýrmundsson, sem er sér-
fræðingur um beitarþol, hefur bent
á, að vel gróið land hafl gott af
hóflegri beit. Ingvi Þorsteinsson
mag., sem hefur mikla þekkingu á
gróðurfari í landinu telur nauðsyn-
legt að hlífa afréttum í uppblásturs-
hættu við beit, því víða sé nægilegt
gróið land í heimahögum. í þessu
sambandi ætla ég að minnast á
merkilega tilraun, sem átti sér stað
hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti
á 6. og 7. áratugnum. Það var mik-
il gróðurvana eyðimörk í Hrauninu
ofan og norðan við bæinn, þar sem
fyrr á öldum var blómleg byggð.
Verstur var svo nefndur Gári, vik-
ur- og moldarflæmi nyrst á svæð-
inu. Þessi flæmi, sem skipta þús.
hektara voru tekin til uppgræðslu
af miklum krafti og kom þar við
sögu áburðarflugvél og önnur stór-
virk tæki.
A þessum árum var ennþá etið
dilkakjöt í ríkum mæli og tíðkaðist
sumarslátrun vegna kjötskorts.
Þama í eyðimörkinni var sumarbeit
fyrir meiri hluta fjárins, sem voru
1.500 vetrarfóðraðar kindur á bú-
inu, þegar flest var. Páll Sveinsson
landgræðslustjóri sá, að fénaðurinn
hjálpaði mikið til við uppgræðsluna
með því að troða og festa fræið í
lausan jarðveginn og greru þessi
flæmi upp með beitinni á fáum
árum. Páll var stórvirkur í búskapn-
um eins og öðrum verkefnum, sem
hann tók sér fyrir hendur. Fjárbúið
var lagt niður fyrir 1970, þegar
kjötsala minnkaði. 700 kindur voru
reyndar fluttar að Gunnarsholti frá
Vestmannaeyjum í gosinu 1973 og
var þá aftur rekið fjárbú í nokkur
ár.
Höfundur þessarar greinar var
lengi starfsmaður Landgræðslunn-
ar og heimilisfastur í Gunnarsholti
til ársins 1970. Ég tel nú eftir mína
reynslu af þessum málum, að einn
aðal skaðvaldurinn að landeyðingu,
séu langvarandi þurrkar seini part
vetrar og fram á sumar, rakaleysið
losar jarðveginn og gerir gróðurinn
mjög veikan. Við slíkar aðstæður
er ofbeit hættuleg. Ég minnist árs-
ins 1954. Þá var um vorið hafist
handa við að girða Hólssand um
35 km. girðingu ofan við hina fögru
byggð í Öxarfirði. Þetta verkefni
var að miklu leyti undirbúið af
Runólfi Sveinssyni sandgræðslu-
stjóra, en hann lézt í febrúar sama
ár. Ég var sendur norður til aðstoð-
ar verkstjóranum Þórarni í Kross-
dal. Miklir þurrkar voru ríkjandi
um vorið og fram á sumar og æddi
þá sandurinn hamslaus undan vind-
inum, stundum 50—60 m á sólar-
hring og eyddi öllum gróðri ásamt
þéttvöxnum birkirunnum. Þórarinn
tók þá skjóta ákvörðun og flutti
girðingarstæðið norðar en mælt
hafði verið fyrir. Árið eftir kom
skipsfarmur af borðviði frá Finn-
landi til Kópaskers. Timburgarðar
voru reistir í kílómetra vís. Sand-
garðar mynduðust og sáð var í
garðana melfræi og síðar dönskum
túnvingli þar á- milli. Á nokkrum
árum vannst fullkominn sigur á
eyðingunni. Efstu borðin náðust
síðar upp að hluta og voru endur-
notuð suður á Landeyjarsandi.
Mér komu í hug birkirunnarnir
við Hólssand, er ég hlýddi á daginn
og veginn, erindi flutt af Andrési
Amalds, fyrmefndum sérfræðingi,
hjá Landgræðslunni í gróðurvemd.
Hann er að heyra mikill áhugamað-
ur um skógrækt og nefndi í sinni
ræðu að æskufólk sé farið að safna
birkifræi og stefna beri að því að
endurheimta sem mest af þeim
95%, sem glatast hafa af björkinni
frá landnámi. Þetta er fögur hug-
sjón og má alveg vinna að þessu í
framtíðinni. í baráttunni við eyðing-
aröflin hefur melfræið unnið krafta-
verk og vert er að huga að lúpínu.
Ég vil að endingu benda fólki á
bókina Græðum ísland, sem gefin
er út af Landgræðslu ríkisins á liðnu
ári í tilefni 80 ára afmælis Land-
græðslunnar. Bókin er mjög vönduð
en ódýr, full af fróðleik og skemmti-
leg lesning. Ritstjóri bókarinnar,
sem er 236 bls. er Andrés Arnalds.
Sveinbjöm Benediktsson
HÖGNI HREKKVÍSI
„'PAfZF HAUN ENDILBGA /4P KOMA
ME-& TR.OAAAA A f?AMNi ?!
Víkverji skrifar
Athygli Víkverja var vakin á
því að ekki var rétt með farið
hér í þættinum þegar sagt var að
bensín hefði hvergi verið hægt að
fá í höfuðborginni á meðan raf-
magnslaust var á sunnudaginn.
Tvær stöðvar Skeljungs við Miklu-
braut vom opnar. Þar em dísilraf-
stöðvar, sem sjá stöðvunum fýrir
rafmagni. Þar var allt upplýst og
mikið að gera þegar rafmagnsleys-
ið hrjáði íbúa borgarinnar að öðm
leyti.
XXX
Ilenskar getraunir hafa undan-
farið vakið athygli á aukaleikj-
um á sérstökum seðli tengdum
B-keppninni í handknattleik, sem
nú stendur yfir í Frakklandi. Allt
gott er um þessa nýbreytni að
ræða, en fyrsta auglýsingin um
þetta efni fannst Víkveija dagsins
hins vegar vægast sagt ógeðfelld.
Á mánudag birtist mynd af lands-
liðsfyrirliðanum í auglýsingu í DV,
þar sem höfuðið var klippt frá
skrokknum en búið var að koma
annarri slíkri mynd undir hendi
viðkomandi
Á miðvikudag var komin ný út-
gáfa af auglýsingunni. Höfuðið sat
nú á sínum stað á búknum, en
prenttæknin hafði verið notuð til
að koma því einnig fyrir undir
hendinni. Orðin „Notum höfuðið"
em notuð til að vekja athygli lesan-
dans á auglýsingunni og finnst
Víkverja að auglýsandinn hafi gert
það í síðari auglýsingunni.
XXX
Höfuð þeirra, sem unnu auglýs-
ingu um spariskírteini ríkis-
sjóðs em hins vegar ónotuð enn.
I
Auglýsingin sýndi tvo menn að
tafli. Og í texta voru öðmm lögð
í munn þessi orð: „Ég lék mínum
sterkasta leiki fyrir 25 ámm“.
Vaxandi þágufallsnotkun er einum
of hröð fyrir smekk Víkvetja dags-
ins. Annað í auglýsingunni er svo
vitleysa því bæði snýr skákborðið,
sem mennimir sitja við, öfugt og
þar að auki er skákmönnunum vit-
laust raðað upp. Má vera að svona
della gangi einhvers staðar, en
vonandi hefur ríkissjóður ekki
borgað of mikið fyrir þetta hugsun-
arleysi.
Nema að þetta sé þaulhugsuð vit- |
leysa, eins og maðurinn sagði, og
auglýsingin aðeins áminning til
Víkveija um það, að í spilinu við
ríkið sé alltaf vitlaust gefið.