Morgunblaðið - 17.02.1989, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989
íném
FÓLX
■ LIVERPOOL mætir Hull um
næstu helgi í ensku bikarkeppnn-
inni í knattspymu. Liðið leikur þó
án tveggja sterkra leikmanna, Ian
gmi Rush, sem er
FráBob meiddur í ökkla og
Hennessy Ronnie Whealan
íEnglandi sem er f leikbanni.
Góðu fréttimar eru
þær að Gary GUlespie leikur með
-^að nýju en hann hefur misst af
síðustu 23 leikjum Liverpool vegna
meiðsla.
■ JAN Mölby hefur verið valinn
í danska landsliðið í knattspymu
fyrir vináttuleik liðsins gegn
ítölum. Mölby var dæmdur í
tveggja mánaða fangelsi fyrir
skömmu, fyrir of hraðan akstur, en
Sepp Piontek, þjálfari danska
landsliðsins segir að það hafí engin
áhrif á fótaburð kappans.
■ GERRY Armstrong hefur
sagt af sér sem þjálfari Brighton.
Hann missti stjóm á sér í leik vara-
liðsins fyrir skömmu og réðist að
einum leikmanni í liði andstæðing-
an. Hann var kærður og dæmdur
• í 200 punda sekt fyrir vikið. í kjöl-
far þess ákvað Armstrong að sgja
af sér sem þjálfari liðsins.
■ GENGIÐ hefur verið frá ráðn-
ingu Ron Atkinsons sem fram-
kvæmdastjóra Sheffíeld Wednes-
day.Hann tekur við af Peter
Eustece, sem var rekinn á mánu-
daginn. Of langt mál væri að telja
upp öll liðin sem Atkinson hefur
stjómað en hann var síðast hjá
Atletico Madrid á Spáni en var
líklega frægastur fyrir tíma_ sinn
-^yneð Manchester United. „Ég vil
ekki lofa neinu en vona að úrslitin
sýni getu mína,“ sagði Atkinson.
■ SEVILLA, 1. deildarlið á
Spáni, hefur óskað eftir því að fá
Brasiliumanninn {liði Newcastle,
Mirandinha, lánaðan. Jim Smith,
framkvæmdastjóri Newcastle, seg-
ir það hinsvegar af og frá að Mir-
andinha verði lánaður. „Ég er
hinsvegar tilbúinn til viðræðna
ef þeir vilja kaupa hann,“ sagði
Smith.
HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI
Guðmundur
skárri
GUÐMUNDUR Guðmunds-
son, sem meiddist í upphitun
fyrir leikinn gegn Búlgörum í
fyrrakvöld, fór í gœr til hnykkj-
ara — „kýrópraktors" — í
meðferð.
■ ■ ■ m ■ _ j. Morgunblaðið/Mouchel Vincent
J3KOD digurosson átti mjög góðan leik með íslenska liðinu gegn Kúwait í gærkvöldi. Hér skorar
hann eitt af níu mörkum sínum i leiknum.
Þetta var algjör veisla
- segirJakob Sigurðsson, markahæsti maður íslenska liðsins
etta var algjör veisla fyrir mig
í dag. Það er alltaf gaman
fyrir homamenn þegar lið ná svo
mörgum hraðaupphlaupum, “ sagði
Jakob Sigurðsson, markahæsti
maður íslenska liðsins í gærkvöldi,
með níu mörk þar af sex eftir hrað-
aupphlaup.
„Það kom mér á óvart hvað þeir
brotnuðu fljótt, það var eins og
þeir gæfust upp strax í byrjun
seinni hálfleiks. Það jákvæða við
leik okkar var að við náðum að
halda fullum krafti allan timann
sem oft hefur brugðist gegn slakari
liðum. Nú var einbeitingin góð allt
til loka. Það er gott ef við getum
gleymt þessum leik sem fyrst og
byijað að undirbúa okkur fyrir
Rúmenaleikinn — hann skiptir okk-
ur öllu máli. En þessi stóri sigur í
kvöld, þó andstæðingurinn hafí ekki
verið sterkur, gefur vissulega byr
í seglin."
Guðmundur sagðist í gær vera
betri: „Ég gat ekki beygt
mig niður í morgun til að reima
skóna, en nú get ég það án vand-
ræða,“ sagði hann skömmu fyrir
leikinn. „Eg fer aftur til þessa
manns á morgun og vona að ég
verði enn betri eftir það,“ sagði
Guðmundur.
Það kemur væntanlega ekki í
ljós fyrr en á morgun, laugardag,
hvort einhver möguleiki verður á
því að hann leiki þá um kvöldið,
gegn Rúmenum.
Guðmundur hvfldi í leiknum í
gær ásamt Hrafni Margeirssyni,
markverði, Héðni Gilssyni og
Birgi Sigurðssyni.
Stærstu sigrar íslands
Sigur íslands á Kúvait í gærkvöldi var með stærstu sigrum liðs-
ins. Hér má sjá töflu yfír stærstu sigra liðsins frá upphafi. í
sviganum sést á hvaða mótum leikirnir hafa verið.
10. 1.1970 ísland—Luxemburg.......................35:12 (23)
25.10.1980 ísland—Færeyjar (NM)...................33:10 (23)
16. 6.1966 ísland—Bandaríkin......................41:19 (22)
17. 3.1972 ísland—Belgía (ÓL).....................31:10 (21)
2. 1.1974 ísland—Bandaríkin......................39:19 (20)
14. 7.1988 ísland—Kína............................39:19 (20)
16. 2.1988 ísland—Kúvait (HM b)...................33:14 (19)
25.10.1984 ísland—Finnland (NM)...................32:13 (19)
Þjálfari Rúmena:
„Ég er hræddur"
jálfari Rúmena, Nicholas Medeff var ánægður eftir sigurinn á
Búlgörum í gærkvöldi, og sagði sína menn nú þurfa að hefja
undirbúning fyrir leikinn gegn íslendingum annað kvöld. Þegar hann
var spurður hvernig honum iitist á þá viðureign sagði hann einfald-
lega: „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn get ég aðeins sagt eitt; ég
er hræddur."
\
Scensku Cylinda þvottavélamar
hafa fengið frábtera dóma í
neytendaþrófum á kröfuhöröustu
mörkudum Evróþu.
Þúgeturvalid umframhladnar eda
topphlaönarCylinda vélar. Þcertopþ-
hlödnu sþara gólfþláss ogekki þarf
ad bogra við þvottin
Cylinda nafnid er tryggingjyrir
JyrstaJlokks vöru og sannkalladri
maraþonendingu.
Þegar aðeins þct d
besta er nógu gott
i?n nix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
BADMINTON
Opna svissneska meistaramótið:
Þórdís og Broddi
í 8-liða úrslit
í tvenndarleik
ÞÓRDÍS Edwald og Broddi
Kristjánsson komust f 8-liöa
úrslit ítvenndarleik á opna
svissneska meistaramótinu í
badminton sem hófst í
Lausanne í gœr. Broddi komst
í 8-manna úrslit í einliðaleik
karla.
Arangur Þórdísar og Brodda í
tvenndarleiknum verður að
teljast mjög góður. Þau unnu sviss-
neskt par í fyrstu umferð, 15:11,
16:17 og 15:4. Síðan mættu þau
finnsku meisturunum og unnu,
15:10 og 15:6. í 8-liða úrslitum
áttu þau að mæta dönsku pari, en
þeim leik var ekki lokið síðast er
fréttist.
í einliðaleik karla komst Broddi
í 16-manna úrslit, en tapaði þar.
Hann sigraði Nikeldorf frá Vestur-
Þýskalandi í 1. umferð, 15:7 og
15:4. í 2. umferð vann hann
Stenström frá Svíþjóð, 15:0 og 15:9.
í 16-manna úrslitum mætti hann
svo einum besta leikmanni Svía,
Peter Axelson, og tapaði, 9:15 og
5:15.
ÞÓRDÍS Edwald og Broddl
Krlstjánsson komust ( 8-liAa
úrsllt I tvanndarlalk á opna
svlssnaska malstaramótlnu f
badminton sam fram far I
Lausanna.
Þórdís tapaði fyrir þýskri stúlku
í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna,
11:7, 7:11 og 2:11.
teáaR
FOLK
H JOHN Mortimore hefur verið
rekinn sem þjálfari hjá portú-
galska félaginu Belenenses, eftir
aðeins sex mánaða starf. Hann er
níundi þjálfarinn sem hefur fengið
að taka poka sinn í portúgölsku
1. deildarkeppninni í vetur.
■ FORRAÐAMENN franska
félagsins Marseille tilkynntu í gær
að búið væri að selja Eric Cantona
til Bordeaux. „Það er frábært að
hafa fengið þennan snjalla leik-
mann til okkar,“ sagði Caude Bez,
formaður Bordoeaux. Cantona er
22 ára.
H CHRIS Woods leikur í marki
Glasgow Rangers á laugardag
gegn Stranraer í 4. umferð skosku
bikarkeppninnar í knattspymu.
Enski landsliðsmarkvörðurinn hef-
ur ekkert leikið undanfama þrjá
mánuði vegna veikinda — vírus
hafði áhrif á jafnvægisskyn hans
og sjón.
H FIFA, alþjóða knattspymu-
sambandið, hefur ákveðið að í
framtíðinni fari ekki fram landsleik-
ir í Limassol á Kýpur. Þetta var
ákveðið eftir að til óláta kom á
vellinum eftir leik Kýpur og Skot-
lands. Þá ruddust áhorfendur inn
á völlinn og gerðu aðsúg að dómara
leiksins.
H PETER Larsson, sænski
landsliðsmaðurinn, sem leikur með
Ajax í Hollandi, verður að öllum
líkindum frá keppni í þijá mánuði
vegna meiðsla í ökkla.