Morgunblaðið - 22.02.1989, Page 1
48 SIÐURB
44. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tékkóslóvakía:
Evrópuþingið gegn hvalveiðum:
AFP
Eitt þúsundasta mark Krisíjáns
Kristján Arason gerði sitt 1000. mark með íslenska landsliðinu, er það
sigraði það svissneska 19:18 í milliriðli B-keppninnar í handknattleik
í gærkvöldi. B-keppnin í Frakklandi/bls. 42 og 43.
Reuter
Mótmæli
í Varsjá
Ungir andkommúnistar
efndu í gær til mót-
mæla í Varsjá í Póll-
andi og kröfðust
fijálsra kosninga en
voru næstum umsvifa-
laust fjarlægðir af
óeirðalögreglunni. Þá
vakti það athygli þegar
Jerzy Urban, talsmaður
stjómarinnar, lýsti yfir,
að verkföllin að undan-
fömu væru flest runnin
undan riQum flokks-
bundinna kommúnista
og félaga í opinberu
verkalýðsfélögunum.
Vildu þeir spilla þannig
fyrir viðræðum stjóm-
valda við Samstöðu,
hina óháðu verkalýðs-
hreyfingu.
Níu mán-
aða dómur
yfir Havel
Refsiaðgerðir
ekki á döfinni
Evrópuþingið í Strasborg sam-
þykkti í síðustu viku ályktun, þar
sem hvalveiðum er mótmælt og
framkvæmdastjóm EB er hvött til
þess að leggja fyrir ráðherranefnd
bandalagsins tillögu um refsiað-
gerðir gegn þeim þjóðum, sem
stunda hvalveiðar. Vilja þingmenn-
imir að settar verði hömlur á inn-
flutning á fiski frá hvalveiðiþjóðum
og hugsanlega aðrar vömr einnig.
Þá verði þessar þjóðir sviptar veiði-
heimildum innan lögsögu EB-ríkja
og beitt verði háum refsitollum
gegn þeim.
I skýrslu sem fylgdi ályktuninni
er meðal annars vikið að hvalveið-
um íslendinga, sem hafí allt frá
því að Alþjóðahvalveiðiráðið sam-
þykkti bann við hvalveiðum leitað
leiða til að fara fram hjá banninu
og halda veiðum áfram. í þessu
skyni hafí verið stofnað til svokall-
aðra vísindaveiða frá íslandi en
afurðimar verið seldar innanlands
og til Japans.
Rifjað er upp, að íslendingar
hafí reynt að koma hvalkjöti til
Brussel. Prá Kristófer Má Kristinssyni, íW*ttaritara MQrgunbladsins.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins (EB) hefur ekki
uppi neinar ráðagcrðir um að grfpa til refsiaðgerða i samræmi
við ályktun Evrópuþingsins gegn hvaJveiðum. Heimiidarmenn i
höfuðstöðvum EB segja hins vegar að ljóst sé að bandalagið sé
andvfgt hvalveiðum og síðan 1982 hafí verið í gildi bann við inn-
flutningi á hvalaafurðum til EB-landa.
Japans í gegnum Hamborgarhöfn
1987 og þá hafí verið gripið til
þess ráðs, að kalla kjötið frystar
sjávarafurðir á tollpappimm.
Rúmenía:
„Dagleg
martröð“
Brussel. Reuter.
Leikritahöfúndurinn Eugene
Ionescu, sem er af rúmensku bergi
brotinn, sagði i gær, að lifið f
Rúmenfu væri „dagleg martröð"
örbirgðar og ótta við öryggialög-
regluna. Kom þetta fram i yfirlýs-
ingu frá honum á mannréttinda-
ráðstefnu i Brussel f Belgfu.
„Rúmenar lifa f stöðugum ótta við
hinn langa skugga leynilögreglunn-
ar. Þeir óttast nágranna sína, félaga
sína, jafnvel foreldra sína,“ sagði í
yfírlýsingu Ionescus, sem er 76 ára
að aldri og hefur búið í París frá
1938. Sagði hann, að í tíð Nicolaes
Ceausescus forseta væru Rúmenar
orðnir öreigar í orðsins fyllstu merk-
ingu og ungbamadauðinn svo yfir-
gengilegur, að fæðingar eru ekki
skráðar fyrr en bamið hefur lifað í
þrjár eða fjórar vikur.
Aðrir, sem til máls tóku, drógu
upp dökka mynd af Rúmenfu og eink-
um áætluninni um útrýmingu mörg
þúsund þorpa og bæja.
„Tök kommúnistafíokksins em nú
jafnvel fastari en á stalínstímanum,"
sagði Mihnea Berendei, landflótta
Rúmeni og fyrrum varaforseti óopin-
berra mannréttindasamtaka. Kvaðst
hann telja, að fímmtándi hver Rúm-
eni væri í öryggislögreglunni.
íransstjórn einangrast vegna
ákveðinna viðbragða EB-rílga
Nikósía, London, Waahinffton. Reuter.
STJÓRNIN í fran kvaddi í gær
heim sendimenn sina í Evrópu-
bandalagslöndunum og var það
svar hennar við heimkvaðningu
sendiherra EB í Teheran. Dauða-
hótanir Khomeinis erkiklerks
Japan:
>
Oheppileg
yfirlýsing
Tókýó. Reuter.
NÁGRANNAR Japana hafa
brugðist ókvæða við þeirri yfirlýs-
ingu Noborus Takeshitas forsætis-
ráðherra, að framtfðin ein muni
ákveða hver hafí verið hlutur Jap-
ana f sfðasta strfð.
Takeshita sagði í síðustu viku, að
það biði sagnfræðinga framtíðarinn-
ar að skera úr um hvort Japanir
hefðu sýnt af sér yfirgang í heims-
styijöldinni og hefur þessi yfírlýsing
vakið reiði f Kfna og Suður-Kóreu,
og þykir óheppileg nú þegar fulltrúar
margra þjóða, sem Japanir hemámu,
eru að koma saman f Tókýó vegna
útfarar Hirohitos keisara.
gegn breska rithöfundinum
Salmans Rushdie hafa nú valdið
því, að íranir eru að einangrast
á alþjóðavettvangi og vekur eft-
irtekt hvað hljóðnað hefur yfir
þessu máli í öðrum fslömskum
ríkjum. George Bush Banda-
ríkjaforseti kvaðst f gær styðja
afstöðu EB-rfkjanna heilshugar
og sagði, að Íransstjórn yrði gerð
persónulega ábyrg fyrir hugsan-
legum árásum á Bandarfkjamenn
eða bandarískar stofnanir.
Hans Grunnet, sendiherra Dana,
varð fyrstur til þess f gær að yfír-
gefa Teheran en aðrir sendiherrar
EB-ríkjanna voru önnum kafnir við
að undirbúa brottförina. Bretar
ætla að kalla heim alla fimm sendi-
menn sína í Iran og í gær sagði
Sir Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra, að yfirmaður frönsku sendi-
ráðsskrifstofunnar í London hefði
verið rekinn úr landi. Margaret
Thatcher forsætisráðherra, sem
verið hefur á fundi með Helmut
Kohl kanslara Vestur-Þýskalands,
sagði á fréttamannafundi í Frank-
furt, að tjáningarfrelsið væri einn
af homsteinum frjáls samfélags og
væri ákvörðun utanríkisráðherr-
anna til marks um samstöðu Evr-
ópuríkjanna.
Rithöfundurinn Salman Rushdie,
sem nú fer huldu höfði í gæslu
bresku lögreglunnar, hefur sagst
harma það hugarangur, sem bók
hans virðist hafa valdið sumum
múhameðstrúarmönnum, en Khom-
eini erkiklerkur í íran vill ekki taka
þau orð sem afsökunarbeiðni. Hvet-
ur hann enn til þess að Rushdie
verði drepinn. Iranskir ráðamenn
fóra í gær hatursfullum orðum um
ríkisstjómir á Vesturlöndum en í
öðram íslömskum ríkjum er þögnin
um þetta mál orðin áberandi. Er
það haft eftir ónefndum embættis-
mönnum þar, að ofstæki írönsku
klerkanna hafí gengið hættulega
langt.
Vestur-Þjóðveijar, sem vildu
ganga lengst í hörðum viðbrögðum
við dauðahótun Khomeinis, hafa
ákveðið að hætta menningarlegum
samskiptum við írani og rithöfund-
ar, útgefendur og mannréttinda-
frömuðir víða um lönd hafa stofnað
„alþjóðlega varnamefnd" fyrir
Salman Rushdie.
Bush Bandaríkjaforseti sagði í
gær, áður en hann hélt í vikuferð
til Japans, Kína og Suður-Kóreu,
að hann styddi aðgerðir EB gegn
íran og kvaðst mundu gera klerka-
stjómina ábyrga yrði ráðist gegn
bandarískum hagsmunum.
Prag. Reuter.
TÉKKNESKA leikskáldið Vaclav
Havel var í gær dæmt i niu mán-
aða fangelsi fyrir undirróður og
fyrir að hafa hindrað opinberan
starfsmann við skyldustörf. Sjö
aðrir andófsmenn biða nú dóms
en talið er, að mál verði höfðað
gegn miklu fleiri.
Andófsmennimir voru handteknir
þegar þeir komu saman til að minn-
ast námsmannsins Jans Palachs, sem
mótmælti innrásinni t Tékkóslóvakíu
1968 með því að svipta sig lífí. Var
dæmt sérstaklega í máli Havels en
í réttarhöldunum í gær neitaði hann
að hafa hvatt til „andfélagslegs at-
hæfís" og sagði, að þessi orð væra
merkingarlaus í munni tékkneskra
stjómvalda vegna ofnotkunar. Minnti
hann á, að í sinni tíð hefðu þrír for-
menn kommúnistaflokksins verið
fundnir sekir um það sama.
Við réttarhöldin yfír hinum and-
ófsmönnunum var einn þeirra leiddur
fyrir dómarann í hlekkjum og var
fyöldi vopnaðra lögregluþjóna í saln-
um. 15 óbreytt.um borguram var leyft
að vera viðstaddir og sagði dómarinn
áður en málflutningur hófst, að leyfði
einhver þeirra sér að brosa yrði hon-
um vísað út. Kvöldblaðið Vecerni
Praha sagði í gær, að alls yrðu 53
menn sóttir til saka vegna mótmæl-
anna í janúar en talið er, að hér sé
um að ræða umfangsmestu pólitísku
ofsóknimar f Austur-Evrópu frá und-
irritun Helsinkisáttmálans.
Áðförin að breska rithöfiindinum Salman Rushdie: