Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FBBRÚAR 1989
7
1988 - metár í fólks-
fjölgun:
4.386 einstakl-
ingar -1,77%
Tala aðfluttra til landsins áríð
1988 var milli 1500-1600 umfram
burtflutta. Tala fæddra 2.800-
2.900 hærri en tala dáinna. Fjölg--
unin á einu árí nemur 4.386
manns, eða 1,77%. Fjðlgun á einu
ári hefur ekki áður verið jafii
mikil, hvorki að tölu né hlutfalli.
MannQöIdi á landinu var 251.743
1. desember sl., 125.275 konur og
126.468 karlar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
vóru bamsfæðingar 4.600 -4.700 á
sl. ári, sem er fjölgun um 4-500 frá
fyrra ári og um 7-800 frá árunum
1985 og 1986. Hefurþá fæðingartal-
an hækkað um fimmtung á tveimur
árum.
A árinu 1988 dóu á landinu um
1.800 manns, en tala dáinna vex eilí-
tið frá ári til árs með hækkandi tölu
roskins og aldraðs fólks.
Mannijöldi óx um 2,9% á höfuð-
borgarsvæðinu árið 1988 ogum 2,5%
Suðumesjum. A Noðrurlandi eystra
flölgaði fólki um 0,7% og um 0,5%
á Austurlandi og Suðurlandi. Á Vest-
urlandi og Norðurlandi vestra fækk-
aði fólki um 0,9% og um 1,2% á
Vestíjörðum.
í Reykjavík fjölgaði fólki um 2.374
eða 2,5% og hefiir hlutfallsleg flölgun
í höfuðborginni ekki orðið meiri síðan
1947.
Forræði barna við lög-
skilnað foreldra 1987:
Mæður 454 börn
- feður 59
Árið 1987 fengu 477 þjón lög-
skilnað. Þar af vóru 161 bamlaus,
en 316 áttu börn, samtals 513.
Móðir fékk forræði 454 barnanna
en faðir forræði 59.
í 975 lögskilnuðum árin 1986 og
1987 hafði hjónaband staðið tvö ár
erða skemur í 58 tilfellum, 3-5 ár í
188 tilfellum, 6-9 ár 215 tilfellum,
10-14 ár í 179 tilfellum, 15-19 ár
136 tilfellum og 20 ár eða lengur í
198 tilfellum.
Framangreindar tölur samsvara
því að um 10,5 konur og samsvar-
andi tala karla af hverjum eitt þús-
und giftum hafi skilið að lögum
1986-87. Samsvarandi hlutfall var
8,2 1971-75 og 9,0 1976-80.
Fjölmennasti aldurshópur karla,
sem fékk lögskilnað á þessu tíma-
bili, var 35-39 ára, eða 204, og
næst íjölmennastur 30-34 ára, eða
203. Fjölmennasti aldurshópur
kvenna var hinsvegar 25-29 ára, 230
talsins, og 30-34 ára, 197.
[Heimild:Hagtíðindi]
Fræðslufundur Fáks:
Sumarferða-
lög á hestum
Hestamannafélagið Fákur efiiir
til fræðslufundar í félagsheimili
Fáks að Víðivöllum, fimmtudag-
inn 23. febrúar klukkan 20.30.
Á fundinum verður fjallað um
sumarferðaíög á hestum, en þau
þurfa flestir að skipuleggja með góð-
um fyrirvara. Páll Richardsson, for-
stöðumaður Ferðaþjónustu bænda,
mun kynna starfsemi þjónustunnar
ogþá aðstöðu, sem hún skapar hesta-
fólki f byggðum landsins. Sveinn
Runólfsson, landgræðslustjóri, mun
§alla um hestaferðalög á hálendinu
og gefa ábendingar varðandi um-
gengni við land og gróður.
Já, ótrúlegt en satt
Við hjá Heimilistækjum hf. erum tilbúnir að
gefa allt að 5.000 krónur fyrir gamla tækið
þitt; sjónvarpið eða þvottavélina og kr 3.500
fyrir gamla kæliskápinn þinn, án tillits til
gerðar, ástands og aldurs.
Við tökum tækið sem greiðslu upp í nýtt
PHILIPS eða PHILICO sjónvarp, þvottavél
eða kæliskáp.
Tilboð þetta gildir aðeins í stuttan tíma.
Við borgum allt að kr.
Sækjum og sendum
Að sjálfsögðu sendum við nýja tækið
heim til þín og sækjum það gamla þér
að kostnaðarlausu. (Gildir um Stór-Reykjavíkursvæðið)
Hafðu samband eða láttu sjá þig
í verslunum okkar við Sætún 8
eða Kringlunni.
fyrir gamla tækið þitt
Heimilistæki hf
Sætúni8 • Kringlunni
SÍMI: 69 15 15 SIMI:691520
sanoa/tgxwc