Morgunblaðið - 22.02.1989, Page 20
20
»>u jti't : > i ;u: í í i; /;■ if ■ i i t 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
Hvalshræið dysjað
Búrhvalurinn sem rak á Qörur skammt sunnan liafa verið 45 ára gamall og vó hann um 25 tonn.
við borgina Ostende í Belgíu i síðustu viku hef- í ráði er að opna gröfina þegar náttúran hefúr
ur verið dysjaður og var myndin tekin er hann séð um að hreinsa beinin og setja þau þá upp á
var lagður til hinztu hvíldar. Hvalurinn er talinn safiii.
Bandaríkin:
Alríkislögreglan skil-
ar skýrslu um Tower
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA alríkislögreglan hefúr lokið skýrslu varðandi ásakan-
ir á hendur John Tower, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefiir
tilnefiit sem varnarmálaráðherra. Sam Nunn, formaður hermála-
nefndar Bandaríkjaþings, sagði á mánudag að fyrirhugað væri að
nefndin greiddi atkvæði um tilnefiiingu Towers sfðar í þessari viku
eftir að hafa lesið skýrsluna.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði á mánu-
dagskvöld eftir að hann og George
Bush höfðu lesið hluta skýrslunnar
að þeir hefðu ekkert fundið sem
gæfi ástæðu til að ætla að tilnefn-
ing Towers yrði ekki samþykkt.
Þrátt fyrir sögusagnir um fortíð
Towers, einkum ásakanir um of
mikla drykkju og kvensemi, hefur
Bush ítrekað lýst yfir stuðningi við
hann.
Dagblaðið Washington Post hafði
eftir bandarískum embættismönn-
um að í skýrslu alríkislögreglunnar
kæmi fram að Tower hefði „drukk-
ið of mikið“ á áttunda áratugnum
en að alríkislögreglan staðfesti hins
vegar þær staðhæfingar Towers að
hann hefði aðeins drukkið í hófi
undanfarin tíu ár. Blaðið hafði einn-
ig eftir háttsettum embættismönn-
um í Hvíta húsinu að í skýrslunni
væri því algjörlega vísað á bug að
Tower hefði tekið við mútum þegar
hann var formaður hermálanefndar
öldungadeildarinnar á árunum
1981-84.
RYSTI-VOKVAKERFI
Drifbúnaður
fyrir spil o.f I.
HEÐINN
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNÚSTA - LAGER
_Dale .
Carneqie
þjálfun
RÆÐUMENNSKA OG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
fjmmtudaginn
23. febrúar kl. 20.30 á Sogavegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og
viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und-
ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu-
stað.
★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða
Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma 82411
0
STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIU
Vo Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrlr Dale Carnegie námskeiðin"
Norsku selveiðarnar:
Byggjast ásakanir um
hrottaskap á fáfræði?
Ósló. NTB.
HLUTAR sjónvarpskvikmyndar-
innar sem sænskir og breskir
aðilar fengu Svíann Bo Lundin
til að gera, gefa til kynna að
norskir selveiðimenn séu hinir
mestu hrottar. Myndin er að
mestu byggð á myndsnældum
Norðmannsins Odds Lindbérgs,
sem hann segist hafa tekið 1988.
Atriði, sem reyndar hefiir komið
í ljós að voru tekin úr eldri,
kanadískri mynd, sýna m.a. veiði-
menn drepa nýfædda kópa og
urtur; 1988 var búið að sam-
þykkja bann við áðurnefiidum
atriðum og þóttust menn því
sanna lögbrot á veiðimennina.
Loks má nefiia að kanadíska
myndin er talin snjöll fólsun;
Grænfriðungar hafi fengið
nokkra menn til að leika selveiði-
menn við Nýfúndnaland.
Norsk blöð hafa auk þessa haldið
því fram að Lindberg hafí misþyrmt
kópum með því að svelta þá í nokkr-
ar vikur í því skyni að fá þá til að
gefa frá sér þau eymdarhljóð sem
voru tekin upp á segulband og síðan
notuð í sjónvarpsmyndina á viðeig-
andi stöðum. Lindberg vísar þessum
ásökunum á bug. Hann hvetur aðal-
skyttuna á selveiðiskipinu Harm-
oni, þar sem Lindberg hafði aðsetur
vorið 1988, til að viðurkenna lög-
brotin. Að sögn Lindbergs voru
mörg hundruð selir drepnir með
ólöglegum hætti á vertíðinni þótt
hann nefni aðeins 20 - 30 hroðaleg-
ustu dæmin í skýrslu sem hann
sendi til sjávarútvegsráðuneytisins
að lokinni vertíðinni. Ráðuneytið
neitaði að taka mark á skýrslunni
og sagði Lindberg ekki geta sannað
mál sitt.
Formaður sjávarútvegsnefndar
norska Stórþingsins, Hans Svends-
gaard, bendir á að Harmoni hafí
komið með um 3.000 seli í land og
20 - 30 tilvik þar sem lög hafí ver-
ið brotin geti því vart talist há tala.
Svendsgaard gagnrýndi síðastliðínn
laugardag Bjame Merk Eidem sjáv-
arútvegsráðherra fyrir meðferð
hans á selamálinu. Segir þingmað-
urinn að ráðherrann eigi ekki að
gefast upp fyrir umhverfisvemdar-
mönnum heldur sjá til þess að rang-
færslum sé mótmælt.
Þrátt fyrir hvatningar frá áhorf-
endum hefur norska sjónvarpið enn
ekki sýnt hina umdeildu sjónvarps-
mynd sem öllu miklu írafári er hún
var sýnd í Bretlandi og Svíþjóð.
Reuter
Mótmæli Amazon-indíána
Brasilískir indíánar af Kaiapo-ættbálki söfiiuðust í gær saman í
bænum Altamira á Amazon-svæðinu til að mótmæla áformum
stjórnvalda um að reisa raforkuver nærri heimkynnum þeirra.
Indíánarnir hyggjast skipuleggja frekara andóf á fimm daga
fúndi í Altamira en þeir segja framkvæmdir þessar ógna afkomu
þeirra og menningu
Skrifstofutækninám
Betra verö - einn um tölvu
Tölvuskóli íslands
S: 67 14 66
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!