Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 25
CJ i,. J > 1 : N S S fU JM'l ý j:\ti ;J'Í tlC-vIíí. JtJ ')\
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
25
Skátar halda 22.
febrúar hátíðlegan
SKÁTAR um heim allan halda 22. febrúar hátíðlegan. Þennan dag,
árið 1857, fæddist Baden-Powell, stofinandi skátahreyfingarinnar.
Eiginkona hans, Olave Baden-Powell, fyrsti alheimshöfðingi kven-
skáta, var borin í þennan heim réttum 32 árum síðar, eða þann 22.
febrúar 1889. í dag eru því hundrað ár liðin firá fiæðingu hennar.
Hagaskóli:
Sjö kennslustofur byggðar
*
Aætlaður kostnaður 44 milljónir
Til að undirstrika friðarhugsjón
skáta hafa alheimssamtök drengja-
og kvenskáta ákveðið að standa
fyrir sérstakri friðarviku sem hefst
á fæðingardegi þessara hjóna, 22.
febrúar, og stendur hún til 29. febr-
úár. Þessa daga mun sérstök
áhersla verða lögð á frið og friðar-
umræður.
Skátahreyfíngin er alþjóðleg og
í dag eru starfandi 24.000.000
skáta í yfír 150 löndum. Það er því
ríkur þáttur í uppeldi hvers skáta
að auka með honum alþjóðavitund
til eflingar samskipta þjóða um
heim allan. (Fréttatílkynning)
BYGGINGARDEILD Reykjavík-
urborgar hefur ákveðið að bjóða
út 620 fermetra viðbyggingu við
Hagaskóla. Verkið er boðið út í
einu lagi, uppsteypa og endan-
legur frágangur úti sem inni og
er kostnaður áætlaður um 44
milljónir.
Að sögn Guðmundar Pálma
Kristinssonar yfirverkfræðings á
byggingardeild, verða sjö kennslu-
stofur í nýbyggingunni, sem er á
einni hæð og tengist gamla skóla-
húsinu með tengibyggingu. í haust
eiga fjórar kennslustofur að vera
tilbúnar og lokið við endanlegan
frágang að utan. Þegar er búið að
girða og grafa grunn að húsinu á
lóð skólans við Dunhaga. Arkitektar
hússins eru Guðmundur Kr. Guð-
mundsson og Ólafur Sigurðsson.
Borgarstjórn:
Múrtiihlutínn mótínælir
kostnaði við ráðhúsið
Næring og heilbrigði í
Fjölbraut í Breiðholti
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hófst á mánudag verkefiii sem
ber heitið næring og heilbrigði. Um er að ræða samnorrænt verk-
efiii sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekur þátt í, ásamt einum
skóla frá hverju hinna Norðurlandanna. Aðrir skólar eru;
ALLIR minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn lögðu á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudag fram bókanir þar sem mótmælt er hækkunum
á kostnaði vegna ráðhúsbyggingarinnar í Tjörninni. Einnig kom
fram gagnrýni vegna byggingahraðans og sögðu sumir borgarfull-
trúar minnihlutans að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn stefiidi
að því að geta flaggað ráðhúsbyggingunni í næstu kosningum. Davíð
Oddsson, borgarstjóri, sagði minnihlutann ávallt vera að bera saman
tölur á gömlu verðlagi við nýjar tölur án þess að taka.tillit til verð-
lagsbreytinga.
Borgarstjóri sagði að fyrri tölur
hefðu einungis verið skot á hugsan-
legan kostnað en nýju tölumar
fýrsta ráunvemlega kostnaðaráætl-
unin sem ekki hefði verið hægt að
vinna fyrr en hönnun var kominn
á lpkastig. Bjóst hann ekki við mikl-
um frávikum frá henni þegar upp
væri staðið, í hæsta lagi 10-15%.
Vakti það furðu hjá borgarstjóra
að nú virtist sem minnihlutinn ótt-
aðist það mest að þetta, að þeirra
mati, „ljóta og ógeðslega hús“ næði
að rísa upp fyrir kosningar. Ef ráð-
húsið væri eins hræðilegt og minni-
hlutinn vildi vera láta ætti hann
frekar að fagna því ef það yrði til-
búið fýrir kosningar svo hægt væri
að hengja þann aðila sem lét byggja
það. Gat hann þess einnig til saman-
burðar að áætlað verð á fermetra
í ráðhúsinu væri mun lægra en
áætlað verð á fermetra í nýja Al-
þingishúsinu.
Aarhus teknisk skole, Dan-
mörku, Kristiansands Yrkesskole,
Noregi, Champmansskolen í Karls-
krona, Svíþjóð, og Hótelskólinn í
Bjömeborg, Finnlandi. Markmið
með verkefninu er að efla vitund
nemenda um gæði matvæla og
máltíða með hliðsjón af manneldis-
markmiðum fyrir íslendinga,
íslenskri matvælalöggjöf og áætlun
um heilbrigði allra árið 2000.
Verkefnið stendur fjórar næstu
vikur, nemendur á matvælasviði
munu matreiða, framreiða og meta
máltíðir. Reiknað verður út næring-
argildi máltíðar. Metið verður fram-
boð í mötuneyti nemenda og unnið
að könnun á ýmsum þáttum tengd-
um næringu og heilbrigði. Nemend-
ur á íþróttabraut vinna að verkefni
er tengist næringu og hreyfingu.
Nemendur á félagsfræðibraut
munu leggja spumingar fyrir skóla-
félaga sína um næringar- og heil-
brigðishætti. Nemendur á Qölmiðla-
braut vinna að kynningu verkefnis-
ins í máli og myndum. Myndlistar-
nemar munu einnig aðstoða við
gerð veggspjalda.
Staðið verður fyrir hollustuvikum
í skólanum á meðan á verkefninu
stendur og verða nemendur virkjað-
ir í þeim efnum. Unnið verður að
verkefninu næstu þijú skólaár.
Aðalfundur Reiðhallarinnar:
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægqta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 55,00 47,00 52,91 33,465 1.770.728
Þorskur(ósl-) 44,00 36,00 41,99 4,144 173.966
Þorsk.(dbl.óst) 33,00 33,00 33,00 1,424 46.993
Smáþorskur 26,00 26,00 26,00 1,000 26.000
Ýsa 71,00 35,00 57,08 7,285 415.893
Ýsa(óst) 60,00 60,00 60,00 0,473 28.407
Steinbítur 28,00 18,00 26,13 1,329 34.772
Steinbítur(óst) 26,00 19,00 23,35 1,953 45.608
Lúða 70,00 70,00 70,00 0,006 420
Samtals 49,78 51,080 2.542.747
Selt var aðallega úr Jóa á Nesi SH, Ljósfara HF og Hafbjörgu sf.
í dag verða m.a. seld 80 til 100 tonn, aöallega af þorski, úr
Júlíusi Geirmundssyni (S, Bessa IS, Stakkavík ÁR og frá Tanga hf.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 56,00 36,00 41,25 65,627 2.706.920
Þorsk(ósl.l.bt) 48,00 27,00 44,07 21,354 941.018
Þorsk(sl.dbt) 30,00 30,00 30,00 2,115 63.450
Smáþorskur 16,00 16,00 16,00 0,200 3.200
Ýsa 42,00 30,00 38,21 7,490 286.156
Ýsa(óst) 69,00 32,00 61,07 2,310 141.065
Ýsa(umálóst) 22,00 19,00 21,30 0,315 6.708
Ufsi 16,00 15,00 15,95 3,425 54.639
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,564 8.460
Steinbítur 18,00 15,00 17,95 6,737 120.956
Skarkoli 57,00 43,00 50,51 1,075 54.295
Langa 11,00 11,00 11,00 0,025 275
Lúða 250,00 170,00 213,59 0,627 133.920
Keila 5,00 5,00 5,00 0,072 360
Rauðmagi 100,00 100,00 100,00 0,039 3.900
Hrogn 160,00 155,00 156,57 0,115 18.005
Samtals 40,39 112,167 4.545.331
Selt var úr Þrymi BA, Krossnesi SH og Farsæli SH. I dag verða
m.a. seld 60-70 tonn af þorski úr Páli Pálssyni IS og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur(óst) 60,00 40,50 48,38 14,342 693.891
Þorsk.(2og3n) 39,00 39,00 39,00 0,500 19.500
Ýsa(2.n.) 66,00 45,00 54,19 0,835 51.050
Ýsa(óst) 70,00 46,00 61,39 4,924 240.895
Ufsi(2 nátta) 20,00 20,00 20,00 4,160 83.200
Ufsi(2 og 3 n) 19,00 19,00 19,00 0,500 9.500
Ufsi(óst) 20,50 15,00 19,44 3,096 60.190
Karfi 41,00 21,00 37,26 1,698 37.769
Langa(óst) 29,00 29,00 29,00 1,000 29.000
Blálanga 23,00 23,00 23,00 0,062 1.426
Steinbitur 53,00 53,00 53,00 0,406 13.894
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,050 750
Lúða 460,00 205,00 382,83 0,069 26.41'5
Keila 18,00 18,00 18,00 3,570 64.260
Samtals 38,62 34,499 1.332.465
Selt var aöall. úr Eldeyjar-Boöa GK, Hraunsvík GK og frá Þor-
birni. I dag verða m.a. seld 68 tonn, aöall. af þorski, úr Skarfi GK.
Sljórninni heimilað að
selja hluta húseignarínnar
SKULDIR Reiðhallarinnar hf.
nema nú 90 milljónum króna og
er þriðjungur þeirra skammtíma-
skuldir. Á aðalfundi Reiðhallar-
Gítartón-
leikar á Aust-
Qörðum
EINAR Kristján Einarsson gítar-
leikari heldur tónleika á Aust-
fjörðum í vikunni.
Hann leikur fyrst á Borgarfirði
eystra í dag miðvikudaginn 22.
febrúar klukkan 20.30 í félags-
heimilinu Fjarðarborg. Því næst
verða tónleikar á Seyðisfírði föstu-
daginn 24. febrúar klukkan 20.30.
í Egilsstaðakirkju laugardaginn 25.
febrúar klukkan 17.00. Ferðinni
lýkur með tónleikum í Safnaðar-
heimili Neskaupstaðar sunnudaginn
26. febrúar klukkan 17.00.
Á efnisskránni eru verk eftir 16.
aldar tónskáldið John Dowland,
Fernando Sor, sem var 19. aldar
gítarleikari og tónskáld, 20. aldar
mennina Manuel Ponce og Hans
Wemer Henze og auk þess tónlist
frá Japan og Suður-Ameríku.
Einar Kristján Einarsson lauk
burtfararprófí frá Tónskóla Sigur-
sveins árið 1982 og stundaði fram-
haldsnám í Englandi. Hann fluttist
heim til íslands sl. haust og er nú
starfandi tónlistarmaður og gítar-
kennari í Reykjavík. Einar hefur
haldið tónleika á fslandi og einnig
komið fram á Spáni og Englandi.
(Fréttatilkynning)
innar síðastliðinn fimmtudag var
nýrri stjórn heimilað að auka
hlutafé i Reiðhöllinni svo og að
selja hluta af húseigninni með
þeim takmörkunum að hesta-
mannahreyfingin hafi full yfirr-
áð yfir henni að minnsta kosti
sex mánuði á ári.
Sigurður J. Líndal formaður
síðustu stjórnar og Gísli Ellertsson
sitja áfram í nýrri stjóm. Auk þeirra
eiga þar sæti Kári Amórsson form-
aður Landssambands hestamanna-
félaga, Guðmundur Jónsson, Hall-
dór Gunnarsson, Reynir Aðalsteins-
son og Geir Þorsteinsson.
Úr stjóm gengu Gísli B. Bjöms-
son, Ágúst Oddsson, Romsemarie
Þorleifsdóttir, Sigurbjöm Bárðar-
son og Gunnlaugur Júlíusson.
„Reksturinn á síðasta ári var
mjög erfíður," sagði Sigurður
Líndal. „ Það verður hlutverk nýrr-
ar stjómar að takast á við þennan
vanda. En þrátt fyrir þessa erfíð-
leika ríkir bjartsýni um framtíð
Reiðhallarinnar. Sjálfur lít á þetta
sem byijunarerfiðleika.
Satt að segja fínnst mér að and-
inn gagnvart Reiðhöllinni hafí verið
fremur neikvæður frá upphafí og
að skilning vanti á hlutverki henn-
ar. í hálfan annan áratug hefur
verið reynt að fá hestamennskuna
viðurkennda sem íþrótt. Ef svo
væri hefðu við kannski fengið fram-
lög svipað og önnur íþróttafélög og
ættum þá ekki við neinn vanda að
stríða."
Starfshópur kannar
stöðu lagmetisiðnaðar
í LJÓSI þeirra erfiðleika sem upp hafa komið i lagmetísiðnaði
hefitr iðnaðarráðherra ákveðið að skipa starfshóp tíl að kanna
stöðu iðngreinarinnar og benda á leiðir tíl að bæta markaðsstöðu
hennar. Hópurinn mun einnig Qalla um Qármögnun lagmetís-
framleiðsliumar.
I starfshópnum eru: Halldór J.
Kristjánsson, deildarstjóri i iðnað-
arráðuneytinu, formaður, Sveinn
Bjömsson, sendifulltrúi, tilnefndur
af utanríkisráðuneytinu, Hermann
Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, tilnefndur
af sjávarútvegsráðuneytinu, Davíð
Lúðvíksson. deildarstióri. tiínefnd-
ur af Félagi ísl. iðnrekenda, og
Eiríkur Valsson, sölustjóri, til-
nefndur af Sölusamtökum lagmet-
is.
Starfshópurinn hefur þegar tek-
ið til starfa og hefur iðnaðarráð-
herra óskað eftir því að hann hraði
störfum svo sem kostur er.
(Frétt&tilkynning)