Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Ólafur Þór Ólafsson, stöðvarsljóri hjá Árlaxi hf.: Stefiium að því að slátra 350 tonnum aflaxi árlega Nýhafið bleikjueldi gefur góða raun ÁRLAX hf. í Kelduhverfi er nú að ala matfisk og verður í fyrsta skipti slátrað hjá fyrirtækinu í sumar. Frá stofiiun hefur Árlax ein- göngxi fengist við seiðaeldi sém er að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar stöðvarsfjóra einn mesti áhættuþátturinn í fiskeldi. Á Kópaskeri standa nú yfír framkvæmdir við matfiskeldisstöð á vegum Árlax hf. þar sem meiningin er að koma upp átta kerjum i Qöruborðinu. Eldisrými þar verður 4.200 rúmmetrar. Borað hefur verið eftir heitu vatni á Kópaskeri, sem nýtast mun við frameldið. Nú þegar hafa verið boraðar tvær 50 metra djúpar holur, sem gefa af sér átta til tíu gráðu velgju. Tvær samskonar holur verða boraðar til viðbótar á næstu dögum þegar veður gefst auk tveggja kaldavatnshola. Strax á næsta ári sjá þeir Árlax-menn fram á að hægt verði að slátra hátt i 350 tonnum af tveggja og hálfs kílóa laxi sem er nálægt 100 millj- óna króna virði á mörkuðum erlendis. Hlutafé aukið um 20 millj. kr. Hluthafar í Árlaxi hf. eru 110 talsins. Þeirra_ stærstir eru Eim- skipafélag íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga, Olíu- verslun íslands, Olíufélagið Skelj- ungur, Kaupfélag Eyfirðinga og Árdalur sf.,' sem er áhugamanna- hópur heimamanna og aðfluttra um stofnun fískeldis. Auk þessara aðila eru hreppamir þrír við Öxarfjörð hluthafar í fyrirtækinu, Kaupfélag Langnesinga og Kaupfélag Norð- ur-Þingeyinga. Árlax hf. var stofn- að þann 1. desember árið 1984 og þá var hafið seiðaeldi í smáum stíl til að byija með. Ólafur Þór hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst 1986 og tók hann síðan við stöðvarstjóm- inni þann 1. maí 1988. Hann kom til starfa eftir fiskeldisnám við Bar- ony-landbúnaðarháskólann í Skot- landi sem er að verða íslenskum fiskeldisfræðingum að góðu kunnur enda hafa þar hátt á annan tug íslenskra fiskeldisfræðinga hlotið menntun sína. Á hluthafafundi skömmu eftir áramót var ákveðið að auka hlutafé um 20 milljónir króna, úr 44 í 64 milljónir króna, vegna þeirra miklu breytinga, sem nú standa yfir hjá fyrirtækinu. 25% hækkun afurðalána Guðrún Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri Árlax hf„ sagði Báðir kostir þjóna okkur jafn vel - segirbæjar- sljórinn á Húsa- vík um varaflugvöll „Með tilliti til flugsins þjóna báðir kostimir okkur jafii vel. Afstaða manna til framkvæmdanna fer sjálfeagt eftir raunverulegri stöðu stóra flugvallarins sem hernaðar- mannvirkis eða ekki.. Menn hér verða sjálfsagt mun jákvæðari ef hugmyndir utanríkisráðherrans um að völlurinn sé ekki hemaðar- mannvirki eru raunhæfar," sagði Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri á Húsavík. Hann var spurður um afstöðu til varaflugvallar i Aðal- dal. Bjami Þór segir að bæjarstjómin muni sennilega ekki fjalla frekar um þetta mál en þegar hefur verið gert, nema eitthvað áþreifanlegt og nýtt gerist í málinu. Húsvíkingar hafa lýst áhuga sínum á að fá varaflug- völl. „Raskið er auðvitað meira við stóra flugvöllinn, en það færist jafn- framt lengra frá Laxá, þannig að ég held að það ætti ekki að valda tjóni," sagði Bjami um ályktun Landeig- enda. rekstur fyrirtækisins ganga þokka- lega. Fjármögnunin hefði hinsvegar verið erfíð hjá fiskeldisfyrirtækjum í landinu, aðallega vegna þess hversu afurðalánin hefðu hingað til verið lág. Þau stæðu þó til bóta nú eftir að ákveðið var á fjárlögum að hækka rekstrarlánin um 25%, úr 37,5% í 62,5%. „Þá má búast við að hagur fyrirtækisins vænkist enn frekar þegar matfiskeldið fer að skila tekjum. Við stefndum alltaf á matfiskeldi, en ekki svona fljótt eins og raunin hefur orðið. Talið var að seiðamarkaðurinn myndi endast mun lengur, en þar hafa orðið vem- legar þrengingar á liðnum mánuð- um. Norðmenn riftu til dæmis 35 milljóna króna samningi, sem við höfðum gert við þá um kaup á seið- um. Þau hefðu hinsvegar ekki selst nema á hálfvirði hér innanlands svo við fómm að athuga hvað við gæt- um gert í stöðunni. Menn vom sam- mála um að hefja matfískeldið strax þó það kostaði mikla uppbyggingu, bæði í Ártungu og á Kópaskeri." Seiðið á 100 kr. Áætlað er að hafa fisk í fersku vatni í Artungunni þangað til hann nær tólf til þrettán hundmð gramma þyngd. í þeim tilgangi hefur verið bætt við keijarými í Ártungu sem nemur 1.000 rúm- metmm. Þaðan verður fiskurinn fluttur til Kópaskers, þar sem hann verður alinn upp í tvö og hálft til þijú kg. og þá verður honum slátr- að á Kópaskeri, líklegast í slátur- húsinu þar. Fyrstu kerin í fjömborð- inu á Kópaskeri verða tekin í notk- un um næstu mánaðamót og þá verður fyrsti laxinn fluttur til Kópa- skers. Fastir starfsmenn við eldið em nú sjö talsins. Guðrún gerir ráð fyrir að bæta þurfí vemlega við þann mannafla þannig að starfs- mannafjöldi allt að tvöfaldist. Þá em ótalin þau þjónustustörf, sem óbeint koma til með að skapast í kringum starfsemina, en eins og fram hefur komið í fréttum hefur ríkt mikil óvissa í atvinnulífinu á Kópaskeri á liðnum mánuðum. „Við emm í rauninni að margfalda stærð fyrirtækisins og lítum við björtum augum til framtíðarinnar. Seiðaeld- ið hefur gengið mjög vel frá upp- hafi og fengust til dæmis 100 krón- ur fyrir hvert seiði á Irlandi árin 1986 og 1987. Sölubresturinn átti sér hinsvegar stað á síðasta ári,“ sagði Guðrún. Affijll nær engin Árlax áætlar að framleiða á næsta ári rúmlega 300 tonn af laxi auk 75-100 þúsund seiði. Á yfir- standandi ári áætlar fyrirtækið að slátra 135 tonnum af laxi og 20 tonnum af bleikju. Tilraunir hófust með bleikjueldi hjá Árlaxi í fyrra og hefur eldið gefið góða raun. „Bleikjueldið var í upphafi hálfgert gæluverkefiii hjá rnér. Bleikjan er mjög skemmtileg og harðgerð og hafa afföll verið ótrúlega lítil. Hrogn vom kreist í fyrrasumar úr bleikju úr Litlá, sem rennur hér skammt við stöðina. Meðferðin á bleikjunni hefur verið nákvæmlega sú sama og á laxinum og hafa af- föllin verið innan við 10% sem er mjög góður árangur," sagði Ólafur Þór. Hann sagði að rekstrargmndvöll- ur fiskeldisfyrirtækja hlyti að verða mun traustari ef matfiskeldi fengi að blómstra jafnhliða seiðaeldinu. „Nær öll áhætta, sem fylgir fískeldi liggur í seiðaeldinu einu sér. Því finnst mér mikil firra að vera að selja spræk seiðin frá fyrirtækinu og láta óviðkomandi aðilum það eftir að fimm- til sexfalda verðið á fiskinum á tiltölulega skömmum tírna," sagði Ólafur Þór Ólafsson að lokum. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Ólafur Þór Ólafsson, stöðvarstjóri í Árlaxi hf. í Kelduhverfi. „Stælt og stolið“ sýn- ir Erpingham-búðirnar LEIKKLÚBBUR Verkmenntaskólans, „Stælt og stolið“, frumsýndi sl. mánudagskvöld „Erpingham-búðirnar" eftir breska leikritaskáld- ið Joe Orton. Sýnt er í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafirði og er uppfærsla leikverksins i tengslum við Opna daga sem nú standa yfir hjá nemendum VMA. Verkið er í gamansömum tón og gerist í sumardvalarbúðum fullorðinna á orlofsstað í Englandi. Framagosi einn á meðal starfsfólksins fær það óvænta tækifæri að gerast skemmtanastjóri á skemmtikvöldi. Ekki fer þó allt eins og ætlað er og hefur kvöldið ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Fjórtán nemendur taka þátt í leiknum auk þess sem kór Verk- menntaskólans kemur við sögu. Pétur Eggerz leikstýrir. Hann sagði að verkið tæki aðeins um klukku- stund í flutningi. Hinsvegar kæmu önnur skemmtiatriði inn f verkið, sem óneitanlega gætu verið hluti af skemmtikvöldi í Erpingham- búðunum. Sýningin í heild sinni tæki því um tvo tíma í flutningi. Leikmyndin var gerð undir stjóm Amar Inga myndlistamanns. Þetta er í annað sinn sem leik- klúbbur VMA setur upp „alvöru"- sýningu. Á síðasta ári var sett upp leikritið „Ó muna tíð“ eftir Þórarin Eldjám undir leikstjóm Skúla Gautasonar. Pétur leiðbeindi á leik- listamámskeiði hjá Verkmennta- skólanum á haustönn og fyrir jól var ákveðið að ráðast í uppsetningu Erpingham-búðanna. „Æfíngar hafa gengið ljómandi vel. Við höfum haft frekar stuttan tíma til stefnu svo að æfingar hafa staðið yfír nær öll kvöld upp á síðkastið. Höfundurinn Joe Orton fæddist í Leicester á Englandi 1933. Hann hætti í skóla 16 ára gamall og hóf tveimur árum síðar leiklistamám við The Royal Academy of Drama- tic Art. Þaðan útskrifaðist hann 1953. Leikferillinn stóð þó aðeins í hálft ár, en þá tók hann til við að skrifa skáldsögur í félagi við sam- kynhneigðan elskhuga sinn, Kenn- eth Halliwell. Alþýðuleikhúsið sýndi fyrir nokkrum ámm verk Ortons „Illur fengur". Erpingham-búðimar voru upphaflega skrifaðar sem sjón- varpsleikrit og var það tekið upp hjá BBC 1962. Dauða Ortons bar að með sviplegum hætti. í ágúst 1967 myrti sambýlismaðurinn hann í afbrýðikasti með því að beija hann í höfuðið með hamri og svipti síðan sjálfan sig lífi. Orton notar í verkum sínum meðul ærslaleiksins til að hæðast að tvtskinnungi í siðferði ýmissa stofnana þjóðfélagsins. í leikskrá segir að dauði Ortons hafí verið þekktari en verk hans lengi vel á eftir. Á seinni ámm hafa þau hinsvegar öðlast tryggari sess og nú er Orton talinn með merkari leikritaskáldum Breta sem fram komu á sjöunda áratugnum. Fyrstu þijár sýningarnar vom eingöngu ætlaðar nemendum Verk- menntdskólans, en á föstudags- kvöld gefst almenningi kostur á að sjá þennan ærslaleik í flutningi leik- klúbbsins. Miðaverð er 300 krónur og fást miðar við innganginn. Sýn- ing hefst kl. 19.30. Leikendur í uppfærslu leikklúbbsins „Stælt og stolið" á Erpingham-búðunum. Morgunbiaðið/RúnarÞór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.