Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
Sigríður Páls-
dóttir — Minning
Fædd 21. júni 1895
Dáin 12. febrúar 1989
Hvað er hel?
Öllum lflcn, sem lifa vel,
engill, sem til lífsins leiðir
ljósmóðir, sem til hvflu breiðir.
Sólarbros, er birta él,
heitir hel.
(Matthías Jochumsson.)
Um leið og ég kveð elsku ömmu
mína Sigríði, þakka ég henni fyrir
allt það sem hún var mér og óska
henni fararheiila.
Anna Sigga
Sunnudaginn 12. febrúar sl. lést
í Hafnarbúðum í Reykjavík Sigríður
Pálsdóttir sem lengst af var kennd
við Rafstöðina við Elliðaár. Þar hafði
hún búið flest sín blómaár ásamt
bónda sínum, Bimi Ágústi Guð-
mundssyni, en saman gerðu þau
þann garð frægan.
Sá er hér ritar minnist þess sem
unglingur fyrir miðja öldina, að um
Elliðaárstöðina stóð nokkur ljómi í
hugum fólks. Prá þeim stað kom
rafmagnið, í flarska sáu vegfarendur
af Ártúnsbrekkunni falleg og snyrti-
leg hús, ætíð nýmáluð að virtist,
þökin rauð og veggir hvítir, eins og
enn er. Síðar komust einhvetjir
skólabræður f sumarvinnu á staðn-
um. Létu þeir mjög af snyrtimennsku
og röggsemi Ágústs, sem stýrði öll-
um framkvæmdum utan húss auk
þess að stjóma að sjálfsögðu orku-
verinu sjálfu. Þá fréttist og að innan
húss stýrði húsfreyja heimilinu, er
gæfí í engu eftir bónda sínum um
myndarskap. Loks höfðu piltar veður
af þvf að á heimilinu væru dætur
vænar og fagrar og hinir bestu kven-
kostir. Nú höguðu örlögin því svo
sem gengur, að piltur þessi fékk
augastað á stúlku og leist ljómandi
vel á. Kom fíjótlega f Ijós, að stúlkan
var ein þessara vænu dætra og
minnkaði tæpast áhuginn, er það lá
fyrir. Er ekki að orðlengja það, að
fljótlega var við mér tekið þar á bæ
sem einum tengdasyninum enn. í
Rafstöðinni var lengst af stórQöl-
skyldufyrirkomulag, þrjár kynslóðir
I einu. Bjuggu foreldrar húsráðenda
þar framan af, en að þeim gengnum
komu nýir einstaklingar, tengdaböm
og enn síðar bamaböm. Eins og
áður sagði var myndarskap við
brugðið, úti 'sem inni. Við bættist
mannúð og elskusemi þeirra hjóna,
jafnt við háa sem lága, vinfesta og
trygglyndi og var því orðstír þeirra
mikill og góður.
Segir nú nokkuð nánar af þeim
hjónum. Ágúst var fæddur og uppal-
inn á Vestfjörðum, en af Húnvetning-
um kominn í báða ættir. Ekki mun
hafa verið auður í garði foreldra
hans og því ekki mulið undir hann
og systkini hans í æsku. Snemma
mun piltur þó hafa verið fullhugi
mikill og lét ekki smámuni veíjast
fyrir sér. Lærði hann jámsmíði og
varð síðan nemandi í Vélskólanum
og útskrifaðist sem vélstjóri þaðan í
öðrum árgangi þess skóla. Starfaði
hann nokkur ár sem vélstjóri til sjós
og lands, uns hann var ráðinn til
Rafmagnsveitu Reykjavíkur til for-
stöðuverka og síðar reksturs Elliða-
árstöðvarinnar, en hún var vígð
1921. Fluttu þau hjón þá í nýbyggt
íbúðarhús stöðvarstjóra og bjuggu
þar við rausn í áratugi.
Til framfærslu stórri flölskyldu
þeirra ráku þau lengi búskap. Ágúst
var ólatur og skyldurækinn og hlóð-
ust á hann störf f félagsmálum og
með tilkomu Sogsstöðvanna mæddi
einnig mikið á honum vegna þeirra.
Var hann síðari árin yfirvélstjóri
Rafveitunnar og Sogsvirkjunnar.
Búskapurinn mun því mikið hafa
mætt á húsmóðurinni, en allt blessað-
ist vel. Ágúst féll frá um jólin 1952
enn á góðum aldri, en mjög farinn
að lýjast eftir annasama ævi og far-
sæla.
Ágúst var maður heldur lágur
vexti og þéttvaxinn, vasklegur í
framgöngu og sópaði að honum hvar
sem hann fór. Hann var mikill af
sjáJfum sér og þurfti ekkert á forfeð-
rum sínum að halda til þess. Ekki
gat hann þó komist frá uppruna
sínum frekar en aðrir og sá ég sfðar
í bókum, að meðal forfeðra hans var
margt merkra manna, en það er
önnur saga. Hafa þeir vafalaust ver-
ið full sæmdir af þessum ötula af-
komanda sínum.
Oftar en ekki sannast, að maður-
inn einn er ei nema hálfur. Að baki
einstaklings, sem upp úr stendur, er
annar sem styður hann, bætir líf
hans og léttir með góðu heimili og
atlæti, ásamt ást og uppbyggjandi
félagsskap. Sigríður var hér engin
undantekning. Hún var fædd á Suð-
umesjum 22. júní 1895 og ólst þar
upp í æsku, en sfðar í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurðs-
son, bóndi og sjómaður, fæddur 1850
í Háfssókn í Rangárvallasýslu og
kona hans, Guðríður Oddsdóttir,
fædd 1855 á Kvíabóli, ættuð úr
Mýrdalnum.
Sigríður var yngst sex bama
þeirra Páls og Guðríðar. Em þau nú
öll látin, en eftir lifir Páll Pálsson
hálfbróðir þeirra samfeðra, búsettur
í Hafnarfirði. Páll og Guðríður slitu
samvistum og flutti Guðríður til
Hafnarfjarðar. Gerðist hún síðar
bústýra Jóns Jónssonar frá Kolbeins-
stöðum. Héldu þau síðan saman og
önduðust bæði í Rafstöðinni, Jón
1928 og Guðríður 1943. Eins og
nærri má geta hefur ekki verið ríki-
dæminu fyrir að fara hjá þessu al-
þýðufólki kringum aldamótin, en
Sigríður var snemma tápmikil og
rösk til allra verka. Réðst hún í vist
til Margrétar Ólsen læknisekkju er
rak fæðissölu við Skólavörðustfg og
hafði lífsviðurværi af því.
Á þessum stað bar saman fundum
Ágústs pg Sigríðar, en með Margr-
éti og Ágústi var frændsemi. Eftir
þetta lágu leiðir Ágústs og Sigríðar
ætíð saman og þoldu þau saman
súrt og sætt, elskuðu hvort annað
og virtu til æviloka.
Eins og áður sagði. fíuttust þau
ung í Elliðaárstöðina og bjuggu þar
við rausn á flórða áratug. Að bónda
sínum látnum fór Sigríður að huga
að framtíðarvemstað og flutti hún
1954 að Nesvegi 5 og bjó þar alla
tíð síðan í eigin íbúð, nema allra
sfðustu árin, er hún dvaldist í Hafnar-
búðum, eftir að hún gat ekki séð um
sig sjálf. Þótt Sigríður missti mikið
við lát Ágústs sfns, þá hafði hún lfka
átt mikið með honum og lét ekki
merkið falla. Hjá henni á Nesvegi
var sífelldur gestagangur og komu
þar afkomendur hennar og vinir og
nutu góðs atlætis.
Sigríður og Ágúst nutu bamaláns
og urðu bömin sjö, talin í aldursröð:
Ingólfur Snorri, verkfræðingur,
kona hans er Ásdís Einarsdóttir
hjúkmnarfræðingur. Eiga þau þijú
böm og fjórða bamið er af fyrra
hjónabandi Ingólfs; Hulda Guðríður,
hárgreiðslumeistari, maður hennar
er Oddur Ámason, læknir. Eiga þau
þijú böm. Hafa þau búið í Gauta-
borg í Svíþjóð mestallan sinn bú-
skap; Ágústa, skrifstofumaður, mað-
ur hennar var Pétur Ottesen, en þau
slitu samvistum. Áttu þau þijá syni;
Margrét, húsmóðir, dáin 1980, mað-
ur hennar var Guðjón Ólafsson,
síðast bóndi, dáinn 1960 og áttu þau
átta böm; Jóna Guðrún, andaðist á
unglingsaldri; Ingunn Sigriður,
skólaritari, dáin 1985, maður hennar
var Bjöm Ámason, verkfræðingur,
áttu þau fjögur böm; Hjördís, kaup-
maður, maður hennar er Pétur Guð-
jónsson, rakarameistari, eiga þau
fimm böm.
Eins og sjá má var hópur afkom-
enda orðinn ærið stór, því auk þeirra
sem hér hafa verið taldir er kominn
til sögunnar hópur langömmubama
og nokkur langalangaömmuböm.
í öllum þessum stóra hópi var
Sigríður alla tíð kölluð „Amrna", sú
eina rétta og burðarásinn í fjölskyld-
ulífinu. Hélt hún uppi sínu rausnar-
heimili fyrir allan hópinn, allt fram
yfir níræðisaldur og reyndar lengur
en stætt var, því viljinn var sterkur
og fómarlundin staðföst. Þeir sem
háum aldri ná, verða að sætta sig
við að sjá á bak vinum sfnum og finna
sig sem hálfgerða kulkvisti, að þeim
gengnum. Þetta varð Sigrfður að
þola, en verst af öllu hygg ég að sé
að þurfa að þola missi bama sinna.
Undir lokin var hún helst ósátt við
skapara sinn, að lofa sér ekki að
fara á undan dætrunum sínum vænu,
sem hún tregaði mjög. Var hún orð-
in södd lffdaga og dó farin að heilsu
en sátt við Guð og menn.
Við sem stöndum yfir moldum
hennar í dag, þökkum áratuga sam-
fylgd, sem varla ber skugga á, minn-
umst annasamrar og gæfuríkrar
ævi, sem borið hefur rfkulegan ávöxt.
Er hún nú leggst til hvílu við hlið
bónda síns, mannsins sem hún elsk-
aði og virti til hinsta dags, fylgja
henni hugheilar óskir vandafólksins
um góða heimkomu.
Björn Árnason
í þessum fáu orðum viljum við
bræðumir kveðja hana ömmu.
Frá því í bamæsku nutum við
þess að búa í nábýli við hana.
Reyndist hún okkur ávallt mjög
vel. Mamma okkar vann mikið utan
heimilisins og nutym við þeirra for-
réttinda að hafa ömmu á heimilinu
til að hugsa um okkur væri mamma
ekki heima. Þrátt fyrir mikinn ald-
ursmun var auðvelt að leita til
ömmu með hvað sem var. Hún var
okkur í senn huggun og styrkur.
Ávallt reiðubúin að aðstoða okkur
og skilja. Hún fylgdist vel með því
sem á daga okkar dreif og ræddi
vel og mikið um áhugamál okkar.
Fyrir þetta allt viljum við færa
ömmu innilegustu þakkir. Hvfl þú
í friði, elsku amma.
Siggi, Þór og Björn.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fíra;
drottinn minn
gefí dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
í dag, miðvikudaginn 22. febrú-
ar, verður amma okkar Sigríður
Pálsdóttir jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju. Hún andaðist 12. febrúar á
öldrunardeild Landakotsspítala í
Hafnarbúðum. Þar hafði hún dval-
ist sfðastliðin tvö ár og notið sér-
staklega góðrar umönnunar hjúkr-
unarfólksins.
Amma fæddist 22. júní 1895 að
Kirkjubóli í Miðneshreppi. Foreldrar
hennar voru hjónin Páll Sigurðsson,
sjómaður, og Guðríður Oddsdóttir,
húsfreyja. Hún var yngst 6 systk-
ina, sem nú eru öll látin, einnig
átti hún hálfbróður, Pál Pálsson,
sjómann í Hafnarfírði.
Amma giftist afa okkar Ágústi
Guðmundssyni, vélstjóra, þann 8.
júní 1916. Amma og afi hófu bú-
skap á Skólavörðustíg 43. Árið
1921 flytja þau inn að Rafstöð við
Elliðaár, er afí varð stöðvarstjóri
hinnar nýju rafstöðvar. Síðar varð
hann yfirvélstjóri hjá Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjun,
þegar Ljósafossvirkjunin var tekin
í notkun. Afi andaðist 27. desember
1952 og flutti amma skömmu síðar
í eigin íbúð á Neshaga 5, þar átti
hún heimili til æviloka. Hin seinni
ár er kraftar tóku að þverra, annað-
ist Ágústa dóttir ömmu hana af
mikilli alúð og umhyggjusemi.
Amma og afi eignuðust 7 böm:
Ingólf Snorra, fæddur 2. júlí 1917,
kvæntur Ásdfsi Einarsdóttur: Huldu
Guðríði, fædd 20. aprfl 1919, gift
Oddi Ámasyni. Þau em búsett í
Svíþjóð; Ágústu, fædd 12. ágúst
1920; Margréti, fædd 5. nóvember
1922, dáin 20. ágúst 1980, var gift
Guðjóni Kristni Olafssyni, sem einn-
ig er látinn; Jónu Guðrúnu, fædd
11. desember 1924, dáin 15. júní
1940; Ingunni Sigríði, fædd 2. októ-
ber 1930, dáin 8. júní 1985, var
gift Bimi Ámasyni; Hjördísi, fædd
Hálfdán Ó. Guðmunds-
son — Minningarorð
Fæddur 29.júnf 1932
Dáinn 14. febrúar 1989
í dag verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfírði Hálfdán
Ó. Guðmundsson, er lést í Borg-
arspitalanum 14. febrúar sl. eftir
skamma sjúkdómslegu þar. Okkur
langar til að minnast móðurbróður
okkar með þeim orðum er hér fara
á eftir og þakka honum jafnframt
samfylgdina.
Hálfdán fæddist í Hafnarfirði 29.
júní 1932, sonur hjónanna Margrétar
Þ. Jónsdóttur, sem ættuð var frá
Austfjörðum (f. Húsavík eystri), og
Guðmundar Eggertssonar, verka-
manns og síðar bónda, hann var
Húnvetningur (f. á Bergsstöðum).
Böm þeirra voru auk Hálfdáns: Guð-
rún, húsmóðir, fædd 1925, gift
Magnúsi St. Magnússyni, pípulagn-
ingameistara og vélvirkja, og Bjöm,
búfræðingur, fæddur 1934. Hann
lést árið 1972. í Hafnarfirði áttu
Guðmundur og Margrét heimili á
Langeyrarvegi 9 og Vesturgötu 6.
Árið 1942 flyst Hálfdán með for-
eldrum sínum og systkinum að
Breiðumýraholti í Stokkseyrar-
hreppi, en síðar bjuggu þau í Önund-
arholti í Villingaholtshreppi, Efraseli
í Stokkseyrarhreppi og síðustu árin
á Stokkseyri. Guðmundur lést árið
1962, en Margrét árið 1974.
Hálfdán kynntist 'snemma störfum
til sjávar og sveita. Hugur hans
stefndi þó snemma til langskóla-
náms. Eftir bamaskóla gekk hann í
Flensborgarskóla í Hafnarfirði og
síðar í Menntaskólann I Reykjavík
og lauk stúdentsprófi þaðan árið
1954.
Á þessum námsárum dvaldi hann
hjá systur sinni, Guðrúnu, og hennar
fjölskyldu, en þau bjuggu á þessum
tíma á Lækjargötu 11 og Hringbraut
74 í Hafnarfirði. Reyndist hún hon-
um ætíð stoð og stytta á hveiju sem
á gekk. Að menntaskólanámi loknu
fór Hálfdán til náms í efnaverkfræði
við háskólann í Karlsruhe í Vestur-
Þýskalandi. Þar var hann við nám í
þijú ár. Að þeim tíma liðnum kom
hann heim og lauk prófi frá Háskóla
íslands í viðskiptafræði. Hálfdán
starfaði að loknu námi um hríð í
Landsbanka íslands, en síðar við
heildsölu og verslun.
Hálfdán, eða Halli frændi eins og
við kölluðum hann, var á heimili for-
eldra okkar á fyrrihluta námsára
sinna eða þar til hann lauk mennta-
skólanámi. Var hann okkur alltaf
mjög kær, enda í eðli sínu mjög bam-
góður og reyndist okkur sem góður
stóri bróðir, þótt við munum mis-
langt aftur í tímann. Einnig minn-
umst vð nú ánægjulegra stunda með
Halla og Bjössa heitnum, bróður
hans, fyrir austan ( sveitinni hjá afa
og ömmu. Var þar oft glatt á hjalla,
einkum þegar amma var búin að
hella upp á kvöldkaffið.
Halli var ekki maður, sem mikið
bar á, og fór ekki um lífsins stíg
með háreysti. Hann var fremur dul-
ur, en naut sín best í fámenni eða
meðal skyldmenna og vina.
Samviskusamur og nákvæmur var
hann jafnt í störfum sem í námi,
rækti þau af einurð og trúmennsku.
Áhlaupamaður var hann til allrar
vinnu og hlífði sér þá hvergi, þannig
að oft þótti okkur, sem hann þekkt-
um, nóg um kapp hans og fylgni.
Hann var hugmyndaríkur og í
honum blundaði alltaf eðli vísinda-
mannsins. Frá unga aldri hafði hann
hug á að kanna lögmál náttúrunnar
og eðli hluta og var sífellt að gera
hinar ýmsu tilraunir. Fylgdi þetta
19. apríl 1934, gift Pétri Guðjóns-
syni. Afkomendur ömmu og afa eru
margir, bamabömin eru nú 27 og
bamabamabömin 55.
Fyrstu ár ömmu og afa í Rafstöð-
inni ráku þau bú. Kom það fyrst
og fremst í hlut ömmu að stjóma
búskapnum og sinna umsvifamiklu
og gestrisnu heimili. Amma hafði
einnig mikið yndi af garðrækt og
ber garðurinn við Stöðina þess
glöggt merki. Nú eru runnamir og
trén, sem hún gróðursetti fyrir rúm-
um 60 ámm, orðin stór og falleg.
Margs er að minnast sem borið
hefur á góma í samskiptum okkar
við ömmu. Óþreytandi var hún að
sýna okkur gamlar myndir og segja
okkur frá atvikum liðinna tíma og
þá sérstaklega frá hennar bestu
árum í Rafstöðinni, sem varð svo
okkar heimili í rúm 20 ár.
Amma var glaðlynd og blíð kona,
sem leit alltaf björtum augum á lífið
og tilvemna. Hún var ánægðust
þegar margir vom í kringum hana,
enda mjög gestrisin og félagslynd.
Eftir að amma flutti á Neshagann
og var við góða heilsu sóttu bama-
bömin mikið til hennar. Við systk-
inabömin hittumst þar oft. Hún var
mikil húsmóðir og bjó sér fallegt
heimili. Ætíð vomm við velkomin
til ömmu og alltaf var gaman að
koma til hennar. Heimili ömmu var
miðstöð ^ölskyldunnar. Eins sýndi
hún skyldmennum sínum mikla
ræktarsemi og lét ekki fjarlægðir
hindra sig í að heimsækja sína nán-
ustu á efri ámm.
Amma bar mikla umhyggju fyrir
bömum sínum og bamabömum.
Það var henni þungur missir er hún
missti tvær dætur sínar og tvö
bamaböm með stuttu millibili. En
amma lét ekki bugast og hélt ótrauð
áfram og taldi kjark í aðra sem
áttu um sárt að binda. Við eigum
ljúfar minningar um góða og heil-
steypta ömmu, sem ætíð leit fram
á veginn og gaf okkur holl ráð. Við
munum sakna hennar mikið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Síá og Dódý.
honum alla tíð, enda voru eftirlætis-
greinar hans í skóla stærðfræði, eðl-
isfræði og efnafræði.
Þrátt fyrir dugnað og sterkan vilja
var lífíð honum ekki þrautalaust,
enda fór hann ekki alltaf breiða veg-
inn. En þrátt fyrir erfíði og áföll var
hann yfirleitt bjartsýnn og með nýjar
áætianir á takteinum.
Er við nú að leiðarlokum kveðjum
Halla frænda okkar og felum hann
í hendur góðs guðs viljum við þakka
starfsfélaga hans, Edvard Lövdal,
og öllum þeim, sem reyndust honum
á margan hátt svo vel, sfðustu árin,
og biðjum þeim guðs blessunar.
Líkt og laukur
lyftist úr moldu
fóstrar fræ og sáir,
þannig er líf
og þroski manna
eilif upprisa. (D.S.)
Magnús, Margrét,
Sigrtður og Guðmundur.