Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 32
-82 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 Ingimundur Bene- diktsson frá Hólma vík — Minning Fæddur I. júlí 1922 Dáinn 13. febrúar 1989 í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför mágs míns, Ingi- mundar Benediktssonar frá Hólmavík. Hann andaðist í Landspítalanum 13. febrúar sl. eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Allt var gert sem unnt var til þess að létta honum erfiða baráttu við banvænan sjúk- dóm. Sérstakar þakkir skulu hér færð- ar hjúkrunarfólki á Landspitalanum fyrir frábæra umönnun við hann, svo og systurdóttur hans, Sigrúnu Reykdal lækni sem fylgdist ætíð með honum í veikindum hans. Fyrir um það bil ári síðan gekk hann undir uppskurð vegna sjúk- dómsins og fékk þá þann úrskurð að meinsemdin væri orðin það út- breidd að lítið væri unnt að gera. Auk þessa hafði Ingimundur verið með sykursýki í mörg ár og þurfti stöðugt viðeigandi meðferð af þeim sökum. Talið var líklegt að hann ætti eftir ólifað 2—3 mánuði — það varð eitt ár. Vonlausri baráttu er nú lokið, Guði sé lof, og hvfldin fegin. Ég kynntist Ingimundi fyrst fyrir um það bil 40 árum, þegar leiðir okkar Amdísar systur hans lágu saman. Hann var þá farinn að heim- an úr Hólmavík og var um nokkur ár búsettur á Akranesi, þar sem hann lærði húsgagnasmíði. Síðar var hann í allmörg ár búsettur hjá okkur hjónunum í Hólmavík. Þá hófust kynni okkar fyrir alvöru og hefur enginn skuggi fallið á þau sfðan. Ingimundur fæddist 1. júlí 1922 í Innri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Finnsson, Jónsson- ar bónda í Kálfanesi við Hólmavík, og Guðrún Ingimundardóttir frá Bæ í Króksfírði. Ingimundur var næstyngstur af 4 bömum þeirra hjóna. Sterkir stofnar stóðu að hon- um í báðar ættir og bar hann glögg merki ættar sinnar. Hann var traustur maður í hvívetna og tryggur vinur. Allt stóð sem stafur á bók er hann sagði eða lofaði. Hjálpsamur var hann og ós- érhlífinn. Ætíð var hann reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef þess þurfti með, og ekkert var honum kærara en ef hann á einhvem hátt gat orð- ið fjölskyldum systkina sinna að liði. Því miður var hann einhleypur maður alla tíð og eignaðist enga afkomendur, en miklu ástfóstri tók hann við systurböm sín, lét hann sér mjög annt um þau og velferð þeirra. Hið sama gerðist einnig um þeirra böm. Ég veit að bömin fundu vel traustleika hans og vináttu og því varð hann í hugum þeirra að föstum punkti í tilveru þeirra, sem þau gátu reitt sig á. Hann brást ekki. Æviferil Ingimundar heitins rek ég ekki hér. Það verður gert á öðr- um vettvangi. Með þessum fáu kveðjuorðum vil ég fyrst og fremst þakka mági mínum fyrir allar stundir er við áttum saman og öll kynni við hann frá fyrstu tíð. Kynn- in við hann verða okkur öllum, er þekktum hann bezt, ógleymanleg. Blessuð sé minning hans! í Síraksbók segir svo: „Dauði, hversu kært er kall þitt þeim, sem stirður er fótur og fellur." Með þessum einföldu orðum minnir spámaðurinn á hið órjúfan- lega lögmál lífs og dauða. Oft er það að okkur gengur erfiðlega að átta okkur á þessum lögmáli, og ósjaldan viljum við helst ekki viður- kenna það, þótt við séum nauð- beygð til þess. En stundum er það líka að við getum ekki annað en séð og viður- kennt kærleika Guðs að verki í því ófrávíkjanlega lögmáli hans. Þann- ig er það nú, þegar við kveðjum Ingimund Benediktsson. Og þá er það líka skylda okkar að þakka Guði gæzku hans og náð. Enginn skilur betur miskunn dauðans en sá, sem finnur og veit að hlutverkinu hér er lokið og ekk- ert annað eftir en að kveðja. Fyrir hann er hvfldin kærkomin, eins og svefninn er þreyttum manni. Skyld- um við ekki geta skilið þrá hans að losna úr hrörlegum viðjum efnis- ins til þess að mega íklæðast nýjum búningi. Fyrir því megum við ekki einblína á efnið, sem við vitum að er aðeins umbúðir um það sem máli skiptir — andann, sem lifa mun áfram. Páll postuli segir í 2. Korintu- bréfi: „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Því hið sýni- lega er stundlegt, en hið ósýnilega er eilíft." Þetta eru frumrök kristinnar lífsskoðunar. Ingimundur, vinur okkar, skildi við þetta líf þegar máttur Ijóssins fer smátt og smátt vaxandi með hveijum deginum sem líður og stekkur burt myrkrinu og vetrarrík- inu. Við vitum það að innan skamms rís náttúran upp til nýs lífs eftir dauða og dásvefn vetrarins. Þetta minnir okkur á það að lífið er stöð- ug upprisa, stöðug ummyndun til hinnar æðri tilveru upp úr rústum hinnar lægri. Annars væri lífið kvöld, annars væri það ekki eftir- sóknarvert. Hin kristna von ódauð- leikans byggist þess vegna ekki á því að halda áfram að lifa hér, held- ur að deyja burt úr þessari tilveru til annarrar æðri. Fyrir því fögnum við í dag yfír gæzku Guðs um leið og við þökkum honum, vininum okkar, sem nú er að kveðja, og ámum honum farar- heilla til hinna nýju heimkynna. Drottinn gleðji sálu hans í dýrð- arheimi sínum og gefi honum glaða endurfundi við vinina, sem á undan eru famir. Andrés Ólafsson Mundi frændi, móðurbróðir minn, sem lést í Landspítalanum 13. febrúar sl. eftir erfíða sjúkdóms- legu, var næstyngstur fjögurra bama Benedikts Finnssonar, sem ættaður var frá Kálfanesi við Steingrímsfjörð, og konu hans, Guðrúnar Ingimundardóttur frá Bæ í Króksfirði. Skömmu eftir fæðingu hins yngsta misstu systkinin móður sína og fluttist afi litlu síðar með þau til Hólmavíkur þar sem hann bjó alla tíð síðan. í þá daga voru engin bamaheimili, félagsmála- pakkar eða tryggingar, sem hlupu undir bagga í slíkum tilvikum og þótt svo hefði verið hefði það að líkindum ekki skipt neinu máli þar sem ekki var í anda þessa fólks að þiggja opinbera aðstoð. Guðrún Finnsdóttir, systir afa míns, og t Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓNfNA ÁSMUNDSDÓTTIR, Funafold 35, andaðist að kvöldi 20. febrúar. Halldór J. Ólafsson, Jónfna Sigurðardóttlr, börn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÓLÖF JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Álftamýrl 24, er lóst 17. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 23. febrúar kl. 13.30. Gunnar Þorkelsson, Jóna Sigurbjartsdóttir, Guðbjörg Lfsa Gunnarsdóttir, Eygló Ida Gunnarsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, SVERRIR KJARTANSSON, Grófarsall 7, veröur jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur og Hjördfs. t Eiginkona mín, HREFNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skálholtl 16, Ólafsvfk, verður jarösungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Rútuferö verður frá BSf á laugardagsmorgun. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Kristjánsson. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR SfMONARSON sklpatjórl, Melabraut 5a, Seltjarnarnesi, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysa- varnafólag íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Sigríður Ásgeirsdóttir, fóstursystir hans, gengu bömunum í móðurstað og ólu þau upp með honum við mikinn myndarskap á þessu heimili þar sem heiðarleikinn og hjálpsemi við_ aðra sat í öndvegi. I þessari stuttu grein verður lífs- ferill þessa frænda míns lítt rakinn, en hann lærði húsgagnasmíði og starfaði lengst af við hana og aðrar smíðar, fyrst á Akranesi en síðar á Hólmavík, auk þess sem hann vann við brúarsmíði nokkur sumur. Síð- ustu árin bjó hann í Reykjávík og starfaði hjá Timburversluninni Völ- undi. Glöggir menn hafa bent á að ef marka megi mannlýsingar í minn- ingargreinum mætti halda að ein- ungis besta fólkið flyttist yfir móð- una miklu. Þetta væri auðvitað hið alvarlegasta mál ef hinir sætu eft- ir, en hvað sem því líður þá held ég að allir sem kynntust þessum frænda mínum geti tekið undir það að heiðarleiki hans, óeigingimi, hjálpsemi við samferðamenn og vegferð hans f heild sé gott dæmi fyrir aðra til eftirbreytni. Ef svo væri um fleiri en raun er á er ör- uggt að minna væri um illdeilur milli manna og þjóða. Það er nú einu sinni þannig að þótt við viljum öll búa við frið, þá er sú spuming oft á tíðum áleitin hversu margir em reiðubúnir að greiða það verð fyrir hann sem upp er sett. Sum sækjum við gegnum lífið sem skrið- drekar yfir engi og skeytum ekki um það þótt slóðin sé roðin. Ingi- mundur Benediktsson var hins veg- ar ekki þátttakandi í slíkri sókn og jörðin blæðir ekki fyrir það að hann fór um veginn. Nægjusemi hans, en höfðingsskapur við aðra, gleym- ist seint. Hann sýndi í verki að hann hafði til að bera þá eiginleika sem víða fara leynt, en taldir eru skilja manninn frá öðrum dýrateg- undum. Þegar hann nú hefur lokið jarð- vistinni, a.m.k. að sinni, kemur upp í hugann eitt lykilatriða þeirrar myndar sem kristnir menn gera sér af tilverunni; „Eins og þér sáið svo munið þér og upp skera." Þegar litið er á lífsferil manna virðist hins vegar stundum að ekki sé samræmi þama á milli. Víst má telja að við séum lélegir dómarar, því ekki er allt sem sýnist, en jafnframt vitum við að ekki sá allir í sama akurinn. Sumir sá í akur handan okkar sjón- deildarhrings, þar sem við setjumst að síðar. Það tel ég Munda frænda hafa gert og samfagna honum því innilega þegar hann nú hefur feng- ið lausn frá erfíðum sjúkdómum og tími uppskerunnar er kominn. Ég þakka honum samveruna. Benedikt Andrésson Það hefur verið höggvið stórt skarð í litlu fjölskylduna okkar við fráfall Munda móðurbróður míns. Veikindi hans voru mesta áfallið sem dunið hafði yfír fjölskylduna frá því ég komst til vits og ára. Mig langar til að minnast frænda míns með nokkrum orðum þar sem ég get ekki verið viðstödd útför hans í dag. Það var einkennandi fyrir Munda að hann gerði afskaplega litlar kröf- ur fyrir eigin hönd til lífsins gæða, en þeim mun meira var hann upp- tekinn af hjálpsemi við aðra. Það var sama hvað það var, alltaf var Mundi tilbúinn að rétta hjálpar- hönd. Stuttu áður en veikindi hans komu í Ijós hafði hann hætt vinnu sem hann treysti sér ekki fullkom- lega til að stunda lengur. Mér þótti vænt um þegar hann lét af störfum og hugsaði að nú gæti hann loksins farið að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Það hafði aldrei hvarflað að mér sá möguleiki að Mundi ætti stutt eftir ólifað, því nú á dögum teljast 65 ár ekki hár aldur. Því var ég ekki tilbúin að sætta mig við hve stuttan tíma hann ætti eftir hjá okkur. Ekkert verður nú eins og það áður var. Ég hitti ekki Munda þeg- ar ég kem til íslands í vor. Eg á ekki oftar eftir að koma á Lauga- veginn í hádeginu og hitta móður- bræður mína, eins og ég gerði nær daglega í heilt ár áður en ég hélt utan til náms. Ég á Munda mikið að þakka og okkur öllum sem þekktum hann og stóðum honum næst gaf hann svo mikið. Minning- arnar um góðan dreng eigum við og þær verða sá fjársjóður sem við sækjum styrk okkar í. Guðrún Reykdal, Iowa, USA. Valdimar Þorvalds- son - Kveðjuorð Fæddur 15. april 1958 Dáinn 20. janúar 1989 Kveðja frá Den Danske Eksportskole Okkur setti öll hljóð þegar okk- ur var tilkynnt sú harmafregn að Valdimar bekkjarfélagi okkar hefði látist í hörmulegu slysi í Barcelona á Spáni. Við áttum stutt en ánægjuleg kynni við Valdimar er hann, eins og við, byrjaði í Den Danske Eks- portskole í Heming í Danmörku. Valdimar hafði reynt margt í lífinu, var reyndari en við hin, og var því mjög gaman að ræða við hann um persónuleg og fagleg málefni. Félagslegt samneyti í skólanum okkar er mjög mikið, og þess vegna er mikill missir að Valdi- mar, sem tók mikinn þátt í öllu sem fram fór. Mest er sorgin fyrir íjölskyldu Valdimars og sérstaklega bömin hans. Vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. F.h. Den Danske Eksportskole Aage Erhardtsen skólastjóri, f.h. nemenda Soren B. Andersen form. nemendaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.