Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 fclk f fréttum Morgunblaðið/Þorkell MYNDLIST Viðurkenning fyrir myndir á Lidice ’88 Fyrir skömmu voru átta íslensk- um bömum veittar viðurkenn- ingar fyrir þátttöku í sýningunni Lidice ’88 í Tékkóslóvakíu. Þau eru: Ævar Bjamason, Helga Hauks- dóttir, Linda Kristín Sveinsdóttir, Saga Steinþórsdóttir, Ingvar Rafn Gunnarsson, Ema Björg Róberts- dóttir, Sigrún Dögg Helgadóttir og Kristín Anna Guðjónsdóttir, nem- endur í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Fyrir glæsilegt framlag hópsins í heild hlaut skólinn heið- urspening Rósarinnar frá Lidice. Er það I sextánda sinn sem sýn- ing þessi er haldin sem liður í ár- legri athöfn til að minnast þess er Lidice var jöfnuð við jörðu af nasist- um árið 1942. Ýmis tékknesk sam- tök stóðu að sýningunni ásamt menntamálaráðuneyti Tékkóslóv- akíu og UNESCO. Böm á aldrinum 5-15 ára frá öllum heimshlutum tóku þátt í sýningunni. Morgunblaðið/Sverrir ISAFJARÐARPRESTAKALL Nýr prestur vígður Séra Magnús Gamalíel Gunnars- son var vfgður til prestsþjón- ustu fýrir söfnuði ísafjarðarpre- stakalls í Dómkirkjunni fyrir skömmu. Jafnframt verður hann .fræðslufulltrúi kirkjunnar á Vest- fjörðum. Á myndinni, sem tekin er í Dóm- kirkjunni, eru frá vinstri í efri röð: Bjöm Bjömsson, prófessor, forseti guðfræðideildar Háskóla íslands, sr. Bemharður Guðmundsson fræðslustjóri kirkjunnar, dr. Einar Sigurbjömsson og sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson settur Dóm- kirlquprestur. Neðri röð f.v.: Sr. Baldur Vilhelmsson settur prófast- ur ísfirðinga, herra Pétur Sigur- geirsson biskup,, Magnús Gamalíel og eiginkona hans, Þóra Ólafsdóttir fóstra. Kitty og Michael Dukakis veifa til aðdáenda sinna á fundi á siðasta ári. Kitty tók virkan þátt i kosningabaráttunni og leitaði á náðir Bakkusar er kosningavél George Bush bar eiginmann hennar ofuriiði. EFTIRKÖST Kitty Dukakis í áfengismeðferð Kitty Dukakis, eiginkona Mic- haels Dukakis sem bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum í haust, á við ofdrykkju- vandmál að stríða og hefur afráð- ið að leita sér lækninga á sjúkra- húsi einu í Rhode Island-ríki. Mic- hael Dukakis skýrði frá þessu í byijun vikunnar og lofaði mjög þessa „hugrökku ákvörðun" eigin- konu sinnar. Gert er ráð fyrir því að meðferðin taki einn mánuð en árið 1982 þurfti Kitty, sem er 52 ára að aldri, á aðstoð lækna að halda til að venja sig af neyslu megrunartaflna sem hún kvaðst hafa ofnotað í 26 ár. Michael Dukakis sagði að Kitty hefði stóraukið áfengisneyslu sína eftir tapið í forsetakosningunum f nóvember á síðasta ári. Hefðu hlotist af þessu veruleg vandræði í tví- eða þrígang en Kitty hefði fram til þessa ævinlega haft stjóm á áfengisdrykkju sinni. „Kitty er sterkur persónuleiki og stendur sig ávallt best þegar á móti blæs. Þetta kom vel í ljós í kosningabar- áttunni, mér fannst hún standa sig stórkostlega," sagði Dukakis. Kitty Dukakis tók virkan þátt í kosningabaráttu eiginmanns síns og hélt fjölda funda upp á eigin spýtur. Það vakti athygli frétta- manna að hún varð öskuill er aðstoðarmenn George Bush tóku að veitast að Dukakis með ósví- fnum hætti í sjónvarpsauglýsing- um. Sjálf hefur Kitty Dukakis sagt að hún sé „nokkuð spennt á taugum“ og þykja þrotlauar síga- rettureykingar hennar til marks um að það. Michael, sem er svar- inn hatursmaður tóbaks og ann- arra nautnaljfya, þykir hins vegar geðprúður með afbrigðum og hófstilltur í hvívetna. Michael Dukakis skýrði nýlega frá því að hann hygðist ekki fram- ar gefa kost á sér I kosningum til ríkisstjóra Massachusetts en því embætti hefur hann gegnt ( þijú kjörtímabil. Ýmsir stjóm- málaskýrendur vestra telja hugs- anlegt að hann hyggist reyna fyr- ir sér að nýju er forsetakosningar fara fram í Bandarfkjunum eftir fjögur ár. BOLUNGARVÍK: íþróttamaður ársins Ung og efnileg skíðakona Ásta Halldórsdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins í Bolungarvík árið 1988. Ásta var bikarmeistari íslands árin 1986 og 1987 í ungl- ingaflokkum en á síðasta keppnis- ári keppti hún í fyrsta- skipti í full- orðinsflokki. Auk þess að útnefna íþróttamann ársins veitti íþróttaráð Bolung- arvíkurkaupstaðar um tuttugu ein- staklingum viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun í ýms- um íþróttagreinum. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Ásta Halldórsdóttir, íþróttamaður ársins 1988 í Bolungarvík ásamt foreldrum sínum, Halldóri Benediktssyni og Steinunni Annarsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.