Morgunblaðið - 22.02.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
35
NOTNASAFN
Gjöf frá RUV
Ríkisútvarpið hefur á nærrri 60
ára ferli eignast merkilegt
nótnasafn. Aðeins hluti þess safns
kemur stofnuninni að notum og því
ákvað framkvæmdastjóm stofnun-
arinnar að færa íslenskri tónverka-
miðstöð að gjöf allt íslenska safnið
og Tónlistarskólanum í Reykjavík
nokkurt safn gamalla íslenskra og
erlendra nótna og fræðibóka.
Mjmdin var tekin er formleg af-
hending fór fram þann 1. febrúar
síðastliðinn þar sem viðstaddir voru
útvarpsstjóri, nokkrir starfsmenn
Ríkisútvarpsins og forstöðumenn
þeirra stoftiana er veittu gjöfunum
viðtöku.
Á kvöldvökunni spilaði hljómsveit Núpsskóla, „Mini-Bitles“, fyrir dansi.
Morgunblaðið/Rári Jónsson
BOLUNGARVIK
Með varðskipi á íþróttahátíð
Iþróttahátíð grunnskólanna í ísa-
ijarðarsýslu var haldin fyrir
nokkru undir stjóm og að fmm-
kvæði nemendafélags gmnnskólans
í Bolungarvík. Sökum ófærðar
þurftu nemendur úr vestursýslunni
að leggja á sig langt ferðalag með
varðskipi til að missa ekki af hátí-
ðinni.
Íþróttahátíðin hófst klukkan 12
á laugardag og stóð keppni fram á
kvöld, enda margar keppnisgreinar
jafnt stúlkna sem pilta, knatt-
spyma, handknattleikur, körfu-
knattleikur, sund, borðtennis, dans
og spumingakeppni.
Hátíð þessi sem haldin var þriðja
árið í röð er skipulögð af nemendum
gmnnskólans í Bolungarvík. Við
skipulagningu var skipað í nokkrar
neftidir sem sáu hver um sinn þátt
í hátíðinni og starfaði einn kennari
með hverri nefnd.
Keppnin var mjög jöfn og spenn-
andi allan daginn og að lokum
skildi aðeins hálft stig efstu tvö lið-
in að. Það var Gmnnskóli ísafjarðar
sem sigraði, hlaut 47,5 stig, en
heimamenn sem sigrað höfðu bæði
árin á undan urðu í öðm sæti með
■ 47 stig. Á eftir þeim komu svo
Núpsveijar með 37,5 stig, Súðvík-
ingar með 10,5 stig og Súgfirðingar
með 4,5 stig.
Um kvöldið var svo kvöldvaka
og dans við undirleik ágætrar
IL
’4*O00
s*9r.
iASER PRENTARAR
Hjá Star fara saman mikil gæði og hagstætt verð.
Fæst hjá helstu tölvusölum um land allt.
SKRIFSTOFUVILAR H.F
Hverfisgötu 33,
I
hljómsveitar Núpsskóla „Mini-Bitl-
es“ sem höfðu ásamt öðrum nem-
endum háraðsskólans lagt á sig
mikið ferðalag nóttina áður, meðal
annars þurfti að ferja allar hljóm-
sveitargræjur með gúmbátum út í
skipið. Mikil ófærð var á vegum og
bmgðu skólamir í vestursýslunni á
það ráð að fá varðskip sér til aðstoð-
ar. Var lagt af stað snemma að-
faranótt laugardags og komið heim
aftur um klukkan sex á sunnudags-
morgun. - Kári.
FIMLEIKAR
íslenskum alþjóða-
dómurum flölgar
Adögunum bættust 11 karlar á alþjóðadómaralistann í fímleikum.
Að loknu vikunámskeiði f íþróttamiðstöðinni í Laugardal, þar sem
Vestur-Þjóðverjinn Eberhard Gienger og Jónas Tryggvason kenndu,
tóku 11-menningamir próf og stóðust allir. Þeir em frá vinstri Krist-
mundur Sigmundsson, Gunnar Gunnarsson, Birgir Guðjónsson, Her-
mann Isebam, Heimir Gunnarsson, Karol Czizmowski, Rúnar Þorvalds-
son, ófeigur Geirmundsson, Óskar Ólafsson, Atli Thorarensen og Krist-
mundur Sigmundsson, Karol og Þorvarður Goði Valdimarsson. Fyrir
framan sitja Jónas og Gienger. 15.-19. mars verður svipað námskeið
fyrir konur haldið í Reylgavík.
Electrolux
Eigum
útlitsgallaða kæli- og frystiskápa
með verulegum afslætti!
Vörumarkaðurinn
| KRINGLUNNI SÍMI 685440