Morgunblaðið - 22.02.1989, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
„Hann heldur mér&U-tcxf i samex
5tðetnum , 6em ea er or&'m vön...
örbirgb?
Væntanlega reyna bílavið-
gerðarmennirnir bílinn
yðar að viðgerð lokinni —
HÖGNI HREKKVÍSI
Þegar upp er staðið
Til Velvakanda.
Það var verið að ræða í sjón-
varpinu um bjórinn þegar hann með
öllum sínum þunga flæðir yfir
þjóðlífið, eyðileggur hugarfar og
æskudrauma um leið og hann opnar
fleiri flóðgáttir sem koma æskunni
á kné.
Þeir tóku þátt í umræðunni
horfðu vonaraugum til gróðans, en
komu lítið inn á hvemig hann er
fenginn. „Já,“ sagði fjármálaráð-
herra, „en þegar upp er staðið og
allt skoðað þá sé ég ekki gróðann
af þessari iðju.“ Og gróðavonin spyr
ekki um manndóminn sem hún
leggur í eyði, spyr ekki um tár
þeirra sem þjást og líða af völdum
gróðahyggjunnar, spyr ekki um
lamað þrek, brostnar vonir, eyði-
lagða framtíðarsýn. Þó afvötnunar-
stofnunum fjölgi, hvað gerir það
til? Ég græði, segir freistarinn, ríkið
borgar sársaukann og það kemur
mér ekki við. Ég á ekki að gæta
bróður míns.
Það setur að heilbrigðum margar
hugsanir. Þær verða áleitnari með
hverjum degi sem líður. Við erum
að tala um betri heim og ætlum
að bæta úr böli, en horfum á hvem-
ig hvert mannsefnið á fætur öðru
fer forgörðum í elfum eiturefna.
Fleiri farast í vímu en öllum styij-
öldum. Þetta er staðreyndin. Og svo
er talað um kristindóminn, frelsar-
ann okkar sem bendir á lífsins leið
og talar enga tæpitungu um freist-
ingar; mjTkrahöfðingjann sem villir
Raunir neyslu-
þjóðfélagsins
í tilefni af umræðu um sorppökk-
un og -eyðingu.
Allflest viljum við eignast sem mest
af auðæfum þessarar jarðar.
Nýta þau og njóta sem best,
og næmir eru þeir kvarðar.
aura-vextimir eru þau tól,
sem okurkarlamir nota.
Þeir em mörgum skálkaskjól,
slgálg þeirra augnagota.
öllum sýn sem rétta honum litla
fingurinn. „Svo sem þér sáið — svo
munuð þér upp skera." Og hann
talar um ábyrgð. Já, hann talar líka
um dóm, þó að forystulið kristin-
dómsins minnist lítið á það á okkar
tímum.
Mér verður hugsað til þeirra sem
velta öllu þessu flóði yfir landslýð-
inn, hugsað til þeirra alþingismanna
sem gáfu sitt samþykki til að þetta
Neyslu-æðið er ekki smátt,
enda af miklu að táka
við auglýsinganna undramátt
er ótai margt að saka.
Svo fyllast híbýli og hofin stór
af hinu og þessu drasli.
Við matinn, drykki og mikið þjór
mennimir eiga í basli.
Afleiðing þessa alls má sjá
í ónýtum tælgum og munum.
Óhóf þeirra sem allt vilja fá
endar með þungum stunum.
Að síðustu mengast öil mannabyggð,
margt er þar snúið og orpið.
Útundan höfum við okkar dyggð,
og engan stað fyrir sorpið.
Sigmar Hróbjartsson
mætti koma yfír lýðinn. Þeir sem
undirrita eiðstaf um að vinna landi
og lýð til blessunar, en sjá svo ekk-
ert annað en gróðaöflin leggja
hramma yfir þá veiku. Þannig er
sáð.
En það kemur að uppskerunni.
Það fer lítið fyrir kirkjunni minni
og baráttunni þar á móti þessum
háska. Eldri maður sagði við mig
um daginn: „Er ekki alveg vonlaust
að hið góða geti sigrað hið illa?“
Frelsarinn segir : „Gangið inn um
þrönga hliðið því að vítt er hliðið
og vegurinn breiður sem liggur til
glötunar og margir þeir sem þar
fara inn.“ Þetta eru alvöruorð. Eng-
inn þjónar tveim herrum. Þess
vegna eru þeir fleiri sem hika ekki
við að setja fótinn fyrir bróður sinn
ef gróðavon er fyrir stafni.
Þetta líf er ekki langt. Enginn
kemst hjá því að skila lífinu þegar
þar að kemur. Þá dugir skamm-
vinnur gróði lítið og ekki fara menn
með fy'ársjóði heimsins sem gjald-
eyri út yfir gröf og dauða. Þá duga
ekki bjórpeningar, fengnir fyrir
stundarsakir, og það að hafa sett
stein í götu samferðamannsins.
Arni Helgason
Víkverji skrifar
Idag ætlar Víkverji að birta bréf,
sem barst til ritstjómar Morgun-
blaðsins frá Sylvain E. Ubersfeld,
sem starfar hjá flugfélaginu Flying
Tigers, sem stundar vöruflutninga
og hefur reglulega viðkomu á
Keflavíkurflugvelli. Bréfið er dag-
sett 10. febrúar og sent frá Flug-
hótelinu, Keflavík. Þar segir:
„Síðustu 16 ár hef ég starfað við
flug og ísland er 45. landið, sem
ég fær tækifæri til að heimsækja.
Þótt ég hafí enn ekki kynnst nema
lítillega tungumáli landsmanna, sið-
um þeirra, háttum og mataræði,
hef ég komist að þeirri niðurstöðu,
að þeir eru vinsamlegir, tillitssamir,
hjálplegir, skilningsríkir og mjög
félagslyndir.
Ég hef átt þess kost að kynnast
löndum og þjóðum frá Suður-
Ameríku til Afríku, frá Vesturlönd-
um til ríkjanna í austri. Ég hef
kynnst menningu þjóða og séð
margt bæði gott og illt og ég hef
starfað með alls konar fólki, sem
hefur ekki alltaf verið auðvelt.
Mér fínnst að margir í Evrópu
ættu að kynna sér betur, hvemig
íslendingar haga lífi sínu og ef til
vill breyta lifnaðarháttum sínum
dálítið. Hér sýnast íslendingar ekki
mikla hlutina fyrir sér, fólk ávarpar
hvert annað með fomafni, ég verð
ekki var við sama hrokann og víða
í Evrópu, og síðast en ekki síst þá
kynnist maður hér raunverulegri
gestrisni, sem er svo sjaldgæf nú á
tímum, að full ástæða er til að hafa
orð á henni.
Mér hefur verið tekið svo vel
síðan ég kom hingað, að mér fannst
líklegt að íslendingum þætti áhuga-
vert að kynnast viðhorfum útlend-
ings til lands þeirra.
Almennt er alltaf unnt að kvarta
yfir einhveiju. Ég hef hins vegar
ekki þurft að kvarta yfír neinu hér
til þessa. Tel ég, að það stafi af
því, hve vel er komið fram við mig.
Að lokum hef ég þó eina bón
fram að færa: að þeir sem em góðu
sambandi við almættið biðji hann
um að senda okkur betra veður.“
xxx
Olium þykir lofið gott og von-
andi stöndum við undir þessu
hrósi hins erlenda, víðförla gests.
Aldrei verður ofmetið, hve jákvætt
hugarfar eins og þetta getur haft
mikið að segja. Við vitum það sjálf,
hvert og eitt, að meðmæli vinar eða
kunningja og falleg lýsing kann að
ráða úrslitum um ákvarðanir okkar,
þegar lagt er á ráðin til dæmis um
sumarleyfí. Landkynning af þessu
tagi getur verið miklu meira virði
en dýrar auglýsingar.
Þegar kannað er viðhorf fólks til
ákvarðana, sem það tekur, er gjam-
an spurt, hvemig það fékk vitn-
eskju um eitt eða annað. Þegar
spurt er um ísland og ferðalög hing-
að, er líklegt, að margir svari á
þann veg, að þeir hafi frétt af
landinu frá vinum eða kunningjum.
Allir þeir sem nærri ferðamálum
koma ættu að hafa hugfast í störf-
um sínum, að með góðri framkomu
við einn viðskiptavin geta þeir verið
að stofna til viðskipta við margfalt
fleiri.
XXX
Margir íslendingar leggja leið
sína til Lúxemborgar. Þeim
til glöggvunar vill Víkveiji velqa
athygli á því, að á miðvikudaginn
var samþykkti þingið þar með 45
atkvæðum gegn 3 en 12 sátu hjá
lög sem banna reykingar í opin-
berum byggingum. Nú má ekki
reykja lengur í sjúkrahúsum, skól-
um og byggingum ríkisins í Lúxem-
borg. í fréttinni sem Víkveiji las
um þetta kom ekki fram, hvort litið
er á flugstöðina í Lúxemborg sem
ríkisbyggingu eða ekki.