Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R ME)VIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989
HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I HANDKNATTLEIK
„Gaman að
gera markið í
þessum leik“
Hvað segirðu — var þetta þúsund-
asta markið mitt fyrir ísland?“
sagði stórskyttan Kristján Arason
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
færði honum þær fréttir eftir leikinn
í gærkvöldi að þriðja mark hans gegn
Sviss hefði jafnframt verið 1.000
landsliðsmark hans fyrir ísland.
Ég vissi að þetta var að nálgast -
en var satt að segja búinn að gleyma
því. Það er gaman að þetta skuli
hafa gerst í svo spennandi leik."
Þetta sögulega mark kom þegar
15,47 mfnútur voru eftir af leiknum
og Kristján breytti þá stöðunni í
16:13 fyrir ísland. í umræddri sókn
var hann ekki í sinni venjulegu sókn-
arstöðu úti á hægri kantinum — þar
var Sigurður Sveinsson, en Krisiján
í stöðu miðjumanns. Sigurður ógnaði
að vöm Svisslendinga, sendi síðan á
Kristján sem braust fallega í gegn
vinstra megin og skoraði örugglega.
Um leikinn sagði Kristján að eins
og búast hefði mátt við hefði þessi
leikur fyrst og fremst unnist á mik-
illi baráttu. „Hún gerði útslagið.
Þetta var ekki fallegur handknatt-
leikur sem leikinn var, frekar en fyrri
daginn þegar við höfum leikið gegn
Svissiendingum. Þá var taugaspenn-
an mikil eins og ávallt í svona leikj-
um.“
FRAKKLAND 1989
I „LAGLEGA gert gamli.“ Sig-
urður Sveinsson fékk svohljóðandi
skeyti á hótel íslenska liðsins eftir
sigurinn á Vestur-Þjóðveijum í
fyrrakvöld. Þetta
skeyti var ekki frá
íslandi heldur Vest-
ur-Þýskalandi!
Einn af fyrrverandi
félögum Sigurðar f liði Lemgo
sendi skeytið. Sigurður fór á kost-
um í leiknum og skoraði 9 mörk.
■ FARARSTJÓRAR íslenska
hópsins hér í Strasbourg skruppu
f gær f gönguferð til Þýskalands
til að kaupa þýsku dagblöðin og
eitthvað fleira! Gönguferðin var þó
ekki löng þvf hótel Islendinganna
er aðeins um 500 metra frá landa-
Skapti
Hallgrímsson
skrífarfrá
Frakklandi
mærunum...
■ „ÍSLENDINGAR eru vinir
okkar, þó þeir hafi ekki verið það
gær. Og ég treysti þeim til að
sigra Svisslendinga og held að
þeir geri það. Leikmenn eins og
Gíslason, Arason, og fieiri sem
hafa leikið f Vestur-Þýskalandi
ættu að sjá um það,“ sagði Petr
Ivanescu, landsliðsþjálfari Vest-
ur-Þjóðveija á blaðamannafundi
eftir sigurleik liðs síns gegn Rúm-
eníu. Islendingar urðu við ósk
Ivanescu og því eiga Þjóðveijar
enn von um að komast í A-keppn-
ina.
■ ÞÝSKUR blaðamaður kom að
máli við Skúla Unnar Sveinsson,
fyrrverandi íþróttafréttamann, sem
hér er staddur og sagðist kunna
vel að meta tilþrif Samúels Araar
Erlingssonar, útvarpsmanns, við
lýsingar. Þegar langt var liðið á
leikinn sat Samúel á sokkaleistun-
um, hrópandi til fslensku þjóðarinn-
ar, og sagði sá vestur-þýski að það
væri vel þess virði að koma á sam-
rSppni milli hans og brasilískra
knattspymuþula.
Kristján Arason
KRISTJÁN Arason náðl þeim
árangri í leiknum gegn Sviss-
lendingum að skora sitt þús-
undasta mark með landsliðinu.
Þriðja mark hans (16:13) var
það þúsundasta og jafnframt
hans 50. mark í B-keppni.
Kristján hefur verið mesti
markaskorari landsliðsins und-
anfarin ár og hefur yfirleitt ver-
ið með markahœstu leikmönn-
um á stórmótum. Kristján er
talinn ein besta vinstrihandar-
skytta heims.
Krisyán lék sinn fyrsta landsieik
gegn Dönum í Taastrup í Dan-
mörku 1980. Hann skoraði fjögur
mörk í leiknum, sem Danir unnu,
22:17. Kristján hef-
ur síðan hrellt alla
bestu markverði
heims. Flest mörk í
leik skoraði hann
gegn Ungveijum í Valence í
Frakklandi 1985, þegar íslenska
landsliðið vann frækilegan sigur,
28:24. Kristján skoraði þá fimmtán
mörk.
Kristján hefur skorað 1000 mörk
í 210 landsleikjum, sem er að með-
altali 4.76 mörk í leik. Á undanföm-
um árum hafa íslendingar átt
margar góðar vinstrihandarskyttur,
sem hafa leikið stór hlutverk f
landsliði íslands.
Kristján Arason skoraði sitt 1000. mark með landslið-
inu gegn Svisslendingum í Strasbourg í gærkvöldi
SigmundurÓ.
Steinarsson
tóksaman
• Ágúst Svavarsson úr ÍR, var
fyrsta vinstrihandarskyttan sem lét
mikið að sér kveða. Hann skoraði
44 mörk í 32 landsleikjum, eða 1.37
mörk að meðaltali í leik.
•Viggó Sigurðsson úr Víkingi
kom sfðan fram á sjónasviðið. Hann
skoraði 166 mörk í 66 landsleikjum,
sem er 2.51 mark að meðaltali í leik.
•Gunnar Einarsson úr FH lét
einnig að sér kveða - skoraði 34
mörk í átján landsleikjum, eða 1.88
mörk að meðaltali í leik.
•Sigurður Sveinsson, Val, sem
lék áður með Þrótti, kom í kjölfar
þeirra Viggós og Gunnars. Sigurðu.r
hefur skorað 455 mörk í 172 land-
sleilq'um, eða að meðaltaii 2.64
rpörk í landsleik.
Ágúst
Viggó
Qunnar
Slguröur
Allirfóru f vfking
Allir þessir leikmenn eiga það
sameiginlegt að hafa farið í víking
og leikið með erlendum félagsliðum.
Ágúst Svavarsson lék með Drott
í Svíþjóð og Göppingen í V-Þýska-
landi. Viggó Sigurðsson lék með
Barcelona á Spáni og Bayer Lever-
kusen í V-Þýskalandi. Gunnar Ein-
arsson lék með Bremen og Göpping-
en f V-Þýskalandi og Fredensborg
SKI, Noregi. Sigurður Sveinsson
lék með Lemgo í V-Þýskalandi og
Kristján Arason, sem leikur nú með
Teka Santander á Spáni, lék áður
með Hameln og Gummersbach í
V-Þýskalandi.
Afangamörk Kristjáns
KRISTJÁN Arason skoraði sitt fyrsta landsleiksmark gegn
Danmörku i Taastrup 1980, en þann leik unnu Danir 22:17.
Síðan hefur Kristján skorað sin áfangamörk i eftirtöldum leikj-
um:
100: Gegn Póllandi, 24:29, I Trogir I Júgóslaviu 1982.
200: Gegn Sviss í Vlissingen, 19:16, i B-keppninni i Hollandi 1983.
800: Gegn Tékkóslóvakiu, 16:22, i Bardejev I Tékkóslóvakfu 1984.
400: Gegn Sviþjóð, 19:20, á Akranesi 1984.
500: Gegn V-Þýskalandi, 20:17, i Reykjavík 1985.
600: Gegn S-Kóreu i Genf, 21:29. Leikurinn var i HM I Sviss 1986.
700: Gegn Sviss, 17:15, í Reykjavik 1987.
800: Gegn Póllandi, 26:25, á Akureyri 1987.
900: Gegn Bandaríkjunum, 22:16,1 Suwon 1988. Leikurinn var á Ólympluleikunum.
1000: Gegn Sviss, 19:18, í B-keppninni 1 Frakklandi 1989.
V-Þjóðverjar lögðu Rúmena
„ÞAÐ var mjög gott hjá okkur
aö hressa mannskapinn við og
vinna Rúmena, eftir tapiö gegn
íslendingum — þaö sýnir aö viö
erum með mjög gott lið,“ sagði
markvörðurinn Andreas Thiel,
eftir sigur Vestur-Þjóðverja,
23:21, á Rúmenum í gœr f
Strasbourg.
igur Þjóðveija var mjög sann-
9 jgam og öruggur, og leikurinn
skemmtilegur. Þjóðveijar voru með
örugga forystu um miðjan seinni
hálfleikinn, 19:12. í
leikhléi höfðu þeir
fímm marka for-
ystu, 14:9.
Rúmenar skoruðu
fyrsta markið en fljótlega náðu
Þjóðveijamir yfirhöndinni. Þegar
staðan var 5:3 var þremur þeirra
vísað út af með stuttu millibili —
Rúmenar páðu þá að jafna, en fljqt>
Skapti
Hallgrímsson
skrífarfrá
Frakklandi
lega eftir að jafn margt var orðið
í liðunum var forysta Þjóðveija orð-
in fimm mörk, 10:5.
Uli Roth var markahæstur Þjóð-
veija með 6 mörk, Jochen Fraatz
gerði 5 og Rudiger Neitzel og Mart-
in Schwalb báðir 4, Schwalb 2 úr
vítum. Vaseli Stinga, Berbece og
Tudor Axenta Rosca gerðu allir 4
mörk fyrir Rúmena og Marian
Dumitm gerði 3.