Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.02.1989, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐE) IÞROTTJR MIÐVnCUDAGUR 22. FEBRÚAR 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI Morgunblaðið/Símon Klingelschmitt Guðmundur GuAmundsson hefur leikið vel i B-keppninni. Hér sést hann geysast fram hjá Rubin Martin og skora eitt af þremur mörkum sínum gegn Sviss. Guðmundur náði 100% skotnýtingu í leiknum. Hvað sögðu þeir? Vorum hræddir við slæma leikinn - sagði Þorgils Óttar Mathiesen Þorglls Óttar Mathlesan „Þetta var mjög gott. Við vor- um búnir að leika tvo mjög góða leiki í röð og menn því ef til vill hræddir undir niðri um að „slæmi" leikurinn væri að nálgast. Menn voru líka spenntir fyrst Þjóðveijar unnu Rúmena. En geysileg bar- átta skóp sigurinn í dag, sem fyrr í þessari keppni, svo og frábær stuðningur íslensku áhorfendanna sem ég vil þakka stuðninginn. En þetta er ekki búið, við verðum að vinna Hollendinga til að vera ör- uggir með sæti í A-keppninni.“ GuAmundur Hrafnkelsson „Það var mjög gaman að koma svona inn í leikinn — fá að vera með. Ég var alveg laus við alla taugaspennu og fann mig vel. Það var alveg ljóst að þessum leik yrði um stanslausa baráttu að ræða og við höfðum gert okkur grein fyrir því að allar miklar líkur væru á að ekki munaði nema einu marki í lokin." Valdimar Grfmsson „Þetta var mjög erfitt og sýnir enn einu sinni hversu erfiðir and- stæðingar Svisslendingar eru. Við höfum leikið þrjá landsleiki við þá á stuttum tíma, Valur lék tvo Valdlmar Qrímsson. Evrópuleiki við svissneskt lið á dögunum og munurinn hefur allt- af verið mjög lítill. Með þetta í huga er sigurinn enn sætari. Við erum nokkum veginn komnir með ömggt sæti í A-keppninni og ef liðið spilar eins gegn Hollending- um og það hefur gert í keppninni þá er engin spuming um að sigur- inn lendir okkar megin." „Verðum að vinna Hollend- ingaf< - segir Bogdan Kowalczyk Þessi leikur var eins og ailir aðrir gegn Svissiendingum, mjög erfiður. Kannski var hann þó erfíðari en venjuiega því úr- slit hans gátu ráðið því hvort við ættum möguteika & að spila um fyrsta sætið í keppninni eða hvort við ættum á haettu að ná ekki að komast upp úr B-keppn- inni," sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari íslands, í gær- kvöldi. „Við eigum enn eftir leikinn gegn Hollandi og allt getur enn- þá gerst hér. Svisslendingar beijast geysilega vel í leikjum sínum og að mínu mati geta þeir unnið Rúmena, þannig að við verðum að vinna Hollend- inga.“ I dag er ekki leikið hér í Stras- bourg, síðustu leikimir f milli- riðlunum verða annað kvöld. „Strákamir fá alveg frf hálfan daginn á morgun til að fara út ef þeir vilja, en eftir það verðum við að byija að undirbúa okkur undir viðumignina við Hollend- inga. Eins dags frí er gott fyrir þá, en slæmt fyrir okkur vegna þess að við erum í mun betri iíkamlegri æfingu." íslenska liðlð hefur enn ekki átt slæman leik í þessari keppni, og sagði Bogdan það í raun koma sér á óvart. „Ef vel á að vera verður liðið að vera mjög samstillt og einbeitingin verður að vera til staðar og allir að vinna sem einn maður. Það hef- ur tekist og því er ég mjög ánægður með það sem af er,“ sagði Bogdan. Villtur stríðsdans íslendingar unnu mikilvægan sigur á Svisslendingum Reuter Þorglls Óttar Mathlessn sést hér skora eitt af þremur mörkum sfnum af lfnu. Roger KeUer og Christian Ledermann náðu eldri að stöðva hann. BARÁTTA, viljastyrkur og mikil einbeiting skópu sigur íslands i Sviss í ieiknum mikilvæga í gærkvöldi. Mann vissu að gegn Sviss mætti ekki sofna á verð- inum í vörninni, sóknir liðsins eru langar og þvf erfttt að halda einbeitingunni. En þaðtókst og enn einu sinni var liðsheild- in góð, eins og verið hefur í öllum leikjunum til þessa. Þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum og Sviss í sókn — ísland einu marki yfír, 19:18, — var Guðmundur Guðmundsson rek- inn af velli. Þorgils Skapti Óttar hafði áður Hallgrimsson verið vísað útaf sex. Tíminn var stöðvaður og Sviss- lendingar höfðu því nægan tíma til að skipuleggja hvað gera skyldi. Þeir stilltu upp, og Keller skaut — en framhjá, og Islendingar stigu villtan striðsdans af fögnuði. fslenska liðið hefur oft leikið fallegri handknattleik en f gær- kvöldi, en þegar mikilvægi leikjanna er svona mikið skiptir slíkt einfald- lega alls engu máli. Keppt er um stig, ekki fegurðarverðlaun. Góður vamarleikur skiptir gríðarlegu máli og hann var í góðu lagi í gær. Sókn- in hefur oft verið betri en vitaskuld verður ekki kvartað yfír henni þeg- ar svona fer. Allir leikmennimir eiga hrós skilið. Þeir léku sem fyrr fyrst og fremst hver fyrir annan, bæði í sókn og vöm. Svisslendingar em svo sannar- lega verðugir andstæðingar. Þeir leika ekki fallegast allra landsliða. Þeir hugsa um það í hverri sókn að sleppa ekki boltanum fyrr en f ömggu færi, og leyfa sér aldrei að taka áhættu. Því em þeir erfíðir viðureignar. STAÐAN MILLIRIÐILL1 STRASBOURG fSLAND - SVISS...............19:18 ‘ V-ÞÝSKALAND - RÚMENlA......23:21 BÚLGARfA- HOLLAND............33:26 Fj. lalkja u j T Möric Stlfl RÚMSNlA 4 3 0 1 105:87 6 SVISS 4 3 0 1 82: 72 6 ÍSLAND 4 3 0 1 83: 74 6 V-ÞÝSKAL. 4 2 0 2 87: 76 4 BÚLGARÍA 4 1 0 3 86: 95 2 HOLLAND 4 0 0 4 78:117 0 ■ VESTUR-ÞJÓÐ VERJAR hrifust af leik Héðins Gilssonar er íslendingar sigmðu V-Þjóð- veija í fyrrakvöld. Svo langt náði hrifning þýsku blaðanna að þau yngdu hann um eitt ár og og stækk- uðu hann um fímm sentimetra. Þau sögðu að hann væri 19 ára og 2,06 m á hæð. Hið rétta er aðHéðinn er tvítugur og 2,01 m á hæð. ■ MARGŒ sem hér em á vegum ferðaskrifstofunnar SL komu að máli við Kjartan Pálsson, farar- stjóra, strax að leik loknum í gæs»-» og báðu um að hann útvegaði þeim strax miða á leiki í A-heimsmeist- arakeppninni f Tékkóslóvakfu á næsta ári. Kjartan þorði ekki ann- að en að draga upp blað og penna og er því þegar farinn að taka nið- ur pantaniri MILLIRIÐILL2 MARSEILLE KÚBA- fSRAEL...............31:19 SPÁNN- PÓLLAND.............23:27 FRAKKLAND - DANMÖRK........23:21 Fj.loikja u j T Möric Stlg PÓLLAND 4 4 0 0 109: 85 8 FRAKKLAND 4 3 0 1 89: 72 6 SPÁNN 4 3 0 1 91: 86 6 KÚBA 4 1 0 3 91: 93 2 DANMÖRK 4 1 0 3 94: 100 2 ISRAEL 4 0 0 4 71: 109 0 ísland - Sviss 19 : 18 B-keppnin f handknattleik, milliriðiU, Halle Rheinus f Strasbourg, þriðjudaginn 21. febrú- ar 1989: Gangur leikaina: (Sóknamýtíng innan sviga): 0:1, 1:1, 2:2, 2:4 (83.3%), 4:4, 6:5 (50%), 8:8 (44.4%), 10:9 (60%), 11:10 (52.8%), 13:11 (52%), 14:12, 16:13 (53.8%), 18:16, 19:17 (66.8%), 19:18 (62.7%). Sóknarnýtíng: Nitján mörk 1 þrjátíu og sex aóknariotun, sem er 62.7% nýting. faland: (Mörk, akot, knettí tapað og nýting): Valdimar Grimsson 6-8-0-75%, Þotgils Óttar Mathiesen 8-5-0-66.6%, Guðmundur Guðmundaaon 8-3-0-0-100%, Sigurður Sveina- Bon 2/2-8-0-60%, Siguröur Gunnarsson 1-1-1-60%, Héðinn Gilsson 1-2-2-26%, Alfreð Gíslason 0-3-2-0%, Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson. Hvemig vora mörk akorað: Sex af lfnu, Qögur með langskotum, þrjú úr homi, þijú eftir hraðupphlaup, tvö úr vítaköstum og eitt eftir gegnumbtoL Línuaendingar aem giftt mörk: Sigurður S. 2, Alfreð 2, Sigurður G. 1, Kristján 1, Héðinn 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 4/2, Guðmundur Hrafnkelsson 3. Utan vallar: 18. mfnútur. Svisa: Jens Meyer 9, Martein Rubin 5, Roger Keller 1, hans-Rudi Schumacher 1, Rene Barth 1, Roland Gassmann 1. Varin akot: Peter Huriimann 8. Utan vallar: 6 mfn. Dómaran Spánskir og dæmdu mjög vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.