Morgunblaðið - 22.02.1989, Side 44
_ SJÓVÁ-ALMENNAR
Nýtt félag með sterkar rælur
JMtogttuftlJifrttÞ
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 1989
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
Framkvæmdasjóður aldraðra:
2500 kr. nefekatt-
-ur endurvakinn
HE
í frumvarpi að endurskoðuð-
um lögum um máleftii aldraðra
er gert ráð fyrir að endurvakinn
verði sérstakur nefskattur til að
Qármagna Framkvæmdasjóð
aldraðra. Þá er gert ráð fyrir
því f frumvarpinu, að ellilffeyris-
þegar verði ekki lengur undan-
þegnir gjaldskyldu á lyúkrunar-
heimilum hafi þeir aðrar tekjur
en almannatryggingar.
Guðmundur Bjamason heilbrigð-
isráðherra kynnti frumvarp þetta á
ríkisstjómarfundi í gær. Guðmund-
r sagði, að í frumvarpinu væru
ættir, sem að hluta til tengdust
breyttri verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Þar á meðal væri
hlutverk Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra endurmetið og víkkað, og hon-
um m.a. gert kleift að taka meiri
þátt í félagslegri uppbyggingu, og
að koma á fót heimaþjónustu og
dagvistunarþjónustu fýrir aldraða
heima í héraði. Er í frumvarpinu
gert ráð fyrir að sjóðurinn fái tekj-
ur með sérstökum nefskatti.
Slíkur skattur var innheimtur
áður en staðgreiðslukerfi skatta var
tekið upp, en þá felldur niður. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir þessi
skattur verði 2500 krónur á gjald-
anda. Þeir sem eru eldri en 70 ára
og yngri en 16 ára verða þó undan-
þegnir skattinum, og einnig þeir
sem eru undir skattleysismörkum.
Guðmundur sagði að skatturinn
ætti að skila um 230 milljónum.
Fara ekki út fyr-
4r dyr í ófærðinni
FJOLDI eldri borgara hefur ekkl farið út fyrir dyr f margar vik-
ur vegna ófærðarinnar að undanförnu. Margir hafa hringt til elli-
máladeildar Félagsmálastofnunar og óskað eftir aðstoð við inn-
kaup og siyómokstur. Vegna anna lyá véladeild borgarinnar og
gatnamálastjóra hefiir ekki verið hægt að verða við óskum um
sqjómokstur.
hringt í og beðið um aðstoð til
dæmis við innkaup og snjómokst-
ur. Hann sagði að fjöldi aldraðra
byggi í sambýlishúsum og þyrfti
að standa sig í sambandi við þrif
á sameign, snjómokstur frá sorp-
geymslum og þess háttar og þar
gætu skátamir einnig komið til
hjálpar. Þessi hugmynd hefur enn
ekki verið rædd við skátana'.
Þórir Guðbergsson yfirmaður
ellimáladeildar Félagsmálastofn-
unar sagði að starfsfólkið hefði
sagt gömlu fólki sem leitað hefur
til þeirra að halda sig innan dyra.
Síðan hefur verið reynt að fá ein-
hveija aðstoð fýrir það.
„Þeir sem komnir eru á áttræð-
-^s- og níræðisaldur hætta í raun
og veru lífí og limum við að fara
út. Ef þeir detta er mikil hætta á
beinbroti og það getur haft alvar-
legar afleiðingar fyrir fólk á þess-
um aldri. Margt eldra fólk á til
dæmis erfítt með að komast upp
í strætisvagn í góðri færð. En
þegar hálka er eða ófærð verður
það hrætt. Það fær yfírleitt enga
hjálp við að komast upp í vagnana
og verður þvf að treysta algerlega
á sig sjálft."
Þórir sagði að sér hefði dottið
í hug að leita til unglingadeilda
skátafélaganna í hinum ýmsu
hverfum til að koma upp sveitum
til hjálpar öldruðum þegar gerir
."angvarandi ófærð eins og í vetur.
Hægt yrði að gefa upp ákveðið
símanúmer sem gamla fólkið gæti
Morgunblaöið/RAX
Landið alhvítt
Landið er alhvítt yfir að líta, eins og þessi mynd sem tekin var
yfir Snæfellsnesi sýnir glögglega. Kauptúnið er GrundarQörður.
Siglufjörður:
Sex snjóflóð
féllu utan
við bæinn
DREGIÐ hefur úr siyóflóðahætt-
unni á Siglufirði þar sem ekkert
spjóaði þar i gærdag. Sex snjó-
flóð féllu á Strandaveginn norð-
an við bæinn í fyrrinótt. Vegur-
inn var síðan ruddur og er opinn
nú.
Þráinn Sigurðsson formaður Al-
mannavarnanefndar Siglufjarðar
segir að af þessum sex snjóflóðum
hafí tvö verið um tvær mannhæðir
á þykkt og um 30 metra breið.
Eitt var um 50-60 metra breitt og
tveir metrar á þykkt. Það tók Vega-
gerðina níu tíma að ryðjast í gegn-
um flóðin.
Þótt dregið hafi úr snjóflóða-
hættunni er fólk á Siglufírði með
vara á sér. Hinsvegar var ekki vakt
á vegum Almannavarna í nótt eins
og fyrrinótt.
72 lóðum
úthlutað í
Grafarvogi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
úthlutun á 72 lóðum undir íbúð-
arhúsnæði i Grafarvogi. Þar af
eru 42 lóðir fyrir einbýlishús og
30 fyrir parhús.
Að sögn Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra dró nokkuð úr umsóknum
eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði í
október og fram í janúar þar til nú
að þeim fjölgar skyndilega þrátt
fyrir allt tal um kreppu. Sagði hann
að ennþá hefði verið hægt að anna
eftirspum.
Björgunarsveitirnar:
25 millj. króna skuld vegna
tolla sem átti að fella niður
HJÁ ríkisféhirði liggja víxlar
sem björgunarsveitirnar afhentu
tollstjórum á síðasta ári sem
tryggingu vegna innfiutnings-
gjalda af tækjakaupum. Ekki
átti að innheimta víxlana þar sem
fyrirhugað var að fella gjöldin
niður. Það hefiir ekki verið gert
og hefiir ríkisféhirðir sent sveit-
unum rukkun. Víxlarnir eru allir
með gjalddaga 15. janúar síðast-
liðinn og er heildarupphæðin 25
milljónir kr.
Að sögn Guðrúnar Ástu Sigurð-
ardóttur deildarstjóra í fjármála-
Óskað eftir að sorpmóttaka verði í Hellnahrauni:
Fallið frá böggunarstöð í Arbæ
BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrirtæki þurfi ekki að fara um
tillögu Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra um að fela fulltrúum
borgarínnar í stjórn Sorpeyð-
ingarstöðvar á höfiiðborgar-
svæðinu, að óska eftir þvf að
móttaka á almennu sorpi verði
i Hellnahrauni fyrír sunnan
Hafnarfíörð. Jafiiframt var
samþykkt að fela sfjóminni að
kanna hvort rétt er að hafa
móttöku fyrir pappfr og timbur
f borgarlandinu svo að atvinnu-
langan veg með það sem til
fellur.
„Það hefur verið fallið frá því
að reisa böggunarstöðina ofan við
Árbæjarhverfi," sagði Davíð. „Við
höfum rætt óformlega við ráða-
menn í Hafnarfírði og vitum ekki
annað en að þeir séu þessu með-
mæltir og að þeir muni skjóta
skjólshúsi yfír þessa starfsemi.
Þetta er staður, sem er miklu fjær
byggðinni."
Sagði Davíð að enn hefði ekki
verið tekin ákvörðun um urðunar-
stað fyrir sorpbaggana. „Stað-
reyndin er sú að staðsetning á
sorpböggunarstöð gagnvart urð-
unarstað skiptir ekki öllu máli.
Þá er búið að bagga sorpið og
hægt að flytja það með stórum
bílum. Þannig að aðalkostnaður-
inn er akstur til böggunarstöðvar-
innar sjálfrar," sagði Davíð. „Það
má því segja að rekstrarkostnað-
urinn hækki um 30 til 40 milljón-
ir á ári við að flytja stöðina til
Hafnarfjarðar. En ég tel ekki rétt
miðað við þær móttökur, sem
stöðin hefur fengið, að halda
þessu til streitu. Það er ljóst að
ekki mun nást sátt við íbúa og
aðra hagsmunaaðila á svæðinu í
þessu máli. Þó við teljum að hluti
óttans sé ekki á rökum reistur
þá eru tilfinningamar svo ríkar í
þessu máli að við teljum okkur
ekki geta haldið við fyrri staðsetn-
ing^u."
ráðuneytinu dugar sú fjárveiting
sem ætluð var til endurgreiðslu á
þessum víxlum engan veginn. Hún
segir að verið sé að skoða málið í
ráðuneytinu og víxlamir verði ekki
innheimtir á meðan.
Fjármálaráðuneytið hefur nýlega
tilkynnt björgunarsveitunum að
þær verði að greiða aðflutnings-
gjöld af tækjum sínum að fullu við
innflutning og afturkallað heimild
þeirra til að fá tækin án innflutn-
ingsgjalda gegn útgáfu trygginga-
víxils eins og var á síðasta ári.
Samtök björgunarsveitanna hafa
óskað eftir leiðréttingu á þessum
málum við ráðuneytið og bíða eftir
Forráðamenn björgunarsveit-
anna hafa miklar áhyggjur af þess-
um málum. Þeir sögðust í gær von-
ast til að leiðrétting fengist sem
fyrst.
Sjá nánar bls. 16.