Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÖ ’LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 '7 Kaupfélag Hvammsfjarðar: Greiðslustöðvun til mánaðar SÝSLUMAÐUR Dalasýslu veitti á fimmtudag Kaupfélagi HvammsQarðar í Búðardal greiðslustöðvun til eins mánaðar. Kaupfélagið hafði beðið um þriggja mánaða greiðslustöðvun. Þriðja og síðasta nauðungarupp- boð á eignum félagsins hafði verið auglýst þann dag, en af því verður ekki. Ólafur Sveinsson, kaupfélags- stjóri, sagðist ekki gera sér fulla grein fyrir hver staða kaupfélagsins væri. Ljóst væri hins vegar að lengri tíma en einn mánuð þyrfti til að leysa úr greiðsluerfiðleikum félags- ins, enda væri gert ráð fyrir því í fógetaúrskurði að möguiegt væri að fá greiðslustöðvunina fram- lengda. Braust inn og drap dúfiir ÓKUNNUR maður, eða menn, braust inn í nýbyggingu Hótels Islands við Armúla, sennilega um síðustu helgi, fór upp á efstu hæð og drap þar sjö dúfur, sem leitað höfðu skjóls inni í uppkyntri ný- byggingunni. Hausarnir voru slitnir af fuglunum. Hræjunum var dreift um efstu hæðina og fundust sum þeirra stegld á teina. meðal annars sprautað á leikbún- inga úr málningarúðabrúsum. Verknaður þessi var kærður tii lögreglu á miðvikudag en líklegast er talið að hann hafi verið framinn aðfaranótt sunnudags eða mánu- dags. Þá voru ýmiss konar önnur spjöll unnin á hæðinni. Einnig var farið inn á næstefstu hæð hússins og Mývatnssveit: Utigengnar ær koma í leitirnar Björk, Mývatnssveit. UM SÍÐUSTU helgi fundust tvær útigengnar ær fyrir sunnan Sel- laiulaijöll. Það voru menn á vél- sleðnum frá Svartakoti sem fundu ærnar. Þeir höfðu farið upp í Seljahjallagil og Heilagsdal og síðan vestur sunnan við Blá- fjöll og voru á heimleið þegar þeir sáu ærnar. Önnur ærin var vestan úr Svart- árdal úr Húnavatnssýslu. Hún var með tvö lömb og mun annað þeirra hafa náðst fyrr í vetur vestur í Eyjafjarðardölum. Hin ærin var úr Garði í Mývatnssveit, eigandi Árni Halldórsson. Einnig henni var sleppt með tvö lömb á fjall. Báðar voru ærnar mjög vel á sig komnar. Kristján Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Maqna bœtiefni velliðan og styrkur Magna kvöldvorrósarolía Óæskilegt matar- æði, áfengisneysla, kvef og streita geta skert hæfni líkamans til að umbreyta línól- sýru í gammalínólen- sýru, GLA. Skammtur af Magna-kvöldvor- rósaroliu hjálpar lík- amanum til að hann geti starfað eðlilega. Maqna kalk Konur á með- göngutíma eða með barn á brjósti þurfa rff- legan skammt af kalki. Einnig fólk um og yfir fimmtugt, einkum kon- ur, til að hamla gegn beinþynningu. Best er að viðhalda kalkforð- anum alla ævina. Magna B Finnurðu til þreytu eða sljóleika? Magna- B gæti gefið þér styrk til að standast erfiða daga, vegna þess að það inniheldur öll þau B- vítamín sem líkam- inn þarfnast. Nauð- synlegt er að taka Magna-B reglulega. M agna C Vöm gegn kvefi og smitsjúkdómum í skammdeginu. Skort- ur á C- vitamíni stuðl- ar að eirðarleysi, blæðingum i gómi og tannlosi. Ef þú reykir, þarftu meira af C-víta- mini til að fullnægja dagsþörfinni. Magna- C er lausnin. Magr»a Það verndar önnur vítamín og fjölómett- aðar fitusýrur líkam- ans og eykur þannig velliðan þína. Skortur á E-vítamíni orsakar eyðingu blóökorna og getur valdið blóð- leysi.Láttu ekki deigan síga. Taktu Magna-E. Lýsi hf. Graridavegi 42, Reykjavík. ARGUS/SÍA GRAFÍK 1 f Qfr S8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.