Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 10

Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 28611 Símatími 9-21 SKIPASUND: Einbýli—tvíbýli ca 155 fm á þremur hæðum. Mikið end- urn. Ekki fullklárað. Óvenju fallegur garður. Hagst. lán áhv. KLEPPSVEGUR: 4ra herb. um 90 fm íb. á jarðh. í bl.'íb. er mikiö end- urn. 12 fm herb. í risi fylgir + snyrting og 2 geymslur í kj. Nýl. veðdeildarl. DUNHAGI: 100 fm vönduð íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. Aðeins í skipt- um fyrir 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð, (ekki í blokk). LAUGAVEGUR: 3ja-4ra herb. ca 85 fm innarlega við Laugaveg. Björt, rúmg. og töluvert endurn. íb. LINDARGATA: Góö 2ja herb. 60 fm jarðh. í járnvörðu timburh. Mikið endurn. Laus fljótl. Skipti mögul. ÞORLÁKSHÖFN: Efri hæð í tvíbhúsi. Mikiö endurn. Skipti á lítilli íb. í Rvík koma til greina. Hús og Eignir Grenimel 20 IMW U. Ht. Lúövflt Gizuraraon hrt. Rit um stefiiuna gagnvart EB ÚT ER komið þriðja rit nefndar um steCnu íslands gagnvart Evr- ópu-bandalaginu Með þessu riti er hafin nánari umfjöllun um einstök efnissvið. I þessu riti er flallað um evrópska samvinnu og stefnumörkun EB í rannsókna- og þróunarstarfsemi, um umhverfis-, vinnuvemdar- og neytendamál og loks um vinnu- markaðs-, mennta-, menningar- og ferðamál. Ritið fæst í afgreiðslu þingskjala Alþingis á Skólabrú 2. ^Auglýsinga- siminn er22480 Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 MáMMÁ Fjölskylduskemmtun í Húskólabíó í dag Nióurstöóur vikunnar kynntar. Okeypis aðgangur. Foreldrar og börn fjölmennið. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband íslands, Kennarasamband Islands, Félag bókagerðarmanna, Bandalag háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn, Hið íslenska kennarafélag, Iðja Éö§jsDsí máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Indógermönsku hörðu lokhljóð- in p, t, k, breyttust í germönskum málum í órödduðu önghljóðin f, þ, h, þar sem h er að vísu tákn fyrir sama hljóð og við berum nú fram í sagt eða frekt. Dæmi af þessu tagi eru: latína piscis, íslenska fiskur; lat. tres, ísl. þrír; lat. centum, ísl. hundrað. Þetta er hluti germönsku hljóð&ersl- unnar, en sumir kenna þau lög- mál við þýska málfræðinginn Jacob Grimm sem auk þess var þjóðsagnasafnari. Sú var ein meðal undantekn- inga frá þessum lögmálum, að s, á undan p, t, k vemdaði þessi hljóð, hindraði hljóðfærsluna. Hljóðasamböndin sp, st og sk koma því fram óbreytt í germ- önskum málum, miðað við latínu og grísku. Dæmi: lat. specto (=sjá), ísl. spá, lat. sto, ísl. standa, lat. scelus (=yfírsjón, glæpur), ísl. slgálgur=rangsýnn. En p, t, k vamarlaus breyttust sem sagt með fyrmefndum hætti, og því geta komið út í íslensku samstæður skyldra orða með sp og f, st og þ og sk og h. Spjald er skylt Qöl, staka (=skinn) er skylt þak og skorpinn er skylt herpast (saman). Lítum .fyrst aðeins á staka= skinn, og þak. Fyrra orðið er helst haft í samsetningum, eins og haf- urstaka. Þór átti hafra tvo, Tanngnjóst og Tanngrisni. Þeir drógu reið(=kerru) hans. En þeim mátti slátra og eta kjöt af þeim og vom þó jafngóðir til dráttar eftir sem áður, ef þess var gætt, að spilla ekki beinunum og þau síðan lögð á hafurstökumar. Þá vígði Þór stökumar og beinin til lífs með Mjölni. Þess em líka dæmi að hrein- dýrsskinn, hreinbjálfiir, nefnd- ust hreinstökur. Gæfumerki var talið að fæðast á hreinstöku, það er að móðirin lægi á hreindýrs- húð, er hún tók jóðsóttina. Það þ, sem varð til úr t í germ- önsku hljóðfærslunni, varð að d í munni Þjóðveija fyrir lifandi löngu, en Danir og fleiri gerðust indógermanskir á ný og fóm aftur að segja t. Þak er á latínu tec- tum, verður tag í dönsku, en í þýsku er samsvarandi orð das Dach. Þjóðveijar hafa líka das Deck=þilfar, og die Decke= ábreiða. Okkar orð dekk er talið komið úr dönsku dæk eða sænsku dack, en þangað úr lágþýsku deck, sbr. holl. dek og ensku deck. Öll þessi „dekkorð" merkja því í rauninni þak. ★ Húð dýranna heitir náttúmlega staka, af því að hún þekur líkam- ann. Ýmsum mönnum lærðist snemma að þeirra eigin staka var ónóg gegn kulda og vosi. Þá var að nota sér húðir dýra eða annað gott efni og gerast vel í stakk búinn, svo að ekki væsti um, enda hét dýrshúðin líka stakka. Stakkur hefur að vísu breyti- lega merkingu nú á dögum, en tvennt er algengast: 1) síð og víð yfírhöfn, oft óhneppt, 2) hlaði, t.d. heystakkur eða fiskstakkur. Að taka stakkaskiptum eða stakkaskipti er bæði til í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. í sögunni um Mjaðveigu Mánadótt- ur biður drottning Mjaðveigu að lofa dóttur sinni að hafa stakka- skipti við hana, „svo Mjaðveig lofar stúlkunni að fara í kyrtil sinn", sjá orðtakabók próf. Hall- dórs Halldórssonar. En snemma verður úr þessu myndhverft orðtak um gerbreyt- ingu, menn verða allt öðm vísi en áður, ef þeir taka stakka- skipti, stakkaskiptum. Sjúk- dómar gátu meira að segja tekið stakkaskipti. í 4. árgangi ársrita Lærdómslistafélagsins (Félagsri- tanna gömlu) bls. 69—70, stendur 479. þáttur í grein um „Land-farsótt“ (staf- setningu haldið): „Framar getr hann um, hvörsu landfarsóttin eins og hver annar siúkdómr fyrir sig, er umbreiting- um undirorpin af einum og öðmm tilviliandi orsökum, sem umsteypa henni í ýmislegar myndir, og gi- öra, jafnvel þó hún halldi sínu eðli, að hún tekr stackaskipti, og verðr opt fráleit siálfrí sér og óþeckianleg." Að hafa brögð undir stakki merkir að vera ráðsnjall og brögð- óttur, og um hið sama nota menn orðtakið að hafa brögð undir skauti. Jömndur Þorsteinsson Hólabyskup var sagður hafa „meiri brögð undir skauti en staðamenn hugðu“. Að - taka sér mann i stakk merkir „að manna sig upp, sýna af sér mannsbrag, mannsmót" (H.H.). í bréfi til Þormóðs Torfa- sonar segir Ámi Magnússon handritasafnari: „Tek eg mér nú mann í stakk og skrifa það eg kann“. Að sníða sér stakk eftir vexti merkir að hafa sig í hófi, eftir efnum og ástæðum, ætla sér ekki um of. Upprunalega merkti þetta auðvitað „að sníða föt sín í sam- ræmi við vaxtarlag sitt“ (H.H.). Bólu-Hjálmar hafði svipað orðalag í kvæði sínu Á sumar- daginn fyrsta (8. vísu) og hefur að vísu oft tekist betur: Þolgóðir striðum og stritustum við, stakkinn oss sníðum að feðranna sið; við stjómvölinn bíðum, þð hallist á hlið, þá hafaldan riður við borðið. ★ En ekki er bamingurinn betri hjá Hlymreki handan: Þetta er orðinn svo erfiður texti, í uppgjöf mín sála þar bregst við, enda væri mér nær, segir Snarfínnur Snær, að sníða mér stakk eftir vexti. GERIÐ GÓÐ KAUP MEÐAN FYLLT ER Á TANKINN Matarstell fyrir sex á kr. 2.490 Kaffistell fyrir sex á kr. 1.386 Handryksugurá kr. 1.335 • Ártúnshöfða • Borgartúni • Fellsmúla 24 • Hafnarstrætí 23 • Lækjargötu 46 Ht • Skógarseli 10 • Stóragerði 40 • Stórahjalla 2 • Ægissíðu 102 • Reykjavíkurvegi 54 Ht • Nesti Bíldshöfða • Nesti Fossvogi • v/Bjarkarholt Mbæ • Hveragerði 0PIÐ ALLA DAGA Morgunblaðið/RAX 91Q7H LÁRUS Þ. VALDIMÁRSSON FRAMKVÆMDASTJORI L II JU ■ L I 0 / U LARUS BJARMASOM HDL. L0GG. FASTEIGNASALI Til sölu var að koma m.a. eigna: Úrvalsíbúð - frábært útsýni 3ja herb. íb. 101,5 fm nettó á besta staö i Norðurbænum i Hafnar- firöi. Sérþvottahús og búr viö eldhús. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Ágæt sameign. Góð lán 2,2 millj. fylgja. Hefurðu lánsloforð? Þá getum við boðið 3ja og 4ra herb. úrvalsíbúðir i smíðum við Spor- hamra á vinsælum stað í Grafarvogi. Hverri íbúð fylgir sérþvottahús og btlsk. Byggjandi Húni sf. Sameign veröur frágengin og íbúðirnar afh. fullb. u. trév. í byrjun næsta árs. Viðráðanleg greiðslukjör. Ertu vandlátur? Þá getum við boðið þér 4ra herb. úrvalsíbúð við Háaleitisbraut, 102,3 fm nettó á 3. hæð. Sérsmíðuð innr. Sérþvottahús á hæðinni. Öll sam- eign utanhúss nýendurbætt. Útsýnisstaður. Einbýlishús í endurbyggingu Timburhús við Skipasund, tvær hæðir og kj. Samtals 174 fm. Trjágarð- ur. Mikil og góð langtímalán. Eignaskipti möguleg. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Sérstakt tækifæri fyrir smið eða laghentan kaupanda. Við Álfheima með útsýni 4ra herb. íb. á 4. hæð 107,4 fm nettó. Nýl. eldhúsinnr. og gler. Sólsval- ir. Þarfn. máln. Gott kjallaraherþ. fylgir. Góð lífeyrissjóðslán fylgja. Opið á morgun, laugardag, kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterka kaupenda. AtMENNA FASTEIGNAStt AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Á myndinni eru frá hægri: Þórð- ur Bogason gjaldkeri Bókaútg- áfú Orators, Ólafur Ólafsson útgáfústjóri, dr. Páll Sigurðsson, dr. Gunnar G. Schram og Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri sem ræddi á blaðamannafúndi um reglur íslenskra laga um vemdun sjávar. Bokaútgáfa Orators: Tvö lög- íræðirit gefin út BÓKAÚTGÁFA Orators hefúr gefið út bækur eftir prófessor- ana dr. Pál Sigurðsson og dr. Gunnar G. Schram. Rit Páls nefnist Kauparéttur en verk Gunnars Vemdun hafsins. Bokaútgáfa Orators er sam- starfsfyrirtæki Lögmannafélags ís- lands, Dómarafélags íslands og Orators, félags laganema, stofnað 1987. Tilgangur fyrirtækisins er útgáfa fræðirita á sviði lögfræði. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.