Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 33
OTf ÍSX VN .11 T.'íí \ X I l iC-A líTi.JrXs <
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
33
Minning:
Bárður Magnús-
son frá Steinum
Fæddur 10. október 1911
Dáinn 13. mars 1989
. Mig langar með nokkrum orðum
að minnast frænda míns sem lést
á Landsspítalanum 13. mars sl.,
eftir erfitt stríð við sjúkdóm sem
að lokum hafði betur.
Hann var fæddur að Steinum
undir Ejrjafjöllum 10. október 1911.
Sonur hjónanna Elínar Bárðardótt-
ur og Magnúsar Tómassonar. Þar
ólst hann upp í stórum systkinahópi.
Það var líkt með hann og aðra
unglinga á þessum árum, hann
vandist fljótt á vinnu og þótti þá
strax sýna ótrúlega mikla vinnu-
semi. A yngri árum fór Bárður á
vertíð á vetrum, en á sumrin vann
hann við almenn sveitastörf, vega-
gerð og aðra vinnu sem til féll í
hérðaði.
Árið 1941 giftist hann Önnu Sig-
urgeirsdóttur frá Hlíð undir Eyja-
fjöljum, þau byrjuðu búskap í Hlíð.
Árið 1943 fluttu þau að Berjanes-
koti og bjuggu þar til 1955, en þá
losnaði ein jörðin í Steinum. Það
er trú mín að það hafi verið ánægð-
ur bóndi sem flutti það ár upp að
Steinum, svo mjög sem hann unni
Steinahverfinu. Strax á fyrstu ár-
unum í Steinum byggði hann upp
öll fénaðarhús, og íbúðarhús rúm-
um áratug síðar.
Árið 1985 hættu Anna og Bárður
sveitabúskap og fluttu á Hvolsvöll.
Bárður stundaði ekki fasta vinnu
eftir það, en greip r' ýmis störf sem
til féllu þar-
Anna og Bárður eignuðust íjögur
böm, þau eru: Ólöf f. 1940, bóndi
í Steinum; andvana drengur f.
1942; Sigurgeirf. 1943, járnsmiður
á Hvolsvelli og Magnús f. 1944,
járnsmiður á Selfossi.
Það voru ákveðnir eiginleikar í
fari Bárðar sem vöktu hjá mér mik-
inn áhuga og verða alla tíð afskap-
lega minnisstæðir. Hann hafði mik-
inn áhuga fyrir varðveislu gamalla
heimilda og er t.d. uppgröftur og
lagfæring á kirkjugarðinum í Stein-
um glöggt vitni um það, án Bárðar
hefði það ekki verið gert og garður-
inn algjörlega gleymst innan fárra
ára.
Það var gaman á síðastliðnu
hausti að keyra með Bárði meðfram
Steinafjalli og fræðast um öll þau
ömefni sem til em í fjallinu og
undirlendinu alveg til sjávar. Hann
þekkti allan þann aragrúa af öm-
efnum, sem þama em og oft á
tíðum hvers vegna staðurinn bar
þetta nafn.
Eg hygg að sveitungarnir muni
minnast hans fyrst og fremst fyrir
sína miklu hjálpsemi, því það var
ríkt í Bárði að sælla sé að gefa en
að þiggja.
Þeir em margir gijótveggirnir
sem hann hlóð en Báður var annál-
aður hleðslumaður. Einnig var hann
oft við byggingu á timbur og stein-
húsum.
Ég held að það skemmtilegasta
sem Bárður gerði var að klifra í
fjöllum, og hefur hann bjargað
margri kindinni úr svelti. Mér er
minnisstætt í fyrsta skipti sem ég
fór með Bárði að taka úr svelti, þá
var ég um fermingu. Við fómm
ásamt þremur öðmm mönnum.
Þegar á staðinn var komið var ljóst
að það þurfti að sitja undir á tveim-
ur stöðum, en til þess vomm við
of fáir, en það verður úr að ég er
látinn sitja einn undir uppi á brú
en hinir fóm niður. Þarna sat ég
og heyrði ekkert í þeim, vegna þess
að það var svolítið rok. Eftir rúm-
lega tveggja tíma bið, birtist Bárður
á brúnni, kominn laus upp. Hann
hafði reynt að kalla en ég ekki
heyrt, svo þeir þorðu ekki að treysta
á vaðinn hjá óvönum unglingi, enda
hefur það ekki verið vandamál hjá
honum að fara laus upp svo góður
fjallamaður sem hann var. Það var
stundum sagt að það sem Bárður
færi ekki í fjöllum, færi ekki nema
fuglinn fljúgandi.
Það var gaman nú seinni ár að
heimsækja Bárð og ræða við hann
um búskapinn, ættfræði eða fjallið
sem honum var svo kært.
Ég sendi Önnu, börnum, tengda-
bömum og barnabörnum samúðar-
kveðjur.
Að lokum vil ég þakka Bárði
þann mikla lærdóm sem ég öðlaðist
af honum gegnum árin.
Bergur Pálsson
Innréttingar Finns Fróðasonar eru
landsþekktar fyrir þaulhugsaðan glæsileik
og notagildi.
Meðfrábærri natni í framleiðsiu þeirra
heldur Ármannsfell á lofti fyrsta flokks
íslensku handverki, þar sem hver og einn
finnur innréttingu sem hæfir hans
húsakynnum.
Velkomin!
Veldu Kópal
með gljáa við hæfi
MO TT
ÁFERÐ
með
Kópal
Dýrótóni
^Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
laugardag og sunnudag kl. 14-17
hjá okkur og umboðsmanni okkar, Óseyri 5a, Akureyri.
Stórsýningar um helgina