Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 13

Morgunblaðið - 18.03.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 u Alifuglasalan — nýtt fyrirtæki í Mosfellsbæ eftirJónM. Guðmundsson Síðastliðin mánaðamót hóf göngu sina nýtt fyrirtæki sem hefír með höndum dreifingu á afurðum fugla- bænda. Að sögn framkvæmdastjór- ans, Jón Sævars Jónssonar, hefír aðdragandi verið alllangur eða frá því á miðju árinu 1988 en hugmynd- in enn eldri. Nafn fyrirtækisins er „Alifuglasalan“ og er til húsa í Urð- arholti 6 í Mosfellsbæ. Heimamenn fagna því mjög að þetta skuli þó geta gerst á síðustu og verstu tímum .svo sem sumir vilja kalla tvö til þijú síðastliðin ár en þá fór mjög að halla undan fæti fyrir mörgum fyrirtækjum hér í Mosfellsbæ svo sem annars staðar. Ýmis fyrirtæki og vinnustaðir ásamt verslunarrekstri hafa lent í umtals- verðum vandræðum og ýmist fækk- að fólki eða jafnvel lokað. Stærsta áfallið var auðvitað Ála- foss en með opinberum afskriftum var þeim málum bjargað, eins og sumir hér kalla það, í hom, með að sameina það iðnaðardeildum Sam- bandsins á Akureyri þannig að öll vinnsla og framleiðsla ullarvöru var sameinuð undir eina stjóm með að- setri á Akureyri. Síðustu fréttir af þessum málum hafa hinsvegar komið þægilega á óvart þegar lifnaði svo vel yfír sölu ullarvara að menn verða bjartsýnir á ný. Álifuglasalan er farin að starfa og er auðvitað fyrirtæki sem heima- menn fagna vegna þeirra þrenginga sem hafa steðjað að alifuglaræktinni á undanfömum tveim ámm. Slátur- hús fyrir fugla hafa verið ein fimm eða sex í landinu og vissu menn það Jón M. Guðmundsson í upphafí að ekki var þörf á þeim öllum, en þau byggðust eigi að síður og störfuðu á uppgangstímum en lentu svo í miklum erfiðleikum. Nú hafa forráðamenn fjögurra þessara sláturhúsa ákveðið að hagræða hjá sér á þann veg að fækka þeim og sameina dreifinguna. Utan við þetta samkomulag standa þó tvö slátur- húsanna og halda áfram að dreifa nokkm magni sjálf. Við samræmingu vinnst margt en þó einkum hvað varðar verðlag. Nú er hægt að halda verðinu í skefjum með minni tilkostnaði eins og raun ber vitni. Alifuglasalan taldi t.d. ekki þörf á þeirri hækkun sem heim- iluð var af verðlagsnefnd um síðustu mánaðamót. Þegar flórar dreifingar- stöðvar sameinast og skipuleggja dreifinguna gátu menn selt nokkra bíla, tæki og fækkað fólki og þá sparast mikið fé. Þessu hljóta neyt- endur að fagna mjög þar sem allt fer hækkandi nema kjúklingar amk. að þessu sinni. Hinsvegar hefir bmgðið svo við að forysta neytenda- samtakanna hefír eitthvað misskilið þessa verðstöðvun okkar, segir framkvæmdastjórinn Jón Sævar, en það er eins og hvert annað slys og leiðréttist auðvitað af sjálfu sér. Forysta neytendasamtakanna er auðvitað og á að vera á varðbergi um hagsmuni neytenda og hættir stundum til að mgla málum saman af ókunnugleika. Nú orðið fer fram víðtæk þjóð- félagsumræða um sammna og mjög svo aukið samstarf ýmissa verslun- arfyrirtækja. Þessi mál hljóta neyt- endasamtökin að láta mjög til sín taka og þá hversu hagsmunum neyt- enda reiði af í þessum aðgerðum fyrirtækjanna. í gagnrýni sinni á þessa þróun um fækkun þjónustuað- ila gæta menn ekki nægjanlega hófs og ráðast þá gjarnan á þá sem ekki eiga gagnrýni skilið. Það er ugglaust rétt og því miður staðreynd að ýmsar vömr þurfa að hækka og lenda kjúklingar stundum inní þeirri stöðu vegna þess að hluti af aðföngum er af erlendum uppmna og háð gengisstöðunni á hveijum tíma. Þessvegna em allir hugsandi menn sammála um að átök í að stemma stigu við hækkunum hljóta að vera af hinu góða. Eins og í upphafi er getið þá er því fagnað mjög af heima-fólki, held- ur Jón Sævar áfram, er fyrirtækin snúa vöm í sókn og gefast ekki upp þrátt fyrir að á móti blási. Hér er um lofsvert átak að ræða sem kem- ur öllum til góða, atvinna skapast í byggðinni á ný. Stefnan er að halda verði í skefjum og með þetta að leið- arljósi hljóta menn að fagna hveijum slíkum áfanga sem Alifuglasalan er. Höfundur er bóndi á Reykjum. 5 S Nú gefst einstakt tækifæri til kaupa á góðum skóm. Þetta eru vandaðir leðurskór í stærðum frá 361/2 -401/2. Litirnir eru: Hvítt, svart, rautt og blátt. Verðið er ótrúlegt; kr. 1690,- parið. fJXL A1IKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIÐ SUND K KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD ms\n vöitiJR Full búð af nýjum vörur Vinsælu tvískiptu fermingarkjólarnir komnir aftur. KATZ, tískuverslun, Laugavegi 61

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.