Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
15
Meira af drenglyndi
eftirÞorgeir
Þorgeirson
Ekki varð ég lítið undrandi þegar
ég sá langloku eftir vin minn Helga
Hálfdanarson — í þessum vanalega
jarðarfararramma — á besta stað í
Morgunblaðinu í dag (15. mars
1989). Þar er hann að svara grein
eftir mig sem ég áð sönnu skilaði
inná ritstjórn að morgni hins 23.
febrúar sl. en hélt þó að aldrei hefði
birst.
Mig undraði semsé þetta svar við
óbirtri grein.
En þarna stóð þó að grein mín
hefði verið birt í blaðinu þann 9.
mars. Ég leitaði lengi uppá safni
áðuren ég fann greinina sem að
vísu hafði verið prentuð þennan dag
innanum annað rusl aftantil í blað-
inu.
Þar voru nú ekki jarðarfarar-
rammamir.
Enda blaðið þá búið að geyma
þessa örstuttu athugasemd mína í
hálfan mánuð og Helgabandalags-
deilan svonefnda um garð gengin.
Og rétt er það hjá Helga að sú
deila er best komin í þagnardjúpun-
um. Enda mun ég ekki framar
nefna hana. Á hinn bóginn langar
mig tilað skýra ögn nánar þaðsem
HH kallar „rangminni" mitt um
orðskilning meistara Snorra — því
satt er það að vísu að hvergi má
beinlínis lesa það hjá Snorra að
drengir heiti „góðir menn og batn-
andi“ heldur er þar- í tveim handrit-
um skrifað „vaskir menn og batn-
andi“ einsog HH réttilega bendir
á. Og hefur drengskap tilað vitna
líka í tvö önnur handrit þarsem
Þorgeir Þorgeirsson
getur að lesa skýringu Snorra á
lýsingarorðinu vaskur.
Snorri segir: Þeir heita vaskir
menn er batnandi eru. Skilningur
Snorra hefur því verið sá að dreng-
irheita batnandi (vaskir) menn og
batnandi.
Hádíalektísk málvitund Snorra
hefur „afbakast" í minni mínu í
þetta sem ég skrifaði: Drengir heita
góðir menn og batnandi. Og ég
ætla að halda áfram að muna þetta
svona úrþví það kemur heim við
skilning als þorra manna í kringum
mig.
Kanski misminnir mig líka um
ljóðið hans Jónasar:
Því mönnunum munar annaðhvort afturá-
bak ellegar nokkuð á leið.
Þar er líka þessi makalausi skiln-
ingur á lífinu. Og fyrir engan vin-
skap mun ég hröklast spönn frá
þeim skilningi.
Það er mitt seinasta orð í þessu
fjasi.
Helgi Hálfdanarson má fyrir mér
hengja allar þær medalíur á bringur
vina sinna sem honum þykja þar
best fara. Ég hræki á medalíur.
Og væntanlega hefur Morgun-
blaðið drengskap til að hola þessari
litlu athugasemd minni niður þar-
sem lítið ber á — eftir svosem þrjár
eða §órar vikur.
Þá væri allt einsog það á að vera.
Höfundur er rithöfundur.
Nýtt námskeið fyrir ungt fólk
AKVEÐIÐ helur verið að halda
í Kennaraháskóla íslands nám-
skeið í stærðfræði þar sem notuð
verða tölvuforrit, forritunarmál-
ið Logo og vasareiknar. Nám-
skeiðið er fyrir nemendur í 5.-7.
bekk grunnskóla.
Kennsluna annast nemendur í
stærðfræðivali við skólann í sam-
vinnu við Önnu Kristjánsdóttur dós-
ent. Þeir, sem áhuga hafa, skrái
sig hið allra fyrsta á skrifstofu
Kennaraháskólans.
Kennt verður í tveimur hópum
og verður annar á mánudögum og
miðvikudögum frá klukkan 17—19
en hinn á sama tíma á þriðjudögum
og fimmtudögum.
(Úr fréttatilkynningu.)
$ KAUPFÉLÖGIN
PÚ
FÆRÐALLTÍ
PÁSKABAKSTURINN
HJÁ OKKUR
VqsVö""'
. w ^
% .***
*#$S$***V'
3*5
33®
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70