Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Sálarrannsóknafélag íslands 70 ára: Eftir sannleikanum er ver- ið að sækjast og engu öðru „Efitir sannleikanum er verið að sækjast og engu öðru,“ sagði Einar Hjörleifsson Kvaran, fyrsti forseti Sálarrannsóknafélags Islands, og helsti frumkvöðull spíritismans hér á landi. Aður en félagið var stofiiað fyrir rúmum 70 árum hafði Einar ásamt séra Haraldi Níelssyni prófessor verið ötull við að kynna al- menningi hugmyndir spíritista og sálarrannsóknamanna um nokkurra ára skeið. Strax í upphafi hófust miklar deilur og blaðaskrif og urðu þeir félagar fyrir miklum árásum vegna skoðana sinna. En áhrif þeirra hafia verið nokkur sem sést best á þvi að fjórtán árum efitir að talið er að spíritisminn hafi numið land á íslandi gengu á fjórða hundrað manns í Sálarrannsóknafélag íslands þegar það var stofiiað í desember árið 1918. Upphaf spíritismans má rekja til dularfullra atburða sem urðu hjá Fox-fjölskyldunni í Hydesville í Bandaríkjunum í mars árið 1848. Fljótlega barst hann til Englands og síðan víða um heim. Talið er að hann hafi borist hing- að til lands árið 1904 þegar Ein- ari H. Kvaran rithöfundi, sem þá var ritstjóri Norðurlands á Akur- eyri, barst bók F.H. Meyers um persónuleika mannsins og fram- haldslíf hans eftir líkamsdauð- ann. Hann hóf þegar að gera til- raunir og fljótlega upphófust blaðaskrif um málið. í apríl árið 1905 segir í grein i blaðinu „Reykjavík“: Hvað er þessi andatrú? „Andatrúarmenn eru nú famir að leika iistir sínar hér S bænum og særa fram sálir dáinna manna til viðtals við sig. Forsprakkamir eru frú ein hér í bænum og Einar Hjörleifsson ritstjóri. Ganga mikl- ar sögur um bæinn af kynngi þeirra, en misjafnlega er yfír henni látið . . . . . . Hvað er þessi andatrú? Það er fyrir einföldum eða hjart- veikum sálum sú hjátrú, að þeir geti sært framliðna menn til tals við sig. En fyrir allmörgum er hún ekki annað en svik og prett- ir, trúðskrípi og loddaraskapur, ýmist til að narra fé út úr mönn- um, ýmist til að hafa áhrif á það með því að láta þá trúa hinu og þessu, þar á meðal því, að loddar- amir eða trúðamir, sem þennan fáránlega skrípaskap fremja, viti jafnlangt nefí sínu.“ Nokkrum dögum síðar skrifar Einar H. Kvaran í „Fjallkonuna": „Ég geri ráð fyrir, að lesendur Fjallkonunnar muni búast við því, að blaðið flytji einhver um- mæli út af öllu andatrúarskraf- inu, sem gengur hér í bænum, ekki síst nú, þegar búið er að minnast á mig allháðuglega í sambandi við það mál í málgagni stjómarinnar. Ég hef um nokkur ár, að svo miklu leyti, sem mér hefur unnizt tími til frá öðrum störfum, kynnt mér allmargar bækur um spírit- isma og theosofí (andatrú og guðspeki). Þeim mönnum, sem aðhyllast þær lífsskoðanir — og þeir skipta milljónum í Norðurálf- unni og Vesturheimi — kemur saman um það, að unnt sé fyrir mennina að komast í samband við verur, sem ekki hafa jarðn- eskan líkama, og þá fyrst og fremst í samband við framliðna menn . . . . . . Þegar ég hafði lesið bók Meyers, fór mig að langa til að gera tilraunir til þess að verða sjálfur sjónarvottur að einhveij- um þeim fyrirbrigðum, sem hér er um að tefla. Ég gerði nokkrar tilraunir á Akureyri, en þær mi- stókust með öllu. Nokkru eftir að ég kom hingað suður reyndi ég að nýju. Ég fékk nokkurar frúr, nokkurar ungar stúlkur og nokkura háskóla- gengna karlmenn til þess að hjálpa til við tilraunirnar, og menn hafa skipzt á um það eftir atvikum og ástæðum. Ég ætla ekki að fara að lýsa því neitt, er hefur borið fyrir okk- ur, sem höfum verið við þetta að fást. En hitt get ég tekið fram, að árangurinn hefur þegar orðið meiri en nokkurt okkar hefur víst gert sér í hugarlund í byrjuninni. Það er ekki í fordildar- eða metnaðarskyni, að ég hef minnzt svo mikið á sjálfan mig í sam- bandi við þetta mál. En úr því að farið er að svívirða þessar til- raunir, vildi ég láta þess afdrátt- arlaust getið, að þær eru mér að kenna. Allir, sem við þær hafa fengizt, hafa gert það fyrir mín orð. En ég fæ ekki heldur með nokkuru móti séð, að hér sé neitt til að skammast sín fyrir. Þó að ritstjóri „Reykjavíkur" viti ekki um merkilegustu uppgötvanimar, sem gerðar hafa verið á síðustu öld, er ég ekki skyldugur til þess, að vera jafn-fáfróður. Þó að sann- leiksþrá hans sé fullnægt með „málgagni sannsöglinnar", hef ég rétt til að leita sannleikans víðar. Og þegar ég geri það á mínu heimili, eða á heimilum vina minna, fínnst mér ekki ósann- gjamt að ég fái — enda á ég meira að segja lagaheimting á —, að fá að gera það allsendis óáreittur." Mál sem ekki er unnt að ganga þegjandi framhjá Um þetta leyti hófst samvinna þeirra Einars og Haraldar Níeis- sonar prófessors. Þeir börðust lengi við efasemdimar. Einar rit- aði mikið um málið og fór var- fæmislegum höndum um það. Hann sagði fátt í byijun annað en að hér væri um mál að ræða sem ekki væri unnt að ganga þegjandi framhjá. Smám saman óx sannfæring þeirra, en áfram héldu blaðaskrifín á möti þeim, Málið var meðal annars notað gegn Einari í stjómmálabaráttu hans. Bjöm Jónsson samheiji Einars í stjómmálabaráttunni var ritstjóri ísafoldar. Hann opnaði snemma blaðið fyrir umræðum um það, enda sjálfur fylgjandi spíritsma. Eftir margvíslegar tilraunir og mikinn lestur voru þeir Einar og Haraldur orðnir fyllilega sann- færðir. Þeir fræddu almenning um spíritisma og sálarrannsóknir og voru rit eftir þá þýdd á erlend- ar tungur. Merkir erlendir sálar- rannsóknamenn kynntust þessum ritum og uppörvuðu þá. Auk Bjöms Jónssonar gengu fljótlega í lið með þeim Þórður Sveinsson geðlæknir, Páll Einars- son sem síðar varð hæstaréttar- dómari, Indriði Einarsson rithöf- undur, Gíslína kona Einars og fleiri. Stofnað var félag til að standa fyrir tilraunum með hinn unga Einar Hjörleifsson Kvaran Haraldur Níelsson Núverandi stjórn Sálarransóknarfélags íslands; Guðmundur Ein- arsson meðstjórnandi, Kolbrún Hafsteinsdóttir ritari, Guðjón Baldvinsson varaforseti, Geir R. Tómasson forseti. Á myndina vantar Hrafiihildi Ásgeirsdóttur gjaldkera. miðil Indriða Indriðason sem nefnt var Tilraunafélagið. En þegar hann féll frá á besta aldri lagðist það niður. Eftir það hélt Einar marga fyrirlestra um spírit- ismann og skrifaði ritgerðir. Séra Haraldur hóf að predika í Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1914 og var alla tíð mikii aðsókn að þessum guðsþjónustum hans. Þar fjallaði hann oft um málið og flutti auk þess fyririestra víða um land. Mesta spurning mannsandans í ræðu sem Haraldur Níelsson flutti í Samkomuhúsinu í janúar- lok árið 1906 segir hann m.a.: „Það ber ósjaldan við, að vér erum spurðir á þessa leið: „Hví eruð þér að fást við þessar til- raunir, hvaða gagn er að því?“ Fyrsta og beinasta svarið við slíkri spurningu er auðvitað— þetta:„Vér erum að ganga úr skugga um það, að maðurinn lifi, þótt hann deyi, vér erum að ganga úr skugga um, að til sé annað líf!“ Og það er mesta spuming mannsandans, þýðing- armesta þekkingaratriðið fyrir hvern einasta mann, sem lifir á þessari jörðu. Því að hitt sýnir reynslan daglega og hefur á öllum öldum sýnt, að vér eigum allir að deyja ..." Árangurinn af starfí brautryðj- endanna varð sá, að á fjórða hundrað manns, flestir í Reykjavík og nágrenni, gerðust stofnendur að Sálarrannsóknafé- lagi íslands 18. desember 1918: Séra Jón Auðuns sem síðar varð forseti Sálarrannsóknafé- lagsins um tuttugu ára skeið frá 1939 til 1959 segir í grein í Morgni í tilefni af 50 ára afmæli félagsins að nokkuð muni það hafa flýtt fyrir stofnun félagsins að spánska veikin hafði geisað. Hugir manna hafa verið spurulir um afdrif þess mannfjölda sem látist hafði úr drepsóttinni. Á stefnuskrá félagsins var m.a. að efla áhuga þjóðarinnar á and- legum málum og fræða fólk um árangur af sálarrannsóknum, einkum að því leyti sem þær bentu á framhaldslíf manna eftir dauð- ann og samband við framliðna menn. Frá upphafí var ætlunin að félagið yrði sálarrannsóknafé- lag en ekki spíritistafélag. Það var opið öllum sem vildu fræðast um málið, kynnast rannsóknum á miðlafyrirbrigðunum og álykt- unum sem af þeim mætti draga. Á stofnfundinum taldi Einar H. Kvaran upp framtíðarverkefni félagsins sem voru að koma upp góðu bókasafni um rannsóknir á fyrirbrigðunum; styðja miðilsefni fjárhagslega; ráða um lengri eða skemmri tíma þroskaða miðla í þjónustu félagsins; stofna til vísindalegra tilrauna; gefa út á prenti árangur þeirra; glæða með fyrirlestrum áhuga manna úti um land á málefninu. Reyndi félagið að sinnaþessum verkefnum og var framan af lang- mest unnið að fræðslustarfí með fyrirlestrum, útgáfu bóka og tímaritsins Morguns, sem fyrst kom út árið 1920. Eftir að félagið hafði starfað í tæpan áratug andaðist séra Har- aldur Níelsson. Einar H. Kvaran lifði annan áratug og var forseti félagsins til æviloka. Forsetar eftir hans dag hafa verið Kristinn Daníelsson, Jón Auðuns, Sveinn Víkingur, Sigurður Haukur Guð- jónsson, Guðmundur Einarsson, Úlfur Ragnarsson, Örn Friðriks- son, Öm Guðmundsson og Geir R. Tómasson. Margir miðlar hafa starfað á vegum félagsins, bæði íslenskir og útlendir, og mun Hafsteinn Bjömsson hafa unnið lengst þeirra innan vébanda félagsins. Áhuginn virðist fara vaxandi Smám saman hefur starfsemi félagsins aukist og meðlimum þess ijölgað. Þeir eru nú hátt á 15. hundrað. Auk þess hafa verið stofnuð sjálfstæð sálarrann- sóknafélög víða um land. Mikið er leitað til læknamiðla sem hafa starfað um langt skeið á vegum félagsins. Auk þess koma fjölmargir erlendir miðlar hingað til lands á hveiju ári. Þeir halda venjulega fjöldann allan af einkafundum og fræðslufundi fyrir félagsmenn og einn til tvo opna skyggnilýsingafundi fyrir almenning. Einu sinni í mánuði er opið hús fyrir félagsmenn þar sem þeir koma og ræða gjaman eitthvert ákveðið málefni yfír kaffíbolla. Innan Sálarrannsóknafélags- ins starfa 9 nefndir sem skipaðar eru 32 félögum sem sinna ýmsum verkefnum sem inna þarf af hendi. Þá veitir félagið aðstoð og ráðgjöf varðandi bæna- og þróun- arhringi. Félagsfundir em haldnir einu sinni í mánuði í Hótel Lind þar sem fluttir em fyririestrar um ýmis mál tengd starfi félags- ins. Þessir fundir em opnir al- menningi. Eins og áður er minnst á gefur Sálarrannsóknafélagið út Tímaritið Morgun og kemur það út tvisvar á ári. Hjá félaginu hefur borið á síaukinni þörf fyrir þá þjónustu og starfsemi sem þar fer fram að sögn Auðar Hafsteinsdóttur skrifstofustjóra. Mikil eftirspum er alltaf eftir einkafundum með miðlum og hefur þess vegna orð- ið að takmarka þátttöku fólks þannig að einungis félagsmenn eiga kost á einkafundum. Áhugi á málinu virðist fara vaxandi, sem kemur m.a. fram í aukinni eftir- spum eftir námskeiðum og les- efni auk miðilsfunda. Auður sagði að áberandi væri hve margar fyr- irspumir kæmu frá ungu fólki og meðalaldur í félaginu hefur lækk- að á undanfömum ámm. Talnaspeki og skyggnilýsingar á aftnælisfúndi í tilefni af 70 ára afmæli fé- lagsins verður haldinn afmælis- fundur í Langholtskirkju þriðju- daginn 21. mars. Þar mun Geir R. Tómasson forseti félagsins flytja ávarp og Guðmundur Ein- arsson flytja ágrip úr sögu félags- ins. Þrír erlendir miðlar koma einnig fram á afmælisfundinum. Þeir Robin Stevens og Bill Landis verða með skyggnilýsingar og bandaríski talnaspekingurinn og sálfræðingurinn Lynne Herts- gaard fjallar um talnaspeki eða „Numerologi". Samantekt: Ásdís Haraldsdótt- ír. Heimildir: Jón Auðuns: Ágrip af sögu sálarrannsóknanna og spírit- ismans. Rvík, 1948. Morgunn: 49. árgangur, 2. heflti, og 69. árgangur, fyrra hefiti. Öldin okkar 1901-1930. Fréttabréf Sálarrannsókna- félags íslands o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.