Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 46

Morgunblaðið - 18.03.1989, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTiR LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 ----------------------------------------------------------------------- —44U--------------------- KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Stuttgart mætir Dynamo Dresden í undanúrslitum: Ásgeir skoraði síðast þijúmörk „ÞAÐ hefur alltaf verið draumurinn hjá okkur - síðan að UEFA-keppnin hófst, að fá Diego Maradona og félaga hans í Napolí hingað til Stuttgart. Hann rætt- ist ekki þegar dregið var í undanúrslit. Nú vonum við að leika gegn Napolí í úrslitum," sagði Ásgeir Sigurvinsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að búið var að draga í undanúrslit UEFA-keppninnar í gær. Dynamo Dresten var besti kosturinn af þeim liðum sem voru eftir í hattinum. Við vanmetum þó ekki a-þýska liðið. Dresten er lang besta liðið í A-Þýskalandi og með yfír- burðarstöðu þar. Með liðinu leika Ulf Kirsten og Torsten Giitschow sem hafa skorað samtals tólf mörk í UEFA- keppninni," sagði Ásgeir, sem sagðist eiga góðar minningar fráDresten. Ásgeir skoraði þtjú mörk síðast þegar hann lék gegn Dynamo Dresden í UEFA-keppninni. Það var árið 1980 - þegar Ásgeir_ lék með Standard Liege, sem gerði jafntefli heima, 1:1. Asgeir fór síðan á kostum í seinni leiknum í Dresden og skoraði þtjú mörk - öll með þrumufleygum utan af velli. Simon Tahamata skoraði fjórða mark Standard Li- ege, sem vann 4:1. íDresden „Það yrði gaman að endurtaka leikinn í Dresten. Ég yrði ánæður að skora þar aftur - þó það yrði ekki nema eitt mark. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þá leikmenn sem eru meiddir góða fyrir leikina gegn Dresden. Það yrði mjög sterkt að fá Jurgen Klinsmann aftur - til að gera usla í vöm Dresden," sagði Ásgeir. Evrópudráttur Evrópukeppni meistaraliða: Steaua Búkarest (Rúmenía) - Galatasaray (Tyrkland) Real Madrid (Spánn) - AC Mílanó (Itaía) Evrópuekppni bikarhafa: Barcelona (Spánn) - Sredetz Sofía (Búlgarías) Mechelen (Belgá) v SampdorSa (Italía) UEFA-bikarkeppnin: Stuttgart (V-Þýskaland) - Dresden (A-Þýskaland) Napolí (Ítalía) - Bayem Miinchen (V-Þýskaland) Leikið verður 5. og 19. aprll. Um helgina KörfuboKi ÍBK og KR leika til úrslita í íslandsmót- inu um helgina. í dag kl. 17 hefst viður- eign félaganna í Keflavík og á mánu- dag leika liðin öðru sinni, en þá byrjar leikurinn kl. 20.30 í Tþróttahúsi Haga- skóla. Ef með þarf verður þriðji leikur- inn í Keflavík á miðvikudag. Blak Undanúrslit bikarkeppninnar f blaki verða í íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Kl. 14 leika ÍS og HK og kl. 15.15 Þróttur Reykjavík og KA í karlaflokki. Kl. 16.30 hefst leikur Víkings A og Víkings B í kvennaflokki. Knattspyma Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefst annað kvöld með leik Vals og ÍR kl. 20.30 á gervigrasinu í Laugardal. Sund Innanhúss meistaramót íslands í sundi hófst f Sundhöll Reykjavíkur í gær- kvöldi. Keppni heldur áfram í dag og á morgun. Fimleikar íslandsmótið í fimleikum fer fram I Laugardalshöll um helgina. Á morgun hefst keppni kl. 15. Þá verður keppt í fijálsum æfíngum. Að þeim loknum verða íslandsmeistarar krýndir. Kl. 19 á mánudag fara fram úrslit á áhöldum, þar sem sex efstu á hveiju áhaldi sam- anlagt eftir fyrri keppnisdaga keppa. Fijálsar innanhúss Meistaramót íslands 15-22 ára í fijáls- íþróttum innanhúss fer fram í Baldurs- haga í dag. Keppni hefst kl. 10 — þar fer fram 50 m grindahlaup, 50 m hlaup, langstökk og þrístökk. Á morg- un, sunnudag, verður keppt í stangar- stökki, hástökki með og án atrennu, kúluvarpi, þrístökki án atrennu og langstökki án atrennu. Keppt verður á Laugarvatni og hefst keppni kl. 12. Rútuferð verður á Laugarvatn á morg- un frá ÍSÍ í Laugardal kl. 9. Skfði Blá^allagangan, sem er liður í íslands- göngunni, fer fram í Bláfjöllum í dag og hefst kl. 14.00. Á Húsavík verður bikarmót í alpagreinum unglinga 15-16 ára um helgina og á Neskaupstað verð- ur keppt í alpagreinum unglinga 13-14 ára. Badminton Unglingameistarmót Islands í badmin- ton verður á Akranesi um helgina. Keppni hefst kl. 10 í dag og á morg- un. Keppendur í mótinu eru um 200. íslandsmót ÍF í frjálsum fslandsmót íþróttasambands Fatlaðra í fijálsiþróttum innanhúss hefst t Selja- skóla í dag kl. 13 og verður fram hald- ið í Baldurshaga kl. 10 á morgun. Glíma Grunnskólamótið í glímu fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag. ÍÞR&mR FOLK ■ HILMAR Sighvatsson, sem hefur leikið með 1. deildar liði Vals í knattspymu, hefur skipt yfír í sitt gamla félag, Fylkl. ■ ATLI Eðvaldsson, landsliðs- fyrirliði í knattspymu, var ánægð- ur, er Morgunbiaðið sagði honum frá landsleiknum gegn Englend- ingum, sem verður á Laugardals- velli 19. maí. „Þetta verður meiri háttar og vonandi fær maður tæki- færi til að sjá framan í Terry Butcher og Adams. Auðvitað væri skemmtilegast að sigra þá og fá síðan annað tækifæri á Wembley," sagði Atli, sem leikur með Turu í Vestur-Þýskalandi í vetur, en verður með Val í sumar. ■ „ÞAÐ væri svo sannarlega gaman að leika gegn Englending- um, en ég var ekki með í síðasta landsleik og maður veit aldrei hveij- ir verða valdir," sagði Sigurður Jónsson hjá Sheffield Wednes- day. I GUÐNI Bergsson, sem hefur leikið með varaliði Tottenham að undanfömu, var sammála félögum sínum. „Þetta verður gaman, en það er eins gott að ná góðum árangri svo það verði þolanlegt hér næsta vetur," sagði Guðni. MSTJÓRN knattspymudeildar Fram hefur verið skipuð sömu mönnum um árabil, en á síðasta aðalfundi komu Kristbjörn Þor- kelsson og Eggert Steingrímsson inn í stjómina fyrir Ástþór Óskars- son og Vilhjálm Hjörleifsson. ■ INGVI Guðmundsson var kjörinn formaður Glímudómarafé- lags íslands á aðlafundi félagsins fyrir skömmu. Ólafur Guðlaugs- son var kjörinn gjaldkeri, Sigurjón Leifsson ritari og varamenn þeir Guðmundur Freyr og Gunnar R. Ingvarsson. ■ LÚÐVÍK Tómasson frá Sel- fossi er genginn í raðir Þróttara í Reykjavík. Hann lék 10 leiki í 2. deildinni með Selfyssingum í hittifyrra og skoraði 4 mörk, en tók sér fn' í fyrra. I ÁRNI Stefánsson, þjálfari Leifturs á Ólafsfirði í 2. deild knattspymunnar, hefur tekið fram handknattleiksskóna á ný og leikur síðustu leikina með sínu gömlu fé- lögum í Þór á Akureyri í 2. deild handboltans. Árni og félagar í Þór lögðu AJtureldingu að velli í fyrra- Hilmar Slghvatsson. kvöld, 28:22, og em nánast ömggir um að halda sæti sínu í deildinni. ■ 35 ÍSLENSKIR kylfingar fóru holu í höggi á síðasta ári samkvæmt skýrslum Golfsambandsins. þeir em Andrea Ásgrímsdóttir, GA, Hjalti Þórarinsson, GR, Gunnar Ólafsson, GR, Sigurður Oddsson, NK, María Jónsdóttir, GS, Skúli ísleifsson, GHH, Leifur Bjarna- son, GR, Guðmundur Jónasson, GR, Sigurður Oddur Sigurðsson, GA, Davíð Steingrimsson, GR, Gunnar Gunnarsson, GHR, Sig- urjón Arnarsson, GR, Hreinn Jónsson, GH, Guðmundur Finns- son, GA, Sigurður Jónsson, GS, Lárus Þór Svanlaugsson; GR, Sighvatur Arnarsson, GV, Ólafur Orn Kristjánsson, Kristinn S. Gunnarsson, GS, Gunnlaugur Reynisson, Kristinn Lúðvíksson, GH, Birkir ívar Guðmundsson, GV, Jóhannes K. Ármannsson, GL, Jakobina Guðlaugsdótt- ir,GV, Erna Sörensen, NK, Helgi A. Eiríksson, GR, Trausti Hall- steinsson, GK, Einar Bjarni Jóns- son, GKjöl, Eggert Steingrims- son, GR, Sveinn Björnsson, GK, Guðmundur Ragnarsson, GV, Sigurbjörn Sigfusson, GK, Einar Frímannsson, GR, Guðjón Árna- son, GK, og Einar Valur Krislj- ánsson, GÍ. Þessir kylfingar verða sérstaklega verðlaunaðir í maí, en hafi aðrir farið holu í höggi á síðasta ári, ættu þeir að tilkynna Golfsam- bandinu það sem fyrst. Þeir hafa skorað mest Þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörk í Evrópukeppninni eru: Evrópukeppni meistaraliða: Marius Lacatus, Steaua...........7 Marco van Basten, AC Mílanó......6 Tanju Colak, Galatasaray.........5 Gheorghe Hagi, Steaua............5 Evrópukeppni bikarhafa: Luboslav Penev, Sredets..........6 Roberto Femandez, Barcelona......5 UEFA-keppnin: Torsten Gutschow, Dresten........7 Júrgen Wegmann, Bayem............5 Olaf Thon, Bayem.................5 Mike Galloway, Hearts............5 Ulf Kirsten, Dresten.............5 NBA-úrslit Fimmtudagur: Boston - Indiana......111: 99 Philadelphia - NewYork...121:112 Milwaukee - Houston...104:120 San Antonio - Denver..102:119 Charlotte - Seattle... 88:108 Atianta - Sacramento..119:103 KNATTSPYRNA n V 1 Í| (ft í 1 11 ; _ _ _ ___ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Islandsmeistarar KR KR vann ÍA 5:3 í úrslitaleik 1. deildar karla ( knattspymu innanhúss, sem fram fór í Laugardalshöll. Á myndinni eru íslandsmeistarar KR 1989; fremri röð frá vinstri: Kristján Finnbogason, Gunnar Skúlason, Sæbjöm Guðmunds- son, Pétur Pétursson, fyrirliði, Rúnar Kristinsson og Guðni Grétarsson. Aftari röð frá vinstri: Stefán Haraldsson, formaður knattspymudeildar KR, Guðmundur R. Jónsson, liðsstjóri, Bjöm Rafnsson, Stefán Guðmundsson, Gylfi Aðalsteinsson, Jóhann Lapas, Bjöm Ámason, þjálfari, og Geir Þorsteinsson, aðstoðarþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.