Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 37 Minning: ÖlafurN. Guðmunds- son frá ísafirði Fæddur 25. júní 1945 Dáinn 14. febrúar 1989 Þriðjudagurinn 14. febrúar rann upp, ósköp venjulegur dagur. Allir bátar héðan við Djúp á sjó. Veður var gott framan af degi en versn- aði seinnipartinn og gerði mikla ísingu. Þó hvarflaði ekki að mér að ekki væri allt i lagi hjá þeim er á sjó væru. En dag skal ei fyrr en að kveldi lofa. Að áliðnum degi barst okkur sú sorgarfregn að sakn- að væri vélbátsins Dóra ÍS-213. Óhug setti að, engu okkar var rótt þessa nótt. Hugurinn var hjá Önnu, börnunum og Lilju, móðurinni sem þungar byrðar hafa verið lagðar á áður. Við hjónin fluttumst til ísafjarðar um áramótin 1983 og dvöldum í tæp þijú ár. Meðal góðra vina sem við eignuðumst þar voru Óli Njáll og kona hans, Anna Gunnlaugsdóttir. Fljótlega varð mikill samgangur milli fjölskyldnanna og áttum við síðan saman margar ánægjustund- ir. Minningamar renna hjá, í hugum okkar ber hátt sumarleyfisferð með Óla og Önnu til Algarve í Portúgal haustið 1984. Það var góður tími sem fjölskyldur okkar áttu þar og sé ég fyrir mér alla staðina sem við Oli fórum á saman. Það er erf- itt að trúa að hann sé horfinn burt héðan. Nokkru áður en þessi hörmulegi atburður gerðist, vomm við hjónin boðin í mat til Önnu og Óla ásamt góðvinum þeirra hjóna. Rabbað var saman fram eftir kvöldi og ráðgerðum við Óli að einhvern tíma skyldum við fara saman í frí aftur. Sú ferð verður ekki farin, mennimir ráðgera en annar ræður. Óli Njáll var einstakur fjölskyldu- maður, drengur góður, alltaf tilbú- inn að rétta hjálparhönd og allra vanda leysa og æðraðist ekki yfir smámunum. Ég og fjölskylda mín emm forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans sem skiiur eftir svo_ ljúfar minningar í hugum okkar. Ég veit að Óli, sem aldrei æðraðist, myndi taka undir með Hallgrími Péturssyni er sagði: Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taka í vögtun þína. Guð gefí Önnu, börnum þeirra, móður hans Lilju, systkinum og öðmm ættingjum styrk til að tak- ast á við komandi daga. Einar Guðmundsson, Bolungarvík. Er ég leit út um gluggann að kveldi 14. mars sá ég nokkra báta á leið út fjörðinn. Mér flaug í hug, er nú að verða eitt slysið ennþá? Þetta vom óeðlilegar bátaferðir á þessum tíma dags. Ég hringdi því til kunningja og fékk fréttimar. Mig setti hljóðan, þegar sagt var að mb. Dóra ÍS 213 væri saknað. Þar um borð vom tveir menn, Ægir Ólafsson skipstjóri og Ólafur Njáll Guðmundsson, eigandi báts- ins. Ég þekkti þá báða vel. Vegna samstarfs við Ólaf í 11 ár langar mig að minnast hans með nokkrum línum. Hann fæddist á ísafírði, sonur Guðmundar E. Guð- mundssonar og Lilju Halldórsdótt- ur. Þar ólst hann upp með góðri fjölskyldu og er mér sagt að hann hafí ekki verið úrtölusamur í leik- hópi góðra félaga í æsku. í okkar samstarfi hjá Isafjarðarhöfn kom það fljótt í ljós að hann var ekkert að fást um smámunina. Oft varð létt skap manna vegna þess og gerðum við stundum góðlátlegt grín hver að öðmm. Oft er talað um kynslóðabil nú til dags. Til þess fann ég aldrei þótt 24 ára aldurs- munur væri á okkur. „Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill,“ segir máltæk- ið. Það kom því fljótt í ljós hvert hann stefndi í starfi. Sjórinn átti hug hans allan. Þar átti hann efa- laust margar fyrirmyndir. Hef ég þar í huga móðurafann Halldór Sig- urðsson skipstjóra og syni hans. Kannski í hinnni ættinni líka. Hann byrjaði við sjóinn um 15 ára aldur- inn, og var á ýmsum bátum til tvítugs. Þá gerðist hann starfsmað- ur ísafjarðarhafnar. Margs er að minnast úr samstarfinu við hann. Oftast var hann í góðu skapi og samvinnuþýður. Mér er ofarlega í huga hjálpsemi hans við mig. Olafur hætti störfum hjá ísa- fjarðarhöfn 1. apríl 1986. Þá keypti hann bát og nefndi Dóra eftir afa sínum, Halldóri sem áður er getið. Hugurinn stefndi hærra hjá vini mínum. Fyrir 2 árum keypti hann stærri bát, sem hann nefndi Dóra eins og fyrri bátinn. Það var gaman að hlusta á framtíðaráform hans. Þá fann ég oft að ég er að verða gamall í hugsun. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér, var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H.K.L.) Árið 1965 steig Ólafur stórt gæfuspor, er hann gekk að eiga sína góðu konu Önnu Gunnlaugs- dóttur, ættaða frá Árskógsströnd við Eyjafjörð. Þau eignuðust fjögur böm, Guðjón f. 1966, Freygerði f. 1968, Hönnu Mjöll f. 1972 og Heiðu Björk f. 1976. Tvö þau eldri hafa stofnað sín eigin heimili, en yngri dæturnar eru enn heima á Urðar- vegi 53. Þangað kom ég alltof sjald- an, þó mér væri alltaf tekið þar opnum örmum. Fyrir þær móttökur þakka ég af heilum hug. Mér verð- ur oft hugsað til Lilju móður Ólafs sem nú sér á eftir þriðja ástvini sínum á skömmum tíma. Ég bið þann sem öllu ræður að gefa henni styrk, til að standa þetta af sér. Anna mín, ég veit að enginn hefur misst meira en þú og ykkar börn. En enginn má sköpum renna. Við bömin ykkar vil ég segja: Tak- ið föður ykkar sem mest til fyrir- myndar, þá emð þið á réttri leið í lífinu. í dag fer fram útför Ólafs Njáls frá ísafjarðarkapellu. Sonur okkar Sæmundur sem er á sama aldri og Ólafur minnist hans sem góðs vinar. Við hjónin og böm okkar vottum öllum ættingjum þessara manna dýpstu samúð. Kristján J. Jónsson í dag, 18. mars, er til moldar borinn hér á ísafírði Ólafur Njáll Guðmundsson, sjómaður, til heimil- is á Urðarvegi 53, ísafirði. Það urðu mér harkaleg tíðindi seint á þriðjudagskvöldi 14. febrúar síðastliðinn, sama dag og ég kom heim eftir 6 vikna íjarveru að heim- an vegna veikinda, þegar mér var tilkynnt að báturinn Dóri ÍS 213 væri ókominn að landi, úr róðri í Djúpinu. Eg hafði þá nokkrum klukku- stundum áður flogið yfír rækjuflot- ann í Djúpinu í góðu veðri og hugði ég ekki þá, að nein hætta væri í vændum hjá þessum bátum, en straumur gleði og ánægju fór um hug minn yfír að sjá báta á sjó bera sig eftir björg úr sjó. Strax eftir að ég fékk þessa til- kynningu fór ég niður á hafnarvakt og fylgdist með leitinni unj nóttina og var ég ekki búinn að vera lengi þegar ég gerði mér ljóst, að þama höfðu gerst alvarlegir hlutir, bátur- inn Dóri hafði farist um kvöldið 14. febrúar og með honum 2 menn, þeir Ægir Ólafsson, skipstjóri, rúm- lega 50 ára gamall, og frændi min, Ólafur Njáll Guðmundsson, eigandi bátsins, tæplega 44 ára gamall. Ólafur Njáll var sonur Guðmundar E. Guðmundssonar, verkstjóra í Norðurtanga, og Lilju Halldórs- dóttur, systur minnar, og var hann annar í röðinni af 4 börnum þeirra hjóna. Ólafur bytjaði að stunda sjó- mennsku ungur að aldri og var hann meðal annars með mér á mb. Gylfa, en lengst var hann með Herði Guðbjartssyni á skipum Norð- urtangans. En 1965 gerðist Óli samstarfs- maður minn við ísafjarðarhöfn og starfaði þar í 20 ár, en undir niðri blundaði alltaf sjómennskan í hon- um og þá að verða sinn eigin herra og eiga sinn eigin bát. Það var því í marslok 1986, sem hann lét af störfum hafnarvarðar og keypti sér 6 tonna bát, sem hann skírði Dóra, eins og afi hans var í daglegu tali nefndur. Síðar stækkaði hann við sig ogseldi þenn- an Dóra og keypti sér 10 tonna bát, sem hann nefndi einnig Dóra IS 213. A þennan bát fékk hann á síðasta ári til liðs við sig Ægi Ólafs- son, skipstjóra, mjög kunnugan mann, bæði á rækjuveiðum og drag- nótaveiðum. Þannig ætlaði Óli að afla sér þekkingar kunnugs manns og gerði það því hann var mjög nákvæmur á þau fískimið sem hann lærði að þekkja af öðrum og einnig af reynslu sinni. Ólafur var mjög fjölfær verkmað- ur í starfí, það sannaðist í starfí hans við ísafjarðarhöfn, hann var „alt mulig man“ eins og við sam- starfsmenn hans kölluðum hann, hann bókstaflega gat gert allt. Ólafur Njáll var gæfumaður í fjölskyldulífi, hann giftist Önnu Gunnlaugsdóttur frá Árskógsströnd hinn 18. september 1965, og var það mér mikill heiður að gegna föðurhlutverki hennar, að leiða hana inn kirkjugólfið hér á ísafirði þennan dag og er hún mér sem dóttir síðan. Þau Anna og Óli eign- uðust 4 böm sem eru Guðjón Helgi, fæddur 18. mars 1966, Freygerður, fædd 20. janúar 1968, Hanna Mjöll, fædd 7. nóvember 1972 og Heiða Björk, fædd 6. apríl 1976. Óli var mikill heimilisfaðir, sinnti börnum og heimili af kostgæfni, aðstoðaði börn sín í læri sem og í leik og sýnir það vel hve hændur hann var að æsku þessa bæjar, að hann var oft valinn sem fararstjóri keppenda héðan frá ísafirði á Andr- ésar andar-leikana á Akureyri. Óli var foreldmm sínum mikil stoð og stytta og þá sérstaklega móður sinni eftir að hún varð fyrir miklu áfalli er hún missti eiginmann og son á sama ári. Elsku Anna mín og böm þín, elsku Lilja systir mín og böm þín, Hákon og Katrín og fjölskyldur ykkar, ég á fagrar minningar um Óla Njál, ég leit á hann sem fóstur- son minn eftir að við hjónin misstum elsta son okkar af slysfömm, en þeir vom sem næst jafngamlir. Ég vona að góður guð gefí ykkur styrk til að standast þessa raun sem á ykkur er lögð og minningin um góðan dreng verði ykkur stoð í framtíðinni. Ég veit að ég tala fyr- ir hönd okkar allra systkinanna og fjölskyldna okkar með þessari grein og hugur okkar er hjá ykkur á þess- ari stundu og í framtíðinni og biðj- um við í sameiningu almáttugan góðan guð um styrk ykkur öllum til handa. Jafnframt sendum við ættingjum Ægis Ólafssonar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þá í þeirra raun. Rebekka og Sturla SAFNAR MAKI ÞINN SKULDUM? Ef svo er, hafðu þá í huga að fjölda hjónaskilnaða og sambúðarslita má rekja til þess að annar aðilinn safnaði skuldum en hinn fylgdist ekki með. Dæmi um þetta eru fjölmörg. Á ÞEYTINGI MILLI LÁNASTOFNANA? Sumir þræða lánastofnanir, án þess að maki hafi hugmynd um. Stundum er þetta vegna draumóra um skjótan gróða, stundum vegna rangra fjárfestinga sem komnar eru í óefni og svo kemur jafnvel fyrir að fólk tekur á sig skuldir vina og vandamanna. BERÐ ÞÚ EKKI LÍKA ÁBYRGÐ? Þið berið bæði ábyrgð á fjármálum heimilisins, og því er alveg sjálfsagt að fylgjast vel meö þeim. Of seint er að setja sig inn í málin eftir á. Stuölaðu að því að treysta sambúðina við maka þinn og fylgstu því meö hvaða skuldum hann eða hún safnar. Þið berið sameiginlega ábyrgö á velferö fjölskyldunnar. HAFÐU ÞITT Á HREINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.