Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 39
. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 39 UPPGJÖF Endasleppur söngferill Rogers Moore Breski kvikmyndaleikarinn Rog- er Moore, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk njósnarans James Bond í íjölda kvikmynda, hefur afráðið að hætta við hlutverk sem hann hafði tekið að sér í söngleik eftir tónskáldið Andrew Lloyd Webber. Líkt og skýrt var frá í „Fólk í fréttum" fyrir. skemmstu hafði Moore sam- þykkt að syngja eitt aðalhlutverkið í söngleik Webbers „Kraftbirtingar- form kærleikans (Aspects of Love). Þessi tíðindi vöktu eðlilega mikla athygli enda var mönnum ekki kunnugt um að Moore væri söngv- ari góður. Æfingar hófust fyrir sex vikum en um síðustu helgi skýrði Moore frá þvi að hann hefði ákveð- ið að hætta við hlutverkið. „Ég hef komist að því að söngleikir henta mér ekki.“ sagði Moore, sem er 61 árs, og bætti við að ákvörðunin hefði verið erfið. Andrew Lloyd Webber, sem upp- götvaði sönghæfileika Moores í einkasamkvæmi einu, kvaðst skilja þessa ákvörðun hans. „Ég hef ef til vill vanmetið þær kröfur sem hlutverkið gerir til söngvarans vegna þess að það var eindregin ósk mín að Roger tæki að sér hlut- verkið," sagði Webber. Óvíst er um framhaldið en miðar á fyrstu sýn- ingamar, sem áttu að hefjast í Lundúnum í næsta mánuði, voru löngu uppseldir. Roger Moore kann að líkindum betur við sig i þessum hópi en á leikliússviði í Lundúnum. COSPER - Nú förum við og lifgum upp á samkvæmið, ég fyllti vatnsbyssuna mina með smurningsoliu. NÍU LÍF Lifðiaf 10.000 volta raflost Kötturinn sá ama ýfir tæpast burstimar á næstunni því þær sviðnuðu af þegar kisi, sem er með norskt ríkisfang, varð fyrir 10.000 volta rafstraumi á dögunum. íbúar Ósló-borgar fóm ekki dult með reiði sína þegar rafmagn fór af stómm hluta borgarinnar í síðustu viku rétt í þá mund er húsmæður og framtakssamir eiginmenn hugðust sjóða ufsasúpu dagsins ásamt til- heyrandi kartöflum. Símalínur raf- veitu Ósló vom rauðglóandi og flokkar viðgerðarmanna vom þegar gerðir út til að leita bilunarinnar. í ljós kom að kattarskömmin hafði afráðið að hundsa með öllu skrifleg- ar ábendingar um að halda sig fjarri tengivirki einu í nágrenni borgarinnar og ákvéðið að kynna sér nánar gerð og hönnun spen.nu- breytis sem þar er að finna. Straum- urinn hljóp í ferfætlinginn forvitna með þeim afleiðingum að raf- magnið fór af höfuðstaðnum. Við- gerðarmenn fundu kisa og þeim til mikillar undmnar var hann sprelllif- andi en nokkuð ringlaður. Feldurinn er sviðinn, burstimar horfnar og stoltið sært en nú þykir fullsannað hið fomkveðna að kötturinn hafí níu líf. Páskaverslun í GARÐABÆ! 3ar sem hver freistmprv við Viliðina á annam'. —' ( a morgun -’Unnudag T711 > H f1 y GOTT VÖRUÚRVAL - GOTT VERÐ - GÓÐ BÍLACTÆÐT GARÐABÆ S. 656400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.