Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18.' MARZ 1989
Eitraðir ávextir frá Chile:
Bandaríkjamenn
aflétta sölubanni
Santíago, Washington. Reuter.
BANDARÍSKUR embættismaður
Reuter
Augnsto Pinochet, forseta Chile, var boðið upp á chilesk vínber þegar hann heimsótti skipasmíðastöð
í Santiago á fímmtudag. Hann hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir að stöðva sölu á
chileskum ávöxtum sem hefur unnið annarri mikilvægustu útflutningsgrein landsins mikinn skaða og
kynt undir hatri í garð Bandaríkjamanna meðal landsmanna.
skýrði fí-á því í gær að Banda-
ríkjastjórn hefði ákveðið aflétta
banni á sölu cliileskra ávaxta.
Yfirlýsing hans kom skömmu
Tólffallaí
sprengjutil-
ræði í Beirút
Beirút. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti tólf menn
fórust og yfír 150 særðust þegar
geysiöflug bílsprengja sprakk
skammt frá breska sendiráðinu í
austurhluta Beirút í gær. Sprengj-
usérfræðingar sögðu að minnsta
kosti 50 kg af sprengiefni hafi
verið í bílnum. Stór gígur mynd-
aðist þar sem sprengingin varð
og glerbrot úr rúðum nærliggj-
andi húsa rigndi yfir þjóðveginn
við Jal el-Dib, I hverfi kristinna
manna.
Sprengjan sprakk fyrir utan
brauðgerðarhús þar sem fjöldi manns
var í viðskiptaerindum. Atburðurinn
átti sér stað þegar daglegt líf í borg-
inni var að færast í rétt horf eftir
að til harðra bardaga kom í borginni
á þriðjudag. Að minnsta kosti 43
týndu lífi og yfir 140 særðust í átök-
unum.
Bankar, fyrirtæki og verslanir í
Beirút höfðu opnað á ný og borg-
arbúar hætt sér út fyrir dyr í fyrsta
sinn eftir að bardögunum linnti loks
á fimmtudag.
„Blóð saklausra borgara er varla
þornað þegar þessi flöldamorð eru
framin," sagði Selim Hoss, forsætis-
ráðherra í ríkisstjóm múhameðstrú-
armanna.
■Royal
NÝJA
SKIPTITILBOÐK)
AUDVELDAR ÞÉR
AD EIGNAST
NÝJAN BMW
ÁGÓÐUM
KJÖRUM.
Einslakur bíll
fyrir
kröfuharða.
eftir að yfirsljórn chileska flot-
ans lagði farbann á fimm jap-
anska fiskibáta sem stunda veið-
ar við Chile til að mótmæla banni
við innflutningi chileskra ávaxta
til Japans. Hector Higueras, sigl-
ingamálastjóri Chile, sagði að
gerð yrði ítarleg úttekt á bátun-
um til að ganga úr skugga um
að útbúnaður þeirra væri í sam-
ræmi við reglur.
„Japanir fá ekki að stunda fisk-
veiðar hér fyrr en innflutningur á
ávöxtum hefur verið leyfður á ný,“
sagði Jose Toribio Merino, yfirmað-
ur flotans.
Bátamir, sem em í eigu japansks
sjávarútvegsfyrirtækis, em við fisk-
veiðar innan chileskrar landhelgi
og sigla undir chileskum fána.
Bandarískur embættismaður,
sem vildi ekki láta nafns síns getið,
Finnar fengu leyfi til að tak-
marka innflutning á lax og síld fram
ti! 1993 en þá eiga þeir að kynna
áætlun um að afnema allar inn-
flutningshömlur. Ole Norrback
sjávarútvegsráðherra hefur gefið til
kynna að hann muni reyna að draga
breytinguna á langinn og vill ekk-
ert um það segja hvenær fríverslun-
inni verði hmndið í framkvæmd.
„Mín vegna má þetta taka mjög
sagði í gær að Bandaríkjastjórn
væri að ljúka við gerð áætlunar sem
hefði það í för með sér að heimilt
langan tíma,“ sagði ráðherrann í
blaðaviðtali. Norskur eldislax og
sænsk sfld em mun ódýrari en hlið-
stæð framleiðsla í Finnlandi sjálfu
og myndu því veita henni harða
samkeppni.
Stærsta dagblað í Finnlandi,
Helsingin Sanomat, segir í foiystu-
grein að EFTA-fundurinn hafi
sannað að ríkin geti sýnt einhug
þegar á reyni og yfirleitt er það
yrði að senda chileska ávexti, sem
geymdir em í vömskemmum, á
markað. „Ef eitmnar verður ekki
skoðun finnskra fjölmiðla að
fríverslunarsamtökin hafi styrkst
við fundinn.
Carl Bildt, leiðtogi sænskra
íhaldsmanna, telur að EFTA hafi í
reynd hafnað ósk Jacques Delors,
formanns framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins, um tolla-
bandalag EFTA og EB. „Lokaálykt-
un fundarins er fíkjublað til að leyna
mistökunum. Þar er aragrúi af fögr-
um en innihaldslausum yfirlýsing-
um.“ Bildt segist ekki hafa gert upp
við sig hvort Ingvar Carlsson for-
sætisráðherra hafi haldið vel á spil-
unum fyrir hönd Svía; mögulegt sé
að hugmyndir þeirra um evrópska
vart í fleiri ávöxtum hrindum við
áætluninni í framkvæmd," sagði
hann.
samvinnu séu ólíkar. Olof Johans-
son, leiðtogi Miðflokksins, er á hinn
bóginn mjög ánægður með fundinn.
„Hugmyndinni um tollabandalag
[EFTA og EB] hefur verið ýtt ti!
hliðar í bili og það bendir til heil-
brigðs raunsæis," sagði Johansson.
Dagens Nyheter segir að þrátt
fyrir ólíka hagsmuni séu EFTA-
ríkin sammála um að samtökin séu
óumflýjanleg nauðsyn. Síðar muni
ríkin verða að taka ýmsar erfíðar
ákvarðanir og þá muni þau varpa
fyrir róða mörgum hátíðlegum heit-
strengingum; mikilvægt sé að nú
hefjist viðræður við EB fyrir al-
vöru. Blað jafnaðarmanna, Afton-
bladet, telur Svía hafa náð góðum
árangri á fundinum en ljóst sé að
EB muni um sinn eiga nóg með að
koma innri markaðnum á. Því muni
samningaviðræður við einstök ríki
utan bandalagsins, eins og t.d.
Svíþjóð, vart hefjast á næstunni.
Svenska Dagbladet telur óheppilegt
að EFTA skuli láta þá sem hægast
vilji fara í sakimar ráða ferðinni.
Þetta geti haft í för með sér að
Svíar verði skildir eftir á eyðilegri
EFTA-brautarstöð þar sem ekki sé
„von á neinni lest til Brussel."
Ítalía:
Kirkjuturn
frá elleftu
öld hrynur
Tórínó. Frá Bryiyu Tomer, fréttaritara
Morgunblaðsins.
KIRKJUTURN Dómkirkjunnar í
Pavía á Norður-Ítalíu hrundi í
gærmorgun og létu þijár mann-
eskjur lífið.
Tuminn er elsti hluti Dómkirkj-
unnar, frá 11. öld, og hafði kirkjan
verið girt af fyrir skömmu þar sem
unnið var að viðgerð á þakrennum
byggingarinnar. Þeir sem létu lífið
voru tveir menn sem unnu í blaðsölu-.
tumi framan við kirkjuna og gömul
kona sem átti leið þar um. 10 manns,
sem voru nærstaddir slösuðust, og
fjöldi bifreiða eyðilagðist. Aðalbygg-
ing Dómkirkjunnar var byggð á mið-
öldum, þar sem áður stóðu tvær
basílíkur. Bygging hófst árið 1488
og lauk í lok 16. aldar.
Þing Alþjóðaþingmannasamtakanna í Búdapest:
Ungverjar vilja auka sam-
skipti sín við EFTA og EB
- segir Geir Haarde alþingismaður
ÞING Alþjóðaþingmannasamtakanna sem eru samtök þingmanna
frá 110 þjóðlanda heims, var að þessu sinni haldið í Búdapest,
höfuðborg Ungverjalands, og meðal þátttakenda voru alþingis-
mennirnir Geir Haarde, Geir Gunnarsson og Ólafíir Þ. Þórðar-
son. Meðal þeirra sem ávörpuðu þingið voru Karoly Grosz, forsæt-
isráðherra Ungveijalands og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam-
taka Palestínumanna.
„Grosz lýsti stefnu ungverskra
valdhafa og mátti af máli hans
ráða að innanlands eigi sér stað
miklar hræringar í frjálsræðisátt
innanlands og ekki hvað síst í
samskiptum við umheiminn. Hann
óskaði eftir auknu samstarfi við
Fríverslunarbandalag Evrópu og
Efnahagsbandalagið og sagði að
Ungveijar hyggðust laga sig að
stöðlum EB með það að leiðarljósi
að auka samskiptin við bandalag-
ið. Grosz lét í Ijós ósk um að þing-
menn úr þingmannasamtökum
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins hittust að máli
í Búdapest og lagði ríka áherslu
á Evrópuráðið og aukin samskipti
Ungveija við Evrópuþingið. Ut-
anríkisstefnan var því ofarlega á
baugi í ávarpi Grosz,“ sagði Geir
Haarde.
Norrænir þingmenn kynntu sér
flóttamannabúðir í borginni
Debrecen við landamæri Rúm-
eníu. Að sögn Geirs hafa að
minnsta kosti 14.000 flóttamenn
af ungverskum uppruna flúið und-
an ógnarstjóminni í Rúmeníu.
„Mannréttindamál í Rúmeníu eni
í miklum ólestri og þar er hart
níðst á þjóðemisminnihlutahóp-
um, þar á meðal Ungveijum."
Geir sagði að samskipti þessara
tveggja kommúnistaríkja væru
greinilega mjög stirð. „Rúmenar
hafa lokað ræðismannsskrifstofu
Ungveija á að minnsta kosti
tveimur stöðum í Rúmeníu og
hafa hótað því að ijúfa stjórn-
málasamband við nágrannaþjóð
sína,“ sagði Geir.
Á þinginu sendu 25 vestræn
ríki frá sér yfirlýsingu vegna
Karoly Grosz.
Rushdie-málsins þar sem morð-
hótanir írana yfir höfundi bókar-
innar Söngvar Satans eru harð-
lega fordæmdar. í yfirlýsingunni,
sem íslensku þingmennirnir áttu
aðild að, sagði að hótanir írana
væru brot á grundvallarréttindum
um tjáningarfrelsi og var lagt
hart að írönum að draga þessa
hótun til baka.
Finnland:
Sjávarútvegsráðherra hyggst
draga fríverslunina á langinn
Blendin viðbrögð við lokaályktun EFTA-fiindarins í Svíþjóð
Stokkhólmi. Helsinki. Frá Claes von Hofeten og Tom Kankkonen, fréttariturum Morg^inblaðsins.
VIÐBRÖGÐ hafa yfirleitt verið afar jákvæð í Finnlandi við lokaálykt-
un EFTA-fundarins í Ósló með einni undantekningu: Finnskir sjó-
menn hafa tekið ákvæðinu um fríverslun með fisk frá júlí 1990
mjög illa. Sænsk dagblöð meta árangur fíindarins með ólíkum hætti
og leiðtogi sænskra íhaldsmanna segir EFTA hafa misst af sögulegu
tækifæri til að stilla saman strengina.