Morgunblaðið - 18.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 18.03.1989, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 ai SKRIFSTOFUTMM Hópar að byrja í Reykjavík og Keflavík Upplýsingar og innritun í dag frá kl. 12-17 í símum 687590 og 686790. Hringdu og við sendum þér bæklinginn. Matarstell fyrir sex með páskablómi kr. 3.583 Kaffistéll fyrir sex með páskablómi kr. 1.806 Könnur, fjórar gerðir kr. 104 Matarsett fyrir börn (kanna, djúpur diskur og grunnur) kr. 358 $ KAUPFÉLÖGIN 1 1 .urémáBfl M UJ CO cO co Góðan daginn! Snorri Sveinn Friðriksson myndlistarmaður: Norræn birta er vatnslit (Morgunblaðið/Emilía) Snorri Sveinn Friðriksson við nokkur verka sinna. f GALLERII Borg stendur yfir sýning á verkura Snorra Sveins Friðrikssonar. Snorri sýnir hér vatnslitamyndir og nefinist sýn- ingin „Útsýni.“ Myndimar em allar byggðar á því útsýni sem Snorri hefiur úr vinnustofii sinni; útsýni yfir Elliðavatn, Þingnes- ið, Sandfell og Helgafell. „Þetta nærtæka myndefiii er einskonar athvarf hugans, form og litir, sem hugmyndaflugið hvarflar að eða frá. Þessar myndir era ekki nema að litlu leyti teikning af þessu umhverfi, heldur mynd- rænt táknmál, rétt eins og orð og tónar em tákn í skáldskap og tónlist og standa fyrir hug- rænan veruleika. Mynd er á táknrænan hátt frásögn innri upplifunar hvort heldur það er hugsýn eða skynhrif frá ytra umhverfi," segir Snorri Sveinn um myndir sínar, sem era heitar og litríkar, kyrrar og bjartar. „Það stóð alltaf til að þetta yrði páskasýning," heldur listamaður- inn áfram, „og ég býst við að ég sé dálítið smitaður af hugmyndinni sem liggur að baki páskanna. Uppi- staðan í myndunum er gult, rautt og blátt. Ég sæki þessa uppistöðu langt aftur í aldir og ég held að óhætt sé að segja að hún sé visst framhald af sýningu sem ég hélt fyrir íjórum árum. Hún var í tengsl- um við ljóðabók Sigyalda Hjálmars- sonar — Víðátta. Ég vann myndir við þessi ljóð fyrir sýningu sem við héldum í Norræna húsinu. Þetta voru mjög huglæg ljóð, má kannski segja svanasöngur um leið og þau voru lífshlaup manns sem hafði helgað sig andlegum málefnum. Þá notaði ég ljóð; orð og setning- ar, en nú nota ég útsýnið úr glugganum mínum sem hlutlæga tengingu." Hvað meinarðu með að þú sækir uppistöðuna aftur í aldir? „Ég skoðaði hvemig miðalda- málarar máluðu freskur og íkona, hvernig þeir báru sig að. Þeir voru fyrst og fremst að fjalla um sál- arlíf, til dæmis táknaði landslag sálarlíf öðru fremur. Þeir höfðu ákveðið táknmál í litum sem ég hef notfært mér í þessum myndum. Þegar þeir notuðu bláan lit þýddi það hinn andlega uppruna manns- ins. Rauði liturinn var litur mennskunnar og þýddi mannleg Iqör. Hvítt táknaði hreinleika, sem má kannski segja að sé að vera fordómalaus gagnvart sínu verki; ganga að því með opnum huga. Það er í raun og veru skilyrði fyrir þvi að mynd verði til. Þeir notuðu gyllingar og þær, ásamt gulum lit, var tákn hins óhöndlanlega — leyndardóma. Þegar þeir máluðu flall táknaði það hinn skapandi heim og landslag var, eins og ég sagði, lýsing á sálarástandi. En ég nota bara litatæknina frá þeim, fremur en formin." Hvað með „elementin"? Þú notar mikið sól, tungl og vatn? „Sól, tungl óg vatn hafa öll sín tákngildi. Tunglið hefur lengi stað- ið fyrir vitsmuni, á meðan sólin stendur fyrir annað. En hvort sem ég mála sól, tungl eða vatn, þá nota ég hringformið, yfirleitt. Allt hefur sína uppsprettu og ég nota hringformið, ásamt gula litnum, til að setja myndir af stað. Þannig verða guli liturinn og hringformið eilífðartákn. Hringurinn hefur eng- an enda og maður verður áhorf- andi að öllu þessu sjónarspili." Þú notar mikið sama landslagið sem myndefni, á mismunandi hátt. Felst mismunurinn fremur í tíma en veðri? „Veður spilar mikið inn í lita- meðferðina hjá mér. Þar sem rauði liturinn er ríkjandi eru myndimar nær því að vera mennskar; tákna mannleg kjör. Eftir því sem mynd- irnar verða kyrrari verður guli lit- urinn meira ríkjandi og rauði litur- inn víkur. En það er fyrst og fremst hreyfingin sem gerir mótívin ólík. Veðrabrigði gera það að verkum að allt breytist fyrir augum mannn — líka litir. Litir hafa tíðni (víbrasjón) sem virkar mismunandi á fólk. Þetta vissu gömlu meistaramir á 15. og 16. öld ekki, en þeir höfðu tilfinn- ingu fyrir því. Þessa tíðni er hægt að mæla í dag. Tíðni lita er jafn mælanleg og tíðni tóna. Ef mynd hefur rétta hrynjandi, rétta upp- byggingu og rétta litasamsetningu, getur hún leiðrétt. Hún getur kom- ið réttu hljómfalli á hugsanagang þess manns sem er að horfa á hana. Þess vegna hafa myndir svona mikla þýðingu. Þetta var til dæmis hlutverk íkonanna; að leiðrétta hugrænar skekkjur, koma á jafn- vægi. Þannig að sá sem málar er ekki eingöngu að stunda myndlist." Ertu að segja að myndir hafi lækningamátt? „Það er engin spuming. Alveg eins og þær geta haft niðurrífandi mátt, rétt eins og vond tónlist. Og ég held að eftir því sem menn ganga lengra í þessari stúdíu þyki þeim vænna um alla klassík — þær harmonera. Og þegar maður fer að vinna með efni fínnur maður að hvert efni hefur sína eiginleika og maður fer að fylgja þeim eftir. Eg nota vatnsliti til dæmis mikið, hef ein- hveija sérstaka tilfínningu fyrir þeim. Þeir eru svo líkir okkar landi; það er vatnslitt. Hin norræna birta er vatnslit. En það er rrgög erfítt að vinna með þá, því það er engu hægt að bjarga. Það er ekki bara hægt að mála yfir. Að velja efni fyrir viðfangsefni er eitthvað sem maður verður að leggja niður fyrir sér áður en lagt er í verkið. Vatnslitir eiga mikið betur við huglæg viðfangsefni. Olíu mundi ég nota ef ég vildi ná fram konkret hlutum í hlutlægum við- fangsefnum. Vatnslitimir henta mínum viðfangsefnum. Samspil viðfangsefnis, lita og efnis er nauð- synlegt, því það að mála myndina er kannski minnsti hlutinn af þessu öllu saman. Bara að gleyma sjálf- um sér og þá verður mynd til . . .“ ssv Bakvokar KARRÍMDR Góður bakpoki er þarfaþing og kærkomin fermingargjöf. Karrimor-bakpokar hafa allt er prýðir góðan bakpoka. Við leiðbeinum um val á réttum bakpoka. Mundu að okkar ráðleggingar eru byggðar á áratuga reynslu. -SMWR FRAMUR SNORRABRAlfT 60 SÍMI12045 Borgarstjórn: Fulltrúar kjörnir í sparisjóðs- stjórnir BORGARSTJÓRN Reykjavíkur kaus á fímmtudag Hildi Petersen og Sigurjón Pétursson í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis og Guðmund Hallvarðs- son í stjórn Sparisjóðs vélstjóra. Hildur Petersen tekur við af Ágústi H. Bjamasyni en þeir Sigur- jón og Guðmundur vom endurkjörn- ir. Fundur borgarstjórnar í gær stóð aðeins í tíu mínútur og vom öll dagskrármálin afgreidd án um- ræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.