Morgunblaðið - 18.03.1989, Page 21

Morgunblaðið - 18.03.1989, Page 21
MORqy^BLAÐlÐ,tAl}(gARiPAGVR 18, MAfiZ 1989 021 Gerlakönnun Neytendasamtakanna: Biðjum að sjálfeögðu aísökim- ar á að þetta hafi komið fyrir - segja forsvarsmenn einnar verslunar „VIÐ BIÐJUM að sjálfsögðu alla afsökunar á að þetta skuli hafa kom- ið fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem lendum f þessu eftir að við tókum við kjötvinnslunni sjálfir. Við höfum fengið heilbrigðiseftirlitið reglu- lega til að taka sýni og fram að þessu hafa niðurstöður verið jákvæð- ar. Við munum að sjálfsögðu leita skýringa á þessari útkomu," sögðu forsvarsmenn Pjarðarkaupa þegar Morgunblaðið leitaði skýringa þeirra á að gerlakönnun Neytendasamtakanna sýndi að kjötfars þeirra væri ósöluhæft. Viðbrögð annarra voru mjög á sömu lund. Kjötiðnaðarmenn sem haft var tal af létu í ljósi efasemdir um aðferðir við sýnatöku f þessari könnun, töldu að óvönduð vinnubrögð gætu skýrt óeðlilegan gerlafjölda í farssýnum, þar sem kjötfars sé mjög viðkvæm vara sem þolir geymslu í mjög skamman tíma. Sveinn Sigurbergsson verslunar- stjóri Pjarðarkaupa sagði að verið væri að skoða þessi mál í framhaldi af niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta er áfall fyrir okkur, vegna þess að við teljum okkur vera með mjög gott innra eftirlit." „Þetta er eitthvað það versta sem maður getur lent í,“ sagði Guðjón Sveinsson kjötiðnaðarmaður Pjarðar- kaupa. „Við höfum fengið heilbrigði- seftirlitið til að skoða allt frá grunni hjá okkur. Hjá Neytendasamtökun- um fékk ég að vita að við vorum rétt yfír mörkunum hvað snertir §ölda kólígerla, allt annað var langt undir leyfilegum mörkum. Kólígerlar geta hafa komist í farsið eftir mörg- um leiðum, jafnvel alla leið frá slátur- húsi. Niðurstöðurnar sýna að varan var ekki gömul og saurkólígerlar voru langt undir mörkum, þannig að ekki er óþrifnaði um að kenna. Kólí- gerla ræður maður ekki við og ég er óhressastur með að vera hengdur fyrir eitthvað sem ég get ekkert gert að.“ „Við könnumst ekki við að sýni hafí verið tekin hér. Það er alveg sjálfsagt mál að láta sýni af hendi við rétta aðila, en þá þarf að kvitta fyrir að svo sé gert,“ sagði Jón Karls- son hjá Kaupfélaginu í Vestmanna- eyjum. Hann dregur mjög í efa að rétt hafí verið staðið að sýnatöku og meðferð sýnanna eftir að þau voru tekin í verslunum. Hann vitnar því til stuðnings í Vestmannaeyjablaðið Préttir, þar sem er viðtal við konuna sem tók sýnin. Þar segir Jón að komi fram að hún hafi keypt 250 grömm af hvorri vörutegund, hakki og farsi, í fimm verslunum, farið með sýnin heim til sín, pakkað þeim og sent í kæliboxi með flugvél til Reykjavíkur. „Haft er eftir henni að sýnin mættu ekki vera eldri en tólf tíma gömul og að hún hafi farið eftir þeim fyrir- mælum, hins vegar kemur ekki fram við hvað þessir tólf tímar eru miðað- ir. Það eru sterkar líkur á að röngum aðferðum hafi verið beitt við þessa könnun. Við bregðumst þannig við að við höfum hætt að kaupa fars frá þessum framleiðanda. Við erum með reglubundið eftirlit hér og síðast í gær, 15. mars, kom heilbrigðisfull- trúi Suðurlands og tók sýni af vörum okkar,“ sagði Jón Karlsson. „Ég hef séð öllum verslunum í Vestmannaeyjum fyrir farsi. Þessi sýni voru tekin af manneskju sem ekki er fagmaður. Sýnin voru tekin í búðunum, en ekki hjá mér í vinnsl- unni þar sem ég laga fars á hveijum morgni í einu lagi fyrir allar verslan- imar,“ sagði Magnús Bragason eig- andi kjötvinnslunnar Matargæða í Vestmannaeyjum. „Ef þessi slæma útkoma er mín sök, þá hefðu niður- stöðumar átt að vera þær sömu í öllum tilfellunum, en farsið reyndist vera í lagi í Tanganum. Ég ábyrgist það sem frá mér fer, en ber ekki ábyrgð á meðferð vörunnar eftir það. Heilbrigðisfulltrúi hefur aldrei gert neina athugasemd við vinnsluna og allan þann tíma sem við höfum starfað hefur engin kvörtun borist undan farsinu. „Ég get vel tekið undir að þetta er mjög alvarlegt mál,“ sagði Hafþór Hannibalsson kjötiðnaðarmaður hjá Brekkuvali í Kópavogi. „Við fáum farsið tilbúið frá Goða og setjum beint í kæli. Það er spurning hvort þetta kemur í vömna áður en við fáum hana eða hjá okkur. Okkar fyrstu viðbrögð voru að hafa sam- band við heilbrigðiseftirlitið í Kópa- vogi sem tók sýni hjá okkur í morg- F orsætisráðherra mótmælir túlkun iðn- aðarráðherra á EFTA-yfirlýsingunni: „Ég gerði mjög ákveðna fyrirvara" STEINGRÍMUR Hermannsson, fram, bæði í ræðu minni og á blaða- forsætisráðherra gerði á ríkis- stjórnarfundi i gær grein fyrir fimdi sínum með öðrum forsætis- ráðherrum EFTA-rikjanna í Osló, fyrr í vikunni. „Það kom fram mikil ánægja með þessa niður- stöðu, á fundi ríkisstjórnarinnar, en ég taldi nauðsynlegt að leið- rétta það sem Jón Sigurðsson, iðn- aðarráðherra sagði á fiindi iðn- rekenda um að við værum aðilar að EPTA-samþykktinni, án nokk- urra fyrirvara. Það er alls ekki rétt,“ sagði forsætisráðherra i samtali við Morgunblaðið. Steingrímur sagði að hann hefði gert mjög ákveðna fyrirvara um framkvæmd þessarar samþykktar. „Það eru reyndar allar þjóðirnar með fyrirvara um framkvæmd þessa sam- komulags. Svisslendingar gerðu það í sinni ræðu og ég gerði það í minni ræðu. Reyndar má lesa næstum því hvað sem er út úr þessu samkomu- lagi,“ sagði Steingrímur. Hann spurði: „Hvað er til dæmis „fyllsta mögulega samstarf"? í Svíþjóð er Ingvar Carlson gagnrýnd- ur fyrir að þetta sé allt of opið og teygjanlegt samkomulag. Þetta kom hins vegar fram í máli iðnaðarráð- herra á fundi iðnrekenda í gær, sem er alrangt. Mínir fyrirvarar komu mannafundinum ítrekaði ég þá.“ Steingrímur sagði að þetta mál hefði verið mikið rætt á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun, en hann stóð frá því kl. 9 til kl. 13.30. NJÓTTU ÞESSBESTA — EIGNASTU BMW. Einstakur bill fyrir kröfuharða. un og skoðaði aðstöðuna. Við bíðum nú eftir þeirra niðurstöðum. Við framleiðum hakkið sjálf og höfum það við hliðina á farsinu í kælibórð- inu, þannig að það vekur óneitanlega upp spumingar um hvaðan mengun- in kemur þegar hakkið reynist vera í lagi.“ „Við höfum ýmislegt við þessa könnun að athuga," sagði Leifur Ægisson hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri. „Það kom kona upp í Hrísalund um klukkan fimm síðdeg- is, tekur sýni af kjötfarsi sem var lagað að morgni og við ábyrgjumst í einn og hálfan sólarhring. Hún fer með það heim og segist geyma það til morguns og fara með það suður. Niðurstöður hljóta að vera tvíræðar þegar sýnin eru geymd og síðan far- ið með þau til Reykjavíkur. Margar skýringar geta komið til greina, fyr- ir utan sýnatökuna. Það getur verið að farsið hafi verið lagað deginum áður, geymsluaðferð í búð getur ver- ið ábótavant, kælikeðjan gæti hafa rofnað til dæmis við sendingu suður, þvotti í sláturhúsi getur hafa verið ábótavant og loks getur hreinlæti hér verið í ólagi. Við höfum hins vegar aldrei lent í þessu áður. Hér eru oft tekin sýni og síðast í febrúar síðastliðnum sem öll reyndust í lagi. Við getum svo ekki gert annað en það sem við gerum alltaf, halda áfram því eftirliti sem hér fer ævin- lega frarn," agði Leifur. Gisli Magnússon, píanóleikari. fyrir stjómandann. í efnisskrá tón- leikanna stendun „Lilja var samin 1970. Jón Ásgeirsson hefur sagt hana vera hugleiðingu um Liljulag- ið og upphafsstef Þorlákstíða, sem varð til við lestur Lilju Eysteins Ásgrímssonar." íslenskan er vand- meðfarin. Gísli Magnússon er einn okkar ágætasti píanóleikari, gerði enda margt mjög vel og reis þar kannske hæst annar þáttur kon- sertsins, bæði hjá Gísla svo og stjómandanum. Þeir tveir virtust ekki ná alveg saman í fyrsta þætt- inum, sem þar að auki var í hæg- ara lagi, en það gerir þáttinn ekki auðveldari í flutningi. Állegro verð- ur allegro þótt moderato fylgi. Sinfóníutónleikar Tónlist Ragnar Björnsson Tónleikamir hófust á hugleið- ingu Jóns um hið undurfagra Lilju- lag. Þetta tónahljóð Jóns er um margt mjög falleg hugsmíð um Liljulagið, sem fyrst og fremst er í sviðsljósinu og birtist í ýmsum myndum. Þó get ég ekki að því gert að mér finnst Jón ætla sér að koma of mörgum hugmyndum fyr- ir á fáum síðum, tónaljóðið þyldi sannarlega lengri tíma og stundum lengri undirbúning að hugmyndun- um. Stjómandinn Mushe Atzmon sýndi hér strax að hann kann sitt fag, og Lilja er ekki alltaf auðveld Síðasti þátturinn var aftur á móti í allra hraðasta lagi og verður að kenna það hljómsveitarstjóranum. Málið fyrir Gísla og aðra fslenska einleikara er að hafa tækifæri til þess að spila 50 sinnum fleiri tón- leika á ári. D-moll sinfonía Roberts Schumanns eða „Sinfónísk fant- asía“ eins og hann kallaði sinfóní- una í fyrstu gerð, þá hann afhenti konu sinni á afmælisdegi hennar, er dýrlegur óður. Hljómsveitin skil- aði sínu hluverki vel með Símon Kúran sem konsertmeistara. Um túlkun má lengi deila. Stjóm Atz- mons á sinfóníunni sýndi aftur að hann er „rútineraður“ stjómandi sem lagði upp úr að halda öllu vel saman, en minni áherslu á að leiða fram andstæður í sinfóníuinni. II GEFÐU GOÐA GJOF VANGO svefnpoki 200, kr. 3.491,- VANGO svefnpoki 200, tvöfaldur, -5°C, kr. 4.971,- VANGO svefnpoki 300, kr. 4.256,- VANGO svefnpoki 300, tvöfaldur, -10°C, kr. 5.305,- VANGO svefnpoki 400, tvöfaldur, -15°C, kr. 5.971,- VANGO fellikúlutjöld, kr. 8.520,- VANGO kúlutjöld frá kr. 8.200,- Opið laugardag 11-16 SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.