Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 4 Ast er... ... að bæta fötin hans. TM Reg. U.S. Pat Off.—aN rlghts reserved ® 1989 Los Angetes Times Syndicate Heitir annar hvor ykkar Jón ... ? HÖGNI HREKKVlSI Þessir hringdu .. Góður málstaður og slæmur Húsmóðir hringdi: Allar þjóðir sem byggja Norð- ur-Atlantshafíð eru í sama báti. Sjávardýrin eru lífsbjörgin. Magn- ús Guðmundsson á þakkir skilið fyrir að taka mynd sem sýnir fár- ánleikan í því að reyna að friða sumar dýrategundir og raska með því lífríki sjávarins. Grænfriðun- gamir vita hreinlega ekki hvað þeir eru að gera. Myndin sýndi líka aðferðimar sem þessir „dýra- vinir“ nota. Vondur málstaður verður aldrei varinn nema með svikum og prettum. Það var eftirtektarvert að hlusta á umræðumar á eftir. Þeir sem höfðu þekkinguna fengu varla að segja orð. Og hinir lærðu ekkert á því að sjá myndina því þeir neituðu staðreyndum og í örvæntingunni sem ætíð fylgir því að veq'a vondan málstað fóru þeir út í allt aðra sálma. Hvaða fé leggja þessir Græn- friðungar til vemdar skógum, og til að draga úr mengunaróþrifnað- inum. Nei, þeir kaupa menn til að bera ljúgvitni og dýr skip, til að reyna að svelta í hel eskimó- ana. Þegar kom að almenningsálit- inu þá hló ég. Hvað getur þetta fólk, sem fannst sjálfsagt að kommúnistamir tækju völdin í Víetnam sagt núna. Hvemig er nú komið kjörum fólks í þvl landi. Það er eins og í öllum kommúnist- aríkjunum, skorturinn og kúgun- in. Afganimir vita hvað við tekur ef kommúnistamir ná völdum og þess vegna beijast þeir til síðasta manns. Ef Magnús Guðmundsson lend- ir í fjárhagsvandræðum með þessa mynd, þá vil ég að almenningur fari að hjálpa honum. Þjóðin má aldrei gleyma innbrotinu í hval- stöðina. Lyklakippa fannst Lyklakippa, brúnt leðurhulstur merkt Útvegsbanka Islands, fannst við Kalkofnsveg á fímmtu- dag. Nánari upplýsingar í síma 691210. Konráð Friðfínnsson hringdi: Myndin „Lífbjörg í norður- höfum" sem sýnd var í Sjónvarp- inu á þriðjudagskvöld er greini- lega gerð af miklum andstæðingi samtaka Grænfriðunga. Hún er of einfold til að geta talist heim- ild og það á áreiðanlega eftir að hnekkja henni, ef hún verður sýnd um allan heim. í I FRÆÐANDl OG SKEMMTBLEGT l-'r*.'. •.'.V** iil R*ygM ^<***$$$ •„Hjv.r TUNGUMÁLA TILVALIN FERMINGARGJÖF Hið frábæra tungumálaspil, Polyglot, er nú komið til Islands, fyrst Norðurlanda. Polyglot er andlega þroskandi og menntandi leikur sem hefur verið hannaður til þess að örva skilning og þekkingu á erlendum tungumálum. Hér er valið tækifæri til að efla tökin á tungumálakunnáttu ykkar. Um mikil- vægi blaða- greina Til Velvakanda. Ég var að lesa í Morgunblaðinu í morgun, þann 15. febrúar, ágæta grein eftir Guðmund Guðmundsson, „Lokaorð um óljóðin". Greinar hans um ljóðagerð í tilefni af 75 ára af- mæli Morgunblaðsins voru fullkom- lega orð í tíma töluð. Ég les Morg- unblaðið daglega, spjalda á milli, og þykist gjörkunnugur efni blaðs- ins. Ég varð því ekki lítið undrandi þegar neðanmáls stóð þessi athuga- semd frá ritstjóminni: „Greinin barst snemma í janúar, en hefur beðið birtingar vegna þrengsla í blaðinu." Einhvemveginn hefur það skol- ast til hjá mér að allt það efni, sem forgang hafði allan þennan tíma, hafi verið svona gott og nytsamt og nauðsynlegt, að það kæmi á undan fyrir almenningssjónir. En hvað um afmælisljóð Morgunblaðs- ins? Eru þau í samræmi við þann mikla áhuga sem blaðið segist hafa fyrir reisn tungunnar eða eigum vér að vænta annars. 7167-6625 Skemmti- þáttur eða ekki Velvakandi góður. Þegar ég var að horfa á svokall- aðan skemmtiþátt í Sjónvarpinu kvöldið 1. marz sl., „A tali hjá Hemma Gunn", sótti að mér sú hugsun hvort Sjónvarpið hefði ekk- ert betra upp á að bjóða. Þetta var dagurinn sem bjórinn streymdi út og var hann rækilega auglýstur í þessum þætti. Næstum í hveiju atriði var minnst á bjór. Einnig má spyija hvort ekki sé lágmarks krafa að sá sem stjórnar sjónvarpsþætti geti talað nokkum veginn lýtalausa íslensku. Og að lokum held ég að allir séu búnir að fá leið á Elsu Lund og fíflalátum þeirrar persónu. Kona á Norðurlandi í í í í i d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.