Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
Eric A. McVadon
Varðberg og SVS:
Vamarliðið
og varnir
Islands
YFIRMAÐUR varnarliðsins á
íslandi, Eric A. MacVadon, flota-
foringi, flytur erindi á hádegis-
verðarfundi (SVS), Samtaka um
vestræna samvinnu og Varð-
bergs f dag, laugardag.
Pundurinn er haldinn í Atthaga-
sal Hótels Sögu og verður húsið
opnað klukkan tólf á hádegi.
Erindið verður flutt á íslensku
og ber yfirskriftina: „Vamarliðið á
íslandi og vamir íslands."
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um f SVS og Varðbergi, svo og
gestum þeirra.
Lítil
loðnuveiði
FREMUR lítil loðnuveiði hefur
verið undanfarna daga þrátt
fyrir sæmilegt veður á miðun-
um. í gær tilkynntu 9 skip um
afla, samtals um. 6.300 tonn.
Aflinn fékkst nánast allur fyrir
suðaustan land, við Berufjarðar-
ál.
Bjami Óiafsson tilkynnti 1000 t
í Hafsfld, Svanur 720, óákveðið
hvert, Húnaröst 640 til Homafjarð-
ar, Rauðsey 610 til Neskaupstaðar,
Guðrún Þorsteinsdóttir 720 til
Eskifjarðar, Súlan 780 til Krossa-
ness, Þórður Jónasson 680 til
Krossaness, Gullberg 620 til Eyja
og Erling 620 til Raufarhafnar.
Síðdegis á flmmtudag hafði
ísleifur tilkynnt um 700 tonn til
Vestmannaeyja, Guðmundur Ólaf-
ur 590 til Neskaupstaðar, Keflvík-
ingur 520 óákveðið hvert og Hilm-
ir 1.350 til Neskaupstaðar.
Síðdegis á miðvikudag tilkynntu
þessi skip um afla: Harpa 620 tonn
til Hafnarfjarðar, Sunnuberg 640
til Grindavíkur, Beitir 1.100 til
Siglufjarðar, Dagfari 520 til Sand-
gerðis, Öm 700 til Krossaness og
Þórshamar 580 óákveðið hvert.
Kviknaði í
sjónvarpstæki
ELDUR kom upp í kjallara
fbúð í Engihjalla 7 í Kópavogi
sfðdegis á fimmtudag.
Sjónvarpstæki og myndlykill
brunnu. Nokkrar skemmdir urðu
af reyk sem barst um húsið.
í gærkvöldi var slökkviliðið kvatt
vestur á Grenimel þar sem eldur
kom upp í bílskúr. Eldur logaði í
msli á gólfí skúrsins en hann var
fljótt slökktur og án þess ða vem-
legar skemmdir hlytust af.
Verðá
páskaeggjum
í Hagkaup
Þorsteinn Pálsson, sölustjóri
hjá Hagkaup hafði samband við
blaðið vegna verðkönnunar á
páskaeggjum sem birtist í páska-
blaði Daglegs lífs á föstudag.
Eggin hafa Iækkað f verði frá
þvi könnunin var gerð og kosta
þau nú sem hér segir.
Páskaegg númer tvö frá Nóa-
-Siríusi kostar 205 krónur, númer
þijú 405 krónur, númer fjögur 625
krónur, númer fimm 985 krónur,
númer sex 1.535 krónur og
stmmpaeggin 719 krónur. Eggin
frá Mónu kosta 205 krónur númer
tvö, númer fjögur 454 krónur,
númer sex 579 krónur, númer átta
759 krónur og númer tíu 1.279
krónur.
Tónleikar
í Cuba
Breska hljómsveitin The Men
They Couldn’t Hang heldur
síðustu tónleika sína hér á landi
að þessu sinni í skemmtistaðnum
Cuba í Borgartúni i kvöld.
Hljómsveitin hefur haldið tvenna
tónleika í veitingastaðnum Casa-
blanca, á fímmtudags- og föstu-
dagskvöld, en í kvöld gefst áheyr-
endum frá átján ára aldri kostur á
að sjá hljómsveitina.
Flugfax hf.r
Fimm tonn af laxi
tíl Japans vikulega
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
Lán tíl íbúðabygginga
í ár 17 -18 milljarðar
Markaðurinn tekur á sig stóran hluta flármögnunar
með húsbréfakerfinu
á því að skerðingarákvæði í fyrstu
grein fmmvarpsins gæti leitt til mis-
mununar. Þar er gert ráð fyrir skert-
um lánum til þeirra sem eiga full-
nægjandi íbúðir eða jafn verðmætar
eignir. Taldi hann að þetta gæti til
dæmis bitnað á trillukarli er ætti
skuldlausa trillu eða atvinnubílstjóra
sem ætti eigin vörubíl.
Alexander Stefánsson, fyrmm fé-
lagsmálaráðherra, lýsti yfír and-
stöðu sinni við húsbréfafrumvarpið
'-’e gaguiyaui duiiumiu oiguruaruon-
ur fyrir að stilla samráðhermm
sínum og samstarfsflokkum upp við
vegg í málinu. Hann sagði húsbréfa-
kerfíð tímaskekkju; verið væri að
lama Húsnæðisstofnun en fasteigna-
salar og verðbréfafyrirtæki ættu að
taka við hlutverki hennar. Núver-
andi kerfi ætti að fá aðlögunartíma
og síðan ætti að gera á því nauðsyn-
legar breytingar í samráði við aðila
vinnumarkaðarins.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 17. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 44,50 43,50 43,84 50,000 2.192.000
Þorskurósl. 41,00 35,00 40,47 11,142 450.887
Karfi 29,00 26,00 26,08 1,203 31.393
Keila ósl. 14,00 14,00 14,00 2,957 41.398
Langa ósl. 23,00 23,00 23,00 1,756 40.389
Ýsa 84,00 84,00 84,00 0,115 9.660
Ýsa ósl. 70,00 57,00 64,38 0,969 62.382
Koli 45,00 20,00 31,39 0,376 11.820
Ufsi ósl. 15,00 15,00 15,00 0,087 1.305
Ýsa smá ósl. 26,00 26,00 26,00 0,407 10.582
Steinbítur ósl. 32,00 15,00 25,40 0,721 18.313
Keila 14,00 14,00 14,00 0,534 7.476
Langa 23,00 23,00 23,00 0,050 1.150
Lúða 240,00 240,00 240,00 0,003 768
Skata 66,00 66,00 66,00 0,014 924
Steinbítur 32,00 24,00 25,18 0,681 17.160
Skötuselur 66,00 66,00 66,00 0,014 924
Samtals 40,82 71,032 2.900.157
Selt var aðallega frá HB á Akranesi, úr Stakkavík ÁR, Guðrúnu
Björgu ÞH og Fram HF. Á mánudag verður selt úr Otri HF, 120
t þorskur, 20 t ýsa, 5 t ufsi, 6 t blandað og 1,5 t hrogn. Einnig
verður seldur lax, 500 kg frá (slandslaxi og fiskur úr dagróðra-
bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 54,00 41,00 46,09 1,965 90.563
Þorskurósl. 38,00 38,00 38,00 1,053 40.014
I.bl. Þorskurósl. 26,00 26,00 26,00 0,315 8.190
d.bl. Þorskurósl. 34,00 34,00 34,00 1,198 40.732
1-2n. Þorskur ósl. 1 40,00 37,00 38,78 19,210 744.982
n. Þorskur ósl. 27,00 27,00 27,00 1,947 52.569
1-4 n. Ýsa ósl. 79,00 50,00 71,03 0,737 52.349
Steinbíturósl. 8,00 8,00 8,00 0,121 968
Skarkoli 70,00 20,00 22,21 1,177 26.140
Rauðmagi 52,00 52,00 52,00 0,045 2.340
Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,045 6.750
Samtals 38,31 27,813 1.065.597
Seldur var bátafiskur. ( dag verður uppboð klukkan 12.30. Selt
verður úr Ásgeiri RE 10 t þorskur, 10 t karfi, 2,5 t grálúða, 4 t
ýsa og bátafiskur.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 51,00 42,50 45,03 27,689 1.246.932
Ýsa 98,00 10,00 59,88 4,259 255.084
Ufsi 24,50 9,00 23,63 46,743 1.104.468
Karfi 29,50 25,00 27,69 85,464 2.366.185
Steinbítur 9,00 5,00 7,09 0,287 2.035
Keila 11,00 11,00 11,00 3,640 39.710
Langa 15,00 15,00 15,00 0,045 675
Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,277 41.550
Skarkoli 40,00 15,00 39,78 1,532 60.940
Lúða 205,00 205,00 205,00 0,009 1.847
Rauömagi 48,00 48,00 48,00 0,021 1.008
Skata 82,00 82,00 82,00 0,490 40.180
Samtals 30,70 170,458 5.233.744
Selt var aðallega úr Aðalvík KE, Guöbjörgu RE, Guðrúnu Björgu
ÞH, Sæljóni RE, Hraunsvík GK og Siguröi Þorleifssyni GK. ( dag
verður selt úr Aöalvík KE, óákveðið magn af þorski, ýsu, löngu,
lúðu og fleiru. Einnig úr Eldeyjarboða óákveðiö magn af þorski,
ýsu, keilu og löngu. Ennfremur úr dagróðrabátum.
NALEGA fímm tonn af ferskum
laxi fara nú til Japans í viku
hverri með flugvélum banda-
ríska flugfélagsins Flying Tig-
ers. Páll Jónsson hjá umboðs-
fyrirtæki Flying Tigers, Flugfaxi
hf., segir að á síðasta ári hafi
ekki farið nema 55 tonn af fryst-
um laxi til Japans og enginn
ferskur lax.
Asamt laxi og öðrum sjávaraf-
urðum fer stór sending af tölvuvog-
um frá Marel til Japans í næstu
ferð Flying Tigers. Vogimar verða
svo fluttar áfram til kaupenda í
Sovétríkjunum. Þá verða svil vænt-
anlega send í síðasta sinn í bili með
næstu ferð.
„Viðbrögðin við ferska fískinum
hafa verið jákvæð í Japan og við
erum mjög bjartsýnir," sagði Páll
Jónsson. „Markaðurinn er sveiflu-
kenndur, en ég er sannfærður um
að við munum ná góðri stöðu þar.
Fram að þessu hafa menn ekki
verið fyllilega ánægðir með verðið,
en það er að lagast og stefnir í já-
kvæða átt. Það hefur mikið verið
af prufusendingum og menn hafa
verið að þreifa sig áfram með karfa,
kola og fleiri tegundir."
Flugfax flytur einnig hesta með
leiguflugvélum. Ein vél flaug út
með hesta 2. marz, ein fór með
hesta og físk til Bandaríkjanna
síðastliðinn þriðrjudag og sú þriðja
fer með fullfermi af hestum í dag,
laugardag.
ÁÆTLUÐ heildarlán Húsnæðis-
stofiiunar ríkisins á þessu ári eru.
um 11 milljarðar króna. Líkleg
viðbótarlánafjárhæð lífeyrissjóða
er 2 milljarðar. Bankakerfið bæt-
ir við 2-3 milljörðum. Ætla má
að handhafbréf séu um 2 milljarð-
ar. Samtals fara þvi 17 til 18 millj-
arðar á ári hveiju til húsnæðis-
mála. Þetta kom fram í máli fé-
lagsmálaráðherra í gær þegar
mælt var fyrir húsbréfafrum-
varpinu, sem felur í sér kerfi
skuldabréfaviðskipta - húsbréfa-
miðlunar - í stað beinna lána til
íbúðarkaupa. Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
lýsti sig sammála meginhugsun-
inni að baki húsbréfakerfisins.
Hins vegar vantaði enn heildar-
stefiiumörkun varðandi endur-
skoðun húsnæðiskerfísins.
Félagsmálaráðherra sagði að í
Noregi, þar sem opinberar lánveit-
ingar til húsnæðismála væru hæstar
á Norðurlöndum, utan íslands,
næmu lán húsbankans rúmum 2,3
milljörðum íslenskra króna (1987),
þegar útlánin væru „leiðrétt miðað
við íbúa hér á landi“. Sambærileg
heildarútlán Húsnæðisstofnunar
ríkisins (1987) hefðu verið 5,9 millj-
arðar.
Ráðherra sagði að könnun Félags-
stofnunar Háskólans sýndi, að 35%
höfuðborgarbúa og 23% landsbyggð-
arbúa hefðu sótt um eða ætluðu að
sækja um lán hjá Byggingarsjóði
ríkisins næstu 2 árin. Ætla mætti
að kostnaður við afgreiddar og óaf-
greiddar umsóknir á tveggja og hálfs
árs tímabili, frá september 1986 að
telja, kosti um 41.000 milljónir
króna, miðað við fúll lán.
„Okkur ber að viðurkenna,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, „að hús-
næðislánakerfíð er komið í þrot.
Annað er blekking. Það er ekki leng-
ur hægt að lána jafnt til þeirra sem
eiga fyrir húsnæði sem hinna, er
kaupa eða byggja í fyrsta sinn.“ Hún
sagði það mikilvægan kost húsbréfa-
kerfisins að það stuðlaði að aukinni
innri fjármögnum fasteignavið-
skipta, þar sem seljandi lánaði veru-
legan hluta kaupverðs, samhliða því
að útborgun lækkaði. Seljandi fengi
í hendur ríkistryggð og verðtryggð
húsbréf á föstum vöxtum, sem hefðu
svipaða stöðu og spariskírteini ríkis-
sjóðs og yrðu m.a. skattfrjáls eins
og þau.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að mikil-
vægt væri að marka heildarstefnu
varðandi endurskoðun húsnæðis-
kerfísins en þar væri þörf á breyting-
um. í þessu frumvarpi væri að fínna
athyglisverðar tillögur, en þær tækju
ekki til kerfisins í heild. Hann sagð-
ist taka undir meginhugsunina að
baki húsbréfakerfisins. Kerfið væri
í samræmi við stefnu sjálfstæðis-
manna; væri einfalt og skilvirkt,
drægi úr miðstýringu og leiddi ekki
til mismununar.
Þorsteinn gagnrýndi nokkra þætti
frumvarpsins. Til dæmis taldi hann
að ákvæði um lækkun á kaupskyldu
lífeyrissjóðanna væru ófullnægjandi,
að ekki væri til bóta að færa vaxta-
ákvörðun verðtryggingarskilmála til
ríkisstjómarinnar og að hætta væri
GENGISSKRÁNING
Nr. 54. 16. mar8 1989
Ein. Kl. 08.16
Dollari
Sterlp.
Kan. dollari
Dönsk kr.
Norsk kr.
Sœnsk kr.
Fi. mark
Fr. franki
Belg. franki
Sv. franki
Holl. gyllini
V-þ. mark
ít. líra
Austurr. sch.
Port. escudo
Sp. peseti
Jap. yen
irskt pund
SDR (Sérst.)
ECU, evr.m.
Tollgengi fyrir mars er sölugengi 28. febrúar.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
Kr. Kr. Toll-
Kaup Sala gangl
52,70000 52,84000 51.49000
90,51200 90,75300 89,51500
44,13200 44,24900 42.90800
7,23160 7,25080 7,22920
7,74370 7,76430 7.67760
8,23690 8,25880 8,17690
12,10380 12,13600 12,02760
8,32740 8,34950 8,27750
1,34620 1,34980 1,34350
32,77360 33,86070 33,03820
24,98160 25,04800 24,96240
28,18940 28,26420 28,17900
0,03840 0,03850 0,03822
4,00930 4,01990 4,00470
0,34270 0,34360 0,34080
0,45320 0,45440 0,44900
0,40152 0.40259 0,40486
75,34800 75,54800 75.00500
68,66390 68,84630 68,08270
58,76050 58,91660 58,48490
MITSUBISHI
mLANCER
1989
BILL FRA HEKLU BORGAR SIG
E
HEKLAHF VERÐ frA
laugavegi 170-172 Simi 695500 KR. 798.000.-