Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989
45
W 1 m
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
H TIL FÖSTUDAGS
» !\n i/vywi ká.Jní'1
m w
Úú ** -
n*yfk
OG í ‘oRMR/CMl Vl-9 HINR NVJU STFFNU
'OKKRí? HÉR R SJÓNVHRplNU VILJOM VI0 TRK'R
SKVí?T/>FF?RM F?Ð RLLTSEM HÆSTVhTTW
F0RS4TI/SRHPHERRR VRR 99 ENOR V|f>
1 ÞíNGSJRNNI E(? EINTÓMT
|RELVÍT15/PÍP0Cr LY<3I RÐ SÖGN THLS-
Léttlyndur lagasmiður
Til Velvakanda.
Snemma í haust gaf Lýður Ægis-
son skipstjóri úr Vestmannaeyjum
út hljómplötu sem mig langaði til að
eignast og hringdi því heim til hans
þar sem ég þekki þennan hrekkjalóm
(hann er einn af stofnendum Hrek-
kjalómafélagsins í Vestmannaeyj-
um). Ég bað hann að senda mér eina
plötu áritaða af honum ásamt gíró-
seðli sem ég lofaði að greiða ekki
seinna en strax og pakkinn kæmi.
Plötuna fékk ég ásamt gíróseðlinum
tveimur dögum seinna og varð aldeil-
is ekki fyrir vonbrigðum. Platan er
stórgóð og ég spila hana mikið en
gíróseðiliinn lenti einhvemveginn í
drasli hjá mér þannig að ég stein-
gleymdi að borga hann. Tveir mánuð-
ir liðu án þess að ég heyrði neitt frá
Lýð en þá kom bréfið ...
Stundum fæ ég í pósthólfið mitt
gluggapóst heldur hvimleiðan ef ég
greiði ekki skuldir mínar á gjald-
daga. Venjulega eru þetta kaldir
seðlar fullir af hótunum um lögfræð-
inga eða eignaupptöku og þegar
svona seðlar berast rennur manni
kalt vatn milli skinns og hörunds.
En í þetta skiptið var ég snöggur
að finna gíróseðilinn hans Lýðs og
ég held að ég hafi ekki greitt skuld
með meiri ánægju í langan tíma en
þegar ég borgaði plötuna „Lómurinn
L.Æ.vís.“
Svona leit bréfið út
Reykjavík 11. des. anno 1988.
Eg settist eitt sinn niður til að semja lög
og ljóð.
Lét þau svo á plötu sem víst þykir nokkuð
góð.
Það kostaði mig svita og það kostaði mig tár.
að koma þessu saman svo þér gæti liðið skár.
Á bak við svona skífu leynist mikið pex og
puð.
Pælduíðí - bara til að koma þér í stuð!
Tónlistin er heimur þar sem tilfinningin rís.
Á taugamar er spilað þar til heilabúið frýs!
Það kostaði sko miljón bara að móta þetta
plast.
- Meitla í það tónana fyrir fullt og fast -.
Vökunætur margar ég í stúdíói stóð.
Mig studdu ótal listamenn - ég vild’ún
yrði góð!
Svo hljóp ég beint í símann til að selja um
borg og bý,
sendi til þín eintakið — þú manst nú eftir þvi?
Af símareikningsfjandanum nú ferlega ég
styn.
Ég finn bara ekki greiðsluna frá þér minn
kæri vin!
Ég yrði ósköp feginn ef þú fýndir seðilinn
og færðir á minn reikning þúsund krónub-
leðilinn.
Égyrði ofsa glaður - já, mig hlypi galsi í
ég gerði eitthvað dúndur sniðugt - þú
mátt trúa því!
Ef þú hefur þegar þennan gíróseðil greitt
gerðu þá í máli þessu bara ekki neitt
Vertu eins og Lýður hafi aðeins litið við.
Labbað inn í kaffisopa að Eyjamanna sið.
Ekki væri verra éf þú vildir slá á þráð.
velja símanúmerið sem er hér neðar skráð.
Það myndi bara los’okkur við alskyns puð
og pex.
Pældu’íði - síminn hér er þrír núll fimm
núli sex!
H.S.
Víkverji skrifar
að fer vart milli mála, að ein
helzta uppákoma vetrarins er
sýning ríkissjónvarpsins á kvikmynd-
inni „Lífsbjörg í Norðurhöfum“ og
umræðuþátturinn í kjölfarið. Hvar
sem komið var daginn eftir var um-
ræðuefnið alls staðar kvikmyndin og
frammistaða þátttakenda í sjón-
varpssal. Á götum úti, í verzlunum,
á vinnustöðum og í heita pottinum
var það sama upp á teningnum. En
aidrei þessu vant voru allir á einu
máli. Grænfriðungar voru óvinurinn
og þeir fengu aldeilis fyrir ferðina í
kvikmyndinni — og það verðskuldað.
Fyrir nokkrum dögum voru hval-
veiðarnar mjög umdeildar meðal
landsmanna. Ýmis merki voru sjáan-
leg um það, að hvalveiðamar ættu
sífellt minna fylgi að fagna. Þar var
fyrst og fremst um að kenna við-
skiptaþvingunum fyrirtækja í Vest-
ur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum.
Fólk horfði upp á það, að íslenskt
lagmeti var ekki lengur til sölu í
vestur-þýzkum verzlunum vegna
þiýstings frá Grænfriðungum. Fólk
var farið að missa vinnuna. Samtök
lagmetisiðnaðarins snerust gegn
hvalveiðunum og ýmsir stjórnmála-
menn töldu bera vel í veiði með því
að beijast gegn hvalveiðum og
heimta að þeim yrði hætt næsta sum-
ar. Of miklir hagsmunir væru í veði,
milljarðasölur á erlendum mörkuðum
famar í vaskinn og atvinnumissir
fólks hafinn. Fóma yrði minni hags-
munum fyrir meiri.
X X X
etta breyttist allt í einni svipan.
Fólk var öskureitt' vegna
meintra falsana Grænfriðunga um
veiðar á sel og hval. Heiður og
lífsbjörg var í veði. Nú skyldi Græn-
friðungum mætt af fullri hörku og
tekið duglega í hnakkadrambið á
þeim. Þótt allir virtust styðja hval-
veiðamar í kjölfar kvikmyndasýning-
arinnar er Víkvetji ekki viss um, að
almenningsálitið hafi endilega snúizt
á sveif með þeim. Miklu frekar hafi
menn snúizt gegn Greenpeace og séu
reiðubúnir að láta hart mæta hörðu.
Það er út af fyrir sig gott og blessað
að snúast til varnar íslenzkum hags-
munum. En það á ekki að gera af
særðu þjóðarstolti — eða þjóðarremb-
ingi — að mati Víkvetja. Það á að
mæta áróðri Grænfriðunga með rök-
um. Mikilvægasta röksemdin fyrir
hvalveiðum er sú, að nýta beri allar
auðlindir til sjós og lands með skyn-
samlegum hætti. Það er höfuðrök-
semdin. Það er aukaatriði, hvort
hvalveiðar eru stöðvaðar um tíma
eða ekki. Það kann að reynast nauð-
synlegt vegna ytri aðstæðna. En án
þess að fómað sé réttinum til nýting-
ar auðlinda.
XXX
Hollt er að minnast þess í allri
andúðarbylgjunni gegn Græn-
friðungum, að þeir em bandamenn
Islendinga á ýmsum sviðum. Þeir
beijast gegn hvers konar mengun
og em eindregnir talsmenn náttúm-
vemdar. Þar eigum við samleið með
þeim.
Grænfriðungar hafa sannarlega
beitt öfgakenndum aðgerðum til að
vekja athygli á málstað sinum. En
þeir em ekkert einir um það í fjöl-
miðlafirringu nútímans. Hvar ætli
kvennabaráttan væri stödd núna ef
Rauðsokkur hefðu ekki gengið fram
af körlum jafnt sem konum á sínum
tíma?
LONDON
NEW YORK
snyrtivörukynning
í Miðvangi, Hafnarfirði í dag kl. 10-14.
Förðunarfræðingur á staðnum.
CoverGirl-umboðið, sími 688660.
UISAIA
á kuldaúlpum og skíðaanórökum.
Helmings afsláttur.
Don Cano-búdin,
Glæsibæ, sími 82966.
Civic Hatchback
Vél: 16 ventla, 75/90/130 Din hestöfl.
Verðfrá kr. 715.000.
Civic Sedan GL sjáifskiptur
Vél: 16 ventla, hestöfl 90/116 Din.
Verð frá kr. 899.000.
Civic SHuttle 4 WD
Fjórhjóladrif - GTI, vél 116 Din.
Verð: 1.030.000stgr
Tökum vel með farna
notaóa bíla upp í nýfa.
BÍLASÝNING
ÍDAGKL. 13-16.
1U HONDA
Vatnagörðum 24, sími 689900.