Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 16
/ 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 FJOLSKYLDUMALTIÐ FYRIR FJÓRA MEÐ GOSI, SAMTALS KR. Að sjálfsögðu geturðu einnig valið einhvern af okkar 15 sér- réttum og farið á salatbarinn. NÓATÚNI URvALS MALTIÐ KRONUR Veldu einn af fjórum aöalréttunum. " HAKKABUFF ■ LASAGNA ■■ PÖNNUSTEIKTAN KARFA ■■ RÉTT DAGSINS súpa og kaffi fylgir, allt þetta fyrir kr. 470—490 Barnaskammtur kr. 315—330 ... á við bestu galdraþulu! Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, saiatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753 Ferðaþjónusta — vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi eftirKarl Sigurhjartarson Ferðaþjónusta í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. er grein eftir Pál Richardsson um ferðamál. Þó greinin sé fróðleg og að mörgu leyti ágæt, finn ég mig knúinn til að gera athugasemdir við sumt af því sem þar kemur fram. Fyrst vil ég endilega biðja Pál um að nota heitið ferðaþjónusta um þennan atvinnuveg sem við báðir vinnum við. Það heiti er nú almennt notað og lýsir best eðli atvinnu- greinarinnar. Eins og heitið ber með sér er ferðaþjónusta þjónusta við ferða- menn og gildir einu hvort tekið er á móti erlendum ferðamönnum hér á íslandi eða hvort þjónað er íslenskum ferðalangi til ferðar í eig- in landi eða erlendis. Það er áreiðan- lega ekki hagsmunum þessa unga atvinnuvegar til framdráttar að þeir sem við hann starfa skipist í öndverðar fylkingar þar sem hvor reynir að gera hina tortryggilega. Þáttur ferðaskrifstofa Þjónusta við erlenda ferðamenn skapar dýmætan gjaldeyri og hlut- deild ferðaþjónustu í verðmæta- sköpun þjóðarbúsins hefur aukist gífurlega undafarin ár og mun auk- ast enn á komandi árum. A eftir íslensku flugfélögunum veija engir eins miklu fé og orku til að fá ferða- Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Veidu Kópal með gljáa við hæfi. menn til íslands eins og íslenskar ferðaskrifstofur, og nemur sá kostnaður mörgum milljónum króna á hveiju ári. Islenskar ferðaskrif- stofur hafa verið í fararbroddi við uppbyggingu þessa útflutningsat- vinnuvegar sem þjónusta við er- lenda ferðamenn svo sannarlega er. Islenskar ferðaskrifstofur hafa einnig verið óþreytandi við að leita nýrra og ódýrari leiða fyrir íslenska ferðamenn og í því samhengi má ekki gleyma að Islendingar ferðast einnig,_ og í vaxandi mæli, um eigið land. Óhjákvæmilega verða þó ut- anlandsferðimar meira áberandi og ég held að enginn efist um hve mikil nauðsyn það er fyrir okkar fámennu þjóð, eftir margra alda eingangrun úti í miðju Atlantshafi, að heimsækja önnur lönd og blanda geði við fólkið sem í þeim býr. Og þó okkur þyki hvergi betra að búa en á íslandi, þá er það nú einu sinni svo, að hér er veturinn langur, dimmur og oftast kaldur, en allra veðra von á sumrin. Það er því ekki að furða þó þeim fjölgi sem sækja suður á bóginn í fríinu sínu. Og þetta er ekki séríslenskt fyrir- brigði, þetta á við um alla Norður- Evrópu. Flestar ferðaskrifstofur á Islandi fást við hvort tveggja; móttöku og þjónustu við erlenda ferðamenn, en einnig skipulag og þjónustu við íslenska ferðamenn til ferða um útlönd eða á íslandi. Þó þessir þætt- ir vegi misjafnlega þungt eftir því hver ferðaskrifstofan er, hef ég þar aldrei orðið þess var, að önnur greinin teldist óæðri hinni. Tilgangslaus samanburður Samanburður á kostnaði vegna utanferða íslendinga annars vegar og hins vegar gjaldeyristekjum vegna komu erlendra ferðamanna til íslands er alveg út í hött vegna þess að þessar stærðir eru óskyldar og engin ástæða til samanburðar á þeim. Það hvarflar ekki að Svíum eða Þjóðveijum að setja ferðahöft á sína landsmenn af því að gjaldeyr- istekjur þeirra af ferðaþjónustu eru tiltölulega litlar. Og þá ekki Spán- veijum að leggjast í flakk af því þeir hafa miklar tekjur af ferða- mönnum. Fyrir okkur íslendinga er sjálf- sagt að setja markið hátt varðandi móttöku erlendra ferðamanna. Möguleikamir eru miklir. Og jafn- framt að hvetja landsmenn sem mest til ferða um eigið land. En þau markmið eru alveg óháð því hvemig við hyggjumst veija þeim gjaldeyri sem þar aflast eða sparast. Ef menn vilja samt endilega gera samanburð á þessu tvennu, þurfa þeir að vita hvaða tölur þeir em með í höndunum og hvað þær inni- halda. Því miður er langur vegur frá að Páli takist þetta. í fyrsta lagi íjalla tölur Seðla- bankans, sem Páll vitnar í, um gjaldeyrisyfirfærslur vegna ferða- manna, innlendra og erlendra, og er alls ekki ætlað að sýna heildar- gjaldeyristekjur og -útgjöld vegna ferðaþjónustu. Inní þá mynd vantar a.m.k. gjaldeyristekjur flugfélag- anna vegna flutnings erlendra ferðamanna til landsins. í öðru lagi gefa gjaldeyristekjur, þó allt væri tíundað, ekki rétta mynd af verðmætasköpun íslenskr- Karl Sigurhjartarson „Flestar ferðaskrifstof- ur á Islandi fást við hvort tveggja; móttöku og þjónustu við erlenda ferðamenn, en einnig skipulag og þjónusta við íslenska ferðamenn til ferða um útlönd eða á íslandi.“ ar ferðaþjónustu, m.a. vegna ferða íslendinga um eigið land. I þriðja lagi þurfum við að gera okkur grein fyrir því að stór hluti þess ferðagjaldeyris sem íslensku bankamir selja fer til kaupa erlend- is á vörum sem ella væru fluttar inn í landið og seldar þar, matar- og drykkjarvörur ekki undanskyld- ar. Áhugaleysi stjórnvalda Frá upphafi hefur uppbygging ferðaþjónustu í öllum meginatriðum verið í höndum einstaklingsfram- taksins, án ríkisstyrkja, og verður svo væntanlega framvegis. Þar hef- ur margt verið vel gert, en þó oft gætt meir kapps en forsjár, eins og íslendingum er tamt. Meðan atvinnugreinin var tiltölulega smá í sniðum gekk þetta þó stórslysa- laust fyrir sig. Eftir því sem ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg hafa við- fangsefnin orðið stærri og flóknari. Hin allra síðustu ár höfum við orð- ið vitni að fjárfestingarslysum sem undirstrika nauðsyn þess að þekkja forsendur, marka stefnu og gera langtímaáætlanir sem hægt er að styðjast við þegar teknar eru ákvarðanir um ijárfestingu. Hin slysin eru ekki jafn augljós en kannski mun algengari; þegar tæki- færin glatast af því ekki var fjár- fest á réttum stað eða stundu. Ég vil að endingu taka undir orð Páls um skilningsskort íslenskra stjómvalda á mikilvægi þessarar atvinnugreinar fyrir íslenskt at- vinnulíf og möguleikum hennar. Þetta kemur m.a. fram í árvissri skerðingu á lögbundnum tekju- stofni Ferðamálaráðs, vöntun á stefnumörkun og langtíma áætl- anagerð. Við þurfum meiri festu í ferðamál og skýrari línur um rétt- indi og skyldur þeirra sem að þeim starfa. Við þurfum að gæta þess að er- lendir aðilar í ferðaþjónustu gangi ekki inn í okkar störf hér á ís- landi. Við þurfum að huga að mark- aðsmálum, m.a. vegna EB 1992. Alþingi og framkvæmdavald verða að vakna til vitundar um þessi verk- efni og takast á við þau. Það er mikið í húfi. Höfundur er formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa. BÍLL FRÁ HCKLU BORCAR SIO IHIHEKLAHF verd frA BlLaugavegi 170-172 Simi 695500 KR. 884.000.- ... 1 ' '1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.