Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 20
20 ; MORGUNBLÁð'ið 'lAUGARDAGUR lé. kAkiz 1989 Stjórnmálaflokkarnir: Ekki áhugi fyrir einkarétti Flugleiða ÓSKIR Flugleiða, í óformlegum viðræðum við ríkið, um tryggingu rikisvaldsins fyrir einkarétti á millilandaflugi, munu einkum runnar undan rifjum fulltrúa Eimskipafélags íslands, sem á 33,5% i Flug- leiðum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ákveðnir stjómar- menn Flugleiða telji það mikið afturhvarf til fortíðar, að vilja tryggja Flugleiðum einokun i millilandaflugi, fram á næstu öld. Er skoðun þessara manna sú að Flugleiðir verði einfaldlega að standa sig í frjálsri samkeppni. Slík frammistaða sé það eina sem tryggt geti tilverurétt félagsins. Morgunblaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að þeir sem vildu fá slíka tryggingu frá ríkisvaldinu hafí jafnframt verið þess hvetjandi að ríkissjóður yrði á nýjan leik hlut- hafí í Flugleiðum. Þessi hugmynd mun eiga enn minni hljómgrunn innan stjómarinnar, en hugmyndin um einkaleyfið. Innan stjómar Flugleiða munu einnig hafa verið nokkur átök um útboð hlutafjár. Ákveðnir aðilar vildu ákveða verulega aukningu hlutafjár, en það varð ofan á að ekki verða boðin út nema sem svar- ar um 150 milljónum króna. Þeir sem vildu vera mun stórtækari bentu á að Flugleiðir eru nú að fara út í fjárfestingar upp á 12 milljarða króna, og því séu 150 milljónir ekki nema dropi í hafíð. Morgunblaðið kannaði í gær hver afstaða oddvita stjómmála- flokkanna væri til þess hvort rétt væri að tryggja einkarétt Flug- leiða, til áætlunarflugs frá íslandi, fram á næstu öld. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Langholtskirkja: Færeysk tónsmíð Reykjavíkurborg efnir tál tónleikahalds í Langholts- kirkju á skírdag, fimmtu- dagurinn 23. mars. Eru tón- leikarnir haldnir í tengslum við heimsókn borgarstjórn- ar Þórshafnar í Færeyjum til Reykjavíkur. Á tónleikun- um flytja 70 færeyskir tón- listarmenn söngverkið „Jes- us og Makedonarin*1 eftir Pauli í Sandgerði og Sig- mund Paulsen. Tónlistin f verkinu spannar allt frá rokktónlist til klassfskrar tónlistar. Höfundamir eru ungir að árum, 34 og 35 ára gamlir, Pauli tónmenntaður í Færeyj- um, Danmörku og Austurríki, en Paulsen er útvarpsmaður í Þórshöfn sem hefur fengist við ritstörf af ýmsu tagi. sagði:„Við höfum ekki verið reiðu- búnir til þess að standa að slíkri tryggingu til handa Flugleiðum og eram það ekki í dag. Ég hef vissu- lega séð þessa ósk á blaði, en mér er ekki kunnugt um hversu mikil alvara var þar að baki hjá Flugleið- um.“ „Það kemur ekki til greina að lýsa því yfir fyrir langa framtíð að eitt félag hafí hér einokun á öllum flugleiðum milli fslands og annarra landa," sagði Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra. „Ég hef ekkert í höndunum um að slík krafa hafí verið sett fram, og sé í sjálfu sér ekki ástæðu til þess að segja álit mitt á því sem ég veit ekki hvort hefur átt sér stað eða ekki. Á hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar að samkeppni sé holl og mikilvæg en það era engin rök fyrir því að halda sam- keppninni uppi á kostnað skatt- greiðenda," sagði Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Sólnes, formaður Borg- araflokksins sagði: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé heppi- legra að hafa einhverja samkeppni á þessum millilandaflugleiðum og hef því talið gott ef hægt væri að vera með tvö millilandaflugfélög hér. Að svo miklu leyti sem það er mögulegt fyrir okkur í framtí- ðinni að standa undir tveimur slíkum rekstrareiningum." Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Myndlistarmennirnir höfðu í mörg horn að líta í gær við að koma upp verkum sínum í Fjölbrauta- skólanum. Á myndinni eru þau Guðmundur Maríasson og Sigríður Rósinkarsdóttir til vinstri og Ásta Arnadóttir að hengja upp verk eftir Gunnar Örn sem er i eigu Listasafiis Keflavíkur og verður til sýnis á afinælissýningunni. 40 ára afinæli Keflavíkurbæjar: Málverkasýning nítj- án Keflvíkinga opnuð Keflavflc. Málverkasýning verður opnuð í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á morg- un og er sýningin haldin í tilefni af 40 ára afinæli Keflavíkurbæjar sem verður þann 1. april nk. Á sýningunni verða sýnd um 200 lista- verk, flest eftir 19 keflvíska listamenn og einnig eru um 40 verk sem eru í eigu Listasafiis Keflavíkur. Þar má finna listaverk eftir þekkta listamenn, svo sem Jóhannes Kjarval, Erró, Ásmund Stefánsson, Eirík Smith og Gunnar Örn svo nokkrir séu nefiidir. Að sögn Ástu Ámadóttur, for- manns Listasafns Keflavíkur, verð- ur sýningin opnuð við hátíðlega athöfn kl. 15.00 á morgunn og munu Gunnar Eyjólfsson leikari koma fram og Hlíf Káradóttir syngur einsöng við undirleik Ragn- heiðar Skúladóttur. Keflvfsku lista- mennimir sem eiga verk á sýning- unni eru: Ása Olafsdóttir, Halla Haraldsdóttir, Erla Sigurbjöms- dóttir, Elinrós Eyjólfsdóttir, Ásta Pálsdóttir, Ásta Amadóttir, Sigríð- ur Rósinkarsdóttir, Sigríður Júlía Bjamadóttir, Elsa Hertergig, Soffía Þorkelsdóttir, Jón Ágúst, Guðmundur Maríasson, Magnús Pálsson, Óskar Pálsson, Skarphéð- inn Agnarsson, Steinar Geirdal, Sigurður Vilhelmsson, Vilhjálmur Grímsson og Þorfínnur Sigurgeirs- son. Margir listamannanna tilheyra hópi sem kennir sig við Baðstofuna og hafa þeir málað undir leiðsögn í 14 ár, en listamaðurinn kunni, Eiríkur Smith, hefur komið einu sinni í viku til að leiðbeina lista- mönnunum. Sýningin veður opin til 26. mars og síðan 1. apríl á afmælisdegi Keflavíkurbæjar. BB Ríkissljórnin - Arnarflug: 150 milljónir afskrifaðar - lán veitt gegn tryggingum Söluhagnaður flugvélar upp í skuldir við ríkissjóð RÍKISSTJÓRNIN ákvað á löng- um fúndi sínum í gærmorgun með hvaða hætti hún væri reiðu- búin að koma Arnarflugi til að- stoðar, svo ekki komi til gjald- þrots fyrirtækisins. „Ríkið er til- búið til að fella niður 150 milljón- ir króna af skuldunum, sem yrði eftir atvikum niðurfelling eða víkjandi lán,“ sagði Steingrímur Sjávarútvegsráðherra Færeyja: Engin færeysk laxveiði- skip utan okkar lögsögu Landhelgisgæslan hefur skýrt frá því að nokkur færeysk fiski- skip, sem stödd voru norðaustur af AustQörðum í byijun vikunnar, hafi verið með búnað til laxveiða. Samkvæmt alþjóðasamningum um laxveiðar á Norður-Atlantshafi er þeim bannað að stunda slíkar veiðar utan færeyskrar lögsögu. Er Morgunblaðið ræddi við Anf- inn Kallsberg, sjávarútvegsráð- herra Færeyja, í gær kom fram að íslensk stjómvöld komu upplýsing- um landhelgisgæslunnar munnlega á framfæri við Færeyinga á þriðju- dag. Gæsluskipið Ólafur helgi var sent á vettvang. Kannaði það um- rætt svæði á miðvikudag og fímmtudag og leitaði að laxveiði- skipum allt að 330 sjómílur frá Færeyjum, þ.e. 130 mflur utan við færeyska lögsögu, en fann engin færeysk skip að veiðum utan lög- sögunnar. Nokkur skip vora að veiðum um 170 mflur frá Færeyj- um. „Þetta mál ætti því að vera úr sögunni; það ætti að vera tryggt að færeysk laxveiðiskip era ein- göngu að veiðum innan okkar lög- sögu," sagði Anfínn Kallsberg. J. Sigfússon, samgönguráðherra á fúndi með fréttamönnum að afloknum ríkisstjómarfimdin- um. Ráðherra sagði að ríkissjóð- ur væri jafiiframt tilbúinn til þess að aðstoða við útvegun á lánafyrirgreiðslu, upp að því marki sem fúllnægjandi trygg- ingar yrðu settar fyrir. Hörður Einarsson, stjómarformaður Arnarflugs sagði í samtali við Morgunblaðið að forsvarsmenn Arnarflugs teldu að hér væri um mikilvægan áfanga að ræða, til þess að tryggja mætti framtíð- arrekstur félagsins. Ráðherra sagði að nú þyrfti að meta þann lista af tryggingum og eignum sem Amarflugsmenn hefðu lagt fram, en fyrr væri ekki hægt að ákveða hversu há lán ríkissjóður hefði milligöngu um að útvega Am- arflugi. Ef tryggingamar næðu ekki 200 milljónum króna, yrði lán- ið að vera minna. „Það er Ijóst að ríkið hefði að minnsta kosti tapað 100 milljónum, ef til gjaldþrots hefði komið,“ sagði samgönguráðherra. Hann sagði að ríkið myndi gera upp megnið af skuldum Amarflugs við ríkissjóð með sölu flugvélarinnar og nota söluandvirði hennar til þess að greiða niður skuldimar, sem yrðu umfram niðurfellinguna. Söluhagn- aður af flugvélinni yrði notaður til þess að gera upp skuldir Amarflugs við ríkið. Ráðherra sagði einingu hafa ver- ið um þessa afgreiðslu innan ríkis- stjómarinnar en eigi að síður hefðu menn haft fýrirvara á, um sam- þykki þingflokka og samþykki Al- þingis. Steingrímur sagði það vera ætlan manna, að greiðslustaða Arnarflugs gæti orðið viðunandi, tækist þeim að leggja fram það fé, sem þeir áformuðu. Hann kvaðst telja æski- legt að eiginfjárstaða fyrirtækisins yrði jákvæð um a.m.k. 100 milljón- ir króna. „Við eram ánægðir með þennan áfanga. Við munum nú setjast niður og vinna úr þessu,“ sagði Hörður Einarsson, stjómarformaður Arnar- flugs. Hann kvaðst vonast til þess að sú fyrirgreiðsla sem ríkið væri reiðubúið að veita fyrirtækinu, myndi reynast nægjanleg en hann sagði að þeir hjá Arnarflugi þyrftu að fara nánar yfír málið. Það væri ljóst að meira fé þyrfti að koma til. Jón Baldvin Hannibalsson: Vinmifiindur í Brussel JÓN BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra, efiiir til vinnufúnd- ar í dag, laugardag, í Brussel með sendiherrum íslands í ríkjum Evrópubandalagsins og í Genf, ásamt starfsmönnum sendiráðsins í Brussel. Auk þess er boðið til fundarins fulltrúum frá Alþýðusambandi ís- lands, Vinnuveitendasambandi ís- lands, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sambandi íslenskra Sam- vinnufélaga, Sambandi íslenskra fískframleiðenda, Verslunarráði ís- lands, Landssambandi iðnaðar- manna og Félagi íslenskra iðnrek- enda. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála í samskiptum EFTA og EB eftir leiðtogafund EFTA í Ósló og undirbúning ráðherrafundar EFTA og EB, sem utanríkisráð- herra situr í Brassel, mánudaginn 20. mars nk. Einnig verður sérstaklega fjallað um það starf, sem tengist for- mennsku utanríkisráðherra í ráð- herranefnd EFTA á seinni helmingi þessa árs en þá munu íslendingar stýra viðræðum EFTA við Evrópu- bandalagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.