Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 Morgunblaðið/Þorkell Barnabókaverðlaun afhent EÐVARD Ingólfsson fékk í gær, 120.000 króna verðlaun Skóla- málaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Meiriháttar stefhumót en hún var valin besta frumsamda barna- og unglingabókin sem kom út í fyrra. Þá fékk Ólafúr Bjarni Guðnason 60.000 króna verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina árið 1988, Ævintýraferðina, og á myndinni sést Davíð Oddsson borgarstjóri afhenda honum verð- launin í Höfða. Seðlabankinn: Reglum breytt um bindi- skyldu og lausaflárhlutfell SEÐLABANKINN hefúr breytt reglum um bindiskyldu, lausafjárhlut- fall og gjaldeyrisjöfnuð innlánsstofiiana, í kjölfar breytinga á lögum um Seðlabankann. Bindiskylda er lækkuð úr 12% í 11% en grunnur hennar stækkaður í áföngum. Lausafjárhlutfall er lækkað úr 10% í 9% en gengisbundið fé er nú ekki talið með lausu fé. Þá er verð- bréfasjóðum gert að kaupa spariskirteini fyrir sem svarar 20% aukn- ingu ráðstöfunarfjár, þar til sparifjáreign þeirra hefúr náð 11% af. Bindiskylda bankanna hjá Seðla- banka, sem verið hefur 12% af inn- lánum, verður nú 11% eins og áður segir, en nú er reiknað inn í grund- völl hennar bankabréf, veðdeildar- bréf og nettótekjur. Eiríkur Guðna- son aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans sagði við Morgunblaðið að grunnurinn myndi stækka í mánað- arlegum áfongum, og þær stofnanir sem gefið hefðu út mikið af banka- bréfum og starfræktu veðdeildir fengju lengstan aðlögunartífna. Reglum um lausafjárhlutfall af ráðstöfunarfé innlánsstofnana er nú aftur breytt í sama horf og um mitt síðasta ár, þ.e. að erlendar gjaldeyri- sinnistæður teljast ekki að fullu með lausu fé, og innistæður á innlendum gjaldeyrisreikningum eru teknar út úr lausaflárgrunninum. Ertilgangur- inn sá að koma í veg fyrir gjaldeyrist- ilfærslur, þannig að bankar geti t.d. fjármagnað afurðalán í erlendri mvnt með innistæðum á innlendum gjald- eyrisreikningum, án þess að það hafi áhrif á lausafjárstöðu þeirra. Eftir að þessi breyting var gerð á síðasta ári, komu upp efasemdir um að þær stæðust lög og því var reglun- um breytt aftur um síðustu áramót. Með breytingunni á Seðlabankalög- unum nú, hefur bankinn fengið ótví- ræða lagaheimild til þessara breyt- inga, að sögn Eiríks Guðnasonar. Verðbréfasjóðum var fyrst gert að kaupa spariskírteini fyrir a.m.k. 20% af aukningu ráðstöfunarfjár þeirra, eftir efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar í maí á síðasta ári. Nú er tekin inn ný regla um þak á spariskírteinaeign, sem er 11% af stöðutölu ráðstöfunarfjár. F orsætisráðherra um Útvegsbankann: Framtíðin ræðst á næstu vikum VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 5. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Sunnan- og suðaustanótt á landinu, víöast kaldi eða stinningskaldi. Allhvasst. Norðanlands var þurrt að mestu, en rigning eða súld um sunnanvert iandið. Hlýjast var á Reyðarfirði og Nautabúi í Skagafirði, 9 stiga hiti, en kaldast á Hveravöllum 3ja stiga hiti. SPÁ: Hæg sunnan- og suðvestanátt og fremur hlýtt. Smáskúrir eða slyddué! á stöku stað við suöur- og vesturströndina, en ann- ars að mestu þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustanátt og dálítil súld eða slydda um austanvert landið, en austan- og suöaustanátt og skúrir eða slydduél um vestanvert landið. Hiti 1 til 5 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V Él / / / / / / / Rigning / / / — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ’ , » Súld OO Mistur —J- Skafrenningur j~7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akursyri 7 skýjað Reykjavík S rigning og súld Bergen 5 léttskýjað Helsinki vantar Kaupmannah. 2 skýjað Narssarssuaq +9 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Osló 5 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 16 háifskýjað Amsterdam 2 snjókoma Barcelona 13 skýjað Berlfn 6 alskýjað Chlcago 6 þoka Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt S mistur Glasgow 4 skúr Hamborg S skýjað Las Palmas 19 skýjað London 7 skýjað Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 2 jtokumóða Madríd 8 skýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 1S alskýjað Montreal S þokumóða New York 6 þokumóða Orlando 20 þokumóða París 2 alskýjað Róm 19 þokumóða Vfn 16 skýjað Washington 16 alskýjað Winnipeg +6 skýjað Hagstofustjóri áfram formaður bankaráðs STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra segist hafa gert sam- komulag við Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, þess efiiis að hann sættist á að Hallgrímur Snorrason, hagstofústjóri gegni áfram for- mennsku í bankaráði Útvegsbankans, en forsætisráðherra hafði áður sagt að hann teldi að það samrýmdist ekki að vera hagstofustjóri og bankaráðsformaður í Utvegsbankanum, og hann hygðist því ekki gera tillögu um að Hallgrímur gegndi formennsku í bankaráðinu áfram. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Viðskipta- ráðherra hefur óskað mjög eindregið eftir því við mig, að hagstofustjóri verði áfram formaður bankaráðsins. Ég hef rætt þetta bæði við hann og hagstofustjóra og hef nú fallist á þessa tilhögun, en það er ekki mín tillaga." Steingrímur sagðist hafa fallist á þessa ósk viðskiptaráðherra bréf- lega, „og ég segi í þvi bréfi, að þótt ég telji að ýmsu leyti vafasamt að hagstofustjóri gegni slíku starfi, þá fallist ég á það nú, vegna þess að framundan eru róttækar breytingar á stöðu Útvegsbankans. Því geti ég fallist á að óráðlegt sé að skipt sé um bankaráð á meðan á þeim breyt- ingum stendur. Ég geri þetta jafn- framt í trausti þess að formaður bankaráðs, sem er fulltrúi viðskipta- ráðherra, framfylgj stefnu ríkis- stjómarinnar i vaxta- og peninga- málurn," sagði forsæt.isráðherra. Forsætisráðherra sagðist hafa sagt viðskiptaráðherra að hann teldi að leita bæri að öðrum manni i þessa stöðu og viðskiptaráðherra hefði reynt það. Hann hefði á hinn bóginn greint sér frá því um helgina að það hefði ekki tekist. Hann hafí jafnframt bent sér á að framtíð Útvegsbankans myndi ráðast á næstu vikum. Steingrímur í agði að á næstu dög- um og vikum myndi reyna á það hvort Alþýðubankinn og Verslunar- bankinn næðu samstöðu um að kaupa Útvegsbankann. Viðræður Verslunarbankans og Iðnaðarbank- ans um hugsanlega sameiningu og kaup á Útvegsbankanum munu hefj- ast þann 10. þessa mánaðar. Nýjar upplýsingar um byggingii álvers: Kostnaður minni en áður var talið A FUNDI ATLANTAL-hópsins í Reykjavík nú á föstudag verða lagðar fi-am nýjar upplýsingar sem gefii til kynna að kostnaður við byggingu nýs álvers hér á landi er ekki eins mikill og fi-am kemur í hagkvæmnis- könnun Bechtel Inc. Per Olof Aronson forstjóri Gr&ngers Aluminium í Svíþjóð segir að við endurmat á könnun Bechtel hafi komið i \jós að kostnaðarliðir lækka nokkuð frá því sem þeir eru í könnuninni. C. Scheer Qármálaráðgjafi þjá hollenska fyrirtækinu Alumined Beheer tekur undir þetta og segir að við nýja útreikninga á nokkrum kostnað- arliðum hafi þeir lækkað. Alusuisse hefur áhuga á að ræða þann möguleika að um stækkun ISAL verði að ræða fremur en bygg- ing nýs álvers. Kom sú hugmynd upp í framhaldi af fyrstu niðurstöðum Bechtel sem sýndu að bygging nýs álvers væri mun óhagkvæmari en áður var talið. Aðspurður um þennan möguleika segir Per Olof að hann vilji ekki tjá sig um hann að svo stöddu. Slíkt sé of snemmt og mögu- leikinn ekki á dagskrá fundarins í Reykjavík sem slíkur. Per Olof er aftur á móti opinn fyrir öllum mögu- leikum og telur sjálfsagt að ræða alla hugsanlega fleti á málinu. „Ég held að þessi fundur komist ekki að neinni lokaniðurstöðu í mál- inu. Við munum fara yfir hag- kvæmniskönnunina og þær breyting- ar sem orðið hafa á henni við endur- matið,“ segir Per Olof Aronson. „Við höfum athugað könnunina gaum- gæfilega og gert á henni breytingar. Nú þurfa allir aðilar málsins að velta fyrir sér þessum nýju upplýsingum sem liggja fyrir. Því mun nokkur tími líða þar til lokaákvörðun liggur fyr- ir.“ Undir þetta tekur C. Scheer. Hann segir að á fundinum verði einkum rætt um hagkvæmniskönnunina og þær breytingar sem á henni hafa orðið. Hann á því ekki von á að málið liggi ljóst fyrir fyrr en eftir 1-2 mánuði. Hvorki Per Olof eða Scheer vilja nefna tölur í sambandi við þá lækkun sem orðið hefur á kostnaðarliðum við endurmat fyrirtækjanna á hag- kvæmniskönnuninni. Scheer segir að fulltrúar fyrirtækjanna fjögurra eigi eftir að ræða þessa útreikninga sam- eiginlega og verði það gert á fundin- um í Reykjavík. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af talsmanni Austria Metall í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.