Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
Minning:
Sigurvin Einarsson,
fyrrv. alþingismaður
Fæddur 30. október 1899
Dáinn 23. mars 1989
Sigurvin Einarsson, fyrrv. al-
þingismaður, lést á heimili sínu,
„Seljahlíð" í Reykjavík, að kvöldi
skírdags 23. mars sl. tæplega
níræður að aldri. Með honum er
horfínn af sjónarsviði eftirminnileg-
ur baráttumaður á sinni tíð í flestum
réttlætis- og sjálfstæðismálum
þjóðarinnar. Hann var ávallt, til
síðasta dags, á varðbergi ef honum
fannst hallað á almenn lýðréttindi,
og lét þá í sér heyra. Hann fylgdist
til dauðadags af lifandi áhuga með
hræringum þjóðlífsins, mönnum og
málefnum. Slíkt er fátítt, en lýsir
vel sérstökum persónuleika Sigur-
vins Einarssonar.
Sigurvin var Vestur-Barðstrend-
ingur að ætt, fæddur í Stakkadal
á Rauðasandi. Foreldrar hans voru
Einar Sigfreðsson, bóndi þar og
kona hans, Elín Ólafsdóttir. Hann
ólst upp á Rauðasandi, sem var þá
mikil myndarsveit að búnaði og
fólki. Þar var jafnan öflugt fé-
lagslíf og ungmennafélagshreyfíng-
in festi þar djúpar rætur á öðrum
áratug aldarinnar. í þessu um-
hverfí, þar sem lífíð krafðist beinlín-
is samhjálpar og félagshyggju,
mótaðist Sigurvin á unglingsárum
og fylgdu áhrif þess síðan störfum
hans til æviloka.
Hann stundaði nám í Samvinnu-
skólanum 1918-1919, og var það
fyrsta starfsár skólans. Síðan lá
leiðin í Kennaraskólann og lauk
hann þaðan kennaraprófí 1923. Þá
um haustið, 27. september, gekk
Sigurvin að eiga skólasystur sína,
Jörínu Guðríði Jónsdóttur, sem lok-
ið hafði kennaraprófi ári á undan
honum. Þegar eftir giftinguna
haustið 1923 fluttust þau til Ólafs-
víkur, þar sem Sigurvin_ gerðist
skólastjóri Bamaskólans í Ólafsvík.
Jörína var lengst af einnig kennari
við skólann.
Það var mikil gifta fyrir Ólafsvík
að fá þessi mikilhæfíi ungu og
kraftmiklu hjón til staðarins. Sigur-
vin var áhugasamur félagsmála-
maður, næg verkefni voru fyrir
hendi, bæði á sviði skólamála og
annarra framfaramála. Menn voru
til staðar með sömu viðhorf til fram-
fara og þjóðmála og fyrr en varði
varð Sigurvin áhrifaríkur forystu-
maður í Ólafsvík. Hann var í stjóm
Sparisjóðs Ólafsvíkur 1925-1932,
sat í hreppsnefnd, þar af síðustu
tvö árin sem oddviti. Það gustaði
um hann í þessum störfum.
Sigurvin beitti sér fyrir stofnun
Ungmennafélagsins Víkings í Ól-
afsvík 1928 og var formaður félags-
ins þar til hann flutti frá Ólafsvík
1932. Stofnun Ungmennafélagsins
hafði mikil og heillarík áhrif á fé-
lagslífíð í ólafsvík. Var starfsemi
félagsins með miklum blóma á þess-
um árum, sem mótaði það til framt-
íðar. Hefur Ungmennafélagið
Víkingur starfað af fullum krafti
tii þessa dags. Sigurvin var gerður
að heiðursfélaga á 50 ára afmæli
félagsins.
Um þann tæpa áratug sem Sigur-
vin og Jörína áttu heima í Ólafsvík
mætti skrifa langt mál. Þetta voru
þeirra hamingjuár, fyrsta stofnun
heimilis þeirra og bömin, ljósgeisl-
amir í lífi þeirra, fæddust hvert af
öðru. Þau fengu þama mikla
reynslu, — tóku þátt í uppbyggingu
og erfíðleikum í byggðarlagi sem
byggði allt á sjávarfangi og vinnslu
á þeim árum. Hafnleysið var svo
til algjört, litlir opnir bátar og oft
bág kjör íbúanna.
En áhrif Sigurvins og Jörínu voru
sterk. Sigurvin var úr alþýðustétt
og þekkti kjörin og vissi hvar skór-
inn kreppti mest. Hann skildi að-
stæður og barðist fyrir réttlæti.
Þess vegna var hann hæfur til for-
ystu og vinsæll, en eignaðist að
sjálfsögðu harða andstæðinga.
Ólafsvíkingar mátu Sigurvin og
Jörínu mikils enda bæði afburða
kennarar og uppalendur. Var því
mikil eftirsjá íbúa staðarins þegar
þau fluttu til Reykjavíkur árið 1932.
Mikil vinátta og náið samstarf
var milli heimilis foreldra minna og
heimilis Jörínu og Sigurvins á þessu
tímabili sem hélst áfram eftir að
þau fluttu suður.
Sigurvin og Jörína eignuðust sjö
mannkostaböm: Rafn, loftsiglinga-
fræðingur, kvæntur Sólveigu
Sveinsdóttur, Einar, flugvirki,
kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur, Sig-
urður Jón, lést á unglingsaldri,
Ólafur, skrifstofumaður, var
kvæntur Þórunni Aðalsteinsdóttur,
þau eru skilin, Elín, kennari og
söngkona, gift Sigurði Eggertssyni,
Björg Steinunn, gift Kristjáni St.
Kristjánssyni, þau eru skilin, og
Kolfínna, gift Sverri Má Sverris-
sjmi. Bamabömin eru 26 og bama-
bamaböm einnig 26. Bamahópur-
inn var því stór sem umkringdi Sig-
urvin og Jörínu og hefur veitt þeim
öryggi og ómældar gleðistundir.
Sigurvin var mikill afí og hefur
borið gæfu til að geta miðlað af-
komendum sínum til hinsta dags
af lífsreynslu sinni, jákvæðum við-
horfum, bjartsýni og trú á land sitt
og þjóð.
Við komuna til Reykjavíkur gerð-
ist Sigurvin kennari við Miðbæjar-
skólann næsta áratug, eða til 1943.
Árið 1936 kynnti hann sér skóla-
starf á Norðurlöndum, sat nám-
skeið í Askov í Danmörku og heim-
sótti skóla í Svíþjóð og Finnlandi.
Sigurvin var mikilvirkur skólastjóri
og kennari, tók þátt í félagsstarfí
kennara, sat í stjóm Stéttarfélags
kennara í Reykjavík og var formað-
ur þess um árabil.
Sigurvin var einn af stofnendum
Dósaverksmiðjunnar hf., sat í stjóm
þess fyrirtækis, bókari og gjaldkeri
og framkvæmdastjóri 1946-63.
Árið 1947 keypti Sigurvin hið
gamla höfuðból í heimabyggðinni,
Saurbæ á Rauðasandi, og hóf þar
allmikinn búrekstur sem hann ann-
aðist sjálfur að mestu. Hann gerði
miklar húsabætur í Saurbæ og jók
ræktun, en hætti búskap 1952.
Sigurvin tók virkan þátt í starfi
Framsóknarflokksins eftir komuna
til Reykjavíkur 1932, var m.a. for-
maður Framsóknarfélags
Reykjavíkur og gegndi flölmörgum
trúnaðarstörfum á vegum flokksins.
Árið 1949 verða þáttaskil í ævi
Sigurvins er hann var valinn til
framboðs í heimahéraði sínu,
Barðastrandarsýslu, fyrir Fram-
sóknarflokkinn og þar með hófst
pólitískur ferill hans. Honum tókst
að vinna þingsætið af Gísla Jóns-
syni, frambjóðanda Sjálfstæðis-
flokksins, sem var vinsæll þingmað-
ur í mörg ár, í kosningunum 1956.
Sigurvin var síðan þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis eftir kjördæma-
breytinguna 1959 og sat á þingi
samfleytt til 1971, er hann ákvað
að draga sig í hlé. Hann sat því á
þingi rúm 15 ár.
Sigurvin reyndist atkvæðamikill
þingmaður fyrir kjördæmi sitt, bar-
áttumaður fyrir þingmálum er
varða þjóðina alla og öflugur liðs-
maður í málefnabaráttu Framsókn-
arflokksins. Hugur hans beindist
einkum að menntamálum, félags-
legum umbótum, lýðhjálp og lýð-
réttindum.
í málefnum Vestfírðinga beitti
hann sér mest í samgöngumálum,
hafnamálum og menntamálum, þar
með uppbyggingu menntaskóla á
ísafírði. Þá má nefna hlut hans í
að ná fram sérstakri Vestfjarða-
áætlun með fjármagni til að hraða
vegagerð um það erfíða landsvæði,
háar heiðar og marga fírði. Hefur
Sigurvin áreiðanlega fagnað nýjum
áformum um jarðgöng á Vestfjörð-
um og brú yfír Gilsfjörð.
Sigurvin átti sæti í fjölmörgum
nefndum og stjómum. Hann átti
m.a. sæti í stjóm Fiskimálasjóðs
og var formaður hans 1957-1960.
Sá sjóður fjármagnaði ýmsar nýj-
ungar í íslenskum sjávarútvegi og
vinnslu. Hann átti sæti í kjararann-
sóknamefnd, var formaður eftir-
litsráðs með opinberum rekstri
1935-1940 og formaður Vinnumiðl-
unarskrifstofu ríkisins 1939-1943.
Sigurvin var mikill áhugamaður
um bindindismál og tók virkan þátt
í baráttu gegn áfengisböli.
Sigurvin Einarsson fylgdi fram
stefnu kynslóðar sinnar, vormanna
íslands, um fullt frelsi íslenskrar
þjóðar og sjálfstæði. Hann setti
framar öllu sem metnaðarmál, að
rödd íslands hljómaði ávallt fijáls
á alþjóðavettvangi og talaði máli
friðar og bræðralags skýrt og skor-
inort. Hann var ákveðinn baráttu-
maður gegn erlendum yfírráðum á
íslandi. Hann trúði á land sitt og
þjóð.
Eg átti því láni að fagna að njóta
leiðsagnar Sigurvins og Jörínu sem
ungur drengur í minni fyrstu bama-
skólagöngu. Það var góður skóli. —
Síðar á ævinni naut ég góðra ráða
hjá stjómmálamanninum Sigurvini.
— Það var einnig lærdómsríkt og
varð mér gott veganesti. Fyrir þetta
og hlýja vináttu til handa mér og
minni fjölskyldu vil ég þakka af
alhug.
Það er bjart yfír minningu Sigur-
vins Einarssonar. Hans verður
ávallt minnst með hlýhug og virð-
ingu.
Fyrir hönd íbúa Olafsvíkur flyt
ég þakkir fyrir hans mikla starf að
skóla- og félagsmálum í Ólafsvík
og þátt hans í baráttu fyrir eflingu
byggðarlagsins og velferð íbúa
þess.
Við hjónin flytjum Jörínu, böm-
um þeirra Sigurvins og öðrum ást-
vinum hugheilar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa þeim minn-
inguna.
Alexander Stefánsson
Það var að kvöldi skírdags, 23.
mars síðastliðinn, að ástkær afí
okkar, Sigurvin Einarsson, hlaut
hvfldina. Það er skrítið þegar ein-
hver sem er manni svona nákominn
hverfur allt í einu úr lífi manns.
Þó að afí hafí verið kominn á níræð-
isaldur og búinn að lifa sitt ævi-
skeið þá er það alltaf jafnsárt þeg-
ar ástvinir deyja.
Afí var okkur miklu meira en
bara afí, hann var einnig vinur
okkar og kennari. Ein af okkar
sterkustu og jafnframt bestu æsku-
minningum er minningin um það
þegar farið var í heimsókn í Út-
hlíðina til afa og ömmu. Þá var náð
í dósina inn í skáp og kók úr ískápn-
um. Svo gaf afí okkur blað og við
settumst inn á skrifstofu og teikn-
uðum.
Afí hafði mjög gaman af að spila
og iðulega þegar nokkrir fjölskyldu-
meðlimir voru saman komnir heima
í Úthlíð var spilað Kana eða Yatsy.
Það var okkur mikið kappsmál að
vinna afa í Yatsy því hann virtist
einhvern veginn hafa það lag á
tengingunum að fá þeirra réttu hlið-
ar til að snúa upp.
Aðfangadagskvöld var ævinlega
haldið hátíðlegt heima í Úthlíð. Þá
gaf amma möndlugjöfína og afí sá
um pakkaleikinn. Pakkanum fylgdi
alltaf vísa og sá sem komst næst
því að segja hvað pakkinn hafði
kostað fékk hann að gjöf. Eftir
matinn sáum við krakkamir um að
bera pakkana inn í stofu og framan
af stjómaði afi því. Það var okkur
öllum til mikilla vonbrigða þegar
jólin voru ekki lengur haldin í
Úthlíðinni því þar voru okkar bestu
jól haldin.
Afí fylgdist náið með skólagöngu
okkar og námsárangri og um leið
og við fengum einkunnir í hendur
var hringt í afa og honum sögð
úrslitin. Hann hafð líka alltaf jafn
gaman af að segja okkur sögur og
ljóðin sem hann samdi um okkur
era orðin nokkuð mörg. Alltaf þeg-
ar við voram veikar hringdi afi til
þess að þau vissu hvemig okkur liði.
Þótt afí hafí verið stríðinn fólst
aldrei nein illkvittni í stríðni hans.
Hann var hreinskilinn og sagði sína
meiningu umbúðalaust. Hann
fylgdist gaumgæfilega með klæða-
burði og hárgreiðslu bamabam-
anna og gagnrýndi hreinskilnislega.
Hann hafði sterkar skoðanir og var
óhræddur við að koma þeim á fram-
færi.
Minningamar um afa eru miklu
fleiri og gætum við skrifað enda-
laust en viljum með þessum fátæk-
légu orðum kveðja afa okkar. Hann
skilur eftir sig stórt skarð í lífí okk-
ar allra, skarð sem aldrei verður
fyllt. Sorgin er stór og söknuðurinn
mikill en minningamar um góðan
og elskulegan afa munum við alltaf
eiga.
Við biðjum góðan Guð að styrlga
ömmu í sinni miklu sorg og blessa
minningu afa.
Með kveðju.
Hulda, Rannveig og Sólrún.
Ég kallaði Sigurvin stundum
fóstra. Og þótt ég segði þetta oftar
í gamni þegar við hittumst á fömum
vegi og tókum að gantast og gera
að gamni okkar, eins og gjaman
kom fyrir, mátti þetta vel til sanns
vegar færa. Hann fóstraði mig um
skeið og þau hjón bæði, Jörína og
hann. Eg kom til þeirra á Egils-
götuna tvflráður táningur og
reynslulaus græningi, félaus og fá-
vitur, þegar ég lét undan vinum
mínum að fara í kennaraskólann í
miðri kreppunni, og þau tóku mér
opnum örmum. Þau létu mér í té
húsnæði, kost og þjónustu og þegar
féð til vetrarins var þrotið um jól
létu þau sem ekkert væri. Vonandi
hef ég borgað þá skuld að mestu,
ég man það ekki einu sinni lengur,
svo átakalaus vora þessi samskipti,
svo umtalslaus, án orða og angurs.
Vissulega var ég fóstri þeirra hjóna
á Egilsgötu 18 þá tvo vetur sem
ég var í kennaraskólanum. Þau
vora ekki mjög aflögufær þá, ný-
flutt utan af landsbyggðinni, höfðu
reist sér hús í höfuðborginni á hörð-
um kreppuáram, bömunum íj'ölgaði
og kennaralaunin voru ekki til að
hrópa húrra fyrir þá fremur en nú.
Við Egilsgötuna bjuggu margir
landskunnir kennarar. Sigurvin var
ekki orðinn landsþekktur þá, það
varð seinna. Þau hjón þurftu að
leigja af litluhúsi. En það kom aldr-
ei út yfír mig. Það kom þá líka af
sjálfu sér að Sigurvin leit eftir fjár-
munum mínum þegar ég seinna
dvaldist erlendis við nám. Víst gat
ég kallað hann fóstra.
Sigurvin og Jörína höfðu kynnst
í kennaraskólanum; hartn var af
Rauðasandi, hún úr Kjósinni. Á
heimili hennar í Blöndholti hafði
faðir minn alist upp án skyldleika
en þar komu tengslin. Á bemsku-
áram var Kjósin mitt óskaland.
Eftir kennarapróf urðu þau hjónin
í hópi margra kennarahjóna sem
fóra út á landsbyggðina og gerðu
garðinn frægan. Sigurvin var skóla-
stjóri í Ólafsvík í hartnær áratug
en árið 1932 tóku þau sig upp,
fluttu til Reykjavíkur og Sigurvin
varð kennari við Miðbæjarskólann.
Sigurvin var kotadrengur sem fór
að heiman með ekki allt of mikið
nesti og ekki allt of nýja skó. Eins
og fjölmargir atgervismenn á þess-
um áratugum fór hann til náms í
kennaraskólann. Þar var tiltölulega
skjótfengin góð menntun þegar
ekki var kostur langrar skólagöngu.
Það varð skólamálum þjóðarinnar
til mikils gagns og haldkvæmrar
þróunar um langt skeið. Þar lagði
Sigurvin dijúgan skerf til mála.
En kotadrengurinn frá Stakkadal
á Rauðasandi átti sér stóran draum.
Og með þrautseigju, greind og
dugnaði lét hann þennan draum
rætast. Draumurinn var fjöiþættur
og margslunginn. Þess vegna þurfti
að halda á spöðunum.
Drengurinn frá Stakkadal eign-
aðist sjálft höfuðbólið á Rauðasandi
og stundaði þar myndarbúskap um
skeið. Saurbær var frægur í sögum
og reisnargarður í augum drengsins
i Stakkadal. En þjóðhættir höfðu
breyst og draumur er ekki sama
og veraleiki þótt dugnaður sé með
í leik. Þessi draumur fór öðravísi
en vonir stóðu til og samt stafar
af honum ljóma.
Að sjálfsögðu vora vonir um að
komast í nokkrar álnir hluti af
draumnum. Það tókst allvel. Sigur-
vin stofnaði ásamt bræðram sínum
myndarlegt iðnfyrirtæki í höfuð-
borginni og rak það með sóma í
áratugi. Sá hluti draumsins heppn-
aðist vel. Þar kom arður í hlut.
Dósaverksmiðjan varð merkisfyrir-
tæki.
Og í fyllingu tímans varð dreng-
urinn frá Stakkadal fulltrúi sýsl-
Unga sinna á Alþingi. Hann vann
þingsætið af öðram kotadreng ann-
ars staðar að úr sýslunni sem með
harðfylgi, dugnaði og athafnasemi
hafði áður unnið sýsluna á söguleg-
an hátt. Þessi draumur rættist
mörgum til undranar. Kosningabar-
áttan í Barðastrandarsýslu var heil-
mikil saga á sinni tíð, forvitnileg
stjómmálasaga, eins konar þjóðar-
saga í smækkaðri mynd, en ævin-
týri um leið, raunar líkust skáld-
sögu. En Sigurvin var þingmaður
byggðarlags síns í hálfan annan
áratug og stóð þar vel fyrir sínu
eins og endranær.
Eitt sinn skolaði mér inn á Al-
þingi í nokkra daga á þeim árum
sem Sigurvin var þingmaður. Ég
var varaþingmaður. Það vildi svo
til að herbergisfélagi minn af Egils-
götunni var einnig varaþingmaður
um þetta leyti, Daníel Ágústínus-
son. Þau Jörína og Sigurvin höfðu
auglýst eftir öðram kennaraskóla-
pilti til að vera með mér í herbergi
svo að húsaleigan yrði mér léttari.
Ég hafði mikinn hug á og reyndi
raunar að stuðla að því að við her-
bergisfélagamir af Egilsgötunni
lentum báðir í einu inn á þing með
Sigurvin. Því miður tókst það ekki;
varaþingmenn ráða ekki sínum vitj-
unartíma. En Sigurvin hefði þótt
gaman að þessu. Hann hefði orðið
harla kátur við, glott út í annað
munnvikið, skotið á okkur glettnum
sjónum og sagt eitthvað á þessa
leið: „Þið erað bara sæmilega ffarn
gengnir, gemlingamir."
Sigurvin leit nefnilega á þing-
mennsku sem merkilegt ábyrgðar-
starf. Hann taldi þingmenn vera
fulltrúa og trúnaðarmenn alls al-
mennings, allrar þjóðarinnar. Því
léit hann stórt á þingmannsstöðu
sína og starfaði samkvæmt því.
Hann var heill í störfum, trúr og
stefnufastur.
Sigurvin Einarsson var kennara-
lærður ungmennafélagi, ffamsókn-
armaður og bindindismaður alla
ævi. Og allt þetta var hann með
glans. Hefði einhver sjálfskipaður
menningarviti eða sjálfumglaður
menntagosi farið að gera lítið úr
þess háttar mönnum í hans eyra
hefði hann ekki komið að tómum
kofunum. Sigurvin hefði svarað
fullum hálsi og hinn hefði ekki rið-
ið þar feitum hesti frá. Hann gat
verið harður í horn að taka, þungur
á báranni og fastur á meiningunni.
Annars hefði draumurinn aldrei
ræst. Hann fór sínu fram ef hann
taldi sig hafa á réttu að standa,
hann var aldrei leiðitamur eða auð-
unninn jámaður. Veifískati var
hann ekki.
Og nú er Sigurvin allur og við
hittumst ekki oftar. Ég mun sakna
þess. Oft leið langt á milli þess að
við hittumst og stundum allt of
langt. En þótt langt væri liðið frá
síðustu fundum var alltaf eins og
við hefðum hist í gær. Það var sama
umhyggjan og hlýjan og forðum.
Þannig eru fóstrafundir.
Þegar ég nú kveð Sigurvin fóstra
minn að leiðarlokum er hugur minn
að mestu hjá Jörínu. Hlýjustu hugs-
anir mínar og óskir era hjá henni
á þessum tímamótum þegar 65 ára