Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 17 ferill þeirra hjóna saman er rofinn. Megi hollar vættir og blessun kyrrð- ar og friðar veita henni hlíf og vernd allt til loka. Afkomendum þeirra Hjóna óska ég þess að þeir erfi og tileinki sér að marki þáveiginleika og skaphöfn sem þau voru gædd, greind, drenglund og dugnað. Þá mun þeim vel farnast og þjóðfélag- ið verða ríkara og.betra. Stefán Júlíusson Ein af bemskuminningum mínum er sólbjartur sumardagur um sláttinn í Stakkadal á Rauða- sandi, fæðingarbæ mínum. Túnið hafði verið slegið og ilmandi grasið lá í flekkjum á jörðinni. Við höfðum verið að rifja og settumst niður til að kasta mæðinni. Með okkur var í þetta sinn Sigurvin föðurbróðir, mikill aufúsugestur á heimilinu, einn af skemmtilegustu mönnúm sem ég hef kynnst um dagana og sagnameistari með afbrigðum þeg- ar sá gállinn var á honum. Og sem við sátum þama við flekkjaðarinn fór hann að segja okkur sögur af gömlum Rauðsendingum og Snæ- fellingum sem hann hafði kynnst þegar hann var kennari og skóla- stjóri í Ólafsvík. Ég man að ég lá máttlaus af hlátri að sumum þess- um sögum og meðan hann dvaldist hjá okkur elti ég hann á röndum til að missa ekki af neinni sögunni. Síðar þegar ég rifjaði upp þessar sögur sá ég ljóslega að sumir þeirra atburða, sem Sigurvin lýsti, voru svo sem ekki neitt sérstakir, það var bara hin frábæra frásagnar- snilld hans sem gerði sögumar svona skemmtilegar. Mörgum árum síðar, þegar ég var orðinn fulltíða og fluttur að heiman, kom ég í sumarleyfi vestur og dvaldist í Saurbæ hjá Sigurvini sem þá bjó þar. Eina nóttina fór heimilisfólkið á fætur til að bjarga heyi undan aðvífandi rigningu og fór ég með því. Við Sigurvin unnum saman og enn á ný upplifði ég sagnasnilld hans þessa vökunótt svo ég hefði gjaman viljað lifa margar slíkar, ekki meira gaman en ég hafði þó af heyvinnu. Sigurvin fæddist og ólst upp í Stakkadal, eins og ég 20 árum síðar. Hann nam einn vetur við Samvinnuskólann og lauk kennara- prófi 1923, ári síðar en kona hans, Jörína G. Jonsdóttir, sem lifir mann sinn og var ári yngri en hann. Þau gengu í hjónaband það ár og flutt- ust til Ólafsvíkur. Til Reykjavíkur fluttust þau 1932. Kenndi Sigurvin við Miðbæjarskólann í 11 ár, var gjaldkeri og bókari Dósaverksmiðj- unnar hf. í 9 ár og framkvæmda- stjóri hennar í 17 ár. Búskap stund- aði hann í Saurbæ á Rauðasandi í 5 ár og var þar til heimilis lengi eftir það. Hann sat á Alþingi frá 1956 til 1971 sem þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Barðastrand- arsýslu og síðar Vestfjarðakjör- dæmi. Hann hreifst snemma af hugsjónum samvinnumanna og hvikaði ekki frá þeim skoðunum sínum. Þeim Sigurvin og Jörínu varð sjö bama auðið, fjögurra sona og þriggja dætra. Einn sonurinn lést á unga aldri. Bamaböm þeirra hjóna eru 26 og bamabamaböm einnig 26, allt mannvænlegt fólk. Gamansemi Sigurvins og frá- sagnargleði dofnaði engan veginn á þingmennskuámm og brá hann oft fyrir sig fýndni í þingræðum. Við slíkt tækifæri skaut einn and- stæðingur hans því eitt sinn að honum að það væri nú enginn vandi að fleyta sér á bröndumm í ræðu- haldi. „Seg þú þá einn,“ sagði Sig- urvin og bætti við hlæjandi þegar hann sagði mér frá þessu: „Ég vissi nefnilega að það gat hann ekki.“ Sigurvin var ágætlega hagmælt- ur og brá sér oft á bak ljóðfáknum, allt frá æsku og fram á efri ár. Flest af því bundna máli sem ég hef heyrt eftir hann vom gaman- vísur og kvæði sem hann orti af gefnu tilefni í hvert sinn, eins og þessi sem hann orti í bíl með Steingrími Hermannssyni, nú for- sætisráðherra, er" honum þótti bílstjórinn fara nokkuð geyst: Skrapar vegi, skemmir brýr, skepnur leggja á flótta. Undan bílnum fólkið flýr frávita af ótta. Eitt af því sem Sigurvin taldi sér til ágætis var að hann hefði bjargað lífi mínu og féllst ég auðvitað á að telja hann lífgjafa minn. Það bar þannig til að koma mín í þennan heim gekk treglega og hafði móðir mín þjáðst í sólarhring þegar ekki þótti lengur unnt að fresta því að sækja lækni. Varð Sigurvin til að fara þeirra erinda yfir á Patreks- fjörð og þar með var mér og móður minni tryggt líf en Sigurvini verð- skuldaður sómi af vasklegri fram- göngu. Með Sigurvini er horfið úr þess- um heimi síðasta föðursystkini mitt. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir þær ánægjustundir sem ég átti með honum, fyrir allar sögum- ar og gamansemina. Ekki er mér kunnugt um að Sig- urvin hafi velt þeirri gátu mikið fyrir sér, hvort líf væri eftir þetta líf, en ekki kæmi mér á óvart þótt ég ætti eftir að hitta hann hinum megin og hlusta á hann segja sögur af reynslu sinni og kynlegum kvist- , um á hinum æðri plönum tilverunn- ar, að sjálfsögðu kryddaðar þeim húmor sem hann hlýtur að hafa haft með sér yfír landamærin. Eftirlifandi konu hans og niðjum þeirra votta ég, fyrir hönd okkar systkinanna, innilegustu samúð mína. Torfí Ólafsson KOMATSU og BÍLABORG hf. bjóða öllum íslend- ingum, sem verða á BAUMA ’89 á sýningarsvæði KOMATSU nr. 107 þriðjudaginn 11. apríl kl. 16:00, þiggja þar léttar veitingar og kynnast öilum þeim stór- kostlegu nýjungum, sem KOMATSU kynnir á sýning- unni. Láttu ekki þetta tækifæri til að kynnast framtíð- arvélunum frá KOMATSU fram hjá þér fara!! KOMATSU . _ í MUNCHEN 10.-16. 4. _ i boumo 89 BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI68 12 99 TVOFALDUR á laugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.