Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
Borgarfiilltrúar Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks:
>-----------------
Oeðlileg viðbrögð
Alþýðuflokksins
SIGURJÓN Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins og Sigrún
Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, eru sammála um
að viðbrögð Bjarna P. Magnússonar borgarfulltrúa Alþýðuflokksins,
séu óðelileg vegna ákvörðunar menntamálaráðherra, að auglýsa stöðu
skóiastjóra við Ölduselsskóla. Bjarni hefur hótað því, að ekkert verði
af samstarfi minnihlutaflokkana í borgarstjóra nema ráðherra dragi
auglýsinguna til baka.
„Miðað við það sem ég hef heyrt
af ástandi mála í þessu skólahverfi
og það sem ég hef séð af umræðum
í fræðsluráði þá er ég sannfærður
um að nauðsynlegt var að gera eitt-
hvað,“ sagði Siguijón Pétursson.
Sagði hann að umræður í fjölmiðlum,
meðal annars hjá fulltrúa kennara
og foreldrafélags í útvarpi, bentu til
að ákvörðunin hafi verið óhjákvæmi-
leg og að um eðlilega stjómvaldsað-
gerð sé að ræða en ekki pólitíska.
Formanni fræðsluráðs og ráðinu
sjálfu hafi verið kunnugt um hvemig
málið var statt í menntamálaráðu-
neytinu. „Ég veit að fyrir stuttu bað
formaður fræðsluráðs menn að slíðra
sverðin. Hafi þurft að slíðra þau þá,
hefur þeim greinilega verið bmgðið
áður,“ sagði Siguijón.
Sagði hann að viðbrögð Bjama
P. Magnússonar kæmu sér á óvart.
Uppsögnin væri sjálfstætt mál, sem
ekki tengdist samstarfí minnihluta-
flokkana. „Ég get ekki séð að sam-
starfíð eigi að hanga á því hvort
Sjöfn Sigurbjömsdóttir sé hæfur
skólastjóri eðaekki," sagði Siguijón.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins telur við-
brögð Bjama P. Magnússonar óeðli-
leg og ekki sé hægt að tengja ákvörð-
un eins ráðherra við borgarmálefnin
í heild. „Ég get að mörgu leyti vel
skilið, að menntamálaráðherra grípi
til þess að auglýsa stöðuna vegna
þess sem á undan er gengið og
heyrst hefur frá skóianum,“ sagði
Sigrún. „Þar hafa verið mjög alvar-
legir samskiptaörðugleikar en hvort
reka eigi alla kennarana eða Sjöfn,
það er spumingin. Skólans og bam-
ana vegna hefði mátt draga þessa
ákvörðun um sex vikur."
Morgunblaoio/ttjami fciriksson.
Á myndinni eru f. v. Páll Sigurjónsson framkvæmdastjóri ístaks hf,
Halldór Árnason, Guðbjöra Freyr Jónsson og Ágúst Valfells sljórnar-
formaður Steypustöðvarinnar.
Stærðfræðikeppni framhaldsskóla:
Sigairvegarinn úr MA
Guðbjöra Freyr Jónsson Menntaskólanum á Akureyri sigraði í stærð-
fræðikeppni framhaldsskólanema sem ístak hf og Steypustöðin hf stóðu
fyrir í vetur. Til verðlauna unnu einnig Halldór Árnason MR og Agni
Asgeirsson MR sem höfhuðu I öðru og þriðja sæti.
Níu efstu keppendunum verður keppa fyrir íslands hönd Halldór
boðið að keppa í þriðju Olympíu-
keppni Norðurlanda í stærðfræði, en
hún verður haldin í skólum keppenda
10. apríl næst komandi. Islendingar
sjá um keppnina í fyrsta sinn. Auk
þeirra Guðbjöms, Halldórs og Agna,
Pálsson MR, Yngvi Þór Siguijónsson
MR, Ásta Kristjana Sveinsdóttir MR,
Hrafnkell Kárason MS, Ólafur Öm
Jónsson FS og Kristján Leosson MR,
en þetta var einnig röð þeirra í
keppninni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá fundi þingmannanefiidar NATO-ríkja sem haldinn var i veitingahúsinu Litlu-Brekku á mánudaginn.
Þingmannanefiid NATO-ríkja:
Fundur um fiiðarmál í
Stjórnmálanefiid NATO-ríkja
stofhaði síðastliðið haust undir-
nefiid um friðarmál og fundaði
hún í Reykjavík á mánudaginn.
Á fundinum voru þingmenn frá
íslandi, Grikklandi, Frakklandi,
Lúxemborg, Vestur-Þýskalandi,
Tyrklandi, Danmörku og Bret-
landi.
„Á fundinum fluttu Albert Jóns-
son hjá Öryggismálanefnd og
Hjálmar Hannesson, sendiherra,
erindi,“ sagði Jóhann Einvarðsson,
formaður utanríkismálanefndar Al-
Reylqavík
þingis, í samtali við Morgunblaðið,
en hann á sæti í nefndinni. „Albert
fjallaði um Varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli og hlutverk þess hér og
Hjálmar talaði um Vínarráðstefn-
una og þátttöku okkar í henni,“
sagði Jóhann Einvarðsson.
Landssöfiiun Lionshreyfíngarinnar:
Söfiiunarfénu vel varið í
þágu þesssara einstaklinga
- segir Björn Ástmundsson, framkvæmdastjóri Reykjalundar
ÁGÓÐA af landssöfiiun Lionshreyfingarinnar sem fram fer 7.-9. apríl
með sölu rauðu fiaðrarinnar verður varið til byggingar vistheimilis
að Reykjalundi fyrir Qölfatlaða. Að sögn Björas Ástmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Reykjalundar, er vinna við hönnun vistheimilisins þegar
hafin og væntanlega verður hægt að heQast handa við byggingarfram-
kvæmdir strax í vor, en heimilinu verður valinn staður á fögrum stað
fyrir framan smáhýsi á Reykjalundi.
„Á þessum stað er um að ræða
gott útsýni og gróið umhverfí með
skóglendi og þægilegum aðkomu-
möguleikum, auk þess sem bygging-
in kemur til með að falla vel inn í
byggðakjaman á Reykjalundi," sagði
Bjöm.
Vistheimilið sem um er að ræða
er ætlað fyrir 5-6 einstaklinga, og
verður byggingin væntanlega
290-300 fermetrar að stærð.
„Við ætlum okkur að hafa eins
mikinn heimilisbrag á þessu vist-
heimili og kostur er á, en þó verður
verður það byggt þannig að við náum
góðum umferðarlegum tengslum við
aðalbygginguna. Þannig koma þjálf-
unardeildir á Reykjalundi til með að
nýtast þessu fólki, en öll aðstaða sem
þegar er fyrir hendi þar mun standa
þessum einstaklingum til boða. Þar
nefna öflugar þjálfunardeildir, nýja
sjúkraþjálfunarbyggingu og iðju-
þjálfun. Við notum einnig mikið
íþróttir og útivist til endurhæfíngar
og afþreyingar, auk þess sem mikið
er gert af því að bjóða upp á hvers
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Skemmdarverk á íslenskri tiingn
„ Að hlaupa upp á milli handa og* fóta“
„Tvöhundruðasti o g fimmtugi“
„Munið þið halda áfram að þykja vænt um mig
u
eftir Njörð P.
Njarðvík
Njörður P. Njarðvík mun
skrifa hálfsmánaðarlega þætti
um menningarmál hér í Morgun-
blaðinu. Hér birtist fyrsti þáttur
Njarðar og fjallar um skemmdar-
verk á íslenskri tungu eins' og
fyTÚrsögfnin gefur til kynna:
Ég leyfí mér að hefja þessa grein
á þremur dæmum um málfar í
íslenskum íjölmiðlum. Hið fyrsta
heyrði ég í sjónvarpsfréttum, annað
í hádegisfréttum einnar útvarps-
stöðvarinnar í Reykjavík þar sem
fréttaþulur var svo óheppinn að
þurfa að lesa úr raðtölu, og' hið |
þriðja las ég í vikublaði. Þar var
þessi hroðalega villa meira að segja
tvítekin, birtist bæði í þýðingu á
sögu og sem texti undir mynd. í
fyrri tilvikunum tveimur er um að
ræða fastráðna starfsmenn sem
hafa atvinnu af því að flytja
íslensku þjóðinni fréttir á íslensku,
en hins vegar er mér ekki kunnugt
um þýðanda þriðja dæmisins.
Þessi dæmi eru tilfærð hér til
áréttingar þeirri staðreynd, að mál- |
tit
far hefur farið svo versnandi í
íslenskum fjölmiðjum að undan-
fömu, að ekki verður lengur við
unað. Nú teljast ambögur og beinar
beygingarvillur því miður ekki leng-
ur til undantekninga þegar hlustað
er á útvarp og sjónvarp, og ekki
eru blöð og tímarit miklu skárri,
þótt þar ætti að mega búast við
meiri rækt við ritað mál. Verst er
að heyra til umsjónarmanna popp-
tónlistarþátta í hinum svokölluðu
fijálsu útvarpsstöðvum, sem mala
blaðalaust og virðast stundum tala
einhvers konar hálfamerískt
hrognamál. En Ríkisútvarpið er
ekki heldur saklaust, þótt það hafí
sérstökum skyldum að gegna við
íslenska tungu samkvæmt lögum.
Þar hefur orðið sorgleg afturför á
síðustu árum, þótt enn séu þar að
sönnu starfsmenn sem vanda mál-
far sitt.
Ábyrgð fjölmiðla
Vafalaust eru tengsl á milli
versnandi málfars og hinnar svo-
kölluðu fjölmiðlabyltingar. Útvarps-
og sjónvarpsstöðvum fjölgaði og
dagskrár lengdust, og mörg ný
tímarit bættust við. Það hefur kall-
að á nýtt og aukið starfslið. Og svo
mikið er víst, að margt af þessu
nýja fjölmiðlafólki hefur ekki verið
ráðið ágrundvelli íslenskukunnáttu.
Raunar er engu líkara en að for-
ráðamönnum sumra fjölmiðla sé
alls ekki ljóst að þeir beri einhveija
ábyrgð á meðferð íslenskrar tungu.
Þó hlýtur að blasa við hveijum
manni, að fjölmiðlar hafa gífurleg
áhrif á mótun málfars hjá almenn-
ingi. Allir hlusta á útvarp, horfa á
sjónvarp og lesa blöð. Og kannski
eru þeir fleiri en okkur grunar, sem
nú orðið sækja tungutak sitt fyrst
og fremst til fjölmiðla, auk dag-
legra samtala. Ég á við að trúlega
hafí þeim fækkað hlutfallslega sem
tjá hug sinn í rituðu máli. Það leið-
ir óhjákvæmilega til minni og ein-
hæfari orðaforða og jafnframt til
aukinnar áhrifagirni. Nú get ég að
vísu ekki stutt slíka staðhæfíngu
öðru en hugboði, en það væri þarft
viðfangsefni málvísindamanna að
kanna orðaforða landsmanna og
athuga mun hans hjá þeim sem
nota ritmál reglulega og hinna sem
sjaldan eða aldrei festa hugsun sína
á blað.
Ég vil leyfa mér að nefna sem
dæmi um útbreiðslu málfarstísku
úr fjölmiðlum að orðatiltæki á borð
við að vera inni í myndinni og
að vera í stakk búinn eru orðin
svo útþvæld að þau eru næstum
ónothæf. Og orðið varðandi og
gagnvart virðast á góðri Ieið að
útrýma algengum forsetningum,
eins og þegar auglýst eru námskeið
„varðandi meðferð véla“.
Lög um íslenska tungu
Ef einhver fer inn í opinbera
byggingu á íslandi og vinnur þar
skemmdarverk, þá er hann ekki
einungis skaðabótaskyldur, heldur
skal hann einnig sæta refsingu.
Þetta þykir sjálfsagt, enda hefur
slíkur skemmdarvargur valdið þjóð-
inni eignatjóni sem auðvelt er að
meta til fjár. Sömuleiðis er refsivert
að vanvirða þjóðsönginn, þjóðfán-
ann og skjaldarmerkið eða að vinna
spjöll á þessum táknum íslensku
þjóðarinnar. Aftur á móti virðist
öllum heimilt að vinna þau skemmd-
arverk á íslenskri tungu sem þeim
sýnist refsingarlaust og meira að
segja nokkurn veginn átölulaust.
Og er þó tungan ekki tákn íslensku
þjóðarinnar, heldur hinn raunveru-
legi grundvöllur þjóðernis okkar,
ásamt landinu sjálfu og þeim
lífsháttum sem það hefur fært okk-
ur. íslensk tunga er dýrmætasta
eign okkar en virðist engu að síður
réttlaus. Ef til vill hefur mönnum
fundist að dýrmæti hennar væri svo
ÍSÍ4£tÍͧifJUl4H##ÍÍ4
ͧliÍ«i§#*É