Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 25

Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 25 Afmæliskveðja: Bjarni I. Bjamason fv. organisti - Akranesi Fyrir rúmum 30 árum gegndi ég um nokkurt skeið þjónustu í veik- indaforföllum tengdaföður míns, sr. Jóns M. Guðjónssonar á Akranesi. Þetta var á föstunni, og varð því að ráði, að föstuguðsþjónustur á miðvikudagskvöldum kæmu í stað hinna hefðbundnu guðsþjónusta á sunnudögum, þar er ég var þá bundinn störfum í mínu eigin prestakalli. Þessi þjónusta leiddi til nokkurra kynna við starfsfólk kirkjunnar, ekki síst organistann, sem þá var Bjarni Bjarnason málarameistari. Mér er minnisstætt þegar fund- um okkar fyrst bar saman. Það var á söngloftinu í Akraneskirkju. Þar höfðum við mælt okkur mót til þess að ræða fyrirkomulag og fram- kvæmd fyrstu föstuguðsþjón- ustunnar. Það sem mér fannst ein- kenna hann mest við þessi fyrstu kynni, var annars vegar hógværð hans og yfirlætisleysi, en hins vegar sú einlæga hjartahlýja, sem ljómaði af svip hans og fasi. Umræðuefni okkar er mér nú löngu horfið úr minni. En hitt man ég vel, að ég hugði gott til samstarfs við þennan ljúfa og viðmótsþýða mann, sem virtist svo heill og drengilegur í hlutverki sínu. Og þar varð ég síst fyrir vonbrigðum. Nú er Bjarni Bjamason áttræður í dag. Hann er borinn og barnfædd- ur Akurnesingur, fæddur 5. apríl árið 1909 að Austurvöllum, sem nú heitir Akurgerði 15, þar í bæ. For- eldrar hans vom hjónin Bjarni Gíslason trésmiður og Helga Sigríð- ur Bjamadóttir, mikils metin og valinkunn sæmdarhjón í sinni tíð. Þau eignuðust 4 böm, sem öll kom- ust til fullorðinsára og var Bjarni elstur systkina sinna. Næstur hon- um var Gísli, sem látinn er fyrir mörgum árum, þá er Sighvatur, málarameistari í Reykjavík og yngst er Ingibjörg húsmóðir á Akra- nesi, ekkja Aðalsteins Ámasonar, fyrmm kaupmanns þar. Bjarni ólst upp hjá foreldmm sínum á Austurvöllum. Hann lærði málaraiðn hjá Árna Sigurðssyni málarameistara. Sveinsprófi lauk hann 1938 og meistararéttindi í iðngrein sinni hlaut hann árið 1942. Bjami var ungur að árum, þegar það kom ótvírætt í ljós, að hann var gæddur miklum tónlistarhæfi- leikum. Hann hafði fagra söngrödd og framúrskarandi næmt tóneyra. Hann var ekki nema 10 ára gam- all, þegar hann hóf nám í orgelleik hjá Svövu Þórleifsdóttur, sem þá var skólastjóri á Akranesi. Hjá henni var hann í tvö ár. Minnist hann þess tíma með miklu þakk- læti, segir Svövu hafa verið sér ein- staklega góða og uppörvandi. Þegar Bjarni var 15 ára gamall fór hann að syngja í kirkjukór Akra- neskirkju. Nokkm síðar lá svo leið- in til Kjartans Jóhannessonar. Hjá honum stundaði Bjarni nám bæði í söng- og orgelleik. Og svo þegar sú ákvörðun var tekin að gerast organisti og söngstjóri kirkjukórs Akraness, þá var hann vetrarlangt við nám hjá Páli ísólfssyni í Reykjavík. Það mun hafa verið á árunum 1933—1934 sem Bjarni tók við starfinu við kirkjuna. Þá var sr. Þorsteinn Briem sóknarprestur á Akranesi og tókst bráðlega mjög gott og náið samstarf með þeim. Ennþá segist Bjami muna hvaða sálmur það var, sem fyrst var sung- inn í Akraneskirkju eftir að hann hóf þar starf sitt. Það var sálmur- inn „Lofið vom Drottinn, hinn líkn- sama föður á hæðum“. (Sálmb. nr. 3) Starfsferill Bjarna við Akranes- kirkju varð bæði langur og blessun- arríkur. Enginn organisti hefir starfað jafn lengi þar og hann. Alls urðu starfsárin hans á söngloftinu 27 talsins. Hann hætti árið 1960, þegar nýtt pípuorgel kom í kirkj- una. Þá fannst honum rétti tíminn til að draga sig í hlé. Enda var þá ráðinn til starfans einn af okkar fremstu tónlistarmönnum, Haukur Guðlaugsson, núverandi söngmála- stjóri. Vissulega var það ekki sárs- aukalaust fyrir Bjarna að hverfa þannig af hólmi, en honum var Ijóst, að við þau þáttaskil, sem koma Fiskverd á uppboðsmörkuðum 4. apríi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 49,50 49,50 49,50 6,500 321.750 Þorskur(ósl.) 47,50 38,00 43,33 26,552 1.150.463 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,414 14.490 Karfi 27,00 27,00 27,00 0,863 23.315 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,090 1.350 Koli 50,00 35,00 44,32 1,940 85.990 Steinbitur 24,00 24,00 24,00 0,391 9.396 Lúða 330,00 205,00 297,39 0,350 104.088 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,061 9.760 Samtals 46,59 37,302 1.737.942 Selt var úr ýmsum bátum. I dag verða meðal annars seld 40 tonn af þorski, 2,5 tonn af steinbít og 0,5 tonn af keilu úr Ljós- fara HF. Einnig verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 47,50 30,00 46,61 32,905 1.533.695 Þorskur(dbt) 47,00 46,00 46,34 5,355 248.134 Þorsk(2.nátta) 48,00 42,00 45,09 11,661 525.784 Ýsa 70,00 68,00 68,37 1,713 117.114 Ýsa(óst) 70,00 43,00 67,55 0,318 21.482 Karfi 29,00 23,00 28,42 15,952 453.415 Ufsi 24,00 16,00 17,41 4,988 86.832 Steinbítur 28,00 25,00 25,32 0,269 6.812 Steinbítur(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,116 1.740 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,465 6.975 Hlýri+steinb. 25,00 25,00 25,00 0,262 6.550 Skarkoli 47,00 47,00 47,00 0,221 10.387 Blálanga 34,00 34,00 34,00 0,187 6.358 Lúða(stór) 225,00 100,00 179,49 0,498 89.385 Lúða(milli) 300,00 300,00 300,00 0,042 12.600 Lúða(smá) 240,00 235,00 238,03 0,127 30.230 Grálúða 48,00 32,00 42,53 28,898 1.228.963 Skata 20,00 20,00 20,00 0,102 2.040 Rauðmagi 35,00 30,00 34,87 0,466 16.250 Hrogn 50,00 50,00 50,00 0,071 3.550 Samtals 42,14 104,615 4.408.296 Selt var úr Gylli ÍS, Freyju RE, Sigga Sveins (S og trillum. í dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,50 41,00 45,20 10,336 467.226 Ýsa 62,00 45,00 50,23 12,783 642.123 Karfi 28,50 27,50 28,05 6,672 187.142 Ufsi 19,50 10,50 16,35 14,883 243.286 Steinbítur 15,00 7,00 14,71 1,170 17.223 Skarkoli 45,00 35,00 41,93 0,780 32.665 Langa 21,00 21,00 21,00 1,040 21.840 Lúða 300,00 50,00 160,00 0,172 27.598 Samtals 33,75 48,907 1.650.446 Selt var aöallega úr Reyni GK, Eldeyjar-Boða GK, Hrafni Svein- bjarnarsyni GK og Farsæli GK. I dag verður selt úr dagróðra- og snurvoðarbátum ef á sjó gefur. nýja orgelsins markaði, væri eðli- legt, að þar yrðu hans verkalok á vettvanginum þeim. Störfum sínum við kirkjuna gegndi Bjarni alla tíð af fráb&rri samviskusemi og trúmennsku, óbrigðulli smekkvísi og þeirri holl- ustu, sem aldrei brást. Hann var aiinn upp í hinu heilnæma andrúms- lofti kristinnar trúar, móðir hans var innilega bænrækin kona, svo að segja má, að starfróf bænar og tilbeiðslu hafi hann drukkið í sig með móðurmjólkinni og numið við móðurkné. Það duldist heldur eng- um, sem hlýddi á orgelleik Bjama og kórstjórn í Akraneskirkju, að trúin var undirstraumur og aflgjafi í túlkun hans. Bjami er mikill drauma- og vitr- anamaður. Hann hefir frá mörgu stórmerkilegu að segja á þeim vett- vangi. Og ekki fer hann í neina launkofa með þá sannfæringu sína, að hann hafi í starfi sínu og í öllu sínu lífi notið í ríkum mæli blessun- ar og handleiðslu okkar himneska föður og frelsarans, Jesú Krists. Eins og áður hefir komið fram, var Bjarni einnig samstarfsmaður sr. Jóns M. Guðjónssonar, sem var eftirmaður sr. Þorsteins Briems. Þeir Bjarni og sr. Jón tengdust þegar í upphafi einlægum vináttu- böndum og svo bjart var yfir sam- starfi þeirra, að þar féll aldrei minnsti skuggi á. Eins og að líkum lætur var starf Bjarna við kirkjuna alltaf unnið í hjáverkum, af því að málaraiðnin var auðvitað aðalstarfið. En eigi að síður kom það oft fyrir, að kirkjan var látin sitja í fyrirrúmi og bæði tíma og flármunum fúslega fórnað í hennar þágu. Þá var organista- starfið lítt launað og hvað Bjarna snerti, þá gerði hann víst oft og tíðum harla lítið í því að kreijast þess, sem honum þó með fyllsta rétti bar. Honum var gjarnara að líta á störf sín sem þjónustu við Drottin — eða vinargreiða. í allmörg ár starfaði Bjarni sem málari í Dráttarbraut Akraness. Þá var hann umsjónarmaður Iðnskól- ans á Akranesi síðustu árin sem sá skóli var starfandi þar. Öll sín störf, bæði í kirkju og utan hennar hefir Bjarni unnið af trúfastri skyldurækni og þeirri ein- lægu viðleitni listamannsins, að láta það eitt frá sér fara, sem fegrar lífið, bæði hið ytra og hið innra fyrir andann og gerir það bjartara og gleðiríkara en það áður var. Hinn 17. júní 1952 gekk Bjami að eiga Guðrúnu Jónsdóttur, sem ættuð er frá Hólmavík. Hún hefir búið manni sínum fagurt heimili, þar sem hamingjan situr að völdum. Þau eiga eina dóttur, sem Helga heitir. Hún er búsett á Akranesi, gift Bimi Tryggvasyni starfsmanni hjá Skallagrími hf. Þau eiga þrjú böm, sem öll eru bjartir sólageislar í lífi afa síns og ömmu. Enn er Bjarni einn af hinum góðu og trúföstu kirkjugestum við guðsþjónustur í Akraneskirkju, þótt ekki leiki hann lengur á orgelið og sé löngu hættur að stjórna kómum. En hann tekur virkan og lifandi þátt í guðsþjónustunni eigi að síður. Enn syngur hann með sinni björtu og fagnaðarfullu rödd og augun ljóma, ekki síst þegar sungnir em uppáhaldssálmamir hans: „Víst ertu, Jesús, kóngur klár" og „Son Guðs ertu með sanni“. Megi heill og blessun Guðs hlotn- ast þér, kæri vinur, og ástvinum þínum á merkum tímamótum. Þökk fyrir einlæga vináttu og órofa tryggð. Guð gefi þér ótalmargar glaðar stundir og góðar á ófarinni ævileið. Bjarni tekur á móti gestum í til- efni afmælisins í Oddfellowheimil- inu á Kirkjubraut 54, Akranesi, laugardaginn 8. apríl nk. frá kl. 14.30 til 17.30. Björn Jónsson Týlihf.: Flytur inn kvikasilf- urslausar raflilöður TÝLI HF. flytur inn kvikasilf- urslausar kolefiiis-sink-rafhlöð- ur af tegundinni Ucar en Týli hf. hefur einkaumboð fyrir Ucar á íslandi, að sögn Frank Cassata hjá Týli. Rafhlöðumar eru til sölu í Týli í Austurstræti, Focus í Lækjargötu og í Kringlunni 4. Þar er einnig tekið við notuðum rafhlöðum og þeim komið til Hollustuvemdar ríkisins sem sér um förgun þeirra. Að sögn Frank Cassata flytur Týli hf. einnig inn alkalískar raf- hlöður sem innihalda kvikasilfur sem er minna en 0,025% af þyngd rafhlaðnanna en stefnt er að því að settar verði samnorrænar reglur um að rafhlöður megi ekki inni- halda kvikasilfur og kadmíum yfir þessum mörkum. Jóhannes Geir í GalleríBorg GALLERÍ Borg er með sýningu á verkum Jóhannesar Geírs Jónssonar. Á sýningunni eru pastel- og olíumyndir sem allar eru nýjar og sýna hesta og menn í umhverfi sínu, þá aðallega hér á Reykjavíkursvæðinu. Allar myndirnar eru til söiu. Sýningin er í Gallerí Borg, Aust- urstræti 10, 2. hæð (Pennanum). Hún stendur til 11. apríl og er opin virka daga frá klukkan 10-18. Aðgangur ókeypis. Fiskeldisráð- stefiiu fi*estað VEGNA komandi vinnustöðvun- ar Félags íslenskra náttúrufræð- inga hefur stjórn Líffiæðifélags íslands ákveðið að fresta fyrir- hugaðri ráðstefiiu um fiskeldi er halda átti dagana 7. og 8. apríl. Onnur dagsetning verður tÚkynnt síðar. Það sama á við um fyrirhugaða árshátíð Líffræðifélagsins sem halda átti í framhaldi þessarar ráð- stefnu. Nafti ljósa- meistara leiðrétt í tónlistarumsögn Jóns Ás- geirssonar um Brúðkaup Fígraós, sem birtist í blaðinu í gær var ranglega farið með nafn ljósam- eistarans. Hann heitir Jóhann B. Pálmason. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Bókarkynning hjá Pathfínder FORLAGIÐ Pathfinder kynnir bókina Thomas Sankara Speaks: The Burkina Faso Revolution 1983-87 á opinberum fundi í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A, í dag, miðvikudag, og hefet fimd- urinn klukkan 20, segir í frétta- tilkynningu. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, ávarpar fúndinn, svo og Sigþrúður Gunnarsdóttir, formaður Suður-Afríkusamtakanna gegn apartheid, Nestor Bidadanure frá Burundi, sem er ritstjóri afríska .tímaritsins Coumbite og búsettur í París, og Doug Cooper, höfundur inngangs að bókinni. Mjólk flutt í hrognatunnum Innri-Múli. HÉR er enn óslitin ótíð, vegir lokast jafiióðum og mokað er. Það gengur erfiðlega að kom- ast heim á bæina til að ná í mjólk- ina, til dæmis þurfti að láta mjólk- ina í hrognatunnur frá einum bænum og draga hana á sleða hálfan kílómetra í veg fyrir mjólk- urbílinn. - S.J.Þ. Dudley Moore og John Gielgud í í myndinni „Á skallanum" Bíóhöllin sýnir „A skallanum“ BÍÓHÖLLIN hefiir tekið til sýn- inga myndina „Á skallanum" með þeim Dudley Moore og Liza Minelli í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Bud Yorkin. Arthur og Linda eru búin að vera gift í nokkur ár. Efnahagurinn er ágætur, þvi að Arthur hefur enga þörf fyrir að vinna og þau eiga fimm eða sex hús, auk bfla- flota. Þessu má þakka að Arthur getur helgað sig því sem honum er bæði tómstundagaman og al- vörustarf — að drekka dag hvem. 2486.-kr sparnaður OSRAM * meö Dulux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miöað við venju- lega glóperu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.