Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 33 ' mælum, að slíkt samræmdist ekki ríkjandi skoðunum og hefðum á íslandi, og bætt því við um leið og hann sagði til nafns og heimilis- fangs, að þeir gætu kært sig ef þeir vildu. Það var einstaklega ljúft að vinna með Sigurði Magnússyni, því að milli heila hans og hjarta voru heil- brigð tengsl. Var hann því starfi íslandsdeildar Amnesty Internat- ional mikilvægur liðsmaður. Hann var ritfær vel og snjall útvarpsmað- ur og því til hans leitað, þegar mik- ið lá við til kynningar starfi samtak- anna, bæði til að annast útvarps- þætti og erindi, skrifa greinar í blöð eða þýða mikilvæga texta, sem lutu að verkefnum og siðfræðilegum við- fangsefnum samtakanna. Þetta framlag hans vó þungt, því aldrei leyndi sér heiðarleiki hans gagnvart viðfangsefninu og þeim margvís- legu vandamálum, sem það hlaut að hafa í för með sér. Sigurður hafði einlæga and- styggð á valdníðslu og valdhroka í sérhverri mynd og vildi leggja sitt af mörkum til að liðsinna fórn- arlömbum slíkra eiginleika. Eftir margra ára starf fyrir Amnesty skipti hann um vettvang og lagði lið sitt starfi Rauða kross- ins allt þar til heilsan leyfði ekki meira. Um einkalíf Sigurðar veit ég ekki ýkja margt umfram þann kær- leika og þá tryggð, sem hann sýndi systur sinni, minni góðu vinkonu, Guðríði, sem hann talaði við svo til daglega eftir að hún missti mann sinn, hinn mikilhæfa tónlistarmann Róbert A. Ottósson. Þau voru hvort öðru kærleikslind og þótt fjölskyld- an væri stór var eins og þau gætu endalaust gefið af þessum nægta- brunni vinum og öðrum, sem erfið- leikum mættu og áföllum. Um leið og ég þakka Sigurði góða samvinnu og samverustundir allar á liðnum árum flyt ég honum kveðjur og þakkir yngri sem eldri félaga íslandsdeildar Amnesty Int- emational fyrir framlag hans og stuðning við málstað þeirra sam- taka. Margrét Heinreksdóttir Það mun hafa verið fyrir hartnær þremur árum að við Sigurður Magnússon settumst sem oftar nið- ur yfir kaffibolla og ræddum um lífið og tilvemna. Talið barst að aldri manna og endingu og ég lét í ljósi að Sigurður myndi verða allra karla elstur. Sigurður brosti, hristi höfuðið og sagði: „Nei, það verð ég ekki, ég verð ekki og vil ekki verða of gamall. Ég er búinn að eiga gott líf og bráðum verður þetta Blombera Kæli- og frystiskápar. 6 gerðir Hagstætt verð. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. ___________M,'__ Einar Farestveit&Co.hff. BORGARTOWI 28, SÍM116995. Lelð 4 stoppar vlA dymar nógu langt.“ Það var svo á 75 ára afmælisdegi Sigurðar, sem þau hjónin héldu upp á með miklum glæsibrag að viðstöddum fjölda vina, að frændi Sigurðar, séra Ámi Pálsson, flutti frábæra ræðu til heiðurs afmælisbaminu. Sigurður svaraði af ekki minni fimleik tung- unnar. Hann endaði ræðu sína með því að þakka sinni ágætu eigin- konu, Dýrleifu Ármann, fyrir langa og góða samfylgd, því: „I gegnum þykkt og þunnt hefur hún reynst mér best.“ Nokkru eftir afmælið veiktist Sigurður. Það stríð endaði fyrir fáum dögum. Umhyggja Dýr- leifar og fjölskyldu létti þá baráttu. Sigurður Magnússon átti til kjamafólks að telja. Hann stundaði almenn sveitastörf í æsku en hneigðist snemma til bókar, fór í Flensborgarskóla og síðar í Kenn- araskóla og lauk kennaraprófi 1933. Fyrst heyrði ég Sigurðar getið er frændi minn, skólabróðir hans og góður kunningi, Stefán Jónsson kennari og rithöfundur, sagði okkur frá þessum skemmti- lega og harðduglega Snæfellingi. Þeir voru síðar lengi samkennarar við Austurbæjarskólann i Reykjavík. Það var svo löngu síðar að leiðir okkar lágu saman. Hann þá orðinn þroskaður maður í vandasömu starfi og miklu áliti, undirritaður nýlega orðinn blaðamaður, kominn til landsins úr heimshomaflakki. Nokkmm ámm síðar urðum við kollegar — keppinautar — blaðafull- trúar hvor hjá sínu félaginu, Sigurð- ur hjá Loftleiðum, undirritaður hjá Flugfélagi íslands. Oft var hart barist um hylli farþega á þessum ámm og margt brallað. Báðir vildu blaðafulltrúamir veg síns félags sem mestan og bestan og neyttu ýmissa bragða til þess að svo mætti verða. Þótt ekki færi hátt var samt dtjúg samvinna milli þeirra og þá sérstaklega á sviði landkynningar. Landkynningarmálin vom báðum hugleikin og íslensku flugfélögin, þótt nokkuð stór þættu á íslenskan mælikvarða, algjör peð miðað við risana í alþjóðafluginu. Samstarf um ýmis mál jókst eftir því sem árin Iiðu og kunningsskapurinn varð að vináttu. Báðir lögðu blaða- fulltrúamir nótt við dag í land- kynningunni, við móttöku erlendra blaðamanna og ferðaskrifstofu- manna. Stanslaus upplýsingamiðl- un til erlendra fjölmiðla og sífelld- lega reynt að koma landinu og fé- laginu sínu á framfæri. Stundum tókst vel, stundum miður, en alltaf ávannst nokkuð. Þegar hópar blaðamanna komu til landsins var nokkum veginn víst að blaðafulltrúi Flugfélagsins hitti Loftleiðahópinn og öfugt. Þetta skapaði meiri breidd í starfsemina og „nota bene“, þetta var löngu fyrir sameiningu félag- anna. Þarna fundu kynningarmenn sem störfuðu að framgangi íslenskra ferðamála sameiginlegan farveg sem nýttist allri starfsem- inni. Sigurður Magnússon var mikill fagurkeri. Sjálfur var hann einstak- lega vel máli farinn, jafnt í ræðu sem riti. Mér er ekki grunlaust um að hann hafi um stundir orðið fyrir miklum áhrifum af frænda sínum, heimsmanninum og rithöfundinum Kristmanni Guðmundssyni. Frænd- skapur þeirra, sem báðir ræktu vel, var mikill og góður. Sigurður naut fegurðar hvar sem hana var að finna. Hann hreifst að fögru ljóði, fagurri konu, fagurri tónlist. Hann var skapríkur maður og þeg- ar honum mislíkaði meðferð máls eða málstaður sem var honum kær, var mínum manni að mæta. Hann var baráttumaður sem lét ekki deig- an síga þótt við ofurefli væri að etja. Þegar Sigurður hvarf frá störf- úm hjá Loftleiðum, um það leyti sem sameining félaganna og stofn- un Flugleiða átti sér stað, gerðist hann forstjóri Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Hann tók þar upp nýja vinnu- hætti og við sem störfuðum að ferðamálunum bjuggumst við stór- tíðindum. Því miður auðnaðist Ferðaskrifstofu ríkisins ekki að njóta starfskrafta hans nema stutt- an tíma. Hér sem oftar kom í ljós að Sigurður lét ekki á sig ganga þar sem honum fannst ranglátt, og hann hvarf frá störfum við þetta fyrirtæki frekar en að láta hlut sinn. Eftir þetta fékkst hann við ýmis störf, var m.a. ritstjóri starfs- mannablaðs Eimskips, starfaði fyrir Rauða krossins o.fl. Hann fylgdist mjög grannt með gengi Flugleiða og ferðamála, hafði enda átt sæti í Ferðamálaráði í fjölda mörg ár og unnið þar gott starf. Þótt Sigurð- ur léti sig flest það varða er þess- ari þjóð horfði til heilla, þá held ég að flug og ferðamál hafi alla tíð verið honum hugleiknust. Sigurðar Magnússonar er gott að minnast. Ég vil að endingu þessa stutta pistils þakka honum viðkynn- inguna, fyrir gott og ánægjulegt samstarf í fjöldamörg ár og eins fyrir alla hreinskilnina, því stundum kom fyrir hér fyrr á árum að við skiptumst á skeytum sem þó hvor- ugur erfði. Sigurður Magnússon var maður sem setti svip á umhverfi sitt og markaði spor sem íslensk ferðamál og þjóðin njóta enn í dag. Við María sendum Dýrleifu Ar- mann og fjölskyldunni dýpstu sam- úðarkveðjur. Sveinn Sæmundsson ^ Bjór- ^ kollur Sénnerkjum bjórkollur og bjórglös. Leitiö upplýsinga. Höfðabakka 9 Sími685411 LEITAÐU AÐSTOÐAR FAGMANNA Áöur en þú tekur ákvörðun um húsbyggingu eða íbúðarkaup, hvetjum við þig til að notfæra þér þjónustu fasteignasala, hönnuða og annarra sem þekkingu hafa, við að áætla greiöslubyrðina eins nákvæmlega og unnt er. GREIÐSLUBYRÐI OG GREIÐSLUGETA Greiðslubyrðina skaltu bera saman við greiðslugetu þína og láta þann samanburð hafa áhrif á hvaða ákvarð- anir þú tekur. SKYLDUR OG ÁBYRGÐ FASTEIGNASALA Samkvæmt lögum um skyldur og ábyrgð fasteigna- sala, ber þeim að gera íbúðarkaupendum grein fyrir áhvílandi lánum sem kaupendur taka við, vöxtum af þeim, hvort lán séu verðtryggð, hvenær greiðslum eigi að vera lokið og hverjar eftirstöðvar eru að viðbættum verðbótum. NAKVÆM KOSTNAÐARAÆTLUN HÖNNUÐAR Ætlir þú að byggja, er heppilegt að fá hönnuð íbúðarhúsnæðis til að gera nákvæma kostnaðar- áætlun. Láttu fagmenn aðstoða þig við aö áætla greiðslubyrði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa. Þannig eru góðar líkur á að þú komist hjá skakkaföllum. BYRJAÐU Á RÉTTUM ENDA HAFÐU ÞITT Á HREINU HUSNÆÐISSIDFNUNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.