Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 35

Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 35
MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 35 lok. Við á Skattstofu Reykjanesum- dæmis kveðjum Jón með virðingu og þökk, biðjum honum Guðs bless- unar og vottum eiginkonu hans og öðrum ástvinum samúð. Sigmundur Stefánsson Sigurbjörn Sveinsson járnsmiður - Minning Það var fyrir röskum átta árum, þegar ég hóf störf á skattstofu Reykjanesumdæmis, að fundum okkar Jóns Áskelssonar bar saman. Jón var þá deildarstjóri söluskatt- deildar skattstofunnar. Jón hafði unnið í áratugi á skattstofunni þeg- ar ég kom þangað og var öllum hnútum kunnugur. Áður hafði hann reyndar einnig starfað um skeið á Skattstofu Reykjavíkur. Við Jón urðum fljótt góðir kunningjar þótt við störfuðum við nokkuð ólík verk- efni á skattstofunni og mikill ald- ursmunur væri á okkur. FVá því að söluskattur var tekinn upp hérlendis annaðist Jón álagn- ingu hans í Reykjanesumdæmi allt þar til að hann lét af störfum deild- arstjóra vegna aldurs fyrir' hálfu þriðja ári. Eftir það var hann i hlutastarfi til dauðadags. Oftast hafði Jón aðeins einn til tvo aðstoð- armenn eða jafnvel engan við sölu- skattsvinnsluna, og segir það raun- ar allt sem segja þarf um vinnusemi hans og dugnað. Það er því óhætt að segja að söluskattsvinnslan í öðru stærsta skattumdæmi landsins hafi þannig að mestu hvílt á herðum eins manns. Á síðustu árum breyttist sölu- skattsvinnslan verulega með auk- inni tölvunotkun. Þótt Jón væri kominn nálægt sjötugu þegar það átti sér stað reyndist honum létt verk að tileinka sér þær róttæku breytingar sem þá urðu, og lét hann oft í ljós ánægju með þær breyting- ar. Þrátt fyrir að gjaldendum fjölg- aði stöðugt varð ekki teljandi fjölg- un starfsmanna í söluskattsdeild. Vinnudagur Jóns var því stundum langur og þá reið á að greina á milli aðalatriða og aukaatriða og að safna ekki upp flóknum vand-.- málum. Slíkt vafðist ekki fyrir Joni. Eftir rúmlega tveggja ára veru okkar beggja á sama vinnustað fór ég til starfa hjá embætti ríkisskatt- stjóra og sinnti þar ákveðnum þætti söluskattsmála. Ekki skildu leiðir þrátt fyrir það þar sem ég leitaði iðulega í smiðju hans hvað varðaði skýringar og túlkun á ýmsum vafa- málum. Þekking Jóns á framkvæmd söluskattsinnheimtu var einstök, hvergi var komið að atriðum sem Jón kunni ekki skil á til hlítar. Fyrir sjö árum veiktist Jón af krabbameini. Honum tókst þá að komast yfir erfið veikindi og var ákveðinn í því að komast aftur til vinnu. Það tókst og Jón var alla tíð sannfærður um að hann væri búinn að yfirstíga sjúkdóminn en fyrir tveimur árum fór að bera á aftur- för. Alltaf var Jón þó bjartsýnn og síðast þegar við hittumst fyrir nokkrum mánuðum var engan bil- bug á honum að finna. Hann kvaddi samstarfsmenn sína í nóvember sl. þegar hann fór á sjúkrahús, stað- ráðinn í því að hitta þá aftur. Hon- um varð ekki að þeirri ósk sinni. Hann andaðist á St. Jósepsspítalan- um í Hafnarfirði að morgni páska- dags. Jón var mikið prúðmenni og stældi ekki við fólk. Hann naut al- mennra vinsælda og virðingar sam- starfsmanna sinna sakir hlýlegrar framkomu og látleysis. Hann var félagslyndur maður og kímni hans og framkoma öll var með þeim hætti að hann átti ekki í vandræð- um með að mynda kunningja- tengsl. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, hreinskiptinn, hispurslaus, glaðvær og gaman- samur. Malalengingar og orðagjálf- ur áttu ekki við hann. Mér þótti alltaf vænt um Jón og það á áreiðanlega við um flesta samferðamenn hans. Sta.fsstaður hans verður ekki samur, þar sem Jón verður ekki lengur meðal starfsfélaga sinna eftir störf á sama vinnustað í nær 3 áratugi. Ég kveð hann með virðingu og söknuði. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Ingibjörg Sæmundsdóttir og áttu þau 4 börn. Þeim votta ég mína dýpstu samúð. Skúli Eggert Þórðarson Sigurbjörn Sveinsson, járnsmið- ur, vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hann var fæddur að Staðarhöfða í Innri-Akraneshreppi þann 12. júní 1894, en lést að kveldi laugardagsins 25. mars 1989, á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna að Hrafnistu í Reykjavík. Sigurbjöm hefði orðið 95 ára á þessu vori, ef líf hefði enst. Það eru því tæp 10 ár frá því, að ég skrif- aði stutta afmælisgrein um hann 85 ára. Það sem þar er sagt eru hans eigin heimildir mun ég enn, að mestu styðjast við þær svo, sem réttast verði farið með staðreyndir. Foreldrar hans vom Sveinn Eiríksson jámsmiður og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sveinn var fæddur á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd; þar bjuggu for- eldrar hans, Eiríkur Sveinsson og kona hans Ingiríður Einarsdóttir. Eiríkur var af svonefndri Stóra- Botnsætt, ætt Bjarna Helgasonar og þeirra systkina. Þess má geta, að Steinunn Eiríksdóttir kona Hall- steins Ólafssonar bónda í Skorholti var systir Sveins járnsmiðs, föður þess sem hér er minnst. Þau Sveinn og Sigurbjög eignuð- ust 9 böm, stúlkubarn dó fljótt eft- ir fæðingu, 2 stúlkur dóu um alda- mótin úr bamaveiki, Sigurður dmkknaði milli Kjalarness og Reykjavíkur 1907, 19 ára gamall, Sigríður dó 1939. Eiríkur og Sófan- ías í Stóm-Býlu og Magnús í Kirkjubæ á Akranesi em fyrir löngu dánir. Sigurbörn var yngstur sinna systkina. Foreldrar þeirra fluttu frá Stað- arhöfða 1897, að Skálatanga, em þar í 9 ár, en flytja þaðan 1906 suður á Seltjarnames og em þar í 9 ár. Sveini leiddist syðra, þráði að komast upp á Akranes. Þangað flytja þau að Kirkjubæ, sem þeir feðgar kaupa af Guðjóni Þórðar- syni. Sigurbjörn bytjaði ungur á sjónum, um eða innan við ferm- ingu, á opnum bátum. Síðar varð hann sjómaður á einum 3 skútum og síðan á mótorbátunum, þá lengst sem vélamaður. Einnig hafði hann formannsréttindi og var meðeigandi í mótorbát sem Höfrúngur hét. Samtals var hann 40 ár sjómaður. Ungur að ámm fékk Sigurbjöm áhuga fyrir smíðum, vann oft í smiðju föður síns og gerðist læri- sveinn hans. Árið 1936 tók hann sveinsstykkið. Sigurbjörn byggði húsið Hlíð við Bámgötu 22, Akra- nesi, og einnig smiðju þar, þetta var um 1920. Þar átti hann heima til 1946, þar til að hann flytur til Reykjavíkur. Við Hlíð hefur Sigur- björn lengi verið kenndur á meðal Akurnesinga. Hann vann í vél- smiðju í Reykjavík í 2 ár en flutti aftur til Akraness 1948. Byggði hann þá stórt tveggja hæða stein- hús að Suðurgötu 89. Árið 1955 selur hann það hús og flytur til Reykjavíkur. Á þessum ámm vann Sigurbjörn í eldsmiðju Hvals h/f í Hvalfirði, rétti skutlana í hvalabyss- umar, smíðaði mannbrodda á plan- menn og ótal margt fleira, sem hann smíðaði og lagfærði. Þarna vann hann í 8 ár samfleytt. Tíminn var oft stuttur milli þess að hann vann inn frá, en þess á milli í smiðju á Akranesi. Árið 1937 giftist Sigurbjörn, Sigríði Jónsdóttur, hún var dóttir Jóns Þorsteinssonar bónda á Glammastöðum og víðar, og konu hans Guðbjargar Jóhannsdóttur frá Grafardal. Sigríður var lærð sauma- kona á karlmannaföt og kvenna, einnig fékk hún tilsögn í listmálun, en hún var fæddur listamaður. Sigríður var einstaklega ijölhæf og vel gefin kona, til hugs og handa, hvers manns hugljúfi, vel greind og skáldmælt. Sambúð þeirra hjóna var eins og best getur orðið. Þau áttu ekki böm, en kjördóttur sína, Guðlaugu, ólu þau upp, sem sitt bam. Sigríður lést 14. júlí 1976, varð bráðkvödd á heimili sínu. Eftir Svava J. Guðjóns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 20. ágúst 1903 Dáin 20. mars 1989 Þá er hún dáin, blessuð gamla konan hún amma mín, Svava Jónea Guðjónsdóttir frá Kýrunnarstöðum. Eins og nærri má geta koma margar minningar upp í hugann. Ég var í sveit hjá ömmu og afa í 11 sumur. Það má því með sanni segja að amma hafi verið mamma mín á sumrin. Ég sé hana alltaf fyrir mér við pottana í funheitu eld- húsinu en hún var alltaf fyrst á fætur á morgnana til að kveikja upp. Eitt er það sem mér er öðru frem- ur minnisstætt. Það er þegar hún var að gefa mér eitthvað í gogginn á kvöldin eins og hún kallaði það. Þegar því var lokið bar hún mig á bakinu að stiganum svo að ég þyrfti ekki að labba eftir köldu steingólfinu. Amma var kennari að mennt og það veit ég að hún hafði marga hæfileika til að _ bera til að vera góður kennari. Ég man til dæmis ekki eftir því að hún hafi skammað mig eða verið reið við mig. Hún þurfti þess ekki, hún gerði það öðruvísi en með hávaða, enda leiddi af því að aðrir komu fram við hana eins og hún kom fram við þá. Amma fæddist þann 20. ágúst á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Guðjón Ásgeirsson og Sigríður Jónsdóttir. Arið 1940 giftist hún afa Jens Karvel Hjartarsyni sem lifir konu sína. Þau tóku við búi að þau hjón fluttu alfarin til Reykjavíkur bjuggu þau í eigin húsi að Kleppsmýrarvegi 3. Sigur- bjöm vann í 3 ár í Vélsmiðjunni Keili og í 8 ár í Vélsmiðjunni Tækni. Einnig hafði hann aðstöðu við sitt heimili til að smíða, þegar stund gafst. En seinni árin mátti heita að sjónin væri farin af öðru auganu og hann orðinn sjóndapur. Að öðru leyti var heilsa hans jafnan góð. Eftir lát konu sinnar, eða 8. mars 1977 flytur hann á Hrafnistu í Reykjavík, þar líkaði honum vel að vera og bar starfsfólki og vist- mönnum góða sögu. Sigurbjörn var með ýmsum þekktum mönnum til sjós t.d. 7 ár á m/b Val með Einari Ingjaldssyni á Bakka, þekktum sjógarpi. Hann var vélstjóri á m/b Kveldólfi með Skafta Jónssyni og fleirum. Hann mundi marga eftirminnilega sam- tíðarmenn, margt hafði minnisstætt skeð á langri ævi, hann var minnug- ur og sagði vel frá. Við sem þekkt- um Sigurbjöm vissum að hann var lítt fyrir að sýnast, eða villa á sér heimildir, maðurinn var annarrar gerðar, heilsteyptur og formfastur, hreinn og beinn gekk hann fyrir hvem mann. Hann hafði orð fyrir að geta sagt meiningu sína, um- búðalaust, þegar þess hefur þurft. Lundin var stór en viðkvæm, nær- gætnina vantaði ekki þegar vinir stóðu höllum fæti. Sigurbjöm var mikill völundur í höndunum, sem frægt er. Hver hlutur, sem hann hefur lagt list sína við, ber hand- bragð meistarans vitni. Hann var iðinn og samviskusamur, reyndar hamhleypa til verka og húsbónda- hollur. Honum mátti alltaf treysta, fyrir smáu sem stóm. Þeir eru margir smíðagripirnir sem úr hönd- um hans hafa komið og víða farið. Eldsmiðju hans og fleira mun Byggðasafnið að Görðum geyma. Þótt starfsævin yrði löng og vinnu- stundimar margar, gekk þessi mikli eljumaður beinn í baki og réttur sem ungur væri. Það er ekki ýkja langt síðan hann kom í heimsókn til okk- ar hjóna, hress i anda sem áður. Hugurinn var skýr sem forðum og minnið trútt, hagmælskan á sínum stað og maðurinn einn sá skemmti- legasti í allri viðræðu, reyndar greindur fróðleiksbmnnur. Sigur- björn var vinur okkar hjóna og auðfúsugestur, við vomm vinnufé- lagar í Hvalstöðinni um árabil, svo vom þau hjón okkar næstu ná- grannar á Akranesi og vinafólk, sem tengjast ljúfum minningum lið- ins tíma. Ég frétti að Sigurbjöm hefði sofnað svefninum eilífa í stóln- um sínum. Guð gefi góða endur- fundi. Valgarður L. Jónsson foreldra ömmu og hafa búið þar síðan. Böm þeirra em: Ásgeir Salberg, ókvæntur, Sigríður Guðborg gift Þorsteini Ingimundarsyni, Hjördís gift Jóni Má Guðmundssyni, Hrafn- hildur, ókvænt og Bjarni Ásberg, kvæntur Magneu Einarsdóttir. Alls áttu þau afi og amma 9 barnaböm. En þó að amma sé dáin skildi hún sitt eftir hér á meðal okkar. Minningin lifir og allt það sem hún gaf mér í veganesti. Hún kenndi mér að bæta og breyta rétt og er þaðmér óborganleg gjöf. Að lokum bið ég Guð að blessa minningu hennar og styrkja afa um ókomin ár. Ingimundur Þór Þorsteinsson /fétt ÚÓS OSRAM SNYRTIVÖRU-j l$YNNING A MORGUN fimmtud. 6. apríl kl. 13-18 JötÁyj PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR TOPPTÍSKAN snyrtivöruverslun Aöalstrœti 9 Flísar í alla íbúðina - ítölsk hönnun og gæði flísarnar frá Portúgal - og allt til flísalagna. # ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755 V^terkur og Ll hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.