Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
folk í
fréttum
íslandsmeistarar í Frístældansi. í hópnum eru Ehna Lísa Gunnars-
dóttir, Helena Jónsdóttir, Nanna Ósk Jónsdóttir, Elín Guðmunds-
dóttir, Sara Stefánsdóttir og Selma Björnsdóttir.
„ DANS
Isiandsmeistaramót
í frístælkeppni unglinga
Fyrir skömmu fór fram hin árlega íslandsmeistarakeppni unglinga
í fristældansi. Keppt var í Tónabæ og var sýnt fyrir troðfuilu
húsi. Þriðja árið í röð sigraði danshópurinn Feykir frá Reykjavík. Þær
stúlkur hafa æft dans undanfarin 6-7 ár hjá Báru, í Kramhúsinu og
hjá Dansnýjung Koiiu. Þær eru allar 15 til 16 ára að aldri. í einstakl-
ingskeppni sigraði Katrín Einarsdóttir, 14 ára yngismær frá Neskaup-
stað. Katrín Einarsdóttir.
ÓSKARSVERÐLAUN
„Þetta
var
hlut-
verk
lífs
míns“
Kvikmyndin „Hinir ákærðu“
hefur hlotið viðlíka umtal úti
í heimi og „Hættuleg kynni“ fékk
á sínum tíma. Jodie Foster leikur
unga lífsglaða stúlku sem lendir í
þeirri raun að vera nauðgað af heilu
karlagengi á bar einum. Sjálf segir
leikkonan að þetta hafí verið henn-
ar stærsta hlutverk og er hún mjög
ánægð með kvikmyndina í heild.
Hún hefur átt við ýmis vandamál
að stríða. Árið 1981 sýndi vitstola
maður, John Hinckley, þáverandi
forseta Bandaríkjanna morðtilræði,
til þess eins að ganga í augun á
leikkonunni, og hafði hann áður
verið með alls kyns ofsóknir á hend-
ur henni. Nú er hún 26 ára og býr
í Los Angeles.
Fyrir fáum árum tók hún há-
skólapróf frá Yale-háskóla og var
þá í fríi frá kvikmyndaleik. Hlut-
verk hennar í „Hinir ákærðu“ er
hennar stærsta og hið eina sem hún
segist vera ánægð með. „Þetta var
hlutverk lífs míns. Kvikmyndin sýn-
ir að nauðgun hefur í raun ekkert
með kynlíf að gera. Hún ijallar
Óskarsverðlaunahafínn Jodie
Foster.
þess í stað um það að gera að engu
sjálfstæðan vilja konunnar. Þess er
vænst að við sýnum af okkur kyn-
þokka en þó er okkur refsað," seg-
ir Jodie.
Hún er ekki lengur sú unglings-
stúlka sem lék í kvikmyndum eins
og Taxi Driver. Þegar hún er ekki
að leika vill hún vera „nafnlaus".
Þá gengur hún með homspanga-
gleraugu með hárið í hnút. „Líf
mitt er svo hversdagslegt að flest-
um myndi hundleiðast ef þeir væru
í mínum sporum. Ég er einfari sem
líkar að laga góðan mat og stunda
íþróttir. Það veitir mér mikið öryggi
að lifa reglubundnu lífi, dag eftir
dag, og ég er ekki gefín fyrir að
vera í margmenni. Mig langar til
þess að eignast ástvin og böm.“
Vinir hennar segja að hún beri
þess enn merki að geðveikur maður
hn.fi ofsótt hana í eina tíð.
SPRON
FYRSTA KONAN
KOSIN f STJÓRN
Fyrir aðalfund Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, sem
haldin var 17. mars síðastliðinn
kaus borgarstjóm Reykjavíkur tvo
fulltrúa í stjórn sparisjóðsins eins
og henni ber að gera. Annar þeirra
er Hildur Petersen, framkvæmda-
stjóri Hans Petersens hf. Á aðal-
fundinum kom fram, að Hildur
væri fyrsta konan, sem kosin væri
til setu í stjóm stærri sparisjóðs eða
í_ bankaráði. Hildur kemur í stað
Ágústs Bjamasonar, varaformanns
sjóðsstjómar, en á aðalfundinum
þakkaði Jón G. Tómasson, formaður
stjómarinnar, honum fyrir
skemmtilegt og gott samstarf í ára-
tugi, en Agúst gekk úr stjóminni
fyrir aldurs sakir eftir 18 ára setu
þar.
Á myndinni em stjóm og spari-
sjóðsstjóri frá vinstri: Hjalti Geir
Kristjánsson, Baldvin Tryggvason,
sparisjóðsstjóri, Hildur Petersen,
Jón G. Tómasson, formaður, Gunn-
laugur Snædal og Siguijón Péturs-
son.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Frá vinstri, Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri Laxalóns, Oddur
Ólafsson, Jón Þ. Jónsson, Leonid Vakhtin og Aðalsteinn Pétursson
eigandi verslunarinnar Veiðivon.
VEIÐISKAPUR
350 manns
í dorg -
veiðikeppni
Dorgveiðikeppni var haldin á
Hvammsvíkurtjöm um pá-
skana og stóð hún yfir alla hátí-
ðardaganna. Þátttaka var mjög
mikil, alls komu 350 manns sem
veiddu 900 regnbogasilunga. Veitt
vora verðlaun fyrir þijá stærstu
silungana.
Oddur Ólafsson vann fyrstu verð-
laun fyrir 8 punda regnboga. Önnur
verðiaun hreppti Jón Þ. Jónsson
fyrir 6 punda físk, en Sovétmaður-
inn Leonid Vakhtin varð í þriðja
sætinu með 5 punda silung.
Það voru versiunin Veiðivon,
Laxalón hf. og Sportveiðiblaðið sem
stóðu fyrir keppninni og þau fyrir-
tæki ásamt Órvis-umboðinu gáfu
afreksverðlaunin.
COSPER
Ef þú borðar ekki matinn þinn færðu ekki meira kampavín.