Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 42

Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 42
42 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 KNATTSPYRNA / ENGLAND j*. Clough vill fá Sigurð í hlutverk IMeil Webb Sigurður Jónsson í sviðsljósinu í The Sun í gær SIGURÐUR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur ver- ið fastur gestur á síðum enskra blaða að undanförnu. Blöðin keppast við að segja hvaða félög hafa áhuga á SIGGI, sem ^.Jiefurtilkynnt að hann fari frá Sheffield Wednesday eftir þetta keppnistímabil. Mörg félög hafa haft augastað á Sigurði og voru Glasgow Rangers og Nottingham Forest ÍÞfémR •FOLK I GUÐMUNDUR Steinsson, Iandsliðsmaður úr Fram er ekki axlarbrotinn, eins og óttast var, heldur tognaður í axlarvöðva. Hann verður frá æfingum í nokkra daga. H TÓMAS Guðjónsson á bestan möguleika á að komast í aðra um- ferð og jafnvel þriðju í einliðaleik á heimameistaramótinu í borðtennis. Tómas mætir Jórdaniumanni fyrst. Ef hann vinnur hann leikur hann gegn Líbíumanni. Kjartan Briem leikur gegn Luxemborgar- -rnanni, Kristján Jónsson gegn Pólveija og Kristinn Már Emils- son gegn Sovétmanni. ■ EGGERT Guðmundsson knattspymumaður, stendur í marki sænska 1. deildarfélagsins Falken- berg á sumri komanda. Eggert var áður hjá Halmstad og Trelleborg en Falkenberg, sem er frá Halni- stad, keypti hann.nýlega. Eggert, sem alla sína tíð hefur búið í Svíþjóð, á einn landsleik að baki fyrir ísland — gegn Skotum í und- ankeppni HM á Laugardalsvelli. ■ ÞAÐ verða því fjórir íslend- ingar sem leika í suðurriðli sænsku 1. deildarinnar í sumar, Gunnar (Síslason og Ágúst Már Jónsson hjá Hácken og Hafþór Sveinjóns- son með Kalmar, auk Eggerts. fyrst nefnd, en síðan kom boð frá Celtic upp á 400 þús. sterlingspund og í sl. viku upp á 750 þús. pund. Þá hafa verið fréttir um að Arsenal hafi augastað á honum og að George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, hafi horft á leik Sheffield Wed. gegn Millwall á Hillsborough sl. laugardag, til að fylgjast með Sigurði og Nigel Worthington. I gær var Nottingham Forest aftur komið inn í myndina og var sagt frá því í The Sun að Brian Clough, framkvæmdastjóri félags- ins, vildi fá Sigurð til að taka við hlutverki enska landsliðsmannsins Neil Webb á miðjunni, en Webb væri á förum til Manchester United eða Liverpool. Einnig var sagt frá því að Sigurður hefði mikinn hug á að leika á meginlandi Evrópu. Já, það er mikið rætt og ritað um Sigurð í enskum blöðum, en eins og svo oft áður í Englandi, þá eru leikmennirnir sjálfir jafnvel síðastir til að vita fréttimar. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN „Meiðslin stöðva mig ekki í að leika gegn Bayern“ - segir Diego Maradona, fyrirliði Napolí „Ég mun leika með þó svo að meiðslin angri mig. Ég ætla mér ekki að sitja á bekknum. Að sjálfsögðu tek ég áhættu," sagði Diego Maradona, fyrirliði Napolí, sem leikur gegn Bayern Munchen í kvöld - í fyrri leik liðanna í undanúrslitum UEFA-bikarkeppninni. aradona lék ekki með Napolí um sl. helgi gegn Juventus, en hann hefur átt við meiðsli að stríða, tognaður á lærisvöðva, síðustu vikur. Bayern mætir til leiks með alla sína sterkustu leikmenn, en þeir töpuðu sínum fyrsta leik í ár í v- þýsku deildarkeppninni sl. laugar- dag - 1:2, gegn Mönchengladbach. „Ég tel að áfall okkar hafí komið á réttum tíma. Tapið mun herða okkur upp fyrir leikinn gegn Nap- olí,“ sagði Klaus Augenthaler, fyrir- liði Bayem. Stuttgart gegn Dresden Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart leika gegn Dyn- Tyrkjum vísað frá landamærum f Rúmeníu Rúmenskir landamæraverðir höfðu nóg að gera í gær - við að snúa stuðningsmönnum tyrkneska félagsins Galatasary frá landamærum Rúmeníu og Búlgaríu. Mörg þús. stuðningsmönnum var snúið frá - jafnvel þó þeir hafi haft miða á leik Steaua og Galatasaiy I Búkarest, og kvittun fyrir hóteldvöl. Tyrkir eru afar óhressir með að fá ekki að fara inn í Rúmeníu. Galatasary fékk aðeins 1.500 miða á leikinn, en félagið hefði hæg- lega getað selt tíu þús. miða. Það er vel skiljanlegt að Rúmenar séu ekki hrifnir að hieypa mörg þúsund stuðningsmönnum Galatasary inn í landið, því að þeir eru ekki þeir rólegustu og hefur Galatasary verið dæmt í heima- Ieikjabann vegna óláta þeirra og einnig þurft að greiða háar sekt- ir. Síðast fyrir framkomu þeirra á „heimaieik" liðsins gegn Mónakó í Köln. Diego Maradona amo Drtesden frá A-Þýskalandi í hinum undanúrslitaleiknum - í Stuttgart. Félögin hafa einu sinni áður glímt við í UEFA-keppninni. Það var 1979. Jafntefli varð í Stuttgart, 0:0, og síðan i Dresden, 1:1. Mikil bjartsýni er í herbúðum Dresden og eru A-Þjóðverjar örugg- ir með að félagið slái Stuttgart út og komist í úrslit. „Við munum sækja grimmt að þeim frá upphafi til enda,“ sagði Ari Haan, þjálfari Stuttgart, en félagið hefur skorað flest mörk á heimavelli í vetur í V-Þýskalandi - 29 mörk í þrettán leikjum. Jiirgen Klinsmann, sem meiddist á ökkla í janúar, mun leika með Stuttgart gegn Dynamo Dresden. Stórleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða verður viðureign Real Madrid og AC Mílanó í Madrid. Steaua frá Búkarest tekur á móti tyrkneska félaginu Galatasary í hinum undanúrslitaleiknum. I Evrópukeppni bikarhafa mæt- ast Mechelen frá Belgíu og Samp- doría frá Ítalíu, en í hinum leiknum Barcelona og CSKA Sofía frá Bú- lagríu. ■ MORTEN Olsen, fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, mun leika sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik gegn Brasilíu í Kaupmannahöfn í júní í sumar. Olsen, sem leikur með Köln, hefur III gert tveggja ára samning sem þjálf- ari hjá Bröndby. Hann sagðist í gær hafa hug á að taka við stjóm danska landsliðsins af Sepp Pion- tek 1992. ■ TVEIR rúmenskir landsliðs- menn ganga til liðs við franska félagið Lens eftir þetta keppn- istímabil. Þetta eru þeir Tudorel Stoica, 32 ára fyrirliði Steaua og félagi hans Victor Piturca, sem er 33 ára. ■ ALEX Higgins, fyrrum heimsmeistari í snóker, mun ekki leika í úrslitakeppni um heims- meistaratitilinn, sem hefct í Sheffield 15. apríl. Higgins tap- aði, 8:10, fyrir Darren Morgan frá Englandi, en Morgan varð heims- meistari áhugamanna 1987. ■ JOSEF Chovanec, fyrirliði tékkneska landsliðsins í knatt- spyrnu, sem leikur með Eind- hoven, meiddist á æfingu og verður ekki með Tékk- um gegn Belgiu- mönnum í undankeppni HM 29. apríl. Siguröur Jónsson hefur verlA orAaður vlA mörg félög á Bretlandseyjum aA undanförnu. í gær var sagt aö Forest hef Ai áhuga á aA fá hann. BORÐTENNIS Svíar heim víar tryggðu sér heimsmeist- aratitilinn í borðtennis þegar þeir unnu Kínveija, 5:9, í Dortmund smeistarar í V-Þýskalandi í gærkvöldi. íslend- ingar höfnuðu í 63. sæti eftir sigur á Palestínumönnum, 5:0. KNATTSPYRNA / BELGIA De Mos til Anderlecht? Þjálfari Mechelen hefuráhuga á Anderlecht Frá Bjarna Markússynií Belgiu Aad De Mos, þjálfari Evrópu- meistara bikarhafa, Mechelen, hefur áhuga á að taka við liði And- erlecht. De Mos er talinn einn besti þjálfari heims og mörg félög hafa gert honum tilboð. Lið hans er nú í efsta sæti belgísku deildarinnar en De Mos hefur sagt að hann vilji fara frá félaginu. De Mos sagði á blaðamannafundi í gær að hann hefði hafnað tilboðum frá franska liðinu Paris St. Germa- in og ítölsku liðanum Atalanta og Veróna. Þessi lið væru ekki freist- andi en hinsvegar kæmi til greina að taka við liði Anderlecht. Samningxir De Mos við Mechelen rennur út árið 1990 en hann getur fengið sig lausan í vor, gegn því að greiða háar bætur. „Ég kann vel við mig hjá Mecheien en vil heldur vera hjá Anderlecht. Mec- helen getur ekki uppfyllt kröfur mínar og ég tel að ég fái metnaði mínum fullnægt hjá Anderlecht," sagði De Mos. Anderlecht hefur ákveðið að eyða miklum fjármunum til að fá góðan þjálfara og kaupa leikmenn. Fyrsta tilraun félagsins mistókst þó, því danski leikmaðurinn Morten Olsen hafnaði tilboði Anderlecht um að gerast þjálfari og skrifaði þess í stað undir tveggja ára samning við Bröndby. Ásgeir hefur skorað fimm mörk gegn Dresden Asgeir Sigurvinsson hefur verið á skotskónum í leikjum gegn Dynamo Dresden. Ásgeir hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum gegn a-þýska félaginu. Ásgeir skoraði þijú mörk fyrir Standard Liege gegn Dresden, 4:1, í UEFA-keppninni 1981 og þá skoraði hann tvö mörk fyrir Stuttgart, 4:3, í vináttuleik gegn Dresean 1984. Nú er spurningin hvort að hann skori gegn félaginu í undanúrslitum UEFA-bikar- keppninnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.