Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 44

Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 44
u V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! SJÓVÁ-ALMENNAR Nýtt fólag með sterkar rætur MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. 3,5% hækk- un á dollar Bandaríkjadollar hefur ——hækkað um 3,56% síðan gengi krónunnar var fellt um 2,5% fyrir tveimur mánuðum. Pund hefur hins vegar aðeins hækkað um 0,27% á sama tíma. Þegar gengið var fellt 7. febrúar sl. fékk Seðlabankinn heimild til að skrá daglegt gengi með 2,25% fráviki frá ákveðnu meðalgengi. Hafa erlendir gjaldmiðlar flestir hækkað frá þessum tíma, en mis- mikið. Þannig hefur þýskt mark hækk- að um 2,4% en japanskt yen um 1,26%. SER hefur hækkað um 2,46% en ECU, evrópsk mynt, hef- ur hækkað um 2,24%. BHMR: Aprílút- borgnn _um 50.000 ÚTBORGUÐ launagreiðsla í apríl til félagsmanna þeirra fé- laga Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, sem boð- að hafa verkfall, var í kringum 50 þúsund krónur, að sögn Ind- riða H. Þorlákssonar, formanns Samninganeftidar ríkisins. Þarna eru innifalin laun fyrir fyrstu fimm daga mánaðarins eða til þess dags sem verkfall hefur verið boðað, auk yfirvinnu og ann- arra greiðslna sem greiddar eru eftir á en ekki fyrirfram eins og föstu launin. Samsvarandi launa- ^greiðsla að meðaltali til félags- manna í Hinu íslenska kennarafé- lagi var um 53 þúsund krónur, að sögn Indriða. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hinu íslenska kennara- félagi voru öll gjöld tekin af laun- þeg^um eins og um venjulega út- borgun væri að ræða, nema félags- gjöld, sem tekin voru í hlutfalli af greiddum dagvinnulaunum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fyrsti rauðmaginn á Ægissíðunni Björn Guðjónsson trillukarl kom með fyrsta rauðmagann að landi á Ægissíðunni í gær. Kom hann með 96 rauðmaga og er stykkið selt á 150 krónur. Viðskiptin voru lífleg þennan fyrsta söludag rauðmagans hjá Birni. Utanríkisráðherra segir forsætisráðherra hafa vitað um umfkng heræfíngaima frá 1987: Man ekki tíl að hafa fengið að vita um 1.000 manna æfingu segir forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að hann muni ekki eftir að sér hafi verið sagt frá þvi að hingað ættu að koma 1.000 hermenn vegna heræfinga Bandarílgamanna í sumar. Steingrímur segir hins vegar að það sé rétt að varnarliðið haldi því fram að honum hafi verið sagt frá umfangi heræfinganna á kynningarfundi á Keflavikurflug- velli, og vera kunni að hann bresti Utanríkisráðherra sagði frá því í Dregur til úrslita um skammtímasamning Verkfall ellefii félaga BHMR hefet á miðnætti semjist ekki áður FUNDUR Samninganefndar rikisins og formanna ellefu félaga ríkis- starfsmanna og forsvarsmanna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hófst seint í gærkveldi og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Taka átti upp þráðinn þar sem frá var horfið í fyrrinótt, er þessi hópur hafnaði tilboði um 3.800 króna launahækkun samtals til haustsins, sem mun jafngilda um 6-7% hækkun. Þá má telja líklegt að á það reyni verulega í dag hvort möguleiki sé á samkomulagi milli Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna um kjarasamning til hausts- ins. Verkfall ellefu aðildarfélaga Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna hefst á miðnætti í nótt, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. í gærkvöldi fund- uðu félögin með samninganefnd ríkisins í fyrsta skipti í nokkra daga -og var fundinum ekki lokið um miðnættið. Ríkissáttasemjari tekur ákvörðun fyrir hádegi í dag um. | fund með aðilum eftir að hafa kann- að stöðuna. Þá samþykkti fulltrúaráð Kenn- arasambands Islands á fundi í gær áskorun til félagsmanna um að þeir felli niður kennslu á morgun, fimmtudag, og efni til funda um kjaramál í skólunum. Yfirvofandi verkfall BHMR hefur sett pressu á viðræður BSRB við stjórnvöld. Þar telja menn að óhæg- ara verði um vik að semja eftir að verkfall er skollið á og því sé brýnt að niðurstaða fáist. Lögð er áhersla á að auk flatrai' grunnkaupshækk- unar setji ríkisstjórnin á verðstöðv- un og lækki vexti. Þá er einnig rætt um orlofsauka og hækkun elli- lífeyris og örorkubóta. Að loknum fundi samninga- nefnda ASÍ og vinnuveitenda um kvöldmatarleytið í gær var sú skoð- un almenn að það myndi skýrast inna tíðar hvort möguleiki væri á samningi eða ekki. Boðaður hefur verið fundur eftir hádegið í dag, en klukkan níu verður gengið á fund ríkisstjórnarinnar og henni skýrt frá gangi viðræðna. Sjá fréttir um áhrif verkfalls BHMR bls. 2-3. ræðu á Alþingi í fyrrinótt að Steingrími hefði verið sagt frá um- fangi heræfinganna er hann kom á fund hjá vamarliðinu sem nýr ut- anríkisráðherra í ágúst 1987, þar á meðal fyrirætluðum hermannafjölda. „Það er rétt að vamarliðið heldur þessu fram,“ sagði Steingrímur. „Þetta var langur fundur, og annað hvort brestur minni mitt eða þetta er rangt hjá fulltnía varnarliðsins." Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins em kynnisfundir fyrir ráð- herra á borð við þann, sem um er rætt, undirbúnir skriflega og það því til skráð hjá vamarliðinu að sagt hafi verið frá umfangi æfinganna. Steingrímur segist hafa haldið að heræfingarnar yrðu með mjög svip- uðu sniði og verið hefði, og einnig talið að það væri alveg sjálfsagt að vamarliðið færi skriflega fram á leyfi fyrir slíkum æfingum og gæfi í Ieið- inni nákvæmar upplýsingar. „Ég kynnti mér ekki nákvæmlega hvernig ætti að hátta þessari æfingu, enda kom ekki formleg tilkynning um hana fyrr en 30. ágúst á mitt borð,“ sagði Steingrímur. Utanríkisráðherra sagði á þingi að upplýsingar um umfang æfing- anna hefðu legið fyrir skriflegar frá fundi skrifstofustjóra vamarmála- skrifstofu með yfirmönnum Atlants- hafsflota NATO í október 1986. „Ég hef ekki séð neinar skriflegar skýrsl- ur um það, og ég hef spurt Þorstein Ingólfsson, forstöðumann vamar- málaskrifstofunnar, hvort hann hafí séð þær, sem hann hefur heldur ekki gert,“ sagði Steingrímur. „Utanríkis- ráðherra hefur sagt það sem hann taldi sannast í þessu máli. Skrifstofu- stjóri varnarmáladeildarinnar hefur staðfest við mig að þetta mál hafi ekki komið inn á mitt borð skriflega meðan ég var utanríkisráðherra og hann staðfesti einnig við mig að frá þessum fundi í ágúst 1987 og þang- að til ég hætti að vera ráðherra, hafi hann ekki rætt þetta við mig,“ sagði Steingrímur. Utanríkisráðherra skýrði frá því í ræðu sinni að hann hefði látið forsæt- isráðherra hafa afrit af minnisblöð- um sínum, þar sem hafi meðal ann- ars komið fram upplýsingar um það, sem gerzt hafi á tveimur áðurgreind- um fundum. Forsætisráðherra fékk blöðin áður en hann hélt seinni ræðu sína, en þar endurtók hann gagnrýni sína á Bandaríkjamenn fyrir að koma upplýsingum um æfingamar seint til skila. „Ég sá þessi plögg og sagði ut- anríkisráðherra að ég kannaðist ekki við þetta frá þessum fundi 1987, að þar hafi verið talað um 1.000 her- menn,“ sagði Steingrímur. „Menn geta svo ráðið því, hvorum þeir trúa betur, talsmanni vamarliðsins eða mér.“ Aðspurður sagði forsætisráð- herra að hann hefði ekki séð ástæðu til að minnast á það í ræðu sinni að hann hefði fengið þessar uppiýsingar frá utanríkisráðherra. „Það má þá eins spyija hvaða ástæðu hann hafði til að fara með upplýsingar, sem ég var búinn að segja að væru ekki réttar," sagði hann. Sjá frásögn af umræðum á þingi á bls. 27. og frétt á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.