Morgunblaðið - 23.05.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989
13
sjúkdóma hindraðir með því að veita
lækniseftirlit og meðferð auk þess
að tryggja hraðan og þægilegan
flutning á spítala.
Það er álit mitt að það eigi að
nota þyrluna meira en gert er til
sjúkraflutninga á styttri vegalengd-
um hér á Suður- og Vesturlandi því
þar býr mikill íjöldi manna og víða
er umferð þung og umferðarslys
tíð. Við alvarleg slys skiptir oft
sköpum að meðferð sé hafín sem
fyrst og henni haldið áfram þar til
komið er á sjúkrahús. Þetta á sér-
staklega við ef um bijóst- og kviðar-
holsáverka með miklum blæðingum
er að ræða eða alvarleg höfuðhögg.
í þessum stuttu sjúkraflugum er
viðbragðstími einnig styttri því
nyög auðvelt er að afla upplýsinga
um flugveður á leiðinni. Nauðsyn-
legt er að kalla út þyrlu strax og
ljóst er að alvarlegt slys hefur átt
sér stað og síðan að afla nánari
upplýsinga um ástand á slysstað.
Það hefur oft sýnt sig að notkun
þyrlunnar í nágrenni Reykjavíkur
hefur stuðlað að slq'ótri læknishjálp
og flutningi á sjúkrahús. Þess má
geta að það tekur þyrluna 15 mín.
að fljúga á Selfoss og 8 mín. á
Akranes.
Þó svo að stærri þyrla Land-
helgisgæslunnar hafi reynst fram-
úrskarandi vel, er ljóst að hún full-
nægir ekki þeim kröfum sem við
íslendingar verðum að gera til
björgunarþyrlu. Vegna takmark-
aðrar burðargetu er ekki hægt að
taka um borð fleiri en 5—6 menn
af skipsáhöfn, skilja yrði eftir alla
umfram það. Flugdrægi þyrlunnar
er um 150 sjómílur frá eldsneytis-
stað miðað við að hún þurfi að vera
á slysstað i 30—60 mínútur við
björgun. Það nægir ekki hér við
land vegna fjarlægðar fiskimiða
okkar. Þyrlan er ekki búin afísing-
artækjum, en ísingarhætta er óvíða
meiri en einmitt hér á landi.
Af ofansögðu ætti öllum að vera
ljóst að við Islendingar verðum að
eignast öfluga björgunarþyrlu, sem
fullnægir þeim kröfum sem við
verðum að gera til hennar. Vonandi
tekst okkur að gera það áður en
einbver atburður á sjó eða landi
rekur okkur til þess.
Höfiindur hefiir starfað se'm lækn-
irá þyrlu Landhelgisgseslunnar
sl. tvöár.
HERPI-
HÓLKAR
HÓLKAR SEM
HERPAST UTAN
UM RÖRIN MEÐ
ÞVÍ AÐ HITA ÞÁ.
LENGIR
ENDINGARTÍMA
RÖRA SEM LIGGJA
í JARÐVEGI.
TILVALDIR T.D. Á
VATNSLAGNIR ÚR
VATNSÆÐUM INN í
HÚS O.FL.
LEITIÐ
UPPLÝSINGA.
^ VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 — 685966
33 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673413 - 673416
verðlækkun út maí
Takmarkað magn
—Nú er tœkífœríð tíl að geragóð kaup -
Hæðarstilling með sveif
Útdiegin plata
*
Utdregin plata
Létt hæðarstilling
Kapalrennur
Urval tölvu- og prentaraborða, allt á hálívirði
Sænsk
gæðavara
á ótrúlegu verði
Ath!
Opið laugardaga
frákl. 10-14