Morgunblaðið - 23.05.1989, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.1989, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 Borgaraleg „fermmg“ eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín Nokkur umræða hefur farið fram á síðum dagblaðanna um borgara- lega „fermingu“. Sjálf athöfnin, sem fram fór í Norræna húsinu nú fyrir skömmu, hefur fengið þó nokkra umfjöllun, og sá menntamálaráð- herra landsins ástæðu til að vera viðstaddur hana. í einu dagblaðanna var gefið í skyn, að þeir, sem tóku þátt í hinu borgaralega „fermingar- starfi“, tryðu ekki á Guð. Ekki vil ég halda því fram, að sú frétt hafi verið rétt, heldur geng út frá því, að með borgaralegri „fermingu" sé aðeins verið að bjóða upp á annan kost en þann kirkjulega, en að ekki sé tekin afstaða gegn kristinni trú sem slíkri. Þó er ástæða til að spyija, hvernig það fólk, sem sér um fræðsl- una á námskeiðunum, nálgist við- fangsefni sitt. Veitt er m.a. fræðsla um siðgæði, fjölskyldu og samfélag. Þetta er einnig gert í fermingarstörf- um íslensku þjóðkirlq'unnar, en út frá kristnum forsendum. í hinni borgaralegu „fermingarfræðslu" liggja þá væntanlega aðrar forsend- ur til viðmiðunar en kristnar, fyrst ástæða þykir til að bjóða upp á þenn- an kost? Þá er aftur komið að þætti menntamálaráðherrans. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskólans, sem gefin var út á vegum menntamála- ráðuneytisins í júlí í fyrra, segir svo í kafla um starfshætti skóla: „Lýðræðislegt samstarf, kristilegt siðgseði og umburðarlyndi eru þau einkunnarorð sem móta skulu starfs- hætti grunnskóla." Enn fremur segir svo: „Kristilegt siðgæði í skólastarfi felur m.a. í sér að samskipti innan skólans byggist á ábyrgðar- og réttlætistilfmningu og umhyggju gagnvart náunganum og öilu lífí.“ í námskránni um krist- infræðikennsluna er bent á, að skól- anum er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og gefa þeim þar með tækifæri til að fást við sem margþættust viðfangsefni, þ. á m. trúarleg. Þetta feli ekki í sér, að trúarlegum viðhorfum sé þröngvað upp á nemendur, heldur er þeim veitt „tækifæri til að þroska með sér skilning á trúarlegum þáttum mann- legs lífs og fæmi í að fást við trúar- leg vandamál", svo vitnað sé beint í námskrána. Þessi umfjöllun eigi að stuðla að því, að nemendur „öð- list forsendur til að taka trúaríega afstöðu á grundvelli þekkingar og skilnings". Höfundar námskrárinnar í kristn- um fræðum benda á, að yfírgnæf- andi meirihluti íslenskra bama séu skírð (98%), og vitni það um vilja alls þorra almennings um, að böm alist upp í kristinni trú og hljóti kristna fræðslu. Því sé eðlilegt, að skólinn komi til móts við þessi sjón- armið og fræði um kristna trú. Enda er skóli og kirkja sameign þjóðarinn- ar. Enn fremur benda höfundar á, að kristin trú hafí alla tíð verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verði ekki skilin án þekkingar á kristinni trú og sögu kristinnar kirkju. Menning- ararfleifð Vesturlanda verði jafnvel ekki skilin án kristninnar. Án þekk- ingar á þeim átrúnaði, sem er lif- andi í okkar umhverfi, fáum við ekki skilið samferðafólk okkar, hvað þá átrúnað og menningu framandi þjóða. Menntamálaráðherra skrifar und- ir þessi og svipuð sjónarmið nú þessa dagana, þegar nýja námskráin er að koma út. Telur hann sig þá ekki vera bundinn af námskránni? Með nærvera sinni við hina borgaralegu „fermingu", gefur hann, að mínu mati, anda námskrárinnar um kristnar forsendur allrar þeirrar fræðslu, sem fram fer í nafni lýðveld- isins, langt nef. Hefði því ekki verið heppilegra af manni í ábyrgðarstöðu sem þeirri, sem hann er í, að mæta ekki í athöfnina í Norræna húsinu? Manndómsvígsla? Samkvæmt bréfi til Velvakanda í Morgunblaðinu þann 25. apríl sl. túlkar einn aðstandenda borgara- legrar .fermingar orðið fermingu, sem „staðfestingu á því að ferming- arböm era tekin inn í samfélag full- orðinna". Þau taka vígslu til sam- félags þeirra fullorðnu, nk. mann- dómsvígslu. Nú hefur það komið fram í fíölmiðl- um, að þeir, sem tóku þátt í þessari manndómsvígslu, vora allt frá 11 ára að aldri. Allir geta verið sam- mála um það, að ekki sé hægt að tala um inngöngu 11 ára bams í samfélag fullorðinna. Rökstuðning- ur fyrir réttmæti þess að nota hug- takið ferming, sem staðfestingu á „manndómi fermingarbarnsins", fær því vart staðist. Félagslegt hlutverk fermingarinn- ar í íslensku þjóðfélagi langt fram á þessa öld, var vígsla inn í sam- félag fullorðinna. Böm luku fullnað- arprófí úr skóla 12-13 ára gömul og mörg þeirra fóra þá þegar að vinna fyrir sér. Það er aftur á móti ekki lengur hægt að tala um „mann- dómsvígslu“ bama á þessum aldri, því með lengri menntun, lengist og sá tími, sem stundum hefur verið kallaður yfirgangstími frá bemsku til fullorðinsára. Fermingarbamið er Jivorki barn né fullorðinn. Ungmenn- in era nú mun lengur háð foreldram en áður, þau byija seinna að vinna, og enginn þegnréttur gefst með fermingunni. Hér áður fyrr vora aftur á móti ýmis réttindi og skyldur tengdar fermingunni. Einstaklingur, sem ekki var fermdur, gat ekki stofnað til hjúskapar og ferðafrelsi hans var takmarkað. Segja má, að stúdentsprófíð hafí, að nokkra leyti, komið í stað ferm- ingarinnar, sem „manndómsvígsla", en fermingin heldur eftir sínu gamla félagslega, uppeldislega og trúar- lega hlutuverki. Hún er árétting þess, að barnæskunni er lokið og undirbúningur undir lífíð hafínn. Þessi undirbúningur getur tekið nokkur ár og ábyrgð foreldranna er ekki lokið fyrr en að loknu námi viðkomandi. Félagslegt hlutverk fermingarinnar tengist þannig helst fjölskyldunni og sýnir hin mikla þátt- taka í fermingarstörfum íslensku þjóðkirkjunnar, hve fjölskyldutengsl era enn sterk hér á landi. Aðstand- endur borgaralegrar „fermingar" reyna að notfæra sér þessa sterku félagslegu hefð og tala ranglega um fermingu og fullorðinsvígslu í því sambandi. í uppeldisfræðum er talað um, að á þeim aldri, sem fermingarbörn taka þátt í fermingarstörfum kirkj- unnar (13-14 ára aldrinum), standi þau á vissum tímamótum og að það sé mikilvægt, að þeim sé mætt sem bömum. Með því skapist hjá þeim sú öryggiskennd, sem er nauðsyn- legt veganesti fyrir þá óvissutíma, sem framundan er í lífi þeirra. Því er það svo, að innan kirkjunnar er farið að skilgreina fermingarstörfin, sem aðstoð kirkjunnar við ungmenni á erfióu aldursskeidi. Bömin era stödd, eins og áður sagði, á milli bemsku og unglingsára. Þau reyna að koma auga á samhengi í tilver- unni, vilja rannsaka lífið sjálf og vilja því fá áþreifanleg, skiljanleg svör við vangaveltum sínum. Einnig vilja þau fóta sig á þeim sviðum sem fullorðn- ir hafa náð valdi á. Þó er langt í það, að þau verði fullorðin. Á þessum tímamótum kemur kirkjan með tilboð sitt til heimilanna um aðstoð börnunum til handa. Mark- mið fermingarstarfanna era a) lið- veisla vió einstaklinga á örðugu œviskeiði, b) kirkjuleg fræðsla, c) aðstoð vió leit ungmennanna aó ör- yggi og andlegri fótfestu, d) hjálp þeim til handa við að taka trúarlega afstöðu, e) að leiða barn til sœtis í kristnum söfnuði. Þessum markmiðum verður best náð með fræðslu, samfélagi, til- beiðslu og þjónustu, þannig að ung- mennin öðlist þekkingu á innihaldi kristinnar trúar, njóti samfélags með jafnöldram sínum og öðram kristnum söfnuði, kynnist tilbeiðslu, bæði með reglubundinni þátttöku í guðsþjón- ustulífi safnaðarins og í sameiginleg- um helgistundum innan fræðslu- stundanna, sem hjálþi þeim til að lifa Torfí K. Stefánsson Hjaltalín „Saga og raenning þjóð- arínnar verði ekki skil- in án þekkingar á krist- inni trú og sögu krist- innar kirkju. Menning- ararfleifð Vesturlanda verði jaftivel ekki skilin án kristninnar.“ sjálfstæðu bænalífi, og taki virkan þátt í þjónustustörfum kirkjunnar, sem veiti þeim grundvallar innsýn í kristna siðfræði, og hjálpi þeim til aukinnar meðvitundar um sig sjálf og umhverfí sitt. Hugtakið ferming Á fímmtu öld var farið að kalla ferminguna því nafni, sem hún ber enn þann dag í dag, confírmatio, sem þýðir staðfesting og jafnframt fulln- un skímar. Fermingin á sér langa sögu í kirkjunni og hefur tengst skírninni frá öndverðu. Á fyrstu öld- um kristninnar var skímin fullorð- insskírn og fyrir þá skírn fór fram fræðsla fyrir skírnarþegana. Biskup- ar skírðu og við skímarathöfnina urðu trúnemamir fullgildir meðlimir safnaðarins og gátu gengið til altar- is. Sjálf fermingin var framkvæmd strax eftir skírn og segja má, að þær athafnir hafí verið ein athöfn, ekki tvær. Seinna er tengsl skímar og ferm- ingar rofnuðu og vatnskímin varð hið algenga skímarform, þá varð fermingin að sjálfstæðri athöfn og fékk viðari merkingu, varð að endan- legri innsiglun skírnargjafarinnar. Aðeins biskupar máttu ferma, en prestar skírðu. Þetta leiddi til þess, að þegar kirkjan varð ríkiskirkja og söfnuðurinn stækkuðu, þá urðu tengsl skímar og fermingar lausari. Ástæðan var helst sú, að biskuparn- Eigi veldur sá er varar „Hvað höfðingjarnir hafast að hin- ir meina sér leyfíst það.“ Hætt er við að dýrð bjórdagsins, er höfðingj- ar og fyrirmenn klipptu á fánaborða og mæltu spakmæli um „Frelsið langþráða" milli skála, sé fallin. Að gullna myndin sem í upphafi var dregin verði að grámygluðum hvers- dagsleika eða þaðan af verra. Enn er of snemmt að fullyrða um áhrif bjórsölunnar á áfengisneyslu unglinga en strax skal undirstrikað það álit okkar, og viðurkennt er af nkisvaldinu, að bjór er líka áfengi. Ýmislegt bendir þó til þess að með tilkomu bjórsins færist neyslan niður eftir aldursstiganum. Ástæðumar era margar. Sú fyrsta og veigamesta er að alltof margir telja bjórinn ekki áfengi, líta jafnvel á hann sem svala- drykk. Þetta leiðir aftur af sér að eðlilegt er talið að teygja mjöðinn í tíma og ótíma við ólíklegustu tæki- færi. Af þessu kemur andvaraleysið. Unglingamir eiga greiðari aðgang að drykknum. Það vekur minni eftir- tekt þótt ein og ein bjórdós hverfí úr heimilisbirgðunum en ef gengi á „guðaveigamar“ í glerskápnum. Og því miður er hætt við að of margir telji sig geta forðað „baminu sínu“ frá því að ánetjast áfengi með því að „kenna“ því að umgangast bjór- inn. íslenskum ungtempluram er Ijóst að bjórinn er kominn til að vera. Þeir gera sér einnig grein fyrir að notkun áfengis-í hvaða mynd sem er getur verið hættuleg manninum. Misnotkunin kemur til af hans eigin veikleika. En það er einmitt hér sem margir kjósa sömu blekkingu og í umferðinni með þeim hræðilegu af- leiðingum er allir þekkja: Það kemur ekkert fyrir mig! íslenskir ungtemplarar vekja at- hygli á að „hvað ungur nemur.gam= all temur". Þeir telja því starfí sínu best varið til kynningar á þeirri hættu sem felst í því að taka fyrsta sopann; sopann sem margt af mæt- asta og besta fólki þjóðarinnar hefur iðrast að hafa látið inn fyrir sínar varir. Sá er aldrei bytjar neyslu áfengis þarf ekki að óttast að verða veikleikanum sem býr innra með okkur öllum að bráð. Það er í sjálfu sér rangt að tala um hagnað samfélagsins af sölu áfengis sakir þess gífurlega tilkostn- aðar er neysla þess hefur í för með sér. Eigi að síðurtala ráðamenn þjóð- arinnar um „hagnað" af áfengissöb unni þótt þeir viðurkenni bölið. í orði tala þeir um nauðsyn forvarna. Brautryðjendastarf hins opinbera er aftur á móti ekki áberandi í þeim efnum. Hvernig væri nú að veija þótt ekki væri nema hluta af „bjór- gróðanum“ til æskulýðsfélaga sem vinna að forvamarstarfi í ýmsum myndum. Þeim fjármunum væri vel varið og yrðu áreiðanlega ekki taldir eftir er fram lfða stundir. Það er ein- faldlega-of seint af byrgja branninn þégar bamið er dottið ofan í. Stjórn ÍUT ÍUT er samband ungs fólks sem hnfnar neyslu fíkiiicfna. ir gátu ekki komið nema árlega til að ferma, eða sjaldnar ef biskups- dæmið var víðfemt. Þá staðfestu þeir þær skírnir sem farið höfðu fram í millitíðinni. Því var talað um biskupun eða staðfesting biskuþs á skírninni. Það var ekki fyrr en á 18. öld, eða með píetismanum, að farið var að tala um að bórnin stað- festu skírn sína. Lögð var á það áhersla, að fermingarbamið fengi tækifæri til þess að endurtaka skírnarloforð foreldra sinna. Þannig var höfuðáhersla lögð á persónulegt loforð bamsins um að halda skímar- sáttmálann. Fermingin varð mikil- vægasta kirkjulega athöfnin og var mikil áhersla lögð á það, að ferming- arbamið játaði trú sína af einlægni. Enn í dag er litið á ferminguna, sem vitnisburð og játningarathöfn fyrst og fremst, og að með henni komist ungmennin í kristinna manna tölu og verði þá fyrst fullgildir aðilar í kirkjunni. Á siðbótartímum 16. aldar vora uppi svipaðar hugmyndir og þær of- angreindu. Lúther gagnrýndi þær aftur á móti harðlega og vildi hverfa aftur til fornkirkjulegrar túlkunar á fermingunni, sem guðlegri og kirkju- legri staðfestingu fyrst og fremst. Gagnrýni hans byggðist aðallega á þeirri skoðun hans, að slíkar hug- myndir um ferminguna veiki skímina, skaði fagnaðarerindið og hina hreinu kenningu, engri persónu- legri staðfestingu þurfi að bæta við náðargjöf Guðs í skírninni. Danski presturinn Grundtvig, ítrekaði gagnrýni Lúthers á einhliða áherslu á mikilvægi loforðs ferming- arbamsins í sjálfri fermingarathöfn- inni. Það er ekki ungmennið, heldur Guð, sem hefur framkvæðið. Hann réttir út hönd sína og bíður til fijáls samfélags við sig, samfélags sem ungmennin játast, af fijálsum vilja, í trúaijátningunni. Fermingin sjálf er fyrst og fremst safnaðarathöfn, ungmennin fá í henni fullan þátt- tökurétt í lífí safnaðarins. Að mati eins lærisveina Grundtvigs, er loforð eða heiti fermingarbamsins í ferm- ingunni, ómarktækt með öllu, því ungmenni á þessum aldri hafa ekki forsendur til að gangast undir slík heit. Sáttmálinn við Guð er ekki skylda, sem krafíst er af okkur. Fermingin er staðfesting kirkjunnar, í umboði Guðs, á skírnarnáðinni. Hún bendir á samhengi skírnar og kvöld- máltíðar, bytjunar og áframhalds. Fermingin er ferli fremur en ákvörð- un. Lokaorð í samþykkt prestastefnunnar frá því í fyrra, er tekið undir þessi lúth- ersku sjónarmið. Fermingarathöfnin staðfestir þá náð, sem Guð beitir í skíminni, fermingarstörfín era skímarfræðsla, sem fólgin er í sam- starfi heimilis og safnaðar. Þau veki trú, þannig að barnið vaxi upp til virkrar þátttöku í tilbeiðslulífi kirkj- unnar og tileinki sér meginatriði kristinnar trúar. Ljóst er af ofansögðu, að sjálft hugtakið ferming stendur aldrei eitt sér, heldur ávallt í tengslum við skímina. Án skímar, engin ferming. Þetta er skoðun hinnar íslensku þjóð- kirkju, sem annarra kirkna. Kirkjan hlýtur því að fara fram á það, að hugtakið ferming (sem staðfesting) haldi sinni trúarlegri merkingu og verði ekki notað á þann hátt, sem aðstandendur borgaralegrar „ferm-. ingar“ gera. Það sama á reyndar við um hug- takið skírn. Það er trúarlegt hugtak fyrst og fremst og er ekki hægt, að mati kirkjunnar, að tala um nafn- gjöf, sem skírn, nema eigi í hlut manneskja, sem tekin er inn í kristið samfélag. Vegna ókunnugleika hefur nafngjöf og skím verið eitt og hið sama í augum almennings nú um skeið eða þar til fyrir nokkrum áram, er prestar landsins fóru að benda á mun þessara tveggja orða. Síðan þá hefur verið tekið tillit til óska kirkj- unnar um, að bátar, flugvélar eða önnur farar- eða atvinnutæki væru ekki skírð, heldur nefnd (eða gefíð nafn). Kirkjan væntir þess, að aðstand- endur borgaralegrar „fermingar“ bregðist við á sama hátt, og finni annað hugtak yfir .athöfn sína en hugtakið ferming. Höfundur er deildarstjóri fræðslu- j deildar þjóðkirkjunnar.— -J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.