Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989
19
Útflutningnr á gámafiski hefur
dregist saman firá í fyrra
segir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra vísar á bug staðhæfingum
Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landsambands íslenskra útvegs-
manna, í þá veru að um of mikinn útflutning á gámafiski sé að ræða,
vegna stjórnunar utanríkisviðskiptaráðuneytisins á þessum útflutningi.
Hann segir að gámaútflutningur hafi dregist saman fyrstu flóra mán-
uði ársins, miðað við sama tíma i fyrra, en ísfikslandanir erlendis auk-
ist, undir stjórn Krisljáns Raganarssonar.
Jón Baldvin segir að fullyrðingar
Kristjáns Ragnarssonar, formanns
LÍÚ í Morgunblaðinu 17. mai sl. um
of mikinn útflutning á gámafiski á
köstnað annarra útflytjenda séu
rangar. „Sem dæmi má nefna,“ seg-
ir utanríkisráðherra, „að fyrstu fjóra
mánuði þessa árs, var útflutningur
á ísuðum þorski á Bretlandsmarkað
2.500 tonnum minni, en á sama tíma
í fyrra. Aðra sögu er að segja af
ísfisklöndunum fiskiskipa, sem lúta
stjóm Kristjáns Ragnarssonar.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs, þá
hafði hlutur físklandana skipa, sam-
kvæmt ákvörðunum LÍÚ aukist úr
60,3% í fyrra í 73,3%. Á Bretlands-
markaði, hafði hlutur ískfisklöndun-
ar skipanna, samkvæmt ákvörðun
Kristjáns Ragnarssonar, aukist úr
23% í 30%. Það hefur því dregið úr
gámaútflutningi, samkvmt stjómun
ráðuneytisins."
Jón Baldvin sagði að ef þessar
breytingar hefðu stuðlað að lægra
verði, þá væri það á ábyrgð LIÚ.
Iþróttamálaráðherrar aðildarríkja
Evrópuráðsins fimda í Reykjavík:
Ofbeldi á knattspyrnu-
völlum ofarlega á baug'i
SJÖTTI fúndiir íþróttamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins verður
haldinn í Reykjavík daganna 30.mai til l.júní. Fundur þessi er fyrsti
ráðherrafúndur Evrópuráðsins sem haldinn er hér á landi, en ráðið
varð 40 ára 5. maí síðast liðinn. Alls verða 160 erlendir þátttakendur,
þar á meðal 20 ráðherrar.
Að sögn Svavars Gestssonar
menntamálaráðherra vekur athygli
hversu almenn þátttakan er að þessu
sinni, Nú koma í fyrsta skipti fulltrú-
ar frá Ungveijalandi og Póllandi sem
áheymarfulltrúar.
Að sögn Svavars verða ofbeldi og
róstur á knattspymuvöllum í Evrópu
óhjákvæmilega ofarlega á baugi, en
einnig verður unnið að gerð sáttmála
um ólöglega lyfjanotkun íþrótta-
manna svo og kynþáttamisrétti í
íþróttum. Efnahagslegt mikilvægi
íþrótta yrði einnig umræðuefni og í
því samhengi myndi hann í ræðu á
fundinum greina frá ýmsum niður-
stöðum sem dr. Þórólfur Þórlindsson
hefur komist að eftir athuganir á
mikilvægi íþrótta á íslandi. „Það
hefur alltaf verið tilhneiging til að
hafa íþróttir sér, þær eru sér í fjöl-
miðlum og yfirleitt sér alls staðar,
en það er mikilvægt að skoða þær í
meira heildarsamhengi," sagði Svav-
ar.
í tengslum við þennan fund hefur
farið fram samkeppni meðal lista-
manna um viðfangsefni tengt íþrótt-
um. Er samkeppnin á vegum
menntamálaráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar, ÍSÍ og Olympíu-
nefndar íslands. Sýning á innsendum
verkum verður á Kjarvalsstöðum.
Fleiri menningarviðburðir verða
tengdir fundinum, til dæmis verður
frumflutt tónverk eftir Atla Heimi
Sveinsson við ljóð Jóhannesar úr
Kötlum.
Þess bæri þó að geta, að það væri
fleira sem réði verðinu. „Verðlag á
þorski er lægra í ár en í fyrra um
allan heim. Til dæmis á Bretlands-
markaði, m.a. vegna aukins fram-
boðs frá öðrum aðilum," sagði ut-
anríkisráðherra. „Ásakanir um að
ráðuneytið hygli einhverjum sérstök-
um aðilum og fari ekki eftir reglum,
eru slúður," sagði ráðherra og kvaðst
hafa svarað fyrirspurn á Alþingi um
þessi mál og gefið um það ýtarlegar
upplýsingar. Áhersla væri lögð á að
veita öllum einhveija.úrlausn, helst
vikulega, þó þáð tækist ekki alltaf.
Tekið væri tillit til stærðar veiðiskipa
og fjölda þeirra hjá viðkomandi út-
flytjenda. Þá væri litið til þess hvaða
verkunaraðstöðu útfljdjandi hefði í
landi til þess að koma afla í vinnslu
og tillit væri tekið til forgangs ísfisk-
landana fiskiskipa, sem Kristján
Ragnarsson stjómaði sjálfur og því
hefði útflutningur fisks í gámum
þrengst sem því næmi.
Ráðherra sagði að utanríkisvið-
skiptaráðuneytið teldi sig fá upplýs-
ingar, samkvæmt lögum um útflutn-
ingsleyfi, á þeirri forsendu að þar
væri um trúnaðarmál að ræða. Litið
væri þannig á að viðskipti einstakra
fyrirtækja væru trúnaðarmál og
ráðuneytinu væri því ekki heimilt að
sundurgreina nákvæmlega hvaða
aðilar hefðu sótt um leyfi, hvenær
og hversu mörgum gámum hveijum
og einum hefði verið úthlutað viku-
lega. „Upplýsingar um magnið og
hveijir hafa annast þennan flutning
eru hins vegar veittar - að sjálf-
sögðu," sagði Jón Baldvin.
„Af þessu má ljóst vera að það
er farið fijálslega með staðreyndir í
þessu viðtali Morgunblaðsins við
Kristján Ragnarsson. Hitt er svo
annað mál, að ýmsar hugmyndir eru
uppi um breytingar á þessu fyrir-
komulagi. Hugmynd sjávarútvegs-
ráðherra, sem hann reifaði í desem-
ber sl. um að koma upp sérstöku
kerfi aflamiðlunar hér innanlands er
flókið mál og viðamikið, en það snýst
hins vegar ekki um það að afhenda
Kristjáni Ragnarssyni einkaleyfi á
útflutningi á öllum ferskum fiski,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra.
Fimm ballettar verða sýndir á nemendasýningu Listdansskóla Þjóð-
leikhússins í kvöld.
Listdansskóli Þjóðleikhússins:
Fimm ballettar sýndir á
nemendasýningu í kvöld
Nemendasýning Listdansskóla Þjóðleikhússins verður í kvöld, þriðju-
dag, kl. 20.00 á stóra sviðinu undir sljórn Ingibjargar Björnsdóttur.
Flestir nemendur skólans taka þátt í sýningunni, sem bæði er byggð
upp með klassískum ballett og nútímadansi. Nú eru 115 nemendur í
skólanum. Sýndir verða fimm ballettar.
Sá fyrsti nefnist Ommusögur og
er hann saminn við tónlist eftir Sig-
urð Þórðarson, en danshöfundur er
Ingibjörg Bjömsdóttir. Ömmusögur
skiptast aftur í 5 þættir. í þeim
fyrsta, sem heitir Grýla, dansa 17
nemendur forskólans hlutverk
ömmubama og óþekku bamanna en
Brynja Scheving Heimisdóttir fer
með hlutverk ömmunnar. í öðrum
þætti, Dvergum, dansa 22 nemendur
í I. flokki. í 3. þætti, Móðir mín í
kví kví, dansa 16 nemendur í II.
flokki og Hrefna Björk Hallgríms-
dóttir sóló. í 4. þætti, Álfum, dansa
nemendur úr V. flokki og piltar úr
VI. flokki, alls 16 dansarar og í 5.
og síðasta þætti ömmusagna, Tröll-
unum, dansa 16 nemendur úr IV.
flokki-og Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
dansar sóló.
Annar ballettinn nefnist Himinn
höndum tekinn. Dansinn er eftir
Karl Barbee og tónlistin eftir Level
42. í honum dansa þær Anna María
Pitt, Helena Jónsdóttir, Hrefna Björk
Hallgrímsdóttir, Katrín Ingvadóttir
og Svala Guðmundsdóttir.
Þriðji baliettinn er Arabínur,
arabískur dans úr Hnotubijótnum við
tónlist Tsjækovskís. Danshöfundur
er Ingibjörg Pálsdóttir og dansarar
em Björg Ólafsdóttir, Bryndís R.
Brynjólfsdóttir, Hildur Óttarsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Klara
Gísladóttir, Katrín Johnson, Kristj-
ana Brynjólfsdóttir, Kristjana B'.
Guðbrandsdóttir, Sigríður Anna
Ámadóttir, Unnur Berglind Guð-
mundsdóttir og Vilborg Daníelsdótt-
ir.
Fjórða ballettinn, Talað við
glugga, samdi Guðrún Pálsdóttir við
tónlist eftir Bubba Morthens. Dans-
arar eru Brynja Scheving Heimis-
dóttir, Hrefna Björk Hallgrímsdóttir,
Fanney Magnúsdóttir, Katrín Ingva-
dóttir og Jarþrúður Guðnadóttir.
Fimmti og síðasti ballettinn heitir
Árstíðirnar. Dansinn samdi Ingibjörg
Björnsdóttir og tónlistina Atli Heimir
Sveinsson fyrir barnaleikritið Dim-
malimm. Þær Brynja Vífilsdóttir,
Helena Jónsdóttir, Þóra Katrín
Gunnarsdóttir og Ánna María Pitt
dansa hlutverkin Vetur, Sumar, Vor
og Haust, en alls taka 53 tilvonandi
ballettdansarar þátt í þeirri sýningu.
Ljósahönnuður sýningarinnar er
Ásmundur Karlsson og sýningar-
stjóri er Kristín Hauksdóttir.
HELGARFERÐIR
FUJG • SIGUNG • GISTING
Flug til Helsinki, með siglingu til Stokkhólms og til baka.
* Verð miðast við einstakling í 2ja manna klefa í 2 nætur og á hóteli í 2 nætur.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIÐIR
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni
og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.