Morgunblaðið - 23.05.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 23.05.1989, Síða 31
/ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 111. lögjafarþingi íslands slitið: 348 mál afgreidd á 314 fundum ÞINGLAUSNIR fóru fram síðastliðinn laugardag og lauk þar með 111. löggjafarþingi íslands. Þing stóð í alls 193 daga og tókst þing- mönnum að afgreiða 348 mál á 314 fiindum. Guðrún Helgadóttir forseti Sam- einaðs þings setti síðasta fund Sam- einaðs þings og fór hún yfir gang mála á hinni 111. löggjafarsam- kundu. Guðrún kvað þingið hafa verið óvenju annasamt og um margt sérstakt. Ný ríkisstjórn hefði verið mynduð og meirihlutinn að baki hennar verið naumur og oft óljós. Guðrún taldi að miklu hefði verið komið í verk þrátt fyrir það; þakk- aði hún það góðri verkstjórn ríkis- stjómarflokkanna og góðu sam- starfí stjómarandstöðuflokkanna. Færði hún stjórnarandstæðingum þakkir fyrir velvild og umburðar- lyndi. Um mál sem endanlega af- greiðslu hlutu nefndi Guðrún lög um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds, en allt frá árinu 1916 hefði verið reynt að breyta skipan mála þar um. Guðrún gat og laga um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og tekjustofna sveitarfélaga, svo og nýrra laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Um starf sitt sem forseti sagði Guðrún að hún hefði reynt að taka störf fyrri forseta sér til fyrirmynd- ar; á þeirri nýbreytni hefði hins vegar verið bryddað að setja þing- inu sérstaka starfsáætlun. Hefði áætlun þessi staðist í stómm drátt- um, þó þinglausnir hefðu dregist vegna kjarasamninga. Um verkefni framundan hjá forseta sagði Guð- rún að hún væri staðráðin í því að nota sumarið til að vinna að úr- lausnum á aðstöðuleysi bæði þing- manna og starfsfólks; 314 fimdir á 193 dögum Þingið stóð yfir frá 10. október 1988 til 6. janúar 1989 og frá 6. febrúar 1989 til 20. maí 1989, alls 193 daga. Þingfundir voru samtals 314; 113 í neðri deild, 119 í efri deild og 82 í Sameinuðu þingi. Umhverfísmál og umhverfísráðuneyti Forsætisráðherra boð- ar frumvarp í haust STEINGRÍMUR Hermannsson sagði í umræðu í Sameinuðu þingi síðastliðinn laugardag að rikis- stjórnin myndi leggja fram frum- varp um umhverfísmál og sérs- takt umhverfísráðuneyti strax í byrjun næsta þings. í ræðu sinni harmaði Steingrímur það að frumvarp um umhverfismál og frumvarp til breytinga á lögum um Stjórnarráð íslands skyldi ekki hafa oröið að lögum, en fullvissaði þingmenn um að sams konar frum- vörp yrðu lögð fram strax í upphafi næsta þings. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) gagnrýndi Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að hafa enn einu sinni tafið þetta mál. Hefði flokkurinn tafið málið um enn eitt þing, um enn eitt ár. Matthías Bjarnason (S/Vf) taldi fullkominn óþarfa að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti; unnt ætti að vera að sinna þessum málaflokki með samstarfi ráðuneyta. Matthías taldi löngu tímabært að fækka ráðu- neytum. Stakk hann upp á því að sameina sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti annars vegar og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti hins vegar svo og að leggja niður félags- málaráðuneytið og færa verkefni þess undir heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti. Taldi Matthías tímabært að Alþingi sýndi að það meinti eitt- hvað með því þegar það boðaði að- hald í opinberum rekstri. • 179 frumvörp verða að 101 lögum Framlögð frumvörp á þessu þingi voru 179 talsins. Stjómarfrumvörp voru 104 og þingmannafrumvörp 75. 102 frumvörp voru lögð fyrir neðri deild, 73 fyrir efri deild og 4 fyrir Sameinað þing. 86 stjómarfrumvörp vom af- greidd sem lög, en óútrædd stjóm- arfmmvörp em 18. 15 þingmanna- frumvörp urðu að lögum, 4 var vísað til ríkisstjómarinnar en 56 þingmannafmmvörp em óútrædd. Af 179 fmmvörpum varð alls 101 að lögum. Alþingi ályktar 25 sinnum Lagðar vom fram samtais 108 þingsályktunartillögur á þessu þingi; 10 stjórnartillögur og 98 þingmannatillögur. 25 vom sam- þykktar sem ályktanir Alþingis, 9 var vísað til ríkisstjómarinnar, 78 óútræddar og 1 kölluð aftur. í Sameinuðu þingi vora bornar fram einar 207 fyrirspumir. Allar Morgunblaðið/Bjami. Þingmenn kveðjast við þinglausnir. vom þessar fyrirspumir afgreiddar nema 6. Af 148 munnlegum fyrir- spumum sem bornar vom fram, var 143 svarað og af 59 skriflegum fyrirspurnum var 57 svarað. Tvær fyrirspumir vora kallaðar aftur og einni fyrirspum var synjað. Beiðnir um skýrslu ráðherra vom 9 og bámst 8 skýrslur. Aðrar skýrslur sem lagðar vora fram í Sameinuðu þingi vora 14. Mál sem til meðferðar vom í þinginu vom samtals 517. Þar af tókst að afgreiða 348 mál. Prentuð þingskjöl vom samtals 1339. smá auglýsingor Félágslíf M Útivist Miðvikudagur 24. maí kl. 20.00 Hlliðaárdalur - Fosavogsdalur. Lótt kvöldganga. 3. ferð i ferða- syrpunni Blófjallaleiðin. Litið vlð í Árbæjarsafni. Gengið um Ell- iðaárhólma og endað við Foss- vogsskóla. Fjölbreytt útlvistar- svæði i byggð. Verð 300 kr. Brottför frá BSl, bensínsölu. 4. ferðin verður Reykjavíkurganga Útivistar miðvikudag8kvöldið 31. mai. Helgarferðir 26.-28. maí. 1. Þórsmörk - Goðaland. Nú eru Þórsmerkurferðir eð hefjast af fullum krafti. Góð gisting í Útivistarskálunum Básum. Far- arstj. Hákon I. Hákonarson. 2. Skagafjörður - Drangey. Gist að Fagranesi. Bátsferð í Drang- ey. Fylgst með bjargsigi og eggjatöku. Einstök ferö. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. t*JÓNUSTA Hiimar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstrœtl 11, 8(mar 14824 og 621464. Kennsla i/élritunarkennsla Vélritunarskóllnn, s: 28040. JRlAOAUGL ysingar ■ TILBOÐ - ÚTBOÐ Útboð Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf. óskar eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við Grandaveg 47 í Reykjavík. í verkinu felst m.a.: Snjóbræðslulagnir 5900 m, hellulögn 285 fm, malbikun 1075 fm og steypun stétta 100 fm. Verkið skal vinna frá 15. ágúst til 20. sept- ember á þessu ári. Útboðsgögn verða afhent hjá undirrituðum frá og með 17. maígegn 5000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 30. maí kl. 14.00. VERKFRÆÐIJTOFA JTANLEYJ PÁLJJONARHF SKIPHOLT 5 0 b , 105 REVKJAVlK SlMI »1-686520 KENNSLA Námítáknmáli SSnds heyrnarlausra Haustið 1989 hefst í Kennaraháskólanum nám í táknmáli heyrnarlausra og er það hald- ið í þetta eina sinn. Námið, sem samsvarar 12 námseiningum, er hlutanám með starfi. Það er einkum ætlað kennurum heyrnar- lausra, en nokkur pláss verða til reiðu fyrir aðra, sem kynnu að hafa áhuga á að læra táknmál. Upplýsingabæklingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og skal skila þangað fyrir 9. júní nk. Rektor. sjAlfstjcdispiimckurinn FÉLAGSSTARF Hreinsunarátak í Öskjuhlíð Félög sjálfstæðlsmanna i Austurbæ og Norðurmýri, i Héaleitishverfi og í Hliða- og Holtahverfi standa fyrir hreinsunarótaki i Öskjuhlíðinni laugardaglnn 27. maí. Vlð munum hittast kl. 10.00 í innkeyrslunnl upp að geymunum. Við vlljum hvetja fólk til að koma með nesti, en hægt veröur að fá svaladrykki á staönum. Elgum saman skemmtilegan dag. Njótum útlveru og fegrum um- hverfið okkar i leiðinnl. Við vonumst til að sjá þig. Frekari upplýslngar í Valhöll, simi 82900. Stjórnirnar. Til félagsmanna SUS hefur látið taka frá borð fyrir félagsmenn á afmælishótíðinni á Hótel Islandi. Þeir, sem vilja sitja vlð SUS-borð, skulu taka það fram þegar þeir kaupa miðana. Athugið að kaupa miðana ekki seinna en á miðvikudag. SUS. Akranes Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára Af tllefnl 60 ára afmælls Sjálfstæðisflokks- ins, bjóða Sjálfstæðisfélögin á Akranesi öllum velunnurum Sjálfstæðlsflokksins til afmælishátiðar (Sjálfstæðishúsinu, Heiöar- gerði 20, fimmtudaginn 25. mai kl. 20.30. Kaffiveltlngar. Ávarp: Jósef H. Þorgeirsson. Stjórn fuiltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Fylkir F.U.S. - ísafirði Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaglnn 25. mai kl. 20.30 í Hafnarstrætl 12, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Fylkir F.U.S. Kæru Seltirningar Að tilefni af 60 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins ætlum við að bjóöa öllum Seltirningum til hátlðar i félagsheimili okkar á Austurströnd 3, fimmtudaginn 25. mal. Glæsilegar veitingar, söngur, glens og gaman. Dagurlnn verður að hátíð ef þú lætur sjé þig. Húsið opnað kl. 20.00. Hátiðarkveðja. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára Kvöldfagnaður Sjálfstæðisfélögin I Reykjavík halda kvöldverðarfagnaö i tilefni 60 ára afmælls Sjólfstæðisflokksins á Hótel islandi flmmtudaginn 26. mal nk. kl. 20.00. Húsið opnaö kl. 19.30. Dagakrá: 1. Hátiðin sett. Áslaug Friðriksdóttir, formaður afmælisnefndar. 2. Borðhald. Hátiðarræöa: Davið Oddsson, borgarstjórl. 3. Skemmtiatriði: Þingmenn og borgarfulltrúar flokkslns sjá um þann lið. 4. Dans: Hljómsveit Ingimars Eydal. 5. Veislustjórl verður Gelr Haarde, alþingismaður. Aðgöngumlðasala og borðapantanir á Hótel íslandi fró mónudeglnum 22. mal kl. 9.00-19.00 og sömuleiðis i sima 687111. Miðaverö er kr. 2500,-. Þriréttaður hátlðarmatséðill Innlfallnn. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði heldur kvöldverðarfund i kvöld, þriðjudag- inn 23. maí kl. 19.30 I Gaflinum. Almenn fundarstörf. Gestur fundarins: Frú Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. Kosning fulltrúa á 17. landsþing Landssam- bands sjálfstæðiskvenna, sem haldlð verð- ur f Viðey 9.-11. júni nk. Kynntar lagabreytihgar á lögum félagsins. Almennar umræður. Alllr velkomnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.